Alþýðublaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL/ FRÉTTIR
Þriðjudagur 21. júní 1977
alþýöu'
tJtgcfa.idi: Alþýöuflokkurinn.
Heks'íur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarma&ur: Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöumúia H, simi 8X866. Auglýsingadeiid, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsími 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöi^og 60 krónur i iausasölu.
Eitt skref á langri leið
Kjaradeilunni er lokið
og allir fagna því, að at-
vinnulíf kemst nú í eðli-
legar skorður. Margt hef-
ur áunnizt, en eins og
ávallt fá ekki allir það
sem þeir vilja. Það er þó
ekki krónutöluhækkunin,
sem mestu máli skiptir,
heldur ýmsar lagfæring-
ar, sem verðbólgan á
erfitt með að gleypa.
Sú heitstrenging þings
Alþýðusambands íslands
um að varnarbaráttunni
væri lokið og sóknarbar-
átta hafin, hefur orðið að
veruleika. Þar hefur ver-
ið stigið mikilvægt skref,
þótt því fari fjarri, að
leiðin haf i verið stikuð að
lokamarki.
Tekizt hefur, að halda
launajöf nunarstef nunni
til streitu, að minnsta
kosti innan aðalnefndar-
innar. Vonandi uppfyllist
sú fróma ósk, að aðrir
hópar fylgi þeirri stefnu
og láti ekki stundarhags-
muni í sérkröfumálum
ráða ferðinni.
I þessum samningum
var samið um verulega
krónutöluhækkun á laun.
Því er ekki að leyna, að
æskilegra hefði verið að
semja um færri krónur,
en fleiri og meiri stjórn-
valdaaðgerðir, sem hefðu
orðið raunhæfari kjara-
bætur en krónurnar, sem
venjulega hafa verið
brenndar á verðbólgubáli
fljótlega eftir samninga.
En um það þýðir ekki að
fást, stærra skref verður
stigið í næstu samning-
um.
Samið hefur verið um
verðbótakerfi, sem er
betra og fullkomnara en
nokkurt svipað kerf i, sem
áður hefur verið samið
um. Ekki aðeins hefur
verið endurheimt það
sem glataðist 1974, heldur
einnig stórlega bætt. Þá
má nefna verulegar
kjarabætur með breyt-
ingum á beinum sköttum,
— líf eyrismálin, sem
einkum koma til góða
Islenzk verkalýðshreyf-
ing hefur enn einu sinni
sannað, að hún er það
umbótaafl, sem allir
vinnandi menn verða að
efla og treysta. Aðeins
vegna hennar baráttu er
yfirvinnubannið á eftir
að hafa meiri áhrif á
íslenzkt þjóðlif en nokk-
urn kann að gruna. Menn
hafa öðlazt nýjan skilning
á þeim þrældómi, sem
felst i látlausri og
þeim, sem verst eru sett-
ir, — samninga um vinnu-
verndarmál og húsnæðis-
mál, þar sem vonir
standa til að verka-
mannabústaðakerf ið
verði eflt.
Þessir samningar eru
mikil sókn til bættra
kjara. Þó stendur íslenzk-
ur verkalýður enn langt
að baki starf sbræðrum og
systrum í nágrannalönd-
unum. Þessir samningar
eru aðeins eitt skref í átt-
ina til þeirra, og þegar
þarf að lyfta fæti til að
stíga næsta skref. Þar er
ekki eftir neinu að bíða.
hægt að knýja fram
mikilvæg hagsmunamál,
og þá ekki aðeins fyrir
þá, sem eru starfandi,
heldur einnig fyrir þá
sem senn hefja störf og
hafa lokið störfum.
Baráttuaðferðir verka-
lýðshreyfingarinnar í
þessari kjaradeilu voru
til fyrirmyndar. Sýnd var
mikil ábyrgð með því að
stöðva ekki hjól atvinnu-
lífsins með allsherjar-
verkfalli, heldur beita
aðferðum, sem þrýstu á
um samningagerð og
höfðu áhrif en ollu ekki
verulegu tjóni. Sjálft
stöðugri yfirvinnu, og
munu taka afstöðu til 50
til 60 stunda vinnuviku
samkvæmt þvi.
