Alþýðublaðið - 23.12.1976, Síða 19

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Síða 19
18 Fimmtudagur 23. desember 1976 Jólablað Alþýðublaðsins Jólablað Alþýðublaðsins Fimmtudagur 23. desember 1976 19 Hvað finnst þér um ástand íslenzkra þjóðmála nú um jólin? i viðtölum sem Alþýðublaðið átti við nokkra vegfarendur og birtust í blaðinu í gær, kom fram, að fólk þetta virtist sammála um, að sitthvað væri við islenzkt þjóðfélag að athuga. Einkum þó réttarkerfið. En það eru mörg mál önnur en dómsmál sem koma upp í hugann þegar hugsað er um þjóðmál Islendinga. I gær hringdum við í nokkra unga presta og spurðum þá, hvað þeim fyndist um islenzk þjóðmál á þessum jól- um sem nú fara í hönd. Því voru prestar valdir, að þeir eru í vissum skilningi nær bágindum hins mannlega lífs, komast í nánari snertingu við þau vandamál sem al- menningur á við að etja. Fimm prestar, fjórir þjónandi og einn starfsmaður þjóðkirkjunnar, sáu sér færtað svara þessari spurningu okkar, og fara svör þeirra hér á eftir. olafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík: Réttlætið má ekki vera að- skilið kærleikanum Spurt er hvernig mér finnist ástandið i islenzkum þjóðmálum nú um jólin. Hér er átt viö þjóð- mál á breiðum grundvelli. Ég mun þvi aðeins koma inn á fáein atriöi, sem eru ofarlega i huga minum. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af virðingarleysi fyrir lifinu og gildi manneskjunn- ar, sem birtist i ýmsum mynd- um, meðal annars auknum af- brotum. Lifiö hefur frumgildi, sem allt gildismat byggist á. Sem betur fer höfum viö frelsi til að taka ákvarðanir, frelsi til að móta lif okkar. Ég hef ekki tilhneigingu til að skilgreina siðferði þannig að það sé hlýðni við lög, það er miklu fremur hlýðni við það sem við er- um sem manneskjur. En vissu- lega gegna lög þjóðfélagsins ákveðnu hlutverki. Islenzkt þjóð- félag á sér eitt markmið og það er mennska þjóðfélagsins. Undan- farið höfum við verið minnt á hve réttlætið er nauðsynlegt heil- brigðu þjóðlifi. Þjóðfélagsgagn- rýnin veitir aðhald, en mönnum ber eftir sém áður skylda til að- vanda þau vopn sem þeir beita. Réttlætiö má ekki vera eitthvað sem er algerlega aðskilið kær- leikanum. Og til þess að réttlætið nái fram að ganga þarf stofnan- ir þjóðfélagsins, þvi það er ein- mitt i þjóöfélaginu sem möguleik- arnir á mennskri sambúð skap- ast. Ef stofnanir þjóðfélagsins bregöast, þá þarf að bæta þær. Hitt er rétt, að seint verður allt misrétti jafnað. Vitur maður sagði eitt sinn, að hann drykki aldrei úr mjólkurflösku án þess að gera sér grein fyrir þvi að hann kynni að vera að taka mjólkina frá barni sem þarfnað- ist hennar fremur. Þetta er stað- reynd sem nú blasir við og það er vart hægt aö lifa án þess að gera á hlut annarra á einn eða annan hátt. Það*er brýnt að íslendingar varist að rjúfa lögmál náttúrunn- Það kann að koma i hlut afkom- enda að glima við þau vandamál. Ég á hér við ofveiði ákveðina fiskstofna eða mengun sem er samfara stóriðju. Það er nauö- synlegt að stjórnmálamenn haldi vöku sinni i þessu efni og það Iæt- ur undarlega i minum eyrum þegar stjórnmálamenn virða að vettugi álit ábyrgra sérfræðinga i þessum efnum. A jólum er vert að minnast þess að kristin arfleifö bendir mönnum á takmörk valdsins og þekkingar- innar. Boðskap jólanna fylgir eftir sem áður bjartsýni. Kristur kom til þess að efla mennsku mannlifsins og enn vitjar hann manna i oröi sinu og hvetur þá til að vera ábyrga. Þörf er á aö íslendingar glati I engu þeim verðmætum sem lifið hefur upþ á að bjóða. Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur, Selfossi: Sundruð þjóð á enga stefnu Eflaust er ástand hins islenzka þjóðfélags aldrei eins gott og yfir jólahelgina. Aldrei I annan tima eru eins mörg heimili sátt og sameinuð, jafnmörg góöverk unnin og aldrei annars nær guðs orð að hræra fleiri hjörtu til þess sem gott er og heilagt. Hins vegar færist það nú æ i vöxt að fólk vandi ekki til lifernis sins almennt’, og fari óvarlega með þær dýru gjafir sem þvi eru gefn- ar i heimilisöryggi og börnum. Þessa gætir einnig á jólum meðal sumra. Ég veit dæmi til þess að jólin geta orðið fólki timi hörm- unga og persónulegs afhroðs þó að þetta sama fólk hafi ekkert sérstaklega illt i huga fyrir jólin. Allir eru eflaust sammála um að þetta sé hörmulegt, en þetta ætti ekki að koma okkur á óvart. Þetta er bein afleiðing þess að guðs orði og guðs réttlæti er ýtt til hliðar i samfélagi okkar i æ rikari mæli og á visvitaðan hátt. Rettlætiskrafa kristinnar trúar er ekki borin við samfélagið sem viðmiðun og á þetta við um iög- gjöf okkar ýmsa og stjórnarat- hafnir rikisvaldsins, jafnt og breytni einstaklings, hvers á sin- um stað. Ekkert er það til sem sameinar þjóðina á jafnviðtækan hátt og kirkjan. Þetta skulum við hafa i huga er við hugsum til þeirra ein- staklinga og hópa sem reyna að rýra áhrif hennar og leiða fólk frá kristinni trú. Iðja þeirra er ekki sprottin af eintómum trúmála- áhuga eða öruggri vantrú, heldur er hún sprottin af sundrungar- vilja. Þar er um að ræða mark- visst niðurrifsstarf sem beinist gegn allri þjóðmenningu Islendinga. Þaö þjónar Hka ýmsum helstefnum að sundra þessari þjóð. Sundruö þjóð á enga stefnu, hún gengur i myrkri, land hennar verður land náttmyrkr- anna, myrkraöflin veröa frjáls og táknið um frelsi þeirra er það, að þau hætta aö hiröa um að segj- ast vera frjálslynd. Aldrei hefur það lagzt eins þungt á mig og fyrir þessi jól, hvað mér finnst þjóðin gana út i myrkrið. Þess vegna hafa jólin heldur aldrei verið mér eins kær- komin eins og einmitt nú. Aldrei hafa þessi orö vakið mér sterkari von: Sú þjóð sem i myrkri geng- ur, sér mikið ijós: yfir þá sem búa i landi náttmyrkranna skin ljós, þvi barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvila. Nafn hans skal kallað undraráðgjafi, eilifðarfaðir, guð, hetja, friðar- höfðingi. Hann fæddist þjóð eins og okkar þjóð, sem fallið hefur i gryfju sundrungarinnar. Það er guðsráð að yfir slika þjóð skini ljós. Það sem guð vill, það verður og þvi er ekkert vonleysi eða svartsýni i huga minum, þó ég reyni að gera mér mynd af ástandinu eins og þaö er og fái ekki alltaf sem bezta útkomu. Ég veit að ljós guðsdýrðar mun skina inn i samfélag okkar þessi jól. Greiðum svo öll veg dróttins svo að þetta ljós fái einnig skinið inn i dýpstu afkima þjóðfélagsins, upp á hæstu köldu-hefðartindana og inn i innstu leyni hjartnanna. Þá mun náttmyrkrið vikja úr sál- unum og þar með samfélaginu. Þorvaldur