Alþýðublaðið - 21.06.1977, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 21.
HÁTfÐARFUNDUR ÍR 17. JUNf
A sérstökum hátiðafundi hjá
tþróttafélagi Ryekjavikur, sem
haldinn var 17. júni sl. voru þeir
Albert Guðmundsson og
Magnús Þorgeirsson heiðraðir á
eftirminnilegan hátt i tilefni af
70 ára afmæli félagsins.
Magnús Þorgeirsson var kjör-
inn heiðursfélagi tR, en hann
hefur um langt skeiö verið einn
af máttarstoðum félagsins og
meöal fremstu fimleikamanna
þjóðarinnar.
Þá var Albert Guðmundsson
kjörinn heiðursformaður IR er
er hann þriðji maðurinn sem
hlýtur þessa æðstu viðurkenn-
ingu félagsins. A undan Albert
hafa verið heiðursformenn tR
þeirSveinn Björnssoh og Asgeir
Asgeirsson, fyrrverandi forset-
ar tslands. Sveinn var heiöurs-
formaður IR frá 1947 til 1952 en
Asgeir frá 1954 til 1972. Albert
Guðmundsson er þvi þriðji
heiðursformaður fR og mun
hann halda þvi heiðurssæti til
lifstiðar á sama hátt og fyrir-
rennarar hans gerðu.
t ræðu sem formaður tR, Þór-
ir Lárusson flutti viö þetta tæki-
færi kom fram að tR væri eina
íþlróttafélagið á tslandi, sem
tekið hefði upp þann hátt að
kjósa heiðursformann. Sagði
hann að hlutverk heiðursfor-
manns væri afarmikilvægt fyrir
félagið, og efaðist hann ekki um
að hinn nýkjörni heiöursfor-
maður yrði félaginu mikil og
sterk máttarstoð ekki siöur en
þeir Sveinn og Asgeir höfðu ver-
ið á sinum tima.
í ræðu sinni kom formaður
viða við, og vék m.a. að þætti
fjölmiðla gagnvart iþrótta-
hreyfingunni og iþróttaiðkun al-
mennt. Sagði hann að of mikiö
væri um „stjörnudýrkun” en
minna um það, að fjölmiðlar
reyndu að vekja almennan
áhuga á heilbrigðum lifsháttum
og iðkun hinna ýmsu iþrótta-
greina.
Albert Guðmundsson tók til
máls eftir að hann hafði veitt
móttöku krossi heiðursfor-
manns og hamri, forkunnar-
fögrum og útskornum, sem hon-
um ber að geyma meðan hon-
um endist aldur. Sagði Albert
að hamar þessi væri hvorki
vopn né stjórntæki, heldur sam-
einingartákn tþróttafélags
Reykjavikur. Kvaðst hann vona
að sér tækist að halda um ham-
arinn með sömu reisn og forver-
ar hans höfðu gert.
Albert Guðmundsson hefur
unnið mikið og óeigingjarnt
starf fyrir tR, og kom það fram
i ræðum, sem fluttar voru við
þetta tækifæri. Albert var m.a.
formaður félagsins á miklum
umbrota og athafnatimum, og
sagði hann i ræðu sinni, að ekk-
ert væri eins erfitt og aö taka viö
formennsku i félagi eftir mjög
mikið uppgangstimabil undir
stjórn dugmikils formanns. Atti
Albert þar við Jakob Hafstein,
en hann var einmitt formaður
tR næst á undan Albert.
Meðal þeirra sem fluttu ræöur
var Jakob Hafstein. Hann sagði,
það væri með félög rétt eins og
fjölskyldur, að þau ættu sina
hátiðisdaga, sem gnæfðu upp úr
hversdagsleikanum. „Þessi 17.
júni er einn af stóru dögunum
okkar i 1R.”
Hann vék nokkrum orðum að
nýkjörnum heiðursformanni og
Hvorki vopn né stjórntæki, heldur sameiningartákn
heiðursfélaga, og sagði, að það
væri gott hverju félagi að eiga
sterk og góð akkeri, það væru
þeir Magnús og Albert báðir, og
ekki minnst fyrir þá sök, að þeir
ættu báðir góðar og fallegar
konur.
—BJ
Ekki bara þjóðhátíðardagur —
heldur líka stórhátíð hjá ÍR
Bráðabirgðatölur um afla fiskiskipaflotans fyrstu 5 mánuði ársins:
Áfengisnotkun bönnuð
á svæðinu í sumar
Laugarvatn nýtur sivaxandi
vinsælda sem feröamannasUa'ður
og á hverju sumri leggur leið
sina þangað fjöldi ferðamanna.
t sumar verður sem undan-
farin ár opið tjald- og hjólhýsa-
svæði fyrir almenning á
Laugarvatni. Svæðið var opnað
10. júni siðastliðinn og verður
opið fram eftir sumri.
Lögð verður á það rik áherzla
i sumar að koma i veg vyrir ölv-
un og meðferð áfengis á sumar-
dvalarsvæðunum, en þvi miður
hefur áfengisnotkun á sumar-
dvalarsvæðunum oft spillt
ánægju þeirra sem njóta vilja
dvalar og næðis i fögru um-
hverfi.
