Alþýðublaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR
Föstudagur 11. febrúar 1977 mimKm1*
BENEDIKT GRÖNDAL
Utnarikismál og
öryggismál eru
völundarhús, sem vart
verður skilið nema
með miklum upplýs-
ingum og mikilli
rannsókn. Hverri sjálf-
stæðri þjóð er þvi nauð-
Flestar eöa allar þjóöir eiga
eina eöa fleiri rannsóknar- og
upplýsingastofnanir á sviöi
utanrikismála. Þessar stofnanir
hafa fyrst og fremst þaö hlut-
verk, aö safna saman á einn
staö upplýsingum og hafa þær
aögengilegar fyrir hvern þann,
sem þarf á þeim aö halda.
Jafnframt geta stofnanir
þessar annast rannsóknar
störf eöa stuölaö aö þvi, aö
einstaklingaj- og stofnanir taki
sér fyrir hendur slikar rann-
sóknir. Stofnanir þessar gegna
margvislegum verkefnum. Þær
koma upp bókasöfnum, söfnum
blaöa, timarita og annarra
heimilda, sem getur veriö
mjög mikils viröi aö eiga á
einum staö. Þær gefa út bækl-
inga eöa tímarit, sem veröa
vettvangur fyrir stefnur og
strauma i utanrikis-og öryggis-
málum viökomandi þjóöa. Þær
geta þar aö auki rannsakaö eöa
komiö á framfæri nýjum hug-
myndum á sviöi utanrikismála
og þannig oröiö aö margvíslegu
gagni.
30 starfa i Noregi.
Nærtækasta dæmi um slika
stofnun af mörgum, sem af er
A sföari árum hafa fslendingar tekiö upp samskipti viö þjóöir sem þeir þekktu vart nema af afspurn áö-
ur. Nauösynlegt er aö safna upplýsingum um þessi lönd og hafa á einum staö aögengilegar fyrir hvern
þann sem kynni aö hafa not af. Slik upplýsingasöfn geta komiö aö miklum notum viö markaösleit i viö-
komandi löndum.
.. ......... ..
íslendingar þurfa óháða
stofnun um utanríkismál
. I i ■■■■■ ———_——á
synlegt að gera sér-
stakt átak til að fylgj-
ast með þeim málum
og öðlast þær upplýs-
ingar sem nauðsynleg-
ar eru til skynsam-
legrar skoðunarmynd-
unar og mótunar stefnu
á þessu sviði.
aö taka, er Utanrikismálastofn-
un Noregs. Hún mun hafa byrj-
aö starf sitt meö þremur starfs-
mönnum, en hefur vaxiö smám
saman og hlutverk hennar auk-
ist svo, aö þeir munu nú vera
eitthvaö yfir 30. Fé er veitt til
þessarar stofnunar i Noregi á
fjárlögum, en hún er látin heyra
undir menntamálaráöuneytiö til
aö leggja meö því áherslu á, aö
hún sé óháö utanrlkisráöuneyt-
inu og ekki verkfæri þess.
Að auka þekkingu og
skilning.
Ég hef leyft mér aö flytja á
Alþingi frumvarp um, aö sett
veröi lög um Utanrikismála-
stofnun Islands og skal hún vera
óháö rannsóknar- og fræöslu-
stofnun, sem starfi samkvæmt
þeim lögum. Tilgangur hennar
á aö vera aö auka þekkingu og
skilning þjdöarinnar á utan-
rikis- og öryggismálum. Stofn-
unin á aö safna og dreifa hvers
konar upplýsingum um þessi
mál og stunda rannsóknarstörf
á sviöi þeirra. Stofnunin á aö
koma upp heimilda safni og get-
ur staöiö aö útgáfu.
í 3. gr. frumvarpsins segir
svo, aö Utanrikismálastofnun
tslands skuli vera óháö þeirri
stefnu i utanrlkis- og öryggis-
málum, sem islensk stjórnvöld
haf a hver ju sinni. Hún skal i öllu
starfi sinu gæta óhlutdrægni
gagnvart mismunandi skoöun-
um um þessi mál. Varla veröur
um þaö deilt, aö slik stofnun
veröur aö byggja á slikri óhlut-
drægni, ef hún á aö njóta tiltrú-
ar frá þeim, sem hugsanlega
geta haft mismunandi skoöanir
á ýmsum atriöum þessara
mála.
