Alþýðublaðið - 12.01.1977, Side 3

Alþýðublaðið - 12.01.1977, Side 3
Miðvikudagur 12. janúar 1977 tVETTVANGUR 3 Kjartan Jóhannsson: ÞRÓUNARSJÓÐURINN OG LÁG- KURULEGUR HLUTUR ÍSLANDS Kjartan Jóhannsson, varaformaður Alþýðu- flokksins sótti 39. þing Sameinuðu þjóðanna og starfaði þar einkum i Stjórnunar- og fjárhags- nefnd þingsins, þar sem hann tók m.a. til máls um fjárframlög meðlimarikjanna til S.þ. í þess- ari grein fjallar hann um framlög íslands til þróunarhjálparinnar, sem hann telur hafa verið til vansæmdar fyrir ísland. Margvislegt merkilegt starf er unnið á vegum undirstofnana Sameinuðu þjóðanna. Margt af þessu starfi er frekar hljótt um, en allt miðar það að þvi aö bæta þann heim sem við byggjum. Arangur er að sjálfsögðu mis- jafn á hinum ýmsu sviðum, stundum góður, stundum siðri. Þó er mál flestra, sem til þekkja, að starfsemin á vegum þróunarstofnunar Sameinuöu þjóöanna hafi tekizt vel. Verk- efnihennar er að hjálpa vanþró- uðum þjóðum til sjálfshjálpar. Föst framlög og frjáls framlög. öll þessi starfsemi undir- stofnananna og rekstur S.þ. kostar mikið fé. Framlög þjóð- anna til þessarar starfsemi eru reyndar með tvennum hætti, annars vegar eru föst framlög til þess að standa undir rekstri og hins vegar eru frjáls fram- lög, sem fara til ýmissa verk- efna, sem S.þ. og undirstofnanir þeirra vinna að. Þannig eru t.d. föst framlög til rekstrar S.þ. sem slikra og greiðir hver með- limaþjóð tiltekinn hundraös- hluta af rekstrarkostnaöinum. Island hefur að undanförnu greitt 0,02% af þessum kostnaöi. Hér er um að ræöa þátttöku- gjald eöa félagsgjald, ef menn vilja orða það svo. Framlags- hluti er misjafn eftir greiðslu- getu þjóða. tsland er i hópi þeirra þjóða sem greiða lág- marksgjald eða e.t.v. réttara sagt eru með lágmarkshlut- deild. Engu að siöur erum við meðal hinna hæstu greiðenda miðaö viö fólksfjölda, enda þjóðartekjur á mann tiltölulega háar á íslandi, eins og kunnugt er, i samanburði við flestar aðr- ar þjóðir. Að þvi er hin föstu framlög varðar greiðum við þannig það sem okkur ber. Islendingar þiggjendur A hinn bóginn er verulegur hluti af starfsemi á vegum S.þ. svo sem eins og þróunarhjálpin rekin á frjálsum framlögum, en með þvi er átt við, að hver þjóö sé frjáls að þvi að ákveða sjálf hversu mikið hún leggur fram. Bandariki N.A. leggja fram um fjórðung af starfsfé þróunar- sjóðsins. Næst stærst að fram- lögum eru 4 Norðurlandaþjóðir þ.e.a.s. Sviþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland en annar fjórðungur af starfsfé sjóðsins kemur frá þeim. Miðað við höfðatölu eru þessar frændþjóð- ir okkar greinilega mestir veit- endur til þróunarhjálparinnar. A þessu sviði hefur hlutur ts- lands hins vegar verið smánar- legur. A sama tima og Is- lendíngar hafa verið með nvað hæstar þjóðartekjur á mann i heiminum hafa þeir verið þiggj- endur úr þróunarsjóönum og þá auðvitað á kostnað þjóða, sem búa við örgustu fátækt. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að þrátt fyrir nokkurt framlag til sjóðsins hafa greiðslur hans til ýmissa verkefna á tslandi verið langt umfram það, sem tsland hefur greitt til sjóðsins. Sum þessara verkefna hafa sjálfsagt verið hin nýtustu en önnur hafa vissulega orkað tvimæliseins og skýrslugerö um aö gera Krisu- vik að ferðamannastað með þvi að setja plasthimin yfir svæðið. En hvort sem verkefnin hafa verið betri eða verri, nytsamleg eöa gagnslaus, skiptir það ekki meginmáli heldur hitt aö þaö hefur verið land og þjóð til van- sæmdar að vera þiggjendur úr þessum sjóði á kostnað þróunarþjóða sem búa ýmist við sifellt svelti eða yfirvofandi hungur. Þannig var tsland Ut- hlutað 1 milljón dala eða á nú- verandi gengi nær 200 millj. króna úr þróunarsjóðnum á s.l. 5 árum. Skref í rétta átt. Sem betur fer hefur þvi nú verið lýst yfir af hálfu íslands á i nýliðnu þingi, að það muni ekki ætla sér frekari framlög úr ' þróunarsjóðnum og var afþakk- að 1 milljón dala framlag til tslands á næstu 5 árum. Þetta er skref i rétta átt, þótt skammt hrökkvi. tslendingar eiga auð- vitað að setja stolt sitt i, að vera ekki siðri veitendur til sjóðsins en frændþjóðirnar á Norður- löndum að hlutfalli við fólks- fjölda og þjóðartekjur. Þótt framlag okkar yröi ekki stór hluti af heildarútgjöldum stofn- unarinnar yrði þó vafalaust eftir þvi tekið. Með þvi sýndi tsland hug sinn til þróunarþjóö- anna. Hér er auðvitað fyrst og fremst um réttlætismál að ræöa, en hitt skal þó heldur ekki ósagt látið, að þróunarþjóðirnar eru vaxandi afl i heiminum og þaö að sýna hug sinn til þeirra i verki ætti frekar að bæta viö- horf þeirra til okkar heldur en hitt. Þótt þróunarhjálpin ein hafi hér verið tekin sem dæmi eru fleiri stofnanir innan S.Þ. sem byggja starf sitt að veru- Kjartan Jóhannsson legu leyti á frjálsum framlög- um, en Islendingar hafa sinnt alltof litið um. Það er þvi vissu- lega timi til kominn, að við endurskoðum afstöðu okkar til framlaga til stofnana S.Þ. Aukum framlögin á áföngum Það er oft haft á orði, að tslendingar eigi að fylgja sjálf- stæðri og virkri utanrikisstefnu. Þannig eigi viðhorf Islendinga til annarra þjóða og umheims- ins að birtast i afstöðu rikis- stjórnarinnar til margvislegra mála á alþjóðavettvangi. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að fulltrúar tslands á erlendum vettvangi eins og hjá S.Þ. eiga ofterfittum vik i þessum efnum vegna nizku rikisstjórnar og Alþingis á framlög til þeirra mála sem að er unniö. Eða hvernig eiga fulltrúar Islands að ljá þeim orðum sinum þyngd, að nauðsyn beri til að efla þenn- an eða hinn þáttinn i starfsemi S.Þ., ef þeir eru berir að þvi aö hafa ekki krónu fram að færa til verkefnisins. Eða hversu trú- veröug er sú afstaða tslands- fulltrúans aö allra ráða skuli leita til þess að lyfta örbyrgðar- þjóðum af hungurstiginu, ef islendingar sjálfir ætla sér framlög úr þróunarsjóðnum á kostnað þessara sömu ör- byrgðarþjóða. t framhaldi af þvi að þiggja ekki frekara fé úr þróunar- sjóðnum, verða tslendingar að taka til algjörrar endurskoð- unar öll framlög sin til undir- stofnana S.Þ. og þó einkum með tilliti til þróunarsjóðsins, i þeim tilgangi að koma framlögum sinum i eðlilegt horf með tilliti til þjóöatekna. Sjálfsagt er skynsamlegast að ná þessu marki i áföngum með siauknum framlögum á næstu 3^4 árum. Fyrst að þessu marki náðu er tslendingar trúverðugir þátt- takendur i alþjóðasamstarfi. Verkefni Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er að hjálpa van þróuðum þjóðum til sjálfsbjargar UB YMSUM ATTUM Hið hefðbundna pólitiska leikhús. Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður og fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins, hefur ekki setið auðum höndum frá þvi hann hlaut kosningu til Alþingis. Þvert á móti. Hann hefur þegar á fyrsta kjörtima- bili sinu getið sér orð sem hörkuduglegur málafylgjumað- ur, sem hefur flutt inn í sali Alþingis málaflokka, sem ýmsum þingmönnum finnstnóg um og vildu helzt leiða hjá sér meö öllu. Það eru dómsmálin og réttar- farsmálin, sem Sighvatur hefur tekið sérstaklega fyrir i sköru- legum ræðum sinum og tillögu- flutningi á Alþingi. En Sighvatur Björgvinsson hefur einnig gefið sér tima til aö herja utan sala Alþingis. 1 grein, sem Sighvatur skrifaði og birtist i Dagblaðinu á mánudag- inn vikur hann nokkuö að starf - semistjórnmálaflokkanna. Þar segir m.a. svo: ,,Það, sem mestu máli skiptir þó að minuáliti —og komiðhefur mér mest á óvart — er það' tvöfalda siðgæði, sem viðurkennt er af allt of mörgum þjóðfélags- þegnum og lýsir sér m.a. i þvi, að þrátt fyrir lög og reglur er það talin haldbær afsökun og borin fram i fullri alvöru, að flokks- eöa valdapólitisk sam- trygging hljóti að jafngilda skil- yrðislausu aflátsbréfi — að at- ferii einhvers eða einhverra i einum valdahópnum hljóti að vera hafið yfir alla gagnrýni ef hægt er aðeins að benda á svipað framferöi einhverra ann- arra Ur öðrum valdahópum, og óvelkomnum athugasemdum um ólögmætt eða ósiölegt athæfi eins sliks sé bezt svaraö með þvi aðhóta uppljóstrunum um svip- að athæfi einhvers annars jafn- framt sem tilboð er látið fylgja um þögn beggja. Það eitt, að menn og þar á^ meðal menn, sem eiga undir kjósendafylgi almennings aö sækja, skuli voga sér að leggja opinberlega slik tilboð fram er umhugsunarvert. 1 fyrsta lagi sýnir þaö okkur, hve ofboðslega sterkum tökum þessi samtryggingarhugsunar- háttur .hefur náð. t öðru lagi er furöuleg vöntun á viðbrögöum frá almenningi andspænis svo öfugsnúnum siöareglum til marks um, að allt of mörgum þykir sjálfsagt, jafnvel eðlilegt, að einmitt svona sé hlutunum varið. t þriðja lagi sýnir þetta . hversu langt þau öfl, sem þurfa á slikri vernd að halda, hafa seilzt til itaka i þeim stjórn- mála- og valdastofnunum, sem samfélag okkar er grundvallað á”. Siðan segir: „Stjórnmála- menn og það áhugafólk, sem myndar stjórnmálaflokka, er upp til hópa heiöarlegt og góð- viljað fólk, sem ekki má vamm sitt vita. Hvaða heljartökum hefur ekki fámennur hópur guðfeöra náð á slikum samtökum og stofnun- um þeirra þegar svo er komið, að þeim er opinberlega beitt tií þess að bera af slikum bak- mönnum öll spjótalög og jafnvel þröngvað til þess að veita þeim i ofanalag opinberar vegtyllur og heiðursviðurkenningar, sem i valdapólitikinni er litið á sem eins konar stórriddarakross með stjörnu. Hvar er stjómmálalif okkar tslendinga á vegi statt, þegar svo er komið? Siðan segir Sighvatur Björg- vinsson: „Hérlendis er það ekki talin pólitik að ræða slik mál. A lslandi á það að vera verkefni stjórnmálamannanna aö ræöa þessi sömu hefðbundnu viðfangsefni með sama, hefð- bundna laginu: Efnahagsmál, verðbólga, visitala, fjárlög, varnarmál, landhelgismál, at- vinnumál, með nákvæmlega sama hætti og gert var i fyrra og i hitteðfyrra og helzt með sömu orðum og feður okkar notuðu á undan okkur og afar okkar á undan þeim. Sá skal vera okkar þröngi bás, það hlutverksemokkurerætlað að leika. Spilling i opinberu lifi, saka- mál, dómsmál, siðgæði, sið- bætur — hvenær hefur þessi við- fangsefni boriö á góma i hinu heföbundna pólitiska leikhúsi okkar Islendinga”? _gj

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.