Alþýðublaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 15
' Fimmtudagur 2. júní 1977 SiÚNARMlD 15 Bióin/LeU<húsOi LAUGARAft B I O Sími32075 Indíánadrápið nn mnn ÍLLEIK DONALD' SUTHERLAND Ný hörkuspennandi Kanadisk mynd byggö á sönnum viðburöum um blóðbaðiö við Andavatn. Aðalhlutverk: Donald Sutherland og Gordon Tootoosis.. Islenzkur texti. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Blóðhvelfingin Ný spennandi bresk hrollvekja frá EMI Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. 3* 1-15-44 Gene Made&ne Marty WMer Kahn Fekim» * niCMABO A HOTH JOU£K PRCOUCTION Dom DeLuiseLec Mcífemi„ - -—- HéCMAMO A ROTH Ht WADER ___ ~ JOMN MOHBIS ... Bráðskemmtileg og spennandi, ný bandarisk gamanmynd um litla bróður Sherlock Holmes. Mynd, sem alls staðar hefur veriö sýnd við met-aðsókn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Muniö alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. RAUÐI KROSS ISLANDS Harðjaxlarnir (Tought Guys) Islenzkur texti Æsispennandi ný amerisk-itölsk sakamálakvikmynd i litum. Aðalhlutverk: Lino Ventura, Isaac Hayes. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum. GAMLA BíO Stmi 11475 Sterkasti maður heimsins WAU DUMFt iaíouíhoai' -lethnkolof (Gj Ný bráðskemmtileg gamanmynd frá Disney-félaginu. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi50249 Rúmstokkurinn er þarfa- Þing OfM HIDIIl M0RS0MS1E Af DE AGTf SENGCKAMT-FIIM Ný, djörf dönsk gamanmynd i lit- um. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. 3-16,444... Ekkl núna, félagil Lesllc Philltpx RovKinnear Windtor Davki RavCooney Carol Hawkinx Sprenghlægileg og f jörug ný ensk gamanmynd i litum tslenzkur texti. Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. PKÖÚBI riOP- Simi 22/V0 Bandariska stórmyndin Kassöndru-brúin (Cassandra-crossing) Þessi mynd er hlaðin spennu frá up"þhafi til enda og hefur allsstað- ar hlotið gifurlega aðsókn. Aðalhlutverk: Sophia Loren Richard Harris. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð TÓNABÍÓ *& 3-11-82 Sprengja um borð i Britian- ic Spennandi amerisk mynd með Richard Harrisog OmarShariffi aðalhlutverkum. Leikstjóri: Richard Lester. Aðalhlutverk: Omar Sharif, Richárd Harris, David Hemm- ings, Anthony Hopkins. Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,15 Gírónúmer okkar er 90000 RAUOI KROSS ISLANDS Mosfellshreppur — almennur hreppsfundur Um málefni hreppsins verður haldinn i Hlégarði i kvöld, fimmtudaginn 2. iúni kl. 20.30. . Hreppsnefnd Mosfellshrepps. Víii slos IrI Grensásvegi Simi ,(2655. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiöholti Simi 7 12(16 -- 7 1261 HIÐ HIMNESKA VEGG- FÓÐIIR! Flokksraunir! Eigi menn. að draga nokkrar ályktanir af nýútkomnu dreifi- bréfi Alþýðubandalagsmanna til Breiðhyltinga, er ástandið, vægast sagt heldur uggvænlegt þar á bæ! Það er raunargömul saga, aö syndir feðranna komi niður á börnunum og virðist sannast hér áþreifanlega. Allir vita, að upphafs Alþýðu- bandalagsins er að leita i Kom múnistaf lokkn um , þó flokksmenn hafi raunar kapp- kostað að þvo af sér eldrauðasta litinn upp á siðkastið! Hvort sem menn velta þvi fyrir sér lengur eða skemur er það bláköld staðreynd, að Alþýðubandalagið hefur á und- anförnum árum rekið furðulega pólitik. Eina mænan, ef mænu skyldi kalla, hefur verið sú, að þykjast berjast fyrir rétti hinna fátæku og fótum troðnu. Þetta hefur nú ekki tekizt betur en svo, að verkalýðshreyfingin hefur átt við það að búa, að vera svipt, af þeirra völdum, löglegum kjara- samningum svo sem gerðist i ráðherradómi Lúðviks og Magnúsar siðast! Þar var þjappað sér