Alþýðublaðið - 19.02.1977, Síða 4
4 VIDHORF
Laugardagur 19. febrúar 1977 jra?
SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA 75 ARA
Benedikt Jónsson á Auönum (1846—1939) var nánasti aöstoöarmaö-
ur Jakobs Hálfdánarsonar viö stofnun Kaupfélags Þingeyinga og
stjórnarmaöur þess i 40 ár. Hann ritstýröi frá upphafi kaupfélags-
biaöinu Ófeigi. Benedikt var öörum fremur hugmyndafræöingur
samvinnustefnunnar.
Sambandshúsiö f Reykjavik, f forgrunni bærinn Sölvhóll. Sambandshúsiö var byggt 1919—20, lóö fengin
af Arnarhólstuni og staöarvalið viö þaö miöaö aö Sambandið heföi aösetur sem næst fyrirhugaöri járn-
brautarstöö. Einnig var fengin lóö fyrir vöruskemmur, en skilað aftur þegar horfiö var frá járnbrautar-
lagningu. Sambandshúsiö var sniöið vel viö vöxt og talsveröur hluti þess leigöur út fyrstu árin: þó voru
þar bæöi kennslustofur og skólastjórafbúö Samvinnuskólans.
SAGA MIKILLA HUGSJÓNA
0G STÓRRA ATHAFNA
20. febrúar 1902 markar timamót i menningar-
sögu okkar ísiendinga. Þann dag, fyrir réttum 75
árum, var lagður grundvöllur að stofnun
Sambands islenzkra samvinnufélaga. Að visu
nefndist félagsskapurinn ekki SÍS i þá daga, held-
ur Sambandskaupfélag Þingeyinga.
Þessi félagsskapur var stofnaður að Yztafelii i
Suður-Þingeyjarsýslu, og voru stofnaðilar þrír,
Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag Norður-
Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar.
Fyrsti formaður og fram-
kvæmdastjóri Sambandsins var
Pétur Jónsson á Gautlöndum,
en hann hafði verið stjórnarfor-
maður og kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Þingeyinga frá 1889
og allt til 1919. Kaupfélag Þing-
eyinga var hins vegar stofnað
20. febrúar 1882, og má þvi, af
stofndegi þessa fyrsta kaup-
félags á íslandi og Sambands-
ins, strax greina þau tengsl,
sem haldizt hafa æ siöan milli
kaupfélaganna og Sambands-
ins.
Deildirnar fengu
ábyrgð og sjálfstæði
1 mjög ftarlegri samantekt
Helga Skúla Kjartanssonar um
sögu Sambandsins og kaup-
félaganna, sem birtist i siöasta
hefti Samvinnunnar, segir svo
um Kaupfélag Þingeyinga og
fyrstu starfsár þess.
„Kaupfélag Þingeyinga þró-
aöist ört, bæði að verkefnum og
skipulagi. Það hóf sjálft aö
senda afurðir til útlanda I
umboössölu fyrir félagsmenn.
Þaö kom upp vörubirgðum til
sölu að vetrinum og hóf að
verzla með ópantaöar vörur i
söludeild svo aö félagsmenn
mættu vera með öllu óháöir við-
skiptum viö kaupmannsverzl-
anir.
Deildir félagsins fengu rika
ábyrgð og sjálfstæði hver um
sig, en jafnframt var traustlega
búiö um stjórn félagsins sjálfs.
Hafin var útgáfa handskrifaðs
félagsmannabiaðs, ófeigs.
Nokkur byrjun varð á myndun
sjóða til tryggingar starfsem-
inni. en meginreglan var þó sú,
eins og I öðrum fslenzkum kaup-
félögum, aö leggja aöeins á vör-
una fyrir beinum kostnaði og
hafa aö miklu leyti lánsfé i velt-
unni.”
Þróunin hefur tengzt
stjórnmála- og efna-
hagslegri þróun
Slðan segir að Kaupfélag
Vilhjálmur Þór (1899—1972)
stjórnaði umsvifamesta kaup-
félagi landsíns, KEA, 1923—38,
hvarf þá að margvislegum opin-
berum störfum, en var sfðar
forstjóri Sambandsins f niu ár,
1946—54. Það féll i hlut Vil-
hjálms að hafa forustu fyrir hin-
um miklu breytingum á starfi
Sambandsins að striðsiokum
þegar þaö jók umsvif sin stór-
kostlega og haslaöi sér völl á
nýjum starfssviðum.
