Alþýðublaðið - 19.02.1977, Qupperneq 2
2 STJÓRNMÁL
Laugardagur 19. febrúar 1977 btoSó*'
alþýóu-
blaðið
t)tgefa;idi: Alþýöuflokkurinn.
Rckstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrg&armaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeiid, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i laúsasölu.
Ef breyta þyrfti verk-
smiðju í skóla
Þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa á nýjan
leik f lutt á Alþingi tillögu
þess efnis, að sett verði
hér á landi fullkomin, nú-
tíma löggjöf um vinnu-
vernd og starf sumhverf i.
Að þessu sinni birta þeir
með tillögu sinni ítarlega
ályktun um þetta mál,
sem síðasta Alþýðusam-
bandsþing lét frá sér
fara.
I tillögunni segir, að
Alþingi feli ríkisstjórn-
inni að láta gera drög að
slikri löggjöf í samstarfi
við samtök launafólks og
atvinnurekenda. Mun án
efa reynast farsælt, að
þessi samtök hafi frá
upphafi veg og vanda af
nýrri löggjöf, því að enga
snertir hún meir. Þá er
rétt að njóta við undir-
búning málsins aðstoðar
sérfróðra manna, sem nú
stýra Hei I brigðísef tirl iti
ríkisins og öryggismála-
stofnuninni, sem þegar
hefur um aldarfjórðung
starfað að öryggismálum
vinnustaða.
Tilgangur málsins er að
tryggja öllu landsfólki
starfsumhverfi, þar sem
ekki er hætta á líkamlegu
eða andlegu heilsutjóni,
en vinnuskilyrði eru í
samræmi við lífskjör
þjóðarinnar og tæknilega
qetu, og stuðli að virðingu
vinnunnar og starfsgleði.
Það er f urðulegt, að þjóð-
in skuli sætta sig við, að
allur þorri vinnustaða,
þar sem starfandi fólk
dvelst þriðjung af bezta
hluta ævinnar, skuli ein-
kennast af óhreinindum,
slysa- og sjúkdómshætt-
um, hávaða og hverskon-
ar óhollustu.
Olof Palme, leiðtogi
sænskra jafnaðarmanna,
ræddi þetta atriði eitt sinn
og varpaði fram þeirri
spurningu, hvað gera
þyrfti, ef breyta ætti
verksmiðjuhúsi í skóla.
Við umhugsun kemur í
Ijós, að verksmiðjuhús-
næði verður nálega að
endurbyggja frá grunni
til þess, að það teljist not-
hæft sem skóli. Hvers-
vegna gerum við svona
miklu minni kröfur til at-
vinnuhúsnæðis okkar en
til heimila, skóla og ann-
arra bygginga, sem menn
dveljast í?
í framsöguræðu fyrir
tillögu þessari benti
Benedikt Gröndal á, að
einmitt þessa daga væri
fjallað um málefni
nýrrar málmblendiverk-
smiðju í ráðuneytum og á
Alþingi. Ef innri mengun
verður í slíkri verksmiðju
og starfsumhverfi fólks-
ins þar ekki fullkomið,
verður þar alvarleg sjúk-
dómshætta, sagði
Benedikt, og sannar
reynsla frá eldri verk-
smiðjum á Norðurlönd-
um, að svo er. Þess vegna
verður að búa vel um þau
mál, svo að allt fari vel,
og verður að koma í veg
fyrir innri mengun í
verksmiðjunni og gera
aðbúnað og vinnuskilyrði
hin f ullkomnustu. I þessu
sambandi minnti Bene-
dikt á, að okkur hefði
brugðizt bogalistin á
þessu sviði fyrir rúmum
áratug, þegar smíði ál-
versins í Straumsvík var
leyfð. Þar er hvorki kom-
ið í veg fyrir ytri eða innri
mengun, og starf sskilyrði
mörg hundruð manna eru
þar verri en við má una.
Þótt nef nd væru tvö dæmi
um stóriðju, kvað Bene-
dikt Gröndal margvís-
legar hættur vera á
hundruðum lítilla vinnu-
staða um allt land. Þess
vegna væri gott starfs-
umhverfi nú eitt af stór-
málum verkalýðshreyf-
ingarinnar hér sem í ná-
grannalöndum okkar.
