Alþýðublaðið - 04.02.1977, Page 2

Alþýðublaðið - 04.02.1977, Page 2
STJORNMAL Föstudagur 4. febrúar 1977 SlaSið1' alþýóu- blaðiö Útgefaiidi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I Sföumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Geirfinnsmálið, dag- blöðin og dómsvaldið Geirf innsmálið hefur verið upplýst og hinir seku munu væntanlega taka út refsingu sína. Þetta mál er með þeim hörmulegustu» sem íslendingar hafa orðið vitni að. Það er aðallega ungt fólk, sem kemur við sögu. En það er ekki síður hörmulegt, að sak- lausir menn hafa verið bendlaðir við málið á þann hátf, að þeir og f jölskyldur þeirra munu seint bíða þess bætur. Peningar munu aldrei geta bætt það tjón. Vart mun sá maður finnanlegur, sem ekki fagnar því, að þetta mál er til lykta leitt. En það þarf að halda áfram. Fjölmörg önnur mál eru ennþá óleyst, og er þess að vænta að áherzla verði lögð á að Ijúka þeim. Glæpir og spilling hefur hvílt eins og mara á þjóðinni undanfarin misseri og eitrað allt þjóðlíf. Þótt Geirfinns- málið og nokkur fleiri haf i verið upplýst að und- anförnu er mikið verk óunnið. Þeir, sem barizt hafa fyrir því að uppræta meinsemdir hverskyns lagabrota geta ekki látið staðar numið, og mega ekki missa sjónar á markmiðinu, þ.e. að stuðla að auknu trausti almennings á dómstólum, lögum og lögreglu. Því ber ekki að leyna, að menn hafa valið ýms- ar leiðir að þessu marki. I hita baráttunnar hafa fallið mörg þung orð og stór. Baráttan hef ur orðið að pólitísku stríði og sam- særiskenningar komizt á kreik. Hlutverk dag- blaðanna hefur verið stórt. Þar hefur ýmislegt farið miður, og er fylli- lega orðið tímabært að blaðamannastéttin íhugi vandlega stöðu sína í Ijósi atburða síðustu mánaða. Þær spurningar hafa vaknað hvort íslenzk blaðamennska sé á réttri leið eða ekki. Það verður þó aldrei hægt að bera á móti því, að mörg þeirra mála, sem nú eru efst á baugi, hefðu legið i þagnargildi til eilífðarnóns, ef dag- blöðin hefðu ekki fjallað um þau. Hitt er svo annað mál hvernig dagblöðin hafa tekið á þessum mál- um. Hvað hefur ráðið ferðinni? Fjölmiðlar bera þunga ábyrgð og vald þeirra getur verið mikið. Þetta vald er vandmeðfarið. í samskiptum við einstak- linga verða blöðin að vera varkár. Þau geta svipt menn ærunni með tillits- lausum og óvönduðum skrif um og fellt á óbeinan hátt dóma yfir saklaus- um mönnum. Þegar þau verða uppspretta sögu- sagna og sögusagnir uppspretta frétta, hafa blöðin misst tök á hlut- verki sínu. Geirfinnsmálið sannar að slúðurberar borgar- lífsins og bæjanna eru f Ijótir að fella dóma. Saga f jórmenninganna, sem hnepptir voru í gæzluvarðhald, er Ijós- asta dæmið um það. — Geirfinnsmálið í heild á eftir að verða íslenzkri þjóð lærdómsríkt. En eft- ir stendur þrátt fyrir öll mistökin og harmleiki, að þjóðin víkur ekki frá þeirri kröfu, að sakamál verði til lykta leidd hver sem í hlut á og hvers eðlis sem þau eru. Fyrr en það hefur verið gert verður fáum rótt. —ÁG Nýr gjaldskrárliður hjá Landsvirkjun — fyrir ótryggt rafmagn Hinn 1. janúar 1977 tók gildi ný gjaldskrá Landsvirkjunar 1 þess- ari gjaldskrá er nýr gjaldskrár- liður fyrir sölu á ótryggöu raf- magni. Verð fyrir ótryggt rafmagn er ákveðið sem orku- gjald eingöngu og þar til annað er ákveöið af stjórn Landsvirkjunar nemurþaðkr.0,50 á KWst. frá 1. janúar 1977 að telja miöað viö af- hendingu á 132 kV málspennu til flutnings- og dreifiveitna. Jafnframt tóku gildi almennir skilmálar um sölu Landsvirkjun- ar á ótryggðu rafmagni til meiri háttar nota svo sem fjarvarma- veitna, gufuframleiðslu o.fl. Er ætlunin, að gerðir veröi sérstakir samningar vegna hvers notanda um kaup hans á ótryggðu raf- magni, og veröa slik viðskipti að fullnægja kröfum hinna almennu söluskilmála Landsvirkjunar. Verðið frá Landsvirkjun verður hins vegar eins og það er ákveöið i gjaldskrá Landsvirkjunar á hverjum tima miðað viö rafmagnssölu frá afhendingar- stöðum fyrirtækisins eins og þeir eru tilgreindir i gjaldskránni. 