Þingeyinga hafi orðið leiöandi
félag islenzku samvinnuhreyf-
ingarinnar, og það ekki sizt
vegna þess, aö þar komu fram á
sjénarsviðið úrvalsmenn, sem
hófu samvinnustefnuna til önd-
vegis með þjóðinni. Voru þar aö
sjálfstöðu fremstir I flokki feðg-
arnir á Gautlöndum og auk
þeirra, þeir Benedikt á Auðn-
um, Sigurður á Yztafelli og
Jakob Hálfdánarson á Gims-
stöðum.
Þróun Islenzkra kaupfélaga
og Sambandsins allt fram á
þennan dag hefur mjög tengst
átökum á sviði stjórnmála,
efnahagsmála og félagsmála. A
upphafsárum kaupfélaganna
gekk einnig yfir landiö alda
nýrrar vakningar, sjálfstæöis-
baráttan, ungmennafélögin, aö
ógleymdum stjórnmálaflokkun-
um og þeirri baráttu sem háð
var á þeim vettvangi, bæöi inn-
an þings og utan.
Þessa sögu þekkja allir
íslendingar sem nú eru komnir
til vits og ára, enda er hún
grunntónninn I mörgu af þvi
bezta,sem Islenzka þjóðin hefur
tekið I arf frá þessum braut-
-•yöjendum nútima menningar-
hátta.
Samband íslenzkra
kaupfélaga
Ariö 1895 voru á Alþingi nlu
þingmenn, sem allir höföu tekiö
mikinn og virkan þátt i störfum
kaupfélaganna. Þessir þing-
menn beittu sér fyrir stofnun
Sambands islenzkra kaup-
félaga. Megin tilgangur þess
var aö auka tengsl kaupfélag-
anna innbyröis og vinna aö
fræðslustarfi um samvinnu-
hreyfinguna og hugmyndafræði
hennar. Kaupfélögin, sem stóðu
að þessum samtökum voru:
Kaupfélag Þingeyinga, Kaup-
félag Skagfirðinga, Kaupfélag
ísfirðinga, Kaupfélag Stokks-
eyrar og Pöntunarfélag Fljóts-
dalshéraðs. Samband þetta gaf
út Timarit kaupfélaganna, Og
flutti það margvislegan fróöleik
um útlenda og innlenda sam-
vinnuverzlun, ritgerðir og
greinar um hreyfinguna og
verzlunarumsvif á hennar veg-
M /SO
| Jlutabrjcf kaupfjclags Þingcyinga.
•^jcrŒðUrcrð lilutabrjcfs þcssa
T I ÍO l 51 t> i U í\
ui ^JL y>|\>V: ^>\Á «í ixjm\A«l ixj«^X
Viicv imr: IU í «xj> \\0 ^j<lu(j\i\>\, iox. \j«UaV ^j«luij\whu'uX', oijl tiiax'
" uiLjiX jS UMt' ijUXX 0(jJ Xj«Ul\u\|l»(, Xo»iWlt»it lo(jUUU»(J.
„Hlutabréf” I Kaupfélagi Þingeyinga frá um 1890. „HlutaféO” var
raunar aðeins inntökugjald i félagiö, notaö til aö koma upp
verzlunarhúsi þess. Af þvf var enginn aröur greiddur, og atkvæöis-
rétt höföu ailir félagsmenn jafnan, hvort sem þeir lögöu fram einn
hlut eöa fleiri.
um.
Erlendur Einarsson hefur veriö forstjóri Sambandsins frá þvl f árs-
byrjun 1955. Hann hefur starfaö fyrir samvinnuhreyfinguna nær
óslitið frá fimmtán ára aldri. Fyrst var hann starfsmaður hjá
Kaupfélagi Skaftfeliinga f Vik i Mýrdal, þar sem hann er fæddur og
uppalinn. Ariö 1941 geröist hann starfsmaöur Landsbanka Islands,
en þegar Samvinnutryggingar voru stofnaðar 1946 varð hann fram-
kvæmdastjóri þeirra og gegndi þvf starfi þar til hann varö forstjóri
Sambandsins.