Alþýðublaðið - 25.06.1977, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.06.1977, Qupperneq 2
2 STJÓRNMAL/ FRÉTTIR Laugardagur 25. júní 1977 jjlaífd1 — —1 alþýðu- tifgefaiitli: Alþýðuflokkurinn. Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. rTFr.rr.M Það gagnar ekki að skrökva að sjálfum sér Fyrir nokkrum dögum sagði Alþýðublaðið, að ekki myndi líða á löngu þar til vinnuveitendur og ríkisstjórn byrjuðu að kalla nýju kjarasamn- ingana verðbólgusamn- ingana. Og einmitt það gerðist í AAorgunblaðinu í gær. Þó er verkalýðs- hreyfingunni ekki kennt um, enda ógjörlegt. Stjórnvöld ráða efna- hagsstefnunni og stjórna um leið verðbólguþróun- inni. Verðbólgan er sá mein- vættur, sem flestir hugs- andi menn eru sammála um að útrýma verði. Hins vegar mun það sannleik- anum samkvæmt að hversu mikið sem menn bölva henni, fer því fjarri að nærri allir vilji hana feiga. Þeir, sem standa í framkvæmdum og skulda, vilja verð- bólgu. Fram hjá þessu þýðir ekki að horfa. Verðbólgukynslóðin hirðir lítt um sparifé gamla fólksins, sem brennur upp, — fjár- málaspillinguna, er verð- bógunni fylgir og gjald- miðilinn, sem er að verða að engu. Verðbólgan er það, sem hún þekkir, ann- aðekki. Til þess að ráðast gegn draugnum þarf skipulag og stjórn, sem tekur ákvarðanir, þótt þær komi illa við nokkra þjóðfélagshópa. Og aðal- atriðið er, að menn skrökvi ekki að sjálfum sér, þegar þeir segjast vera andvígir verðbólg- unni og vilji berjast gegn henni. Hér gagnar ekki að segja „haltu mér, slepptu mér". Það er ógerlegt að eiga kökuna og borða hana líka. Ríkisstjórni'ani hefur tekizt að bæta viðskipta- jöfnuð þjóðarinnar, en það á hún m.a. að þakka hækkandi verðlagi á fiskafurðum. Nú má hún ekki láta undan þeim stuðningsmönnum sínum, sem lifa á Verðbólgunni, og vilja bólguna enn meiri. Hún verður að standa gegn verðhækkun- um, beiðnir um verð- hækkanir streyma nú til verðlagsstjóra. Hún verð- ur einnig að draga úr fjárfestingu og koma í veg fyrir fleiri Kröflu- ævintýri. Það verður hins vegar að berjast með oddi og egg gegn þeim hugmynd- um, sem fram hafa kom- ið að undanf örnu, einkum hjá ungum Sjálfstæðis- mönnum, að skera verði niður ríkisumsvifin upp til hópa. Jafnvel hefur AAorgunblaðið gert því skóna að gengið verði á tryggingakerf ið, m.a. með þvi að greiða ekki daggjöld fyrir sjúklinga, sem eru skamman tíma í sjúkrahúsum. Slíkar hug- myndir eru aftan úr grárri forneskju. Verð- bólgan verður ekki stöðv- uð á þann hátt. r- inn Hvaða stefnu túlkar Morgunblaðið? Það er makalaust f ynd- ið að lesa og heyra hvern- ig þingmenn Sjálfstæðis- flokksins reyna að sverja af sér AAorgunblaðið. Á f undi f yrir skömmu sagði AAatthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, að engin tengsl væru á milli útgáfufélags AAorgun- blaðsins, Arvakurs h.f. og Sjálfstæðisf lokksins. Hann harðneitaði þvi að túlka mætti forystugrein- ar AAorgunblaðsins sem stefnu alþingismanna Sjálfstæðisf lokksins og flokksins sem stjórn- málaaf Is. Það eru ákveðin klók- indi fólgin í þessari að- ferð. Sjálfstæðisflokkur- inn getur leikið tveimur skjöldum. Þingmennirn- ir segja það, sem þeim kemur vel i kjördæminu, en AAorgunblaðið túlkar aðra stefnu, er fellur í góðan