Þó er ætlunin, að hin
nýja löggjöf geri ráð
fyrir eðlilegum íhlutun-
arrétti vinnandi fólks á
starfsumhverf i sitt, en
stefna ber að því, að
verkefni og vandamál á
þessu sviði verði sem
mest leyst í samstarfi
verkafólks og atvinnu-
rekenda innan ramma
laga. Með því að veita
hverjum einstaklingi rétt
til nokkurra áhrifa á það
umhverfi, þar sem hann
dvelst og starfar áratug-
um saman, er lýðræði í
landinu aukið á veiga-
mikinn hátt. Það mundi
reynast skref í átt til
þess, að sem flest fólk
verði virkir og lifandi
samborgarar, en ekki
óvirkir og áhrifalausir.
Þessi þáttur málsins er
skyldur öðru stórmáíi,
sem þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa nýlega
flutt á Alþingi og fjallar
um rétt starfsmanna við
öll fyrirtæki og stofnanir,
er hafa 40 starfsmenn
eða fleiri, til að kjósa
a.m.k. tvo menn í stjórn.
Hvorttveggja eru liðir í
atvinnulýðræði, sem er
nú á dögum talið allt að
því jafn veigamikill þátt-
ur lýðræðis eins og kosn-
ingaréttur. Á þessu sviði
eru íslendingar langt á
eftir grannþjóðum sínum
og er kominn tími til að
breyta því. Hér sem í
öðrum félags- og hags-
munamálum vinnandi
fólks hefur Alþýðu-
flokkurinn forystu í mál-
efnalegri og ábyrgri um-
bótabaráttu.
Loks er í tillögunni um
starfsumhverfi ákvæði á
þá lund, að væntanleg
löggjöf skuli fjalla um
starfsaðstöðu fyrir fólk,
sem hefur skerta vinnu-
getu og stuðla að þvi, að
það fái sem f lest tækifæri
til að vinna með heil-
brigðum á venjulegum
vinnustöðum. Það þarf
víða ekki miklar breyt-
ingar á starfsumhverf i til
þess að f atlaðir, t.d. þeir,
sem nota hjólastóla, geti
komizt til vinnusala og
um þá. Hér er bæði um
mannúðarmál að ræða og
hagkvæmni, því að þetta
fólk er og getur verið
ágætur vinnukraftur í
fjölmörgum starfsgrein-
um.
Oflug starfsemi unglinga um reyk-
ingavarnir háð til einskis, án
stuðnings frá heimilum
Ot er komið 1. tölublaö 4.
árgangs af blaöinu Fellahellir.
sem erdagskrárblaö samnefndrar
félagsmiöstöövar Æskulýösráös
Reykjavikur í Breiöholti. Blaöiö
er aö þessu sinni helgaö baráttu
gegn reykingum og i því er m.a.
aö finna fróölegar greinar um
-áhrif tóbaksreykinga, skaöleg
efni I tóbaksreyk og fram-
kvæmdaráætlanir til aö hætta
reykingum. Loks er í blaöinu
grein, sem ber heitiö „Til for-
eldra” og þar er m.a. þeim til-
mælum beint til fulloröinna aö
þeir taki höndum saman og hætti
aö valda þeim, sem ekki reykja
heilsutjóni eöa vanliöan.
I formála blaösins segir m .a. aö
hið umfangsmikla fræöslustarf
Krabbameinsfélagsins um skaö-
semi reykinga hafi borið umtals-
veröan árangur og hafi Fellahell-
ir oröiö vettvangur vakningar-
öldu, meöal unglinga.
1 nóvember sl. hafi hópur ungl-
inga gengizt fyrir dagskrá um
skaösemi reykinga og þar hafi
gestir\200 talsins, samþykkt ein-
róma aö reykingar skyldu bann-
aöar I Fellahelli, nema í anddyri.
Þetta sama kvöld hafi 16 ungl-
ingar myndaö starfshóp meö þaö
fyrir augum aö hætta aö reykja,
en slöar heföi verið ákveöiö aö
setja markiö enn hærra. Undir-
búningur aö fræöslusýningu um
skaösemi reykinga hafi hafizt,
jafnframt þvi sem haldiö hafi
veriö uppi stööugum áróöri gegn
reykingum.
Segir enn fremur I formála, aö
árangur þessa starfs megi nú
marka af tvennu. Annars vegar
af þeirri sýningu sem nú hafi ver-
iö sett upp I kaffiteríu Fellahellis,
og hins vegar af þeim sístækkandi!
hópi unglinga sem minnkaö hafi
reykingar eöa hætt þeim alveg.