Forysta Alþýðusam-
bands íslands hefur hald-
ið vel á málum og henni
ber að þakka. Þá vill
Alþýðublaðið óska
Alþýðusambandinu og
Vinnuveitendasamband-
inu til hamingju með
þessa samninga, og þann
vinnufrið, sem nú hefur
verið tryggður. Sókn
verkalýðshreyfingarinn-
ar til bættra kjara og
betra lífs verður aldrei
stöðvuð. —ÁG—
Norræn tónlistarhátíð í Reykjavík:
Nútímaverk eftir ung upprennandi tónskáld
Dagana 20.-26. júni næstkom-
andi veröur haldin I Reykjavik,
norræn tónlistarhátiö. Þar
munu koma saman 200 ung-
menni frá Noröurlöndunum,
tónskáld hljóöfæraleikarar,
fyrirlesarar og fleiri.
Þaö er Tónnlistariöja
Norræns Æskufólks, (ung
Nordisk Musik) sem stendur
fyrir þessari hátiö, en hún hefur
veriö haldin á Noröurlöndunum
árlega frá þvi áriö 1946.
Tilgangur Tónlistariöjunnar
er I höfuöatriöum sá aö efla
samstarf milli Noröurlandanna
á sviöi nútimatónlistar, koma
verkum ungra norrænna tón-
skdlda á framfæri og gefa ung-
um hlóöfæraleikurum tækifæri
á aö spreyta sig á nýjum verk-
um. Einnig er efnt til fyrirlestra
og námskeiöa i tónsmiöum og
flutningi nútfmatónlistar fyrir
norræna upprennandi tónlistar-
menn.
Sem fyrr segir eru þaö alls um
200 þátttakendur sem taka þátt I
þessari tónlistarhátiö. t sam-
bandi viö hátiöina veröur sett á
stofn nemendahljómsveit, svip-
uö hljóöfæraleikurum frá öllum
Noröurlöndunum. Hún mun æfa
tvö verk eftir ung norræn tón-
skáld ásamt þremur nútimatón-
verkum eftir þrjú meiriháttar
tónskáld, eitt frá Póllandi, ann-
aö frá Bandarikjunum og eitt
italskt verk.
Alls veröa flutt 45 verk á
hátföinni, allt nútimaverk,
hljómsveitarverk, kammer-
verk, kórverk, einleiksverk, og
eletrónisk verk. Haldnir veröa
alls níu tónleikar á hinum ýmsu
stööum i borginni, en dagskrá
tónleikanna veröur auglýst
jafnóöum. Fyrstu tónleikarnir
veröa haldnir 20. júni i Háskóia-
bíói.
Tónskáldiö Georg Crumb
kemur til landsins i tilefni há-
tiöarinnar. Crumb er eitt þekkt-
asta tónskáld Bandarfkjanna
um þessar mundir. Hann er pró-
fessor viö háskóla i Pennsylv-
aniu og hefur hlotiö óteljandi
styrki og viöurkenningar fyrir
verk sín.Crumb flytur tvo fyrir-
lestra á meöan á hátiöinni
stendur og mun einnig ræöa um
verk ungu tónskáldanna. Þrjú
verk veröa flutt eftir Crumb á
tónlistarhátiöinni.
Þá kemur fiöluleikarinn Paul
Zukofsky tii landsins og mun
koma fram sem einleikari i
frumflutningi fjölda nýrra
verka eftir heimsþekkt tónskáld.
Zukofsky hefur getiö sér heims-
frægö fyrir flutning nútimatón-
listar, en einnig er hann þekktur
fiöluleikari og fyrirlesari um
nútíma leiktækni.
Sinfóniuhljómsveit Islands
mun leikaá tvennum tónleikum
hátiöarinnar og veröa þar flutt
verk yngri tónskálda og einnig
hinna eldri, svo sem eftir
islenzku tónskáldin Atla Heimi
Sveinsson, Jón Asgeirsson og
Pál P. Pálsson, en Páll mun
stjórna Sinfóniuhljómsveitinni á
hljómleikum hennar. Sjtórnandi
samnorrænu hljómsveitarinnar
Norömaöurinn Per Lyng og svo
Paul Zukofsky. Per Lyng hefur
getiö sér mjög gott orö sem
stjórnandi viöa á Noröurlöndun-
um, en hann starfar nú i
Sviþjóö.