1 Tjaldmiðstöðinni að Laugar-
vatni er til sölu hvers kyns
feröamannavarningur og ágæt
snyrtiaðstaða er á staðnum.
—AB
Heildarfiskaflinn um 40% meiri
en á sama tíma í fyrra
— aukning loðnuaflans á mestan þátt í heildaraflaaukningunni
Fjskifélag Islands hefur
íátio frá ser fara bráöa-
birgðatölur um heiidarafla
íslenzkra fiskiskipa fyrstu
fimm mánuði þessa árs
ásamt samanburðartölum
frá sama tíma í fyrra. I
þessum tölum kemur fram
að heildaraflinn mánuðina
ianúar/maí 1977 var um
806.281 lest en var á sama
tima i fyrra 569.380 lestir.
Aætlaður botnfiskafli fyrstu
fimm mánuði þessa árs er um
241.995 lestir. Þar af er bátaafli
141.423 lestir en togaraafli 98.572
lestir. Rúmlega helmingur botn-
fiskaflans barst á land á Súð-
Vesturlandi, á svæðinu frá Vest-
mannaeyjum til S'tykkishólms.
A sama tima i fyrra var
heildarbotntiskaflinn heldur
minni eða 224.400 lestir.
Loðnuaflinn fyrstu fimm mán-
uði ársins varð mun meiri á siö-
asta ári. t ár hljóða bráðabirgða-
tölur upp á 548.862 lestir, en á
sama tima i fyrra var loðnuaflinn
338.623 lestir.
Rækjuafli fyrstu fimm mánuði
ársins var rúmar 4000 lestir og
humaraflinn um 630 lestir og er
það svipaður afli og á sama tima i
fyrra. Hörpudisksaflinn hefur ná-
lega tvöfaldazt og er nú rúmar
1100 lestir. Þá veiddust á
umræddu timabili rúmar 5000
lestir af kolmunna en slikum
veiðum var ekki til að dreifa á
sama tima i fyrra. Annar afli en
hér hefur verið getið, einkum
spæirlingur, jókst til muna frá ár-
inu i fyrra og er nú um 4000 lestir.
Svo sem sjá má af þessum töl-
um er það aukning loðnuaflans
sem á mestan þátt i heildarafla-
aukningu frá þvi i fyrra.
ES
Utivistarsvæðið á Laugarvatni opnað:
alþýðu
blaðið
heyrtT
SÉÐ 0G
HLERAÐ
Lesiö: t Vestmannaeyjablað-
inu Brautinni, þar sem f jallað
er um seiðkonu eina, sem leit
á Kröflusvæöiö meö blessun
Gunnars Thoroddsens,
iðnaðarráðherra: „Þetta rifj-
aðist upp fyrir mér á
sjómannadaginn, er ég var að
fylgjast meö kappróðrínum
Friðarhöfn. Og mér dattt
svona i hug hvort Matthias
Bjarnason, sjávarútvegs-
ráðherra, tæki nú eitthvað
svipað upp eftir Gunnari og
fengi hingað einhverja útlenda
galdrakerlingu á kústskafti,
sem færi gandreiö yfir fiski-
miöin okkar og reyndi að finna
út hvaö orðið hefði af öllum
þorskinum. Þetta kæmi manni
ekki á óvart, þegar tillit er
tekið til þess hvaða álit ráð-
herrann hefur á fiskifræöing-
um okkar og þeirra „gömlu”
aðferðum.”
Séð: 1 Ægi, að i Noregi hafi
áhugi manna á fiskeldi I sjó
aukizt mjög veruléga. I fyrra
voru framleidd 4000 tonn af
laxi og regnbogasilungi hjá
200 sjóeldisstöðvum. Af þeim
2000 tonnum, sem framleidd
voru af laxi, fóru 10 tonn á
markað i Noregi.
V-
Frétt: Að mikill urgur sé i
mörgum forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins vegna
skrifa Morgunblaðsins að und-
anförnu um ýmis mál, og þá
einkum byggðamál. Eins og
greinilega hefur komiö fram
eru þingmenn dreifbýlisins ó-
ánægðir með skrif blaðsins,
þar sem ákveðin afstaða hefur
verið tekin um hlut Reykja-
vikur i byggðamálum og hann
talinn of litill. Þórarinn Þórar-
insson Timaritsjóri hefur hins
vegar túlkað þetta svo, að
þarna hafi verið sett á svið á-
greiningsmál, þar sem báöir
aðilar geti unað glaðir við sitt.
■¥
Tekið eftir: Að á fundi félags-
málaráðs Reykjavikurborgar
fyrir skömmu var samþykkt
eftirfarandi tillaga frá Guð-
mundi Magnússyni, fulltrúa
Alþýðuflokksins: „Félags-
málaráð samþykkti aö taka til
umræðu á næsta fundi sinum
eiturlyf jamál. Tilgangur
slikrarumræðu skal m.a. vera
sá að kanna með hvaða hætti
Reykjavikurborg geti oröiö að
liði i baráttunni gegn eitur-
lyfjaneyzlu. Ráðið felur for-
manni og félagsmálastjóra aö
undirbúa slika umræðu”.