Alþýðublaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 11
alþyúu- btaðíö Þriðjudagur 8. febrúar 1977 'OTLðNDll Husak-stjornin ein- angrast sífellt meir pólitískt í Evrópu Mannréttindaað- gerðin „Charta 77” hefur valdið yfirvöld- um i Tékkóslóvakiu nokkrum vandræðum á sviði untaríkismála. Þannig verður heimsókn Gustafs Husaks til Bonn og heimsókn Lubimirs Strougals til Austurrik- is liklega frestað, eða aflýst með öllu. Stuðningurinn viö mannrétt- indabaráttuna virðist víBtækur og hann virBist ná langt inn i raBir kommiinistaflokksins i Tékkóslóvakiu, sem á siBustu árum hefur aukiB tengsl sln og tryggB viB Kreml. Sama gildir og um litinn flokk i Austurriki KPO, en hann varB til meB klofningi áriB 1969 og er leiddur af Franz Marek og Ernst Fischer. SIBan hefur flokkurinn rekiB pólitfk af troskiskum toga og til liBs viB hann hafa gengiB margir róttækir rithöfundar og blaðamenn — mest ungt fólk. Þessi flokkur hefur lýst stuBn- ingi viB „Charta 77” og KPö hefur þvi tekið lika afstöBu og stóru kommúnistaflokkarnir I Evrópu. Sama hefur gerst i Danmörku, þar sem flokks- forystan hefur tekiB mjög varkára afstöBu gegn aBgerBum stjórnvalda I Tékkóslóvakiu. Ýmsir vinstri-rithöfundar hafa og lýst yfir stuðningi viB mannréttindahópinn og vilja að miBstjórn og menningarráð DKP I Danmörku geri slikt hiB sama. Frét_taskýrandi málgagns hins Kremlartrygga DKP, „Land og folk”, f Prag hefur sent heim fréttir af and- stöBu hópunum og baráttu' þeirra, en einnig hefur afsta&a yfirvalda veriB skýrB. Mannauminginn hefur hætt sér út á hálan is meB þessari frétta- mennsku sinni, þvi bæBi hefur hann veriB skammaður duglega Ilesendadálkum „Land og folk” og aB auki óbeint i ieiBara blaðs- ins. (1 NTB-fréttum kemur fram aö Rithöfundasamband SviþjóBar og Rithöfundasam- band Danmerkur hafi sent frá sér sameiginlega yfiriýsingu, þar sem m.a. segi aö þeir sem skrifaö hafi undir „Charter 77” hafi í raun lýst stuðningi sinum viB sömu mannréttindaákvæBi og stjórnin i Prag gerði i Helsingfors i sumar.) Pólitik stjórnvalda I Tékkó- slóvakiu leiöir til þess að landiB einangrast meir á alþjóöavett- vangi, svo sem þegar hefur komið fram. 1 nýárspistli i Rude Pravo sagBi Chnoupek utan- rikisráðherra réttilega, aö Tékkar hafi eflt nokkuð utan- rikissamskipti sfn á árinu 1976. Ráöherrann var til dæmis sjálf- ur á ferBalagi á árinu og heimsótti þá Kaupmannahöfn. Éinnig komu Bruno Kreisky kanslari Austurrikis og Fryden- lund forstætisráðherra Noregs til Prag I opinberar heimsóknir. NU mæta Tékkarnir rauBum ljósum i öilum áttum (nema auövitaö frá yfirboðurum sinum I Kreml). Þeir hafa reynt aö beina athyglinni frá gerBum sinum, meBal annars með ásök- unum i garö sendiráðsmanna frá Bretlandi, þar sem þeir eru sagöir hafa stundaö njósnir i Tékkó. Asakanir þessar beinast gegn Geoffrey Parrot, sem yfir- gaf Tékkóslóvakiu 1966. SIBan hefur hann dundaö sér viB aö þýða hina þekktu skáldsögu um góöa dátann Sveik á enska tungu. Einnig hefur sjónvarpiB i Tékkóslóvakiu sýnt kvikmynd, þar sem Ota Ornest (þekktur leikhúsmaBur i Prag — hann sit- ur nú i fangelsi) réttir breskum sendiráösmanni fyrirferöa- mikla feröatösku. Samkvæmt þvi sem diplómatar I Prag hafa sagt, er maöur sá sem sjón- varpiö sagöi vera „breskan sendimann”, I raun kanadiskur og var vist farin frá Tékkó löngu áöur en þessi atburöur átti aö hafa átt sér staö. 1 sföustu yfirlýsingum mannréttindahópanna er bent á ýmsa veika bletti á stjórnvöld- um I Prag. Þar segir til dæmis aö mikiö beri á þvi að börnum i skólum sé gert mishátt undir höföi, allt eftir þvi hver pólitisk afstaöa foreldranna er. Börn þekktra stuöningsmanna Dubceks hafa oft fengið neitun, þegar þau hafa sótt um nám i framhaldsskólum. Þá kemur fram i nýjum yfirlýsingum aB Pavel Kohout og nokkrir aörir forystumenn mannréttinda- hreyfingarinnar hafi misst persónuskilriki sín, en þaö gerir þeim mjög erfitt um vik, til dæmis geta þeir ekki yfirgefiB Prag án skilrikjanna. Flokksmálgagniö Rude Pravo i Tékkóslóvakiu réöst á dögun- um harkalega á vestræna pressu fyrir afskipti af innan- rikismálefnum Tékkóslóvaklu, en slikt sögöu Tékkarnir vera andstætt hinum margumtalaöa Helsinkisáttmála. 