upp að Framsóknarihaldinu alveg svika- og purkunarlaust og var þó efnahagur landsmanna sómasamlegur. Það er og hefur lengi verið á almanna vitorði, að kommúnismi brautargöngu- manna á landi hér var ekkert annað en ofsafengin trú, þar sem þeir einir gátu komist i englahjörðina, sem voru níegi- lega rauðir! Ennþá halda ýmsir þessara manna og iðglikar þeirra á yngra aldri um mundangið og ráða ferðinni i reynd. En gallinn er sá, að yfirleitt hafa þeir orðið að afneita glæpnum i orði kveðnu, til þess að reyna að halda i þá fylgismenn, sem tek- izt hefur að blekkja með þvi að forsprakkarnir séu gengnir i einhverja endurnýjungu fyrri lifdaga! Fregnir frá hinni fornu, himnesku Jerúsalem kommúnista-Moskvu, hafa ekki verið einstaklega uppörvandi fyrir þá sem aðhyllast lýðræði, svo þarna hefur verið úr vöndu að ráða! Þetta kemur æði skýrt i ljós i „stefnuskrá”, sem loks tókst að hnoða saman við illan leik. Reyndar mætti miklu heldur kalla þetta vangaveltur en mót- aða stefnu, þvi þar er slegið rækilega úr og I. Helzt mætti grunntónninn minna á atferli kjósendaveiða frambjóðanda, sem gengi fyrir hvers manns dyr og segði: Hvernig viltu hafa mig? Ég skal gera alveg eins og þú vilt! Auðvitað gæti slikt framferði dugað skamma hrið og hefur raunar gert. En vitanlega sér fólk fljótlega, að þessi þáttur er ekki skóslitsins virði og þá snýr það frá. Þetta er nú hin einfalda lausn Breiðholtsgátunnar, sem höf- undur eða höfundar dreifibréfs- ins umtalaða eru að velta fyrir sér. Oddur A. Sigurjónsson Það er svo ekki mót von, að þeir sjái að einmitt sundrungar- starfsemin, sem kommúnista- hreyfingin hefur rekið áratug- um saman i röðum verkalýðs- hreyfingarinnar hefur leitt vonsvikna menn, sem hölluðust að þeim um hrið, alveg þráð- beint til ihaldsins. Þetta er vitanlega ömurleg niðurstaða, en máske ekki alveg óskiljanleg, þegar litið er á hið fyrra „lif” kommúnistanna. Hvort sem menn eru sam- mála stefnunni eða ekki, liggur það i hlutarins eðli, að meðan flokkurinn játaði opinberlega trúna á Lenin og siðar Stalin og hóf þá i guðatölu, hafði hann nokkra jörð, til að ganga á! Þá gátu menn tekið sér i munn annað eins og einn rótgró- inn kommúnisti sagði forðum i min eyru, þegar rætt var um flokksbróður hans, sem orðinn var eitthvað dauftrúaðri en hin- um gott þótti: „Hann hefur dagsdaglega logið að mér og logið á mig og stolið frá mér, og ég hefi vald til að fyrirgefa honum það. En hann hefur logið á Stalin og það get ég aldrei fyrirgefið hon- um! ” Þarf nokkurn að furða, þegar menn missa slika guði, þó þeim finnist þeir varla hafa vir, til að hanga á, hvað þá fastara undir fótum? Það er svo i stil við trúar- brögðin þeirra, að höfundur dreifibréfsins kemst svo að orði, að forkólfar Alþýðubandalags- ins eigi auðveldara með að velja veggfóður á veggi himnarikis, en gefa svör við þvi hvernig leysa eigi verðbólguvandann! óhætt hefði höfundi verið, án þess að vera neitt ósæmilega stórorður, að bæta við, eða nokkuin þjóðmálavanda. Þá hefði hann loks komizt aö kjarna málsins. Sjaldan hefur vel til tekizt, þegar skepnan hefur ætlað að risa gegn skapara sinum, og svo mun fara hér. Það mun ekki endalaust ganga að sigla undir fölsku flaggi, eða breiða yfir nafn og númer eins og augljós- ast er af kveinstöfum dreifi- bréfshöfundar. Það skal þó þurfa nokkuð til að þeir verði sjáandi, sem hafa i barnæsku stungið úr sér annað augað og siðan gengið með rauða bót fyrir hinu. Xjifg' I HREINSKILM SHGT Svefnbekkir á verksm iðjuverði msmaw Hcfíatúni 2 - Sim- 15581 Reykjavik J SENOIBILASIOOIN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.