Alþýðublaðið - 11.02.1977, Side 1

Alþýðublaðið - 11.02.1977, Side 1
 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 33. tbl. — 1977 — 58. drg. Áskriftar- síminn er 14-900 Tvö hlutafélög hafa verið stofnuð til að vinna úr sama hráefninu Verða tvær verksmiðjur reistar undir Jökli? Á Snæfellsnesi hafa nú verið stofn- uð tvö hlutafélög um rekstur fiski- mjölsverksmiðja sem báðar eiga að vinna úr sama hráefni. Þetta eru félögin Nesmjöl, sem stofnað var fyr- ir tveimur árum, og Jöklamjöl sem var stofnað fyrir fáeinum dögum. Bæði ætla þessi fyrirtæki að reisa fiskimjölsverksmiðjur, annað i ólafsvik eða á Rifi, hitt i Grundar- firði. Þeim er báðum ætlað að vinna mjöl úr úrgangi sem til fellur á Nes- inu og loðnu þann tima ársins sem sú vinnsla er stunduð. Það er nokkuð ljóst, að ekki er grundvöllur fyrir nema eina verk- smiðju á þessum vettvangi á Snæ- fellsnesi, og nefnd sem hefur kannað þessi mál, meðal annarra, hefur alls ekki gert ráð fyrir þeim möguleika, að þarna risi nema ein slik verk- smiðja. SJA NANAR Á BAKSÍÐU Ólga meðal haínarverkamanna á Akureyri „Alltaf tilhneiging til að koma af stað illindum" segir formaður Einingar í siðasta mánuði voru gerðir samningar um vinnuréttindi hafnarverkamanna á Akureyri. Að sam- komulaginu stóðu : stjórn verkalýðsfélags- ins. Einingar, vinnu- veitendasamböndin og kaupféiagið á staðnum. Alþýðublaðið hafði samband við Jón Heigason, formann Einingar og spurði hann, hvort rétt væri, að vaxandi óánægju hefði undanfarið gætt meðal hafnaverka- manna vegna sam- komulagsins. Ekki kvaðst Jón hafa oröið var viö neina ólgu I mönnum af þessum sökum, en his vegar væru ákveönir aöilar tilbúnir til aö skapa ólgu. „Þessi orörómur, sem heyrzt hefur, er tilkominn vegna þess, að viö geröum samkomulag viö vinnuveitendasamböndin f sam- bandi viö fastráöningu, sagöi Jón. Undanfariö hafa staöiö yfir deilur innbyröis meöal þeirra sem vinna hjá Kaupfélaginu annars vegar og f skipaaf- greiöslunum hins vegar. Hluti þessara manna hafa eingöngu unniö i skipunum. Þeir vilja hafa forgang um þessa vinnu, og láta sneiöa hjá hinum, sem veriö hafa viö vinnu f Kaup- félaginu. Starfiö í skipunum er mun betur launaö, en hjá Kaupfélag- inu, og viö þaö bætist svo kaup- uppbót, sem byggist upp á magni. Viö höfum undanfariö veriö aö reyna aö vinna aö samkomu- lagi miili þessara aöila m.a. meö þvi að fá skipaafgreiösl- urnar til aö fastráöa ákveöinn hóp til aö jafna vinnunni niöur á mennina. En þaö eru ákveönir aðilar, sem hafa viljaö leggja þetta til verri vegar” Blaöiö innti Jón eftir þvi, hverjir þessir aöilar væru, nán- ar tiltekiö, og sagöi hann, aö þaö væru þeir, sem héldu, aö þarna væri veriö aö beita uppsögnum til aö losna viö ákveöna menn. ,,En þarna áttu allir þess kost, aö sækja um fastráöningu hjá skipaafgreiöslunum. Þar var samtals ráöiö i 23 stööur. Hópurinn var aö visu eitthvaö stærri, en sumir höföu unniö slitrótt og aörir unniö stutt. Hins vegar voru þeir látnir sitja i fyr- irrúmi, sem lengstan starfsald- rinn höföu.” En þaö á eftir aö koma I ljós, hvort mennirnir sjá sig um hönd, áöur en þeir neita þessu. Þaö er alltaf tilhneiging hjá ein- hverjumtil aö koma af staö ill- indum. Eins er fariö af staö meö blaöaskrif, áöur en viðkomandi hafa kunnt sér máliö nógu vel, til aö f jalla um þaö á sanngjarn- an hátt,” sagöi Jón Helgason. —JSS SKAL Nefnd sú scm iönaöaiTáö- herra skipaöi tit aö gera út- tekt á stöðu framkvæmda viö Kröfluvirkjun, skilaöi greinargerö til ráöherrans á mánudaginn var. Greinar- geröin hefur tvivegis veriö rædd á rikisstjórnarfundum og birtist hún i heild sinni á blaösiðu 9 i blaöinu i dag. |pg8 Samvinnunefnd banka og sparisjóða setur reglur um tékkaviðskipti Iðnaðarbankinn neitar samvinnu Nú um siðust ára- mót komu til fram- kvæmda nýjar reglur i viðskiptabönkum landsins, sem miða að þvi að herða eftirlit með tékkum. Reglur þessar komu til framkvæmda 17. janúar sl., voru þær gerðar og samþykkt- ar af Samvinnunefnd banka og sparisjóða. Nýju reglurnar fela það m.a. i sér, að komi tékkar á ávisanareikninga, sem innistæða er ekki fyrir, verða þeir tekn- ir til sérstakrar inn- heimtumeðferðar. Utgefendur slikra tékka veröa kraföir um vanskila- vexti og innheimtukostnaö fyrir hvern tékka. Ef slikt kemur upp er viðkomandi reikningi lokaö. Þessar upplýsingar komu fram i viötali sem Alþýöublaö- iö átti viö Guömund Guö- mundsson deildarstjóra i Landsbankanum. t bréfi, dagsettu 4. janúar sl. sem Landsbanki tslands sendi viöskiptavinum slnum um þessi mál segir svo um ávisanareikninga sem hafa, veriö misnotaöir: „Sérstök áherzla er lögö á aö hvers kon- ar innborganir á slikan ávisanareikning leiöi ekki til sjálfkrafa uppgjörs vanskila- tékka, heldur veröur reikn- ingshafiaö innleysa þá.ásamt áföllnum kostnaöi. Itrekuö misnotkun tékkareiknings veldur þvi, aö reikningnum veröur lokaö meö tilkynningu til banka og sparisjóöa.” Þá haföi Alþýöublaöiö sam- band viö Hannes Þorsteinsson aöalféhiröi viö Landsbankann og spuröi hann hvort bankarn- ir hefðu einhverja samvinnu sin á milli um eftirlit meö greiöslum tékka útgefnum á reikninga annarra banka. Hannes sagöi, aö reglan væri yfirleitt sú, aö þegar viö- skiptavinur greiddi meö tékka af reikningi i öörum banka, væri hringt i viökomandi banka, sem þá gæfi upplýsing- Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.