1 þessu blaBi og mörgum öörum er svo haldiö uppi linnulausum árásum á for- svarsmenn „Charter 77”. Mörg ár eru siBan yfirvöld i Tékkó hafa staöiö i slíkum pólitiskum gladrabrennum. Þeir sem standa aö baki mannréttinda- baráttunni þurfa svo sannar- lega ekki aö kvarta yfir þvi aö hún hafi ekki vakiö athygli, þar sem „Chartei 77” hefur valdiö miklu umróti i Tékkóslóvakiu og raunar um heim allan. —ARH Oddvar Nordli: Leggjum áherzlu á gott og aðlaðandi þjóðfélag »1 dagsins önn eru all- ir, menn og konur, upp- tekin við að leysa margs konar vandamál, sem eru einkum fólgin i þvi að ná betri lifskjörum. Þeir eru of margir, einnig hér i Noregi — sem eiga i raun og veru erfitt með að láta end- ana ná saman, eins og sagt er. Þvi verður að leggja áherzlu á, að bæta hag þeirra sem eru verst settir. Þetta er upphaf greinar sem Odvar Nordli, forsætisráöherra Norömanna ritaöi i eitt dag- blaöanna og fjallar hún um efna- hagalmenningsi landinu. 1 grein- inni segir ennfremur, aö boriö saman viö önnur lönd búi NorB- menn viö nokkuö gjóö kjör. Þaö megi meö sanni segja aö þjóöin búi viÐ góöan efnahag. Þarna megi þó ekki láta staöar numiö, heldur skuli ýtt á eftir þessari þróun eftir megni. Einnig hafi heyrst raddir um aö bæta beri samfélagiö á ýmsum sviöum. Ef til vill sé erfitt aö gera ’ sér grein fyrir þvi hvaö átt sé viö i smáatriöum, en hugsunin sé sú, aö skapa manneskjulegra og meira aölaBandi samfélag en þaB sem nú þekkist. t áætlun sem Alþýöusambandiö norska hafi lagt fram til umræBu sé þetta á fagmáli nefnt samfélag aukinna lifsgæBa, þar sem þegn- um sé tryggt öryggi.réttvisi og fl, Ifrjálsu og lýöræöislegu riki. Meö „auknum lifsgæöum” eigi verka- lýöshreyfingin örugglega viB allt þaö sem gerir lifiö innihaldsrik- ara burtséB frá efnislegum gæBum. Ennfremur segir, aö fyrir Norömenn séu t.d. útiveran stór hluti llfsgæöanna. Þeir óski aB feröast um úti i náttúrunni meö veiöistöng, eöa byssu. Aörir leiti einfaldlega út fyrir þéttbýliö til aö öBlast ró, og friö sem komi til góöa í dagsins önn og erfiöi. Þvl beri aB leggja mikla áherslu á þetta atriöi i uppbygg- ingu samfélagsins, svo aö al- menningur fái tækifæri til aB fara allra sinna feröa og njóta náttúrufeguröar. En þaö sé einnig margt annaö sem ekki megi gieyma þegar talaö sé um gott þjóöfélag, þar sem þegnarnirnjóti þess sem lifiö hefur upp áaö bjóöa. Sumir leggji áherzlu á menningarlega sviðið, aörir á aölaöandi vinnustaöi og enn aðrir á hlýleg ibúðahverfi. Þetta séu sjónarmiö sem vitan- lega séu allra góöra gjalda verö og beri a& vinna aö þvi aö þau komist I framkvæmd. ,,0g öll erum viö upptekin af þessum verkefnum, sem I sann- leika sagt eru fjöldamörg. En viö höfum einnig möguleika á aö koma þeim öllum i framkvæmd meö timanum” segir norski for- sætisráöherrann. —JSS Oddvar Nordli KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Si lll ■ 71200 f 1201 %c POSTSENDUM TRULOFUNARHRINGA 3lol).omrs lcosaon i.ma.iurai 30 ðmm 10 209 I tlULl duda Síðumúla 23 /ími 94200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðmstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.