Alþýðublaðið - 04.02.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 04.02.1977, Qupperneq 9
alþýðii- ttlaóid Föstudagur 4. febrúar 1977 FBÉTTIB 9 Verkamannabústaðir: Raunhæf kjarabót hinna lægst launuðu - Rætt við Eyjólf K. Sigurjónsson, formann VB A siöasta ári voru afhentar 124 ibúöir á vegum Verkamanna bústaða og var söluverömæti þeirra 579 milljónir króna. Ibúöirnar skiptust þannig aö 32 ibúöir voru 11/2 herbergja, 32 - 2ja herbergja, 46 - 3ja herb. og 14 - 4 herb. A yfirstandandi ári veröa af- hentar 184 ibúöir og er áætlað söluverömæti þeirra 1,3 milljaröar. Stærö þeirra Ibúöa er sem hér segir, 92 ibúöir eru 3ja herbergja og aörar 92 eru 4 herbergja. Ofangreindar upplýsingar komu fram er Alþýöublaöifr ræddi viö Eyjólf K. Sigurjóns- son formann Verkamannabú- staöa. Aö sögn Eyjólfs.var 4 herb. rúmlega 100 fermetra Ibúö seld á rúmar 6,5 milljónir á siöasta ári, en I ár er áætlað aö slik ibúð muni kosta 7,8 milljónir. Þriggja herbergja ibúöirnar sem I smiöum eru kosta frá 6-6,5 milljónir króna, eftir þvi hvort um er aö ræöa minni eöa stærri gerðina! Allar Ibúöirnar eru seldar fullfrágengnar meö teppalögö- um stofum og stigagöngum, frá- genginni lóö og malbikuöu bila- stæöi. Sagöi Eyjólfur aö áberandi væri, hvaö eftirspurn eftir 3ja herbergja ibúöum væri mikil og heföi þaö sýnt sig á þeim um- sóknum sem bárust við siöustu úthlutun. Þá bárust alls 1021 umsókn um 308 ibúðir og sóttu rúm 33% um þriggja herbergja ibúðir. Meö hliösjón af þessu hefur veriö ákveöiö aö I næsta áfanga Verkamannabústaöa veröifleiri Ibúðir af þessari stærö. „Viö erum búnir aö fá úthlut- að lóöum i svokallaðri austur- deild Breiöholts og er nú veriö aö ganga frá útboösgögnum og ráögerum viö aö bjóöa þær framkvæmdir út meö vorinu. í þeim áfanga veröa byggöar 216 ibúöir i þriggja hæöa húsum og verða rúmlega hundrað þessara Ibúöa þriggja herbergja. Auk þessa höfum viö fengið lóðir undir 60 raöhús en fram- kvæmdir viö þau veröa hafnar siðar.” Sagöi Eyjólfur. 20% framlag kaupenda Framkvæmdir Verkamanna- bústaöa eru fjármagnaöar á þrennan hátt. í fyrsta lagi er um aö ræða 20% framlag væntanlegra ibúöareigenda, þá kemur venjulegt Húsnæöis- málastjórnarlán og I þriöja lagi er um aö ræöa fjármagn Byggingasjóös Verkamanna. Hefur Reykjavikurborg árlega lagt sjóönum til 1040 krónur (visitölutryggt) á hvern Ibúa borgarinnar og hefur á móti þvi framlagi komiö jafn há upphæö frá rikinu. Taldi Eyjólfur brýnt, aö þetta framlag hækkaöi meö tilliti til þeirrar veröbólgu sem geysaö hefur undanfarin ár. Sagöist hann hafa rætt um slika hækkun fyrir áriö 1978 viö borgarstjóra og hefði hann tekiö vel i mála- leiban sina, en þó væri engan veginn frá þvi gengiö. Aö sögn Eyjólfs hafa málefni Verkamanna bústaöanna ætiö mætt skilningi hjá þeim aöilum borgarinnar sem um þau hafa fjallaö og væri engan veginn hægt aö kvarta undan þeirri fyrirgreiöslu sem þar heföi fengist. Aö lokum sagöist Eyjólfur vona, aö sú samstaða sem rikt hefði um framkvæmdir VB héldist um ókomna framtiö enda teldi hann aö meö þeim væri veriö aö tryggja láglauna- fólki raunhæfar kjarabætur. —GEK HVER VERÐUR FEG- URÐARDROTTNING? Sem kunnugt er hefur ferðaskrifstofan Sunna eignast alla þá titla, sem falla undir fegurðarsam keppni íslands. Á Sunnuhátiðinni næst- komandi sunnudags- kvöld verða kynntar i fyrsta skipti stúlkurnar þrjár, sem keppa i vetur um titilinn Fegurðar- drottning Reykjavíkur 