Alþýðublaðið - 04.02.1977, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.02.1977, Síða 6
6 tfETTVAIMGUR Föstudagur 4. febrúar 1977 SíáS" Einn af háskólum sovétrlkjanna. Hvers vegna læra Rússar íslenzku? Snemma i desember var hald- in i Leningrad ráðstefna um sögu, hagfræði, bókmenntir og tungumál Norðurlandaþjóð- anna. Þangað komu sovéskir norrænufræðingar og visinda- menn frá Sviþjóð, Danmörku, Noregi, Póllandi, DDR, Frakk- landi og Bretlandi. Einnig voru mættir þarna margir stúdentar sem leggja stund á nám i nor- rænum málum. Y. Barbukho, fréttaritari APN, náði tali af fjórum stú- dentum sem eru að læra is- lensku. Þrir þeirra, Dmitri Kiseljof, Alexandra Livanova og Jelena Sjatrina, eru á fjórða ári málvisindadeildar Lenin- grad-háskóla og stunda nám i háskólanum i Kalini, i 167 km fjarlægð frá Moskvu. Fréttarit- arann langaði að vita hvers- vegna þau hefðu ákveðið að læra islensku, hvort það væri erfitt og hvernig þau ætluðu að notfæra sér kunnáttu sina seinna meir. Hér fara á eftir svör stúdentanna við þessum spurningum. Dmitri Kisiljof, 22 ára: Það voru fleiri en ein ástæða fyrir þvi að ég ákvað að læra is- lensku. 1 fyrsta lagi langaði mig til að lesa íslendingasögurnar á frummálinu. Ég get gert það þótt ég læri nutimaislensku, vegna þess að munurinn á henni og fornisiensku er ekki svo mik- ill. Þetta er kannski einstakt fyrirbæri i málvisindum. Dimitri Kisiljof: tslenzkan er afar erfitt mái. Victor Moskvin, námsmaður t Kalinin: tslenzkan er mér nauðsyn- leg. Mér finnst þetta tungumál mjög erfitt. Það hefur flókna málfræði og setningafræði, og framburðurinn er afar sér- kennilegur. Ég vona samt að þrátt fyrir þessa erfiðleika get- um við náð valdi á þvi. Það hjálpar okkur mjög að hafa kennara frá Islandi. Hún heitir Ragnhildur Indriðadóttir. Hún er að læra rússnesku við háskól- ann okkar. Hún ætlar að kenna rússnesku við menntaskóla á Is- landi. Ragi (hún hefur leyftokk- ur að kalla sig Ragi vegna þess aðþað er mjög erfittfyrir rússa að bera fullt nafn hennar fram) kennir okkur islensku og við hjálpum henni með rússnesk- una. Þannig erum við bæði stú- dentar og kennarar. Þetta kemur ekki i veg fyrir að við getum náð góðum árangri I náminu, öðru nær. Mér finnst það skapa mjög jákvætt and- rúmsloft. Við finnum t.d. ekkert fyrir þessum venjuiega vegg sem er milli kennara og nem- enda. Við höfum mjög gott samband við hana Ragi. Alexandra Livanova, 21 árs. Hún leggur stund á íslensku eftir að hafa lært sænsku, dönsku og ensku. — Eg byrjaði að læra islensku vegna þess að ég vildi fræðast meira um þetta land sem á sér svo óvenjulega sögu. Bækur kennara okkar, Mikjáls Steblin-Kamenskis um Island höfðu djúp áhrif á mig. Saga islendinga er einstök. T.d. hafa þeir ekki átt I striði i marg- ar aldir, og er það mjög ólikt öðrum Evrópuþjóðum. Aðeins fáar bækur hafa verið þýddar úr islensku á rússnesku. En þær sem ég hef lesiö eru mjög góðar, t.d. bækur eftir Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Af lestri isienskra bóka hef ég gengið góða hug- mynd um islenskt þjóðareðli. Islendingar eru hugrökk, vinnu- söm og hæfileikarik þjóð. Þeir hafanæmanfegurðarsmekk, og sagt er að annar hver Islend- ingur sé skáld. Ég er á sama máli og Dmitri um að islenskan sé erfitt mál sérstaklega framburðurinn. Ég tel okkur heppin að hafa is- lenskan kennara. Jelena Sjatrina,21. árs. Hún kann sænsku, norsku og dönsku. — Ég tek undir það, að islensk- an er erfið, miklu erfiðari en hin Norðurlandamálin, og þess- vegna hef ég ákveðið að læra hana. Um notagildi islenskunnar fyrir mig i framtiðinni vii ég segja að mig langar til að þýða íslenskar bókmenntir. Það er mjög mikilvægt verkefni nú á dögum, þegar þjóðir heims taka upp æ nánara samskipti sin á milli. Einnig er mjög skemmti- legt að læra meira um frumlega menningu islendinga. Af öllum þeim góðu kostum sem ég veit að islendingar hafa til að bera met ég mest frið- sama skapgerð þeirra og gest- risni. Victor Moskvin, 21 árs. Fjórða árs stúdent viö sögudeild Jelena Sjatrina: Met mest friðarást og gestrisni Islend- inga. Alexandra Livanova: Vonast til að geta brátt farið að tala við Is- lendinga á þeirra eigin móður- máli. háskólans i Kalinin. — Ég er ekki eins vel settur og þau i Leningrad, þar eö ég hef engan islenskan kennara. Ég byst við að þetta sé miklu erfiðara fyrir mig. Samtvonaégaö mér takist að ráða við þessa erfiðleika, vegna þess að ég þarfnast Is- lenskukunnáttu I visindastörf- um minum. Ég er sem stendur að skrifa lokaritgerð um helgisiði og venjur hinna fornu skandinava. Viö þetta verk nota ég islend- ingasögurnar. Ég beinlinis verð að læra islensku, einnig vegna þess að mig langar tii að halda áfram rannsóknum á þessu efni eftir að ég hef lokið háskólanámi. Saga Islands vekur sérstakan áhuga sagnfræðinga, en ég hef einnig áhuga á vandamálum nútimans. Island okkar daga er athyglisvert land, og islending- ar þekkja sögu sina vel. Þeir viðhalda siðum og hefðum for- tiðarinnar af mikilli alúð. (APN) Auglýsingasími blaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.