1 skilmálunum er kveðið svb á, aö hlutaöeigandi flutnings- og dreifiveita geri umrædda samninga bæði um rafmagnssöl- una til notandans og rafmagns- kaupin frá Landsvirkjun. Skal rafmagnssalan að jafnaöi tak- markast við 1000 kW sem lág- mark uppsetts afls, og ber not- anda að setja upp og reka á sinn kostnaö oliukyndingu eða annaö varaafl, sem nægir honum til eðlilegra afkasta, þegar raf- magniö er tekið af, nema fyrir liggi skrifleg yfirlýsing frá hon- um til hlutaðeigandi flutnings- og dreifiveitu um að þess sé ekki þörf. Er hér um nauðsynlega ráð- stöfun að ræða, þar sem veriö er að selja rafmagn, sem Lands- virkjun verður að vera heimilt og i aðstöðu til að skera niður og rjúfa fyrirvaralaust og um ótil- tekinn tima sér aö skaðlausu, þegar hún telur þess þörf. Undanfarið hafa farið fram við- ræður milli Landsvirkjunar ann- ars vegar og flutnings- og dreifi- veitnanna hins vegar um ýmis framkvæmdaatriöi varðandi sölu ótryggðs rafmagns til einstakra notenda. Hafa flutnings- og dreifiveiturnar nú i undirbúningi sérstaka skilmála um hlutaöeig- andi viðskipti, þar á meðal hvað snertir endanlegt verð til notand- ans. Verö þetta verður samansett úr verði Landsvirkjunar, dreif- ingarkostnaöi flutnings-og dreifi- veitna og lögboðnu sölugjaldi og verðjöfnunargjaldi, þar sem það á við. Notandi greiðir jafnframt stofnkostnað við styrkingu veitu- kerfa, sem nauösynlegt kann að U ' reynast vegna flutnings á ótryggöu rafmagni til við- komandi notanda. Unnið er aö gerö endanlegra skilmála fyrir sölu ótryggðs rafmagns á þeim grundvelli, sem hér hefur verið lýst. EIN- DÁLKURINN Hann gleymdi viljandi eða óviljandi Sverrir Hermannsson, alþingismaður, er mesti sjónvarpsmaöur Sjálfstæðis- flokksins, og sést þar alltof sjald- an. Bæði er, að Sverrir talar óvenju fallegt mál og hann er mikill leikari. Hann á auðvelt með að brosa, þótt brosið hans þyki mörgum bera vott um oflátungshátt. Hvað sem þvi liður, þá er mikil skemmtun fólg- in I þvi að fylgjast meö Sverri á skjánum. Hann ræddi við Gylfa Þ. Gisla- son i sjónvarpi fyrir nokkrum dögum. Þeir ræddu meðal annars um efnahagsmálin. Sverrir full- yrti að rlkisstjórnin hefði unnið mikil afrek á þvi sviði, rétt viö fjárhag þjóðarbúsins, dregið úr verðbólgu, bætt vöruskiptajöfn- uðinn, og var á honum að skilja að þetta nálgaðist hreint kraftaverk. Hann á marga jábræður i stjórn- arliðinu. En Sverrir, eins og allir hinir, sem þessar skoðanir hafa, gleym- ir, viljandi eöa óviljandi, mikil- vægum atriðum þessa máls, sem raunar Gylfi Þ. Glslason benti honum. á. 1 fyrsta lagi er hin mikla skuldasöfnun Islendinga erlendis. Hún hefur þau áhrif á næstu árin veröa Islendingar að greiða eina krónu af hverjum fimm, sem þeir fá fyrir útflutn- ingsvörur sinar i gjaldeyri, i af- borganir og vexti af erlendum lánum. Ekki er fyrirsjáanlegt að þessi uphæð lækki á allra næstu árum. Á þennanhátt hefur rikis- stjórninni tekizt að binda börnum uppvaxandi kynslóöar skulda- bagga. Getur verið, aði einhverjir hugsi sem svo: „Tökum bara lán, krakkarnir okkar eða krakkarnir þeirra borga þetta allt saman!” Þessi þáttur i efnahagsstefnu rikis- stjórnarinnar er ekki aðeins hættulegur i ár og næstu árin. Hann mun hafa áhrif næstu ára- tugi og valda þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, erfiðleik- um. Vonandi brosir Sverrir ekki, þegar hann íhugar þennan þátt „kraftaverksins.” 1 öðru lagi gleymdi Sverrir Hermannsson að geta þess, að núverandi rikisstjórn er svo lús- heppin, aö miklar breytingar hafa oröið til batnaðar á fisk- markaði i Bandarikjunum, sem fært hefur þjóðarbúinu margfalt meiri tekjur en flestir höföu búizt viö. Þessi veröhækkun á veruleg- an þátt i þvi hve viðskiptajöfnuð- ur Islendinga Við útlönd hefur batnaðað undanförnu þaö þó ekki með i dæminu um „kraftaverk- iö”. 1 þriöja lagi gleymdi Sverrir Hermannsson að nefna þaö, aö rikisstjórnin á eftir að færa islenzkum' verkalýð stóran hluta af þeim launum, sem hann hefur unnið til, án þess aö fá greidd. Hann gat þess ekki að launþegar hafa tekiðá sig stærsta hlutann af þeim byrðum, sem hafa gert þaö kleift að sigla þjóðarskútunni, þó með nokkurri slagsiðu sé. Sverrir nefndi ekki hve stór þessi hlutur ætti að vera, eða hvort hann viðurkenndi rétt launþega til launanna sinnaHann veit sem er, að launþegar munu ekki lengur axla allar byrðarnar einir. „Kraftaverkið” hvilir þungt á öxlum daglaunamanna. 1 fjórða lagi gleymdi Sverrir að geta þess, að núverandi rikis- stjórn hefur setið aögeröarlaus á meðan fulltrúa samtrygginga- • kerfis stjórnmálaflokkanna hafa sóað milljörðum króna i Kröflu- virkjun, sem ekki mun bera arð i fyrirsjánanlegri framtið. Þessum fjármunum á eftir aö bæta á skuldalistann. En varla telst nú Krafla hluti af „kraftaverkinu.” Ekki er að vita nema brosið hans Sverris kunni að stirðna eitt- hvað, þegar á liöur. Sverrir veit fullvel hvað er I húfi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.