Alþýðublaðið - 23.12.1976, Síða 27

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Síða 27
Fimmtudagur 23. desember 1976 Jólablað Alþýðublaðsins 27 ARNAR Litla stúlkan með eldspýturnar, hin heimsþekkta barnasaga H.C.Andersen verður á dagskrá sjónvarpsins klukkan 14.40 á að- fangadag I uppfærslu brezkra sjónvarpsleikara. Sagan gerist i ónefndri stórborg. Jólin nálgast. Fólk er á þönum um göturnar hlaðið bögglum, sem hafa inni að halda hinar dýrðleg- ustu jólagjafir. Veðrið er nistingskalt, og litil tötrum klædd stúlka skelfur úr kulda, en reynir samt sem áður af veikum burðum að selja fóiki eld- spýtur. En hún hefur ekki erindi sem erfiði. Jólin eru að koma og allir eru á þönum og hafa allt of mikið að gera til þess að veita litlu tötrabarni eftirtekt. Þessi mynd er án efa þörf jóla- hugvekja fyrir okkur börn vei- ferðarinnar, þvi tötrabörn ævin- týranna eru víða til. Aðalhiutverk myndarinnar eru i höndum Lynsey Baxter, David Howe og Anabella Lanyon. Flest höfum við heyrt hið við- kunna ævintýri Alladin og töfra iampinn úr ævintýrabókinni Þúsund og einni nótt. Þeim sem aldrei hafa heyrt ævintýrið né heyrt þess getið gefur sjónvarpið nú kost á að sjá það i leikritsformi á jóladag klukkan 21.20. Leikrit þetta skrifaði danski rithöfundurinn Adam Oehlens- lager er hann var 25 ára að aidri og verður það sýnt i uppfærslu danska sjónvarpsins. Sagan hefst á þvi að þeir hittast hinn lifsglaði skraddarasonur Aladdin inn i helli eftir töfra- lampa, en þegar til kemur neitar Aladin að láta lampann af hendi. Ekki er ástæða til að rekja söguna lengur það myndi einungis spilla fyrir ánægju áhorfenda. „Maður er aldrei einn” heitir sjónvarpsþáttur sem sýndur verður klukkan 17.00 á annan jóladag. Vorið 1975 heimsóttu sjónvarpsmenn Hornbjarg og Hornbjargsvita, en vitinn er eina byggða bólið þar um slóðir. i þessari heimsókn lýsir vita- vörðurinn, Jóhann Pétursson, starfi sinu og kjörum. Heiti þáttarins er frá vitaverðinum komið. Umsjón þáttarins hcfur ólafur Kagnarsson með höndum, en stjórn kvikmyndunar annaðist Þrándur Thoroddsen. Mynd þessi var áður á dagskrá sjónvarpsins hvitasunnudag 1975. Annað kvöld jóla nefnist þáttur, i umsjá Eiðs Guðnasonar, sem sýndur verður samnefndan dag klukkan 20.35. i þætti þessum ræðir Eiður viö Steindór Stein- dórsson, fyrrum skólameistara, og Pétur Gunnarsson rithöfund, um jólin fyrr og nú. Þá kom fram nokkrir góðir gestir og skemmta með söng og dansi. Félag járniðnaðarmanna óskar öllum félögum sínum og öðrum launþegum GLEOILEGRA IÚLA Meitillinn h.f. ÞORLÁKSHÖFN Óskum sjómönnum, viðskiptamönnum, starfsfólki, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári — Þökkum viðskiptin á liðnum árum liiiiilliilillll hmnrrnrnnm-m iii !i i '5 b ifffflfifrrír'9 -—n

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.