14 manna stjórn
Þá er gert ráö fyrir, aö I stjórn
stofnunarinnar eigi sæti 14
menn, sem kosnir séu hlutfalls-
kosningú af utanriksimálanefnd
Alþingis, og einn fulltrúi frá
Seölabanka lslands. Gert er ráö
fyrir, aö svo stór stjórn komi
ekki saman nema tiltölulega
sjaldan, einu sinni eöa tvisvar á
ári, en aö hún kjósi sér formann,
varaformann og ritara, sem
veröi framkvæmdastjórn. Þessi
stjórn á aö vera ólaunaö. Ekki
eru nánari ákvæöi um þaö i
lögum.
Seðlabankinn borgi.
Aö lokumer 5. gr., sem fjailar
um kostnaö viö rekstur þess-
arar væntanlegu stofnunar og
þar hef ég staönæmst viö þá
hugmynd, aö ekki sé óeölilegt,
aö greiöa þennan kostnaö af
gjaldeyrisviöskiptum, sem
sannarlega eru utanrikismál.
Þess vegna er lagt til, aö Seöla-
bankinn standi undir kostnaöi
viö stofnunina af tekjum af
gjaldeyrisviöskiptum og geti
endurheimt hluta upphæöar-
innar af þeim viöskiptabönk-
um, sem versla meö erlendan
gjaldeyri, og loks er ákvæöi um
þaö, hvernig meö skuli fara, ef
ágreiningur veröur um upphæö
þessa kostnaöar.
Leiðir til fjáröflunar.
Aö sjálfsögöu mætti hugsa sér
fleiri leiöir til þess aö standa
undir kostnaöi viö slika stofnun,
en ég hef staönæmst viö þessa,
þvi ég tel ekki þær aöstæöur
vera nú fyrir hendi, aö rétt sé aö
fara fram á, aö slik nýjung sé
kostuö á fjárlögum. Ég vil þó
benda á, aö ég tel, aö stofnun
sem þessi mundi geta útvegaö
sér verulega mikiö fjármagn
sjálf til einstakra verkefna, svo
sem til ráöstefnuhalds eöa út-
gáfu, og hygg ég, aö mörg fyrir-
tæki i landinu, sem annast viö-
skipti viö aörar þjóöir mundu
vera reiöubúin til aö hlaupa þar
undir bagga. Einnig mætti
athuga ýmsar aörar hugmyndir
um aö skipa stjórn fyrir sllka
stofnun, en ég hef staönæmst viö
aö viöurkenna hlut stjórnmál-
anna, þvi flestar meginskoöanir
á utanrikis- og varnarmálum
koma fram i flokkakerfi Islend-
inga, en ég treysti þvl, aö
stjórnmálaflokkarnir mundu
haga mannvali i þessa stjórn
þannig, aö sem best henti og aö
sem minnstar almennar ptíli-
tiskar deilur þurfi um stofnun-
ina aö vera.
Kosnaður um 7 milljón-
ir
Ég get imyndaö mér, aö rétt
væri.aö byrja slika stofnun meö
3 manna starfsliöi og yröi
væntanlega ekki ástæöa til aö
fjölga þvi um alllanga framtiö,
en þar gæti veriö einn yfirmaö-
ur, sem væri aö sjálfsögöu sér-
fróöur I utanrikis- og vamamál-
umj aöstoöarmaöur hans, sem
mundi hafa bókavaröarútgáfu-
-störf aö aöalstarfi og loks ritari.
Þetta starfsliö og skrifstofu-
kostnaöur mundi sennilega
kosta um 7 millj. kr. Gert er ráö
fyrir svo sem 2 millj. til þess aö
byggja upp bóka- og heimildar-
safn, og þá yröi hér um heildar-
kostnaö rúmlega 9 millj. kr.
Hygg ég, aö þaö sé ekki stór
deild i skrifstofukerfi gjald-
eyrisbankanna, sem kostar þaö
fé, og þá mundi satt aö segja lit-
iö sem ekkert um þaö muna.
Stofnun um utanrlkismál myndi afla upplýsinga um hernaöarstefnu þeirra þjóöa sem islendingar eiga
samskipti viö. Einnig myndi slik stofnun gefa út bæklinga eöa tfmarit, sem veröa myndu vettvangur
fyrir stefnur strauma f utanrikis og öryggismálum viökomandi þjóöa.