Alþýðublaðið - 11.02.1977, Síða 16
GRUNDARFJORÐUR
Tvær fiskimjölsverksmiðjur
reistar á Snæfellsnesi?
Jöklamjöl nýstöfnað — Nesmjöl fyrir tveim árum
Ctvegsmenn og fisk-
verkendur i Stykkis-
hólmi og Grundarfirði
stofnuðu fyrir nokkrum
dögum fyrirtækið
Jöklamjöl ásamt tveim
útgerðarmönnum frá
Rifi. Einnig mun
ákveðið að Eyrarsveit
gerist hluhafi í þessu
fyrirtæki og liklegt er
talið að Stykkishólmur
geri slikt hið sama, þótt
ekki sé það endanlega
ákveðið.
Jöklamjöli hf. er ætlað aö
reisa og reka fiskimjölsverk-
smiðju i Grundarfirði, viö nýju
öfnina, og er gert ráð fyrir að
verksmiöjan kosti 400-600
milljónir upp komin og fullbúin
tækjum. A stofnfundinum um
daginn söfnuðust hlutafjárlof-
orð fyrir 60.420.000 krönum frá
25 einstaklingum, en fram-
haldsstofnfundur hefur verið
boðaður 17. þessa mánaðar og
fram til þess tima mun sérstök
undirbúningsnefnd bjóöa ýms-
um aðilum, einstaklingum og
fyrirtækjum, aö eiga aðild að
þessu fyrirtæki.
Að sögn Arna Emilssonar
sveitarstjóra i Grundarfiröi er
gert ráð fyrir að verksmiðja
þessi nýti fiskúrgang og
bræðslufisk af öllu Snæfellsnesi,
auk þess sem hún á að nýtast vel
til loðnubræöslu. Loðna er
þarna nokkuð árviss i marz og
april og myndi þvi fiskimjöls-
verksmiðja á Snæfellsnesi án
efa koma sér vel.
Verða þær tvær?
Það sem vekur athygli við
þessa stofnun Jöklamjöls hf. er
sú staðreynd.að fyrir tveim ár-
um var stofnað á vestanverðu
nesinu hlutafélagið Nesmjöl og
var tilgangur þess fyrirtækis
nákvæmlega sá sami og Jökla-
mjöls, það er, aö vinna úrgang
og loðnu i fiskimjöl. Hugmynd
þeirra sem Nesmjöl stofnuðu
var sú, að rikið tæki þáttI þessu
fyrirtæki og var málið sent Al-
þingifyrir tveimur árum. Frétt-
in um stofnun Jöklamjöls kom
þvf mjög á óvart þeim á utan-
verðu nesinu sem staðið höföu
aö stofnun Nesmjöls, þar sem
varla getur talist grundvöllur
fyrir tvær slikar verksmiðjur á
Snæfellsnesi. „Viö skiljum ekki
hvernigþetta má vera,” meðan
veriö er-að athuga okfear mál á
vegum rikisvaldsins.” sagði
Elínbergur Sveinsson þegar
blaðið hafði samband við hann
i gær.
Blaðið spurði Arna Emilsson
hvort hann teldi vera starfs-
grundvöll fyrir tvær verksmiðj-
ur sem þessar á Snæfellsnesi.
,,Ég veit ekki um það, hvort
slíkur markaður er fyrir
hendi”, svaraði Árni, „en það
otar hver sinum tota I svona
málum. Maður veit ekki hvern-
ig það mál stendur, þvi fyrir-
tækið var stofnað fyrir tveimur
árum en siðan hefur ekkert
gerzt i málinu.”
Samvinna kemur til
mála
Þegar Árni var spurður, hvort
til greina gæti komið af hálfu
Jöklamjöls, að sameina þessi
tvö fyrirtæíci, svaraði hann þvi
til, að það kæmi að sinu mati
vissulega til greina.
„Við munum fagna allri sam-
vinnu, en hins vegar var okkur
til dæmis ekki gefinn kostur á
aðild að Nesmjöli á sinum tfma,
þannig að lita má á stofnun
Jöklamjöls sem eins konar mót-
leik okkar f málinu.”
Arni sagði aö nýja verksmiðj-
an yrði byggð á nýtizku legasta
hátt og meðal annars yrðu
sennilega mjöltankar i staö
mjölskemma sem nú tiökuðust.
Rikinu hefur ekki og verður ekki
boðin aðild að þessu fyrirtæki að
öllu óbreyttu.
Ekki grundvöllur fyrir
tvær fiskimjölsverk-
smiðjur
Alþýðublaöið hafði samband
við Björn Dagbjartsson, for-
mann nefndar sem er að gera
úttekt á fiskimjölsverksmiöjum
landsmanna. Þessi nefnd er
með til athugunar þingsálykt-
unartillögu um fiskimjölsverk-
smiðju á Snæfellsnesi sem sam-
þykkt var fyrir hálfu öðru ári,
oger þar komið erindi Nesmjöls
hf. til Alþingis fyrir tveim ár-
um.
Björn kvaö nefndina eiga að
skila fyrstu áfangaskýrslu fyrir
næstu mánaðamót, þar sem
gerð væri úttekt á loönuveiðum
og — vinnslu landsmanna.
„Við reynum meðal annars að
gera okkur grein fyrir hvernig
slfkum málum verður bezt fyr-
irkomiö á Snæfellsnesi,” sagði
Björn. „Því er ekki að neita að
Nesið er afskipt i þessum mál-
um, þar er ekki hægt aö bræða
eða vinna feitfisk, svo sem
karfa, og fiskvinnsluhús sem
fyrir eru, eru gömul og úr sér
gengin.