Þá er minnt á, aö þessi barátta
sé til einskis háö ef ekki komi til
stuðningur frá heimilunum.
Reyklaus Fellahellir sé ekki allt,
heldur sé reyklaus heimili og
reyklaust land aöalmarkmiöiö.
Starfshópurinn hefi tekiö saman
efni blaösins í trausti þess, aö þaö
opni augu einhvers og hvetji þá til
umhugsunar um þessi mál —JSS
Auglýsið í Alþýðublaðinu
EIN-
Bollur,
salt-
kjöt
og
sveltandi
börn
Nú eru framundan bolludagur
og sprengidagur. Allir þekkja þær
heföir sem þessa daga einkenna.
Á bolludag boröa menn rjóma-
bollur, eins og þeir geta I sig látiö,
og á sprengidag saltkjöt og baun-
ir, einnig eins og þeir geta troðið i
sinn maga.
Þessar hefðir eiga sér nokkra
sögu, en hafa auðvitað tekiö
breytingum i timanna rás. Gott er
að menn geti fengiö magafylli af
bollum og saltkjöti. En ekki sak-
aði að hugleiða hve margir Ibúar
heimsbyggöarinnar geta leyft sér
slikan munaö. Aösjáll söfnunar-
maður kirkju eöa llknarfélag
hefði átt aö nota annan hvorn eöa
báöa þessara daga til aö safna fé
til kaupa á matvælum fyrir þá
þegna jaröarinnar sem hvorki fá
bollur eða saltkjöt.
A sama tima og eitt helzta böl
mannkynsins er fæðuskortur er
ofát ein alvarlegasta ógnun við
heilsu Vesturlandabúa. Fleiri og
fleiri látast úr hjartakvillum og
eiga viö meltingarsjúkdóma aö
strlöa, annaö hvort vegna rangs
mataræðis eöa hreinlega vegna
ofáts. Hópur manna hefur af þvi
atvinnu aö reyna aö ná fitu af
hundruöum og þúsundum manna.
Annar hópur berst vonlltilli bar-
áttu viöaö fá heiminn tilaö skilja,
aö meirihluti mannkyns sveltur.
Þetta eru furöulegar andstæöur
i Ufi okkar jaröarbúa. Viö vitum
aö með sameiginlegu átaki væri
hægt að ráöa bót á matvælaskor-
tinum. En eins og venjulega skilj-
um við ekki vandann, þegar
hann er langt I burtu frá okkur.
Viö vitum aö á Vesturlöndum
eru kornhlööur fullar, smjörfjöll
hlaöast upp, kjötframleiðsla er
meiri en neyzla. í Afrlku, Asiu og
Suður-Ameriku stendur hungur-
vofan viö dyr hundruöa milljóna
manna. Viöa deyja 90 börn af
hverjum 100, sem fæöast en viö
getum státaö af þvl aö nær öll
börn sem fæöast, lifa. Þó hlýtur
lifiö og barniö aö vera jafnmikils
viröi I Afriku og á Islandi.
Þegar viö byrjum aö hugsa á
þennan hátt spyrjum viö mátt-
vana, að þvl er virðist hvaö
stjórnar þessu misrétti? Þvl get-
um við ekki meö öll okkar mat-
væli reyntaö halda llfinu I a.m.k.
220 þúsund afriskum börnum.
Eftir aö hafa velt spurningunni
fyrir okkur smástund, gefumst
viö upp og lokum fyrir þetta hugs-
anastreymi. Þetta eru ekki okkar
börn, eöa hvaö?
Værum viö kannski aö kaupa
okkur sálarfriö og róa samvizk-
una, ef viö legöum til hliö*
arandviröieinnarrjómabollu eöa
kjötmáltiðar og reyndum aö gera
þessa peninga aö mat I munni
deyjandi barna.. Eða væri þaö
fjarstæðukennt aö við gæfum
verömuninn á of stórri máltiö og
hæfilegri máltiö, þeim sem enga
máltiðfá. Þaö gæti um leiö komiö
Iveg fyrirnokkrar kransæöastffl-
ur.
Hvort sem viö hámum I okkur
rjómabollur, saltkjöt eöa aörar
Eæöutegundir, væri rétt aö hafa
hugfast, aö framlag okkar Islend-
inga til sveltandi heims er svo
ágt, aö þaö er vel feitri þjóö til
skammar.