Karl Helga- son,æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar: Menn eru uggandi um þorskinn, en hvað um manninn? Unnt er að skoða þjóðmál Islendinga frá ýmsum hliðum. Löngum hefur alþingi og störf þess verið spegilmynd sam- félagsins. Annars vegar á það frumkvæði að ýmsum málum og hins vegar túlkar það ástandið i þjóðlifinu. Dæmi um hið siðara erulögin um rannsóknarlögreglu. Skrif blaða þessa árs hafa einkennzt af greinum og viðtölum sem snerta það mál. Það kemur manninum? Aðalatriðið er auð- vitað: Hvað er það sem ræður þvi, að alþingismenn berjast á sumum vigstöðvum en ekki öðr- um, og hver gefur tóninn i skrif- um blaðanna? Hér er spurt um undirstöðuna og hvatann að mál- flutningi og skoðun manna al- mennt. Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgríms- sókn: Það hriktir í stoðum nægtasam- félagsins Fyrst og fremst koma mér i hug þau miklu forréttindi sem við njótum hér á landi, að fá að halda jól og fagna fæðingu frelsarans. Við megum muna það, að milljónum kristinna manna er það forboðið með öllu. Við búum við öryggi, frið og frelsi og finnst sjálfsagt. Milljónir vita ekki hvað það er. Við njótum þeirra forrétt- inda að lifa við auð og allsnægtir, en milljónir meðbræðra okkar svelta. kristnum manni ekki á óvart hversu afskræmd mannsmyndin getur orðið, en ég hef ekki þá trú að þetta þjóðfélag sé orðið það rotið að skrifin spegli i réttu hlut- falli núverandi ástand. Þess vegna hef ég þakkað hvert það blað og hver þau skrif sem ekki hafa smjattað á þessari hlið mannlegrar tilveru. Ég vildi gjarnan sjá eins mörg viðtöl og umræður um málefni sem ekki eru metin þess að komast á breið- siður blaða dagsdaglega. Menn eru uggandi um þorskinn i sjónum, en hvað með . mann- inn i landi? Þorskurinn er lifæð okkar Islendinga, svara menn ef til vill. En ég segi, að meðan menn gleyma þvi ekki aö önnur næring kemur úr hendi skapar- ans, þá óttast ég ekki um framtfö okkar. Þær blikur eru einmitt á lofti nú i islenzku þjóðlifi, að menn eigi vanmátt mannsins og kallaö er á hjálp. Slik köll hafa heyrzt frá Hallærisplaninu og flei>-i .jtöðum. Hins vegar dettur mér i hug byggðarlag eins og Egilsstaðir, þar sem menn vita að jafnhliða uppbyggingu á sviði at- vinnulifs, þarf að muna eftir félagslegu hliðinni. Verksmiðj- urnar, skólinn, sjúkrahúsið, féiagsheimilið og kirkjan eru þar hlið við hlið. Við það skapast það jafnvægi sem við erum að leita að. En er ástandið gott þegar ein- blint er á verksmiðjur og lög- reglumál, en gleymt er aö hlúa aö Þessi forréttindi eru þó ekki sjálfsögð og auður okkar og vel- sæld stendur leirfótum. Umheim- urinn ber að dyrum með sivax- andi þunga og það gengur vart lengur að skella skollaeyrum. Jólin boða þann frelsara sem tók á sig kjör þeirra allslausu, kúguöu og arðræn.du og hann vitjar þin i þeim. Átt þú rúm fyrir hann, íslendingur? Það hriktir i stoðum nægtasam- félagsins sem við höfum verið að byggja upp og verðbólgan grefur um sig um helsjúkan þjóðarlik- amann og mótar æ meir hugsunarhátt manna. Draumur- inn um hinn auövelda, skjót- fengna groða og fyrirhafnarlaust, ljúft og ábyrgðarlaust allsnægta lif. I augum prests kemur þessi geigvænlega sýking i islenzku þjóðlifi berlegast i ljós i sambandi við áfengismálin, þar sem maður svo að segja daglega verður að horfa upp á heimili leysast upp og mannlif leggjast i rúst vegna þess iskyggilega förunauts sem svo allt of margir velja sér. Sú spurn- ing verður áleitin hvort örar framfarir undangenginna ára hafi ekki verið of dýru verði keyptar. A ytra borði glæsilegt allsnægtasamfélag, en innviðir illa fúnir og ormétnir, þar sem eölilegt heimilis- og fjölskyldulif er i upplausn og siðgæðisleg og trúarleg mótun þar af leiöandi veriö i molum. Svo má ekki gleyma þvi heldur, Hugleiðingar rétt fvrir að margir eru þeir okkar á meöal hér, sem ekki njóta þeirrar dýrð- ar og dásemdar, sem nægtasam- félagið uppmálar um jólin. Þeir eru alltof margir i þessu auðuga landi sem bera of litið úr býtum af kökunni og launapólitikin hér er hróplega ranglát, og það hvernig öldruðum og öryrkjum er skammtað úr hnefa meðan fjöldi manna skammta sér sjálfir laun og leggja litið til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins. Kristin trú boðar enga patent- lausn vandamála þjóðlifsins, en hún er afstaða til lifsins. Abyrg afstaða til lifsins, meðbræðranna og til guðs. Það er afstaöa sem þú átt að kref jast fyrst og fremst af sjálfum þér og leitast við að bera sannleikanum, réttlætinu og kær- leikanum vitni i umgengni þinni, lifsháttum og gildismati. Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugar- nesprestakalli: Margir afneita honum leynt og Ijóst Það er erfitt að gera úttekt á islenzkum þjóðmálum i stuttu máli og erfitt að velja þar úr. En eitt er það mál, sem mér finnst um, sem er hvað alvarlegust er verðmæti. Þvi þegar hnignun hve margir kæra sig orðið koll- verður á þvi, hnignar að minu ótta um kristindóminn og kristin mati öllu mannlifi. þurfa mikillar athugunar við, en • það eru ellimálin. Finnst mér gott1 að minna einmitt á þau i jólahald- inu. Hér i borg eru margir mjög ' fullorðnir einstaklingar sem lifa orðið i mikilli einangrun og oft i einmanaleik. Elli heimili og,. dvalarheimili eru vissulega stór- kostleg hjálp, en engan veginn nærri nóg. f Það er staðreynd að borgarlif dregur ýmislegt með sér, ekki sizt þegar borg þenst út og verður ji, stór. I fjölmenninu er auðvelt að gleymast og týnast og það gerist i auknum mæli hjá okkur. Oft finn- ast gamalmenni látin i herbergj- um sinum eða ibúðum, oft vikum eða mánuðum eftir andlát, eins , og mörg dæmi er um hjá ná-1 grannaþjóðum. Ég vona að okkur : megi bera gæfa til að hugsa vel j um gamalmennin okkar sem hafa staðið i striti erfiðra timabila og eiga . skilið umönnun og . umbun þjónustu sinnar. A sama hátt væri hægt að nefna öryrkjana sem stórt vandamál. kristindómurinn segir með áherzlu: Elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta og náunga þinn eins og sjálfan þig. Náungi þinn er ekki aðeins sá sem á heima i næstu ibúð, en það er hann og allir aðrir sem á vegi okkar verða, lika þeir sem minnst mega sin i þjóðfélaginu. Á jólum bendir kristin trú á barnið i jötunni sem ekki fékk annað húsaskjól en dýrastall. Pillur mannúð ? Oti er svört nótt. Veðriö er fallegt og stjörnur blika á himni. Ég er að hugsa um ungan vin minn, sem ég heimsótti á dögunum. Móðir hans og lítill bróðir voru þar. Er þau höfðu kvatt hann innilega sneri vinur minn sér