Við munum draga fram kosti
og galla hvers staðar fyrir sig
og tökum þar mjög tillit til
hafnaraðstöðu. En hins vegar er
varla viö þvl að búast að við
segjum siðasta orðið i þessu
máli. Það er fjárhagslegt at-
riði.”
Um það, hvort hann teldi vera
grundvöll fyrir tvær fiskimjöls-
verksmiðjur á Snæfellsnesi,
sem báðar ætluðu að vinna úr
sama hráefninu, kvað Björn það
sitt álit, að svo væri ekki, og að
nefndin hefði i sinum atljugun-
um gengið út frá þvi sem vísu,
að aðeins væri um eina slika aö
ræða. —hm
Álit ekki grundvöll fyrir nema eina, segir Björn Dagbjartsson
Verulegt átak þarf
ad gera í verkalýðsmálum
Siðastliðinn laugardag
efndu verkalýðsfélögin á
Akureyri til sameigin-
legs fundar til að ræða
ástand og horfur i kjara-
málum.
Fruímmælendur á fundinum
voru Asmundur Stefansson hag-
fræöingur ASt og Snorri Jónsson
varaforseti Alþýöusambandsins.
Þá mætti til fundarins Stefán
Gunnarsson, bankastjóri Alþýðu-
bankans og ræddi málefni bank-
ans og þaö hlutverk, sem honum
væri ætlað fyrir launastéttimar i
landinu. Einnig tóku til máls all-
margir heimamanna, og var það
einróma álit, aö nú yrði að gera
verulegt átak i kjaramálum og
jafnframt að gera þyrfti kröfu til
þess, að ráðstafanir til að draga
úr verðbólgunni yrðu meira en
meiningarlaust kák.
A fundinum var einróma sam-
þykkt yfirlýsing þess efnis, að
stööva verði undanbragðalaust
þá þróun mála að kaupmáttur
launa fari siminnkandi og sama
tima og þjóöartekjur vaxi.
Við samningagerö á komandi
vori beri að stefna að þvi, að eftir
samningana verðu kaupmáttur
launa ekki lakari, en hann var
beztur á árinu 1974.
Höfuðáherzlu beri að leggja á
aukinn kaupmátt launa og varð-
veizlu hans., og krafizt verði af
stjórnvöldum, að róttækar ráð-
stafanir verði gerðar til að skera
niður verðbólguna með árangri.
Fundurinn mótmælti harðlega
þeim óhófleguhækkunumsem orö-
ið hafa á ýmsum greinum opin-
berrar þjónustu á sama tima og
stjórnvöld krefjast þess af al-
menningi, að hann uni við óbreytt
laun.
Þá var það samróma álit
fundarmanna hafa verði sem við-
tækast samstarf milii verkalýðs-
félaganna um samningagerð,
einkum með það fyrir augum, að
metin verði sameiginlega af fé-
lögunum þau atriði, er til athug-
unar koma og þarf afstöðu til,
ekki siður en beinnar krónutölu
launa.
Loks var lögö áherzla á, í yfir-
lýsingu' frá fundinum, að efla
banka verkalýðshreyfingarinnar,
Alþýðubankann, þar sem öflug
bankastofnun á hennar vegum
myndi styrkja aðstöðu launa-
stéttanna í lándinu.
Þeim tilmælum var beint til
stjórna verkalýðsfélaganna, að
þau könnuðu hvort félögin i bæn-
um getináðsamstöðu umað beita
sér fyrir stofnun útibús á Akur-
eyri svo fljótt sem kostur væri.
-JSS
FOSTUDAGUR
1 1. FEBRÚAR 1977
alþýðu
blaðið
Séð: Að Siglingamálastofn-
un rikisins gefur út ritið
Siglingamál. 1 þvi eru
ávallt þarfar og góðar
greinar og upplýsingar um
sjó og sjómennsku. 1 sið-
asta riti eru meðal annars
nokkur holl ráð fyrir smá-
bátaeigendur, en þeim
fjölgar nú ört hér á landi,
sem eiga margskonar
skemmtibáta, seglbáta og
vélbáta. Ekki munu þeir
allir „vera i sjósokkum á
dekki” og slikar leiðbein-
ingar ættu þvi að vera vel
þegnar.
o
Heyrt: Að „Korkurinn”
svonefndi, sem mest var
leitaö að eftir að hann flúði
úr fangelsi á Keflavikur-
flugvelli, hafi viljað að is-
lenzkir dómstólar fjölluðu
um mál hans og að hann
yrði dæmdur samkvæmt
islenzkum lögum. Astæð-
an: Slikir „korkar” eru
ekki teknir með neinum
silkihönzkum I Bandarikja-
her. Ekki er fjarri lagi að
ætla, að hjá herdómstól fái
„korkurinn’ 40 til 50 ára
fangelsisdóm.
o
Heyrt: Að mörgum ibúum
Danmerkur þyki Arósabú-
ar ekki stiga I vitið og segja
þvf til sannindamerkis
margar sögur. Ein er á
þessa leið:
4A Kastrupflugvellinum
segir röddin i hátaaranum:
„Takið eftir, takið eftir,
flugvélin til Berlinar fer
klukkan 10.15, fluginu til
Stokkhólms seinkar og
leggur vélin af stað klukk-
an 12.30 i stað 12.00. og
...hmm.. flugvélin til Arósa
leggur af stað þegar stóri
visirinn er á tólf og litli
visirinn á þrjú”.
o
Heyrtað aðsókn aö Bama-
deild Landspitalans hafi
sjaldan eða aldrei verið
meiri en nú. Þannig munu
nú liggja 12 bömum fieira
á deildinni en raunveruleg-
ur f jöldi rúma leyfir. Hefur
verið gripi til þess ráðs, að
bæta við tveim eða þrem
rúmum á hverja stofu til aö
mæta aösókninni.