Alþýðublaðið - 25.06.1977, Page 3

Alþýðublaðið - 25.06.1977, Page 3
3 flter Laugardagur 25. júní 1977 Þýzki grafikmeistarinn Weber Hinn heimskunni grafikmeistari Andreas Paul Weber sýnir nú á Kjarvalsstööum 160lithografiur, og mun það vera ein stærsta sýning sem listamað- urinn hefur haldið, en hann er fæddur i Þýzkalandi 1893. Weber er stórkostlegur teikn- ari, með persónulegan stil sem hentar mjög vel þeirri kald- hæðnislegu þjóðfélagsgagnrýni, sem hann beinir að samfélaginu. Maðurinn I öllum slnum hé- gómleik er aðalviðfangsefnið, en meðferð listamannsins er þó þannig, að engum dettur I hug að hann sé að setja sig sem dómara yfir fólki, heldur fær hann fólk til aö lita á mannlegt hátterni I nýju ljósi. Weber er einn af þessