Alþýðublaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 23
Joldbldð Alþyðublaðsins Fimmtudagur 23. desember 1976 23 GÖMLU LÖGIN SUNGIN OG LEIKIN Um þetta væri ekkert nema gott aö segja, ef listamenn og útgefendur gætu komið sér saman um að gefa út vandaðar og góðar hljömplötur. En á þvi virðist i alltof mörgum tilfellum hafa orðið misbrestur, þvi ínegnið af , þeim islenzku breiðskifum sem komið hafa á markaðinn aö undanförnu, er i einu orði sagt rusl. Bókaþjóð — hljómplötuþjóð Nú er það svo, að Islendingar, sem lengi hafa hreykt sér af þvi að vera bókaþjóð i betra lagi, eru að veröa einskonar hljóm- plötuþjóð. Bókaútgefendur hafa viðurkennt þessa þróun, a.m.k. sumir þeirra, og hafið sjálfir út- gáfu hljómplatna. Að flestra mati er þetta þróun i rétta átt, úr þvi að hljómplatan er orðin svo stór þáttur i lifi yngri kynslóðarinnar, sem raun ber vitni. Ég tel, að fagna beri þessu framtaki bókaútgefenda ef það verður til þess, að hljómlistin verður vandaðri eftir en áður. En svo að vikið sé aftur að jólapiötunum i ár, þá eru þær margar hverjar svo hroðalega lélegar, að menn trúa vart eigin eyrum, þegar þeír eru sestir inn i stofu og ætla að fara að hlusta á nýju plötuna sina. Margir þeirra hljómlistar- manna, sem hlut eiga aö máli, hafa leitað fanga i gömlu góðu ruslakistunni og reynt að dubba upp gömul lög. Enn aðrir böggl- ast við að semja eigin músik, sem oft vill verða léleg endur- tekning þesssem hljómað hefur i eyrum okkar mánuð eftir mán- uð. Og þegar lélegt enskubull, án allrar merkingar, bætist svo ofan á allt annaö, þá er ekki von að vel fari. En það sorglegasta við þetta alltsaman er, að margirþeirra, sem falla i þessa gryfju sölu- mennskunnar nú um jólin, eru góðir listamenn, sem hafa gert marga góöa hluti. Og þvi er það, sem fólk kaupir plöturnar þeirra alveg grandalaust um, að þarna sé á ferðinni lélegasta tegund massaframleiðslu. Svokallaðir poppskrifarar blaðanna eiga þarna lika nokkra sök. Margir þeirra gangast upp i sleikjulegum smjaðursskrifum til þess eins, að koma sér i mjúkinn hjá hljómlistarmönnunum. EF þeir þykja þess virði. Það skal þó skýrt tekið fram, að ofangreint á ekki við alla gagnrýnendur pop-tónlistarinn- ar. Sumir þeirra, t.d. Klásúlna- ritarar hafa veriö nokkuö sann- gjarnir i dómum sinum, en ekki látið þau stjórnast af smjaðurs- legri undirgefni. Vandað til verka Þá skal einnig tekið fram, að ýmsir okkar ágætu listamanna hafa sént frá sér mjög góöar og vandaðar hljómplötur, bæöi fyrir jól, og á öðrum árstimum. Vil ég iþessu sambandi nefna Spilverk þjóðanna, Diabolus in Musica, Stuömenn og Þokkabót. A öllum þessum plötum er að finna virkilega góöa hljómlist, og um fram allt, eitthvað nýstárlegt. Auk þess hefur maður á tilfinningunni að þess- ar hljómplötur hafi veriö unnar með stakri ánægju og áhuga, en ekki vegna væntanlegrar sölu fyrst og fremst. Þarna er greinilega'á feröinni fólk, sem hefur ákveðinn hljóm- listarsmekk, sem það er óhrætt við að tjá. Og við hin njótum góðs af þvi þessar hljómplötur er hægt að hlusta á skipti eftir skipti, með óskiptri ánægju. Séu þessar plötur bornar saman viö „Visnaplötuna” þann hlægilegasta afturkreisting, sem á markaðinn hefur komið og Fjölskylduplöturnar úr Keflavik, svo eitthvað sé nefnt, þá er sá samanburður hinum siðarnefndu i mikinn óhag, sé vægt til orða tekið. Liklega færi bezt á þvi, að þeir linulistamenn, sem þar eiga hlut að máli, fari i hálfs árs orlof og reyni að koma sköpunar- gáfunni á réttan kjöl. Þvi þeir geta gert miklu, miklu betur en þetta, bara ef þeir gefa sér tima til að skapa eitthvaö nýtt, en láta gömlu lummurnar sigla sinn sjó. ,,Hér virðist fólkið elska söng” — Þaö var nú svolitið