jarðveg utan kjör- dæmisins. Síðan geta þingmennirnir bara skammað AAorgunblaðið og sagt skrif þess nei- kvæð og klaufaleg. Þetta er þekktur stjórnmála- leikur. Enginn skyldi þó láta sér detta í hug að trúa því, að AAorgunblaðið sé ekki málgagn Sjálf- stæðisf lokksins. Væri í því sambandi rétt að endurtaka þá spurningu, sem a'ður hefur verið prentuð: Er það ekki sami maðurinn Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra og formaður Árvakurs. Ef svo er ekki væri rétt að AAorgunblað- ið kynnti Árvakurs— manninn fyrir lesendum sínum. —ÁG— Tvö fá styrk úr minningarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur Viö skólaslit Tónlistarskólans á Akureyri, þ. 25. mai siöastliöinn, fór fram fyrsta styrkveiting úr Minningarsjóöi Þorgeröar Ei- riksdóttur. Sjóöurinn, sem er i vörslu og umsjá Tónlistarskólans á Akureyri, var stofnaöur eftir fráfall Þorgeröar Eirlksdóttur veturinn 1972, en Þorgeröur var gædd miklum tónlistarhæfi- leikum, og einn af duglegustu nemendum er stundaö hafa nám viö skólann. Markmiö sjóösins er aö styrkja efnilega nemendur til framhaldsnáms i tónlist aö loknu námi viö Tónlistarskólann á Akureyri. Sjóöurinn er ávaxtaöur aö verulegum hluta i visitölu- tryggöum skuldabréfum, en tekjur hans byggjast á sölu minn- ingarkorta I bókaverslununum Huld og Bókval á Akureyri, einnig á frjálsum framlögum, og þvi sem inn kemur á tónleikum skólans. Aö þessu sinni bárust sjóönum 6 umsóknir, og var sjóö- stjórn samdóma i úthlutun tveggja styrkja til þeirra Helgu G. Hilmarsdóttur og Haröar As- kelssonar. Þau stunda bæöi fram- haldsnám i orgelleik I Þýskalandi meö ágætum og lofsamlegum vitnisburöi. Upphæö styrkjanna nú eru kr. 100.000 fyrir hvorn styrkþega. Þaö er von sjóöstjórn- ar, aö styrkveitingar þessar megi veröa nemendum skólans hvatn- ing I ströngu námi, og aö hægt veröi aö veita styrki árlega en þaö veröur háö fjármögnun og ávöxtun sjóösins á hverjum tima. Sjóöstjórnin vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu aö- ila, sem styrkt hafa sjóöinn á einn eöa annan hátt. 16 millj. kr. hagnaður hjá SJÓVfl Aöalfundur SJOVÁ var haldinn iReykjavik sunnudaginn 16. júni. Þar flutti Siguröur Jónsson, framkvæmdastjóri, skýrslu um starfsemi félagsins og skýröi reikninga fyrir slöasta starfsár. Heildar iögjaldatekjur félags- ins námu 1865 milljónum króna á árinu 1976 og höföu aukist um 576 milljónir frá árinu 1975, eöa um 45%. Heildar tjón ársins námu 1563 milljónum króna. Afkoman var góö I öilum frum- tryggingagreinum en verulegt tap var á erlendum endur- tryggingum. Hagnaður var á heildarrekstri félagsins, er nam 16,2 milljónum króna. 1 árslok 1976 nam trygginga- sjóöur félagsins, þ.e. iögjalda- s'jóöur, bótasjóöur og áhættu- sjóöur, 1146 milljónum króna og haföi aukist um 384 milljónir frá árinu áöur. — Sjóöurinn er fyrst og fremst til aö mæta óupp- geröum tjónum frá árinu 1976 og fyrri árum. Fastráönir starfsmenn á skrif- stofum félagsins eru 62. Stjórn félagsins skipa nú: Sveinn Benediktsson, formaöur, Agúst Fjeldsted, varaformaöur, Björn Hallgrimsson, Ingvar Vilhjálmsson og Teitur Finnbogason. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 — Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.