A tónlistarhátiöinni veröa
flutt nokkur kórverk, og munu
þrir kórar koma fram. Tveir
þeirra eru islenszkir, Kór Tón-
listarskólans i Reykjavík, undir
stjórn Martins Hunger Friöriks-
sonar og kór Menntaskólans viö
Hamrahliö undir stjóm Þorg-
eröar Ingólfsdóttur. Þá syngur
einnig Haslev Gymnasiums
Kor, undir stjóm Hans Karup.
Af þeim 45 verkum sem flutt
veröa á hátiöinni, eru fimm
islenzk. Þar eru allt verk eftir
ung tónskáld, sem fæstir kann-
ast viö enda hefur nútimatónlist
áttlitlufylgi aö fanga hérlendis.
Höfundar verkanna eru Guö-
mundur Hafsteinsson, Hjálmar
Ragnarsson, Jónas Tómasson,
Snorri S.Birgisson ogÞorsteinn
Hauksson. —AB
Aðalfundur
Sambands ísl.
Samvinnufélaga
Aöalfundurinn sem haldinn
var þann 14. og 15. júni fjallaöi
aö vonum um mörg merk mál,
auk venjulegra aöalfundar-
starfa.
Skal hér drepiö á þau helztu.
Fræðslu- og félagsmál
Itarleg ályktun var gerö um
aö leggja bæri sérstaka áherzlu
á aö auka þátttöku félags-
manna i starfsemi kaupfélag-
anna og á þeirra vegum.
Fram kom ósk um aö aukin
veröi störf kjörinna fulltrúa i
samvinnufélögunum og ráöinn
félagsmálafulltrúi, til þess aö
auka tengsl viö félagsmenn.
Endurskoöa skyldi upplýs-
inga- og útgáfustarf Sambands-
ins og kaupfélaganna og koma á
fót reglubundnu námskeiöa-
haldi og þjálfun fyrir starfsfólk
samvinnuhreyfingarinnar.
Framleiðslufélög fyrir
aldraða
Sérstaka athygli má vekja til-
laga um, aö samvinnuhreyfing-
in og verkalýöshreyfingin taki
upp samstarf til aö koma á fót
meö félagslegu átaki hentugum
vinnustöövum fyrir aldraöa.
Hér er hreyft viö hinu þarf-
asta máli. Svo sem vikiö er aö i
tillögunni veröur röskun á lifi
fólks sem vegna aldurs veröur
aö hverfa út af hinum almenna
vinnumarkaöi oft hin geigvæn-
legasta.
Meö aukinni heilbrigöisþjón-
ustu og hækkuöum aldri er hér
um aö ræöa sistækkandi hóp
sem hefur bæöi áhuga á og
vinnuþrek tilaö taka allnokkurn
bátt I atvinnulifinu. Reynslu og
feunnáttu sem aldraöir hafa háð
sér á langri æfi, þarf aö nýta
fyrst og fremst til aö gefa þeim
kost á aö halda sinni ifsfyllingu
viö hagnýt störf, þó vinnuþrek
sé skert.
Er þess aö vænta aö verka-
lýöshreyfingin taki vel undir
slikt samstarf.
Sjóðstofnanir og fram-
lög
Akveðiö var aö koma á fót
listasjóði á vegum Sambandsins
er hafa skal þaö hlutverk aö
styrkja listsköpun, og þá sam-
þykkti aðalfundurinn aö veita
úr menningarsjóöi sinum fjóra
styrki samtals 1,4 milljónum til
tiltekinna menningarsamtaka.
Stóriðjumál
Varaö var við aö veita erlend-
um fyrirtækjum hlutdeild i at-
vinnurekstri hérá landi og hvatt
til þess aö uppbygging atvinnu
veröi i höndum félagslegs fram-
taks landsmanna sjálfra.
Niðurfelling
Skoraö var á rikisstjórnina aö
fella nú þegar niöur söluskatt á
kjötvörum og kjöti. Ennfremur
aö fella niöur söluskatt af fhitn-
ingsgjaldi á vörum innanlands,
sem ætlaöar eru til endursölu.
Myndi þaö koma I veg fyrir auk-
inn mismun á vöruveröi eftir
búsetu manna i landinu.
HRINGAR
Fijót afgreiösla
Sendum gegn póstkröfu
Guðmundur Þorsteinsson
gullsmiöur
Jlankastræti 12, Reykjavlk. ^