dvænt. Ég var að koma með kammer- hljómsveit frá ítaliu og var þá sagt, að komiö hefði bréf frá Vladislav Voijita, sem þá var tón- listarkennari á Húsavik. I bréfinu sagðist hann vilja koma heim aft- ur, en þyrfti aö útvega mann i staöinn fyrir sig, þar sem samn- ingstiminn var ekki útrunninn. Það fór svo, að ég sló til, og á- kvað að fara til Islands og kom hingað 6. september 1972. Eg vissi satt að segja litiö sem ekkertum landið og hvergi gat ég fengið neinar bækur um það. Þó fór svo að lokum, að ég komstyfir rússneska bók um Island, en hún hafði'verið prentuð 1952. — Hvernig geðjaðist þér svo að? — Fyrsta hálfa áriö var ákaf- lega erfitt fyrir mig. Ég var ein- mana og þekkti fáa. Fólkið var lokað gagnvart mér vegna tungu- málaörðugleika. Upphaflega var ég ráðinn til að stjórna karlakórnum Þrym og Lúðrasveit Húsavikur, en auk þess bættist svo Tónlistarskóli Húsavikur við. Arið 1973 kom svo Viktor Guðlaugsson skólastjóri til min og bað mig aö taka að mér stjórn nýs kórs, sem verið var aö stofna i nokkrum hreppum austan Vaðlaheiöar. Það var Karlakór- inn Goðinn og ég hef stjórnaö hon- um siöan. — Hvernig finnst þér svo að vinna með tslendingum? — Það er alveg nýtt fyrir mig aö koma til ekki fjölmennari þjóöar, þar sem fólkið virðist elska söng. Þaö er með óiíkindum að heyra i mönnum sem aldrei hafa sungiö, en hafa góðar raddir og syngja meö hjartanu. Einnig vakti það furöu mina hvaö menn voru þolinmóðir á æfingum. Voru ekki alltaf að spyrja um klukk- una. Mér finnst þið eiga mjög góöa músikanta, bæði i sigildri tónlist og poppi. — Það er mikið talaö um skort á islenzkri óperu. Heldurðu að slik stofnun eigi rétt á sér? — Ég tel ekki að arövænlegt sé að koma upp óperu i Reykjavik vegna fólksfæðar. Ég veit hins vegar að það vantar tenóra er- lendis, i Þýzkalandi, á ttaliu og fleiri stöðum og Islendingar eiga marga mjög góða tenóra sem ættu að ieita fyrir sér á þessum slóðum. — Hefur einhver beðið þig að útsetja tónlist fyrir sig? — Nei, enginn ennþá, en ég myndi gera það ef ég væri beðinn. Mér finnst bara að kórar syngi of mikið af gamalli tónlisti frekar einföldum útsetningum. Það væri athugandi fyrir Landssamband blandaðra kóra eða einhvern svipaöan félagsskap, að gera eitt- hvað nýtt fyrir kórana. Ég held nefnilega aö þessi tónlist fæli yngra fólkið sem kemur inn i starfsemina frá. Það vill eitthvað annað en þessi eilifu sömu gömlu lög. Við eigum raunar við svipað vandamál að glima I Tékkó- slóvakiu. — Hvernig halda Tékkar upp á jólin? — Jólahaldiö heima byrjar eig- inlega á hádegi á aðfangadag. Þá fer konan út með börnin meðan maöurinn skreytir jólatreð. Tréð eristofunniog hurðinni algerlega lokað fyrir börnunum fram að kvöldmat. Við boröum klukkan sjö um kvöldiö, en áður hafa allir pukr- aztmeð gjafirnar undir jólatrénu. Við höfum þann skemmtilega sið heima, aö við borðum fiski- súpu á undan kjötinu og þeir sem ekki vilja súpuna fá auövitað ekki kjöt heldur. Eftir matinn fara allir að jóla- trénu og opna pakkana sina, drekka kaffi eöa vin og bjór. Svo syngjum við jólalög, en förum ekki tilmessu fyrr en á miönætti, en þá fara lika flestir til kirkju. Trésmiðafélag Reykjavíkur óskar öllum félögum sínum og öðrum velunnurum GLEÐILEGRA JÓLA Verkamannafélagið Dagsbrún óskar öllum félögum sínum og öðrum velunnurum GLEÐILEGRA JÓLA Óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári og þökkum sam- starfið á árinu sem er að liða Rafiðnaðarsamband íslands og aðildarfélög Við sendum öllum viðskiptavinum og starfsfólki beztu óskir um GLKÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI AIl þökkum gott samstarf á liðnum árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.