Alþýðublaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 5
JJJJJJJ1' Fimmtudagur 2. júní 1977 VETTVANGUR 5 [ Rætt við Sigurð J. Jónasson Eftir aö hafa samið um heppi- legan viðtalstima, lagði ég leið að Ásvallagötu 53 og hitti þar viðmælandann frá tjarnargöng- unni og við tókum tal saman. „Ert þú innfæddur Reykvík- ingur, Sigurður, og foreldrar þinir máske héðan lika?” ,,Ég er fæddur hér 10/9 1896, en foreldrar minir, Sigriöur Sigurðardóttir var frá Björk i Grimsnesi og faðir minn, Jónas Jónasson, trésmiður (þeir voru nú kallaðir snikkarar i þá daga) var frá Keldnakoti i Stokkseyr- arhverfi. Við fluttum austur að Stokks- eyri þegar ég var þriggja ára. Faðir minn fékk atvinnu hjá Verzlunarfélaginu Ingólfi þar.” „Ólst þú svo upp á Stokks- eyri?” „Nei. Móðir min dó 1902 og þá tvistraðist heimilið og börnin send sitt i hverja áttina. Mér var komið að Vorsabæjar-, eða Ossabæjarhjáleigu i Flóa. (Menn greinir á um hvort nafnið sé réttara), til ekkjunnar Kristinar Magnúsdóttur, sem þar bjó. Maður hennar, Ivar Guðmundsson, hvarf á leiðinni milli heimilisins og Stokkseyrar og af honum fannst hvorki hélt Sigurður áfram. „Ég gerðist vinnumaöur hjá hon- um næsta ár og átti að hafa 50 kr. árslaun. Um veturinn var ég svo sendur á vertið og fékk i hlut 50 kr, sem húsbóndi minn auðvitað hirti. Þetta var nú siðurinn þá. En þó mér væri heimilið kært ýmissa hluta vegna, vildi ég samt heldur reyna eitthvað á eigin vegum en gerast vinnumaður lengur. Ég ákvað þvi að fara til Reykjavík- ur, enda stóð hugur minn gjarn- an til iðnaðarvinnu fremur en sveitastarfa. Ég þekkti einnig Markús Ivarsson, járnsmið, son Ivars og Kristinar fóstru. Hann var einnig einn af eigendum Héöins og hefur orðið þjóðkunnur maður fyrirsitt mikla og merki- lega málverkasafn.” „Og hvernig gekk þér svo i höfuðstaðnum?” „Hérna i Reykjavík réðist ég til Islandsfélagsins, sem þá barst talsvert á. Það gerði út togara og aðstaðan var alls ekki sérlega beysin. Flytja varð afl- ann utan af ytri höfn og auðvitað mátti ekkert uppihald verða á uppskipuninni.” „Gilti þá sama vinnulag og hefði ég getað orðið eilifur augnakarl hjá Rafveitunni, ef’ ég hefði ekki brugðið á annað ráð.” „Og hvað varð það?” „Mig hafði lengi langað til að komast út fyrir pollinn, og þess- vegna svaraði ég auglýsingu frá norskum bónda, sem vildi fá starfsmenn, og það varð úr, að við fórum utan tveir. Kaupiö sýndist vera sæmilegt, eða 1200 kr. á ári. ____ Við fórum um Kaupmanna-' höfn áleiðis til Noregs. Þetta var á Jaðrinum.” „Og ferðin hefur gengið að óskum?” „Nei, hún var nú talsvert brösótt. Við urðum að biða i Höfn þriggja vikna tlma eftir vegabréfsáritun og starfsleyfi, og stálumst reyndar hálfvegis i skip, sem gekk til Noregs, eftir að hafa þó haft simskeytasam- band við vinnuveitandann. En lögreglan i Kristianssand var nú ekki á þeim buxunum að sleppa okkur i land, og eins fór I Aren- dal, og það var ekki fyrr en i Stavanger, sem við komumst I land nauðulega þó. En eftir að við náðum sambandi við vinnu- Náttúruunnandi og skáld segir frá lífsreynslu sinni heima og erlendis tangur né tötur, þrátt fyrir mikla leit. Ráðsmaður var fyrir framan hjá henni, sem kallað var, þegar mig bar þangað.” „Þótti þetta ekki dularfullt?” „Jú,i meira lagi. Annars eru þarna sundursprungin hraun með gjótum, sem vel gætu fólgið mann. Ef til vill hafa sumir kennt þetta draugagangi, sem menn trúöu almennt á. Hitt gæti verið, að fólk hafi ekki viljað hafa hátt um það, vegna vinsælda Kristinar, sem