1977. Stúlkurnar þrjár hafa verið valdar úr hópi þeirra fjölmörgu sem bent hefur veriö á I þessu sambandi og er veriö aö velja stúlkur úti á landi til aö keppa viö þær um titilinn Feguröardrottn- ing Islands i vor. Verölaun sú sem feguröar- drottning Islands hlotnast aö þessu sinni veröa þátttaka i Miss International i Japan áriö 1978. Þátttaka i Miss Evrópa og Miss Skandinavia veröa verölaun þeirra er hreppa annað og þriöja sæti. 1 ár keppa erlendis þær stúlkur, er valdar voru á Sunnukvöldum í fyrra og eru þær nú þegar farnar aö búa sig undir keppnina. Kristjána Þráinsdóttir fer úti júni til aö taka þátt i Miss Universal, sem fer fram i Dominikanska lýö- veldinu. Guörún Helgadóttirfer á Miss International, Helga Bern- hard á Miss Young International, Ingibjörg Sigriöur Hjaltadóttir á Miss Evrópa og Þorgerður Jóns- dóttir á Miss World i London. Skipulag við gerð kjarasamninga hefur farið batnandi Fyrir skömmu gekkst Stjórnunarfélag íslands fyrir ráðstefnu um gerð kjarasamninga og var hún haldin i ölfusborg- um, orlofsheimili ASÍ. Þar komu saman ýmsir for- ystumenn aöila vinnumarkaöar- ins, sem á næstumánuöum munu standa aö undirbúningi kjara- samninga milli atvinnurekenda og heildarsamtaka, sérsambanda og einstakra félaga launþega i landinu. I upphafi ávarpaöi Geir Hall- grimsson forsætisráöherra ráö- stefnuna og lagöi áherzlu á hina rikjandi stefnu um frjálsa samninga á vinnumarkaöinum, að þvi tilskildu, aö aöilar séu jafnréttháir. Taldi hann nauösyn- legt aö gagnkvæmt aöhald riki millihinsopinbera og hagsmuna- samtaka og lagöi áherzlu á, aö samræming stefnu hagsmuna- samtaka og rikisins séu óhjákvæmilegir. Þá voru mörg erindi flutt um leikreglur og gerö kjara- samninga, sáttasemjarahlut- verkiö, þjónustu ýmissa aöila viö samningagerö, samræmingu samninga, framkvæmd og eftirlit og áhif opinberra ákvaröana á saminga og þátttöku aöila vinnu- markaöarins i slikum ákvöröun- um. Loks fóru fram hópumræöur um ýmis þau efni, sem varöa kjarasamminga og gerö þeirra. Aö siöustu voru panelumræöur. 1 umræöum á ráöstefnunni kom skýrt fram, aö menn töldu skipulag viö gerö kjarasamninga hafa fariö batnandi á ýmsum sviðum hin siöari ár, þótt ennþá sé ýmsu ábótavant. Upplýsingar um ýmis efni, sem snerta for- sendur fyrir samningum voru einnig taldar meiri og áreiöan- legri nú en áöur. Settu menn traust sitt á fastanefnd ASI og Vinnuveitendasambandiö um for- ystu á frekari umbótum á þessu sviöi. —JSS markaðstorg viðskiptanna Verzlunin KJÖT & FISKUR er einn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruveröi til neytand- ans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt aö bjóöa lægra vöruverö. Viö riöum á vaöiö meö „sértilboöin” siöan komu „kostaboö á kjarapöllum” og nú kynnum viö þaö nýjasta í þjónustu okkar viö fóikiö í hverfinu, „Markaöstorg viöskiptanna” A markaöstorginu er alltaf aö finna eitthvaö sem heimilið þarfnast og þar eru kjarapaliarnir og sértilboöin. Þaö gerist alltaf eitthvaö spennandi á markaöstorginu! t.. sértilboS: ■ ■ Sani WC pappír 12 rúllur 598 kr. C-ll 3 kg 585 kr. Ora grænar baunir 1/1 dós 186 kr. Ora grænar baunir 1/2 dós 121 kr. Tekex 1 pk 92 kr. Libby’s tómatsósa 142 kr. Rúsínur 1/2 kg 254 kr. Vals tómatsósa 3/4 I 315 kr. Egg 1 kg 310 kr. Nautahakk 1. kg 700kr. hálfrar aldar þjónusta kjöt&fiskurhf seljabraut 54-74200 BJORN

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.