að mér og sagði: „maður er nú hálfgeröur mömmu- strákur ennþá”. Jú, vlst gat ég séð það. Hann sagði mér Hka aö þetta væri mesti hamingjutimi iifs hans. Ég vissi reyndar að llf hans hafði ekki verið neinn dans á rósum, en hvernig mátti það vera að dvöl á sjúkrahúsi væri hátindur ham- ingjunnar? Auövitað þurfti ég ekki að spyrja. Vinur minn er fangi. Honum haföi verið ekið I skyndi á sjúkra- hús með slæma botnlanga- bólgu. Þó honum fyndist gott að endir skyldi bundinn á langvarandi vanliðan þá var hitt mest um vert að i vissum skilningi var hann frjáls. Ferðafrelsi hafði hann ekki en hann var heldur ekki læstur inni. I hugann kemur samtal sem ég átti við kunningja. Viö ræddum um aðbúnað fanga. Viðurkenndur var réttur þjóðfélagsins til að svipta menn frelsi við vissar aðstæður. Ég taldi hins vegar að það yrðu að gilda viss grundvaliariögmál i samskiptum okkar við annað fólk, dæmt eöa frjálst. Ég taldi aö allur megin boö- skapur kristinnar trúar og öll boðorö réttlætis væru þverbrotin I samskiptum rikisvalds og fanga. Fangar ættu að fá tækifæri til að menntast eða sinna almennum störfum utan fangelsis. Jafnvel að fá heimferðarleyfi um helgar. Fangi er maður, fæddur meö jafnan rétt við aöra. Fangelsun er neyðarúrræöi sem beita verður af mildi cn ekki grimmd. Hún er og verður ávallt alvarleg refsing jafnt fyrir það þó gætt sé mannúðar. Kunningi minn taldi að fangelsi ættu ekki að vera nein hótel og sagði að stjórnvöld yrðu að svala hefndarþorsta fólks- ins. Ég vildi ekki viðurkenna hefndina jafna réttlæti. Rifjaði ég upp að sál- fræðingur sem áður fylgdist með líðan fanga á Litla- Hrauni hafði miklar áhyggjur af velferð vinar mins og skjólstæöings. Taldi það ekki rétta staðinn fyrir 18 ára unglinginn ef hann ætti ekki að biða varanlegt tjón á andlegri heilsu sinni. Ég áræði ekki að hafa eftir orð þeirra forstöðumanna dómsmála, sem ég ræddi við um bréf sálfræðingsins. En mér var brugðiö. Hafði aldrei getað trúað þvi að embættisstörf gætu gert eölisgóða menn svo kald- lynda. Það var þungbært að keyra tii hans um kvöldið austur að Litla-Hrauni og tjá honum að rikisvaldið gæti ekkert fyrir hann gert. Ekkert nema að gefa honum pillur að morgni, pillur um Ragnar Tómasson, hdl: miðjan dag og pillur fyrir svefninn. Martröð og and- vökur um nætur, nagandi kviði og vanliðan á daginn, allt er læknað með pillum. Þannig fæst friður, þannig er allt kyrrt og hljótt. Er ég fór út aftur i gegnum varð- stofuna mætti mér ömurleg sjón. Með titrandi hendur og óþreyju i augum biöu fangarnir I langri röð við lúgu. Þeir áttu að fá kvöld- skammtinn sinn af pillum. Hávær orðaskipti áttu sér stað milli fanga og gæzlu- manns. Fanginn hafði sofið yfir sig um morguninn og vildi þvi fá morgunskammt- inn lika. Raunalegur dagur var á enda. Þessir ógæfusömu menn áttu samúð mina. Harðlyndi rikisvaldsins var mér um megn aö meötaka. Mér koma i hug orð Krists á krossinum: Faðir, fyrirgef þeim þvi þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Ragnar Tómasson Hann kom til eignar sinnar, en menn, eign hans, en margir af- hans eigin menn tóku ekki við neita honum leynt og ljóst. honum. Allir menn eru hans Sú staðreynd i okkar þjóðmál-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.