var öndvegiskona.” „Varst þú var við drauga i þinum uppvexti?” „Já. Ekki get ég neitað að hafa trúað þvi, og satt að segja gerðist ýmislegt, sem ekki var auðvelt að skilja á annan veg en draugar yllu.” Hér má skjóta þvi inn i frá- sögn Sigurðar, að 1865 hvarf bóndinn, Guðmundur Gestsson i Vorsabæjarhjáleigu og fannst aldrei. Það var á leiðinni milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Lik hans fannst aldrei og hin einu ummerki, semfundust var stafur hans, sem barst á fjörur. Dauði Guðmundar Gestsson- ar var manna milli talinn af völdum Skerflóös Móra, eða Sels Móra, sem hann var kallað- ur jöfnum höndum, en hann var magnaður draugur, sem á þeim tima gekk ljósum logum á þessu svæöi og lét sér ekki nægja þaö eitt að gera mönnum meinlitlar glettur. Þessa er getið i þjóðsög- um próf. Guðna Jónssonar I. h. bls. 97—98. Ekki taldi Sigurður sig geta fullyrt um, hvort Guðmundur Gestsson hafi veriö faðir Ivars Guðmundssonar manns Kristinar, en vel mætti svo hafa verið. Skiljanlegt er, að sllk firn i einni og sömu fjölskyldu væru ekki á orði höfð á heimilinu. Ivar var annars tvikvæntur og var Kristin, fóstra min,seínní kona hans. „Þegar ég var fermdur brá Kristin búi og við tók Guð- mundur stjúpsonur hennar,” um borð i skipunum áður en vökulögin voru sett?” „Já, þar var engin miskunn hjá Magnúsi, eins og þar stendur. Mér er sérstaklega minnisstæð ein löndun, sem tók 48 tima. Þegar ég var að labba heim lá við að ég sofnaði I ööru hverju spori. Einu sinni varð mér þó litið til baka og sá þá geysilegan eldbjarma bera við loft yfir miðbænum. En ég skeytti þvi engu og staulaðist heim. Þetta var þegar Hótel Reykjavik brann ásamt 11 öðr- um húsum.” „Hvað um atvinnuástand á þessum tima?” „Það var nú talsvert mis- jafnt, en ég haföi alltaf nóg fyrir stafni. Ég var t.d. við byggingu Reykjavikur Apóteks. Þaö þótti og þykir enn myndarlegt hús og þar voru viðhöfð ýmis óvenjuleg vinnubrögð. Til dæmis var steypan höluð upp á efri hæðirn- ar með vélaafli! Ég var við móttökuna uppi, en Stefán Þorláksson, sem Kiljan hefur gert frægan i einni bók sinni, var vélstjórinn. Það var ágætur maöur og okkur varö vel til vina. Nú svo var ég tvö sumur kaupamaður i Hjaröarholti i Borgarfirði og sitthvaö fleira dreif á dagana.” „Slappstu við spönsku veik- ina?” „Nei, ekki aldeilis. Það mátti vist ekki miklu muna þá, að ég kveddi þennan heim, og ég var um árabil slappur til heilsunnar eftir það áfall. Maður reyndi samt ýmsar leiðir til að bjarga sér, var t.d. eina vertið i Eyjum, ráöinn upp á fast kaup. Það voru 300 kr. fyrir vertiðina. Svo tók ég mér fyrir hendur aö læra á bil og var reyndar fyrsti bil- stjórinn hjá Rafveitu Rvikur, var við byggingu Elliöaár- stöövarinnar.” „Þótti bifreiðastjórn ekki talsverð upphefö þá?” „Jú þetta þótti talsvert öfundsverð aðstaða, og liklega veitandann heyrðum við ekki meira af þvi máli.” „Hvernig fannst þér vistin i Noregi?” „Hún var nú svona upp og ofan. Yfirleitt var reynt að spara eftir föngum hjá stór- bændunum. Viðbit var til dæmis aðeins makarin, þó nóg væri af smjörinu á bænum, og vinnu- fólkið borðaöi sér. Mér fundust stórbændur talsvert stoltir, jafnvel hrokafullir sumir og litu niður á vinnulýðinn úr hæðum sinum! Nei, matarvistin var ekki góð hjá þeim, en einu sinni fundum við upp á þvi að kaupa okkur egg og steiktum (spæld- um) þau og héldum okkur eggjaveizlu. Húsbóndinn kom þar að og varð æði langleitur. Eftir þetta batnaði vistin tals- vert. Allt annað mál var eftir að ég fór að vinna tima og tima hjá smábændum. Þar var maturinn eiginlega borinn i mann, svo varla var hóf að og viðmótið var einstaklega vingjarnlegt.” „Varstu lengi hjá þessum, sem þú réðst upphaflega til?” „Nei, aðeins helming umsam- ins tima. Annars veiktist ég um veturinn og lá um hrið. Þaö voru eftirstöðvar spönsku veikinnar. Fátt var um að vera, en ég tók samt norskt bilpróf.” „Hvert lá svo leiöin?” „Lengra upp i land, til Opdal. Það atvikaðist svo, að félag, sem keypti fé af bændum og ól það að sumarlagi til slátrunar uppi á heiðum, auglýsti eftir fjárgæzlumanni og ég sótti um starfið, sem átti aö standa þriggja mánaöa skeiö. Dálitið þras var um kaupgreiðslu. Ég vildi fá 400 kr. á mánuöi, sem þeim þótti hátt, en gengu þó aö að lokum. Góðan fjárhund þurfti ég að leggja mér til. Ég var svo við fjárgæzlu þarna i 3 sumur og náði mér að fullu eftir spönsku veikina. Fjallaloftslagið átti sinn góða þátt I þvi. „En hvað gerðirðu svo aðra tima ársins?” „Það var nú sitt af hverju, vann timakorn hjá ýmsum bændum og stundaöi skógar- högg á vetrum. Viðnum var svo ekið aö ánum og þær fleyttu honum til sjávar um vorið. Mér bauðst reyndar starf sem hreindýragæzlu- maður, en það afþakkaði ég. Svo var ég einn vetur á Vors lýðháskóla.” „Voru fleiri Islendingar þar þá?” „Já, viö vorum sex þann vetur. Við vorum herbergis- félagar við Þorsteinn Þ. Viglundsson, siðar skólastjóri i Eyjum. Hann var harðduglegur við námið og sló ekki slöku við.” „Það hefur nú ekki verið vani Þorsteins að hverju, sem hann hefur gengiö, það ég veit. En hvernig féll þér á skólanum?” „Ég tel skólann hafa verið óðan, og skólastjórinn, Lars skeland, naut óskiptrar virð- ingar nemenda. Hann var strangur og mér er fyrir minni, að þaö var eitt par, drengur og stúlka, sem hann taldi að væru að draga sig saman, en allt var nú það i mesta skikkelsi, fengu þann úrskurð áður en þau fóru heim i jólaleyfi, að ekki væri óskað eftir afturkomu þeirra eftir jólin! Þetta þætti vist strangt nú. En þá voru aðrir timar.” „Og svo lá leiðin heim aftur?” „Já. Ég kom heim 1925 og fór þá að vinna i Héðni. Þaö var svo i beinu framhaldi af járnsmiða- vinnu minni, að ég tók að leggja stund á pipulagnir, sem þá var ný iðngrein 1928.” „Þurftir þú þá ekki i iönskól- ann?” „Nei, en verklegt próf þurfti ég auðvitað að taka og kunna að lesa úr og vinna eftir teikning- um. Við þetta vann ég svo meðan kraftar entust. Stéttin smá dafnaði og þar eru nú tvö félög.Sveinafélag pipulagninga- manna og Meistarafélag pipu- lagningamanna. Ég var i stjórn þess fyrrnefnda i 9 ár og hins siðarnefnda i 12 ár og einnig i iðnráði frá þeirra hálfu. Félagið mitt sýndi mér þann sóma á áttræðisafmælinu i Framhald á bls. 14. Kvæði Ég gekk niður i dalinn eitt góðviöriskvöld, og guðdómleg var kyrröin, sem hafði þar völd. Mér f annst svo ijúft aö 'una við kvöidsins kyrrð og frið, og kvakið upp i trjánum og árinnar nið. En inn á milli hvislað i eyra mér var, með yndislegum rómi. Ég vissi ekki hvar. En einhvers staðar Amor i leyni þar iá, og léttum, mjúkum fingrum á strengina brá. Ég vildi ekki hlusta, en fiýði upp á fjöll, þar flókaskýjum sveifiar I vindunum tröll. Og örninn upp á hamrinum sér hásæti á, ég hélt, að Amors söngvar ei mundu þangað ná. En aftur heyrði ég hvislað af einhverjum þar, með yndislegum rómi, en vissi ekki hvar. „Það tjáir ekkiað flýja, þvi alstaðar ég er, hjá álfunum i dalnum, á tindinum hér.” Sigurður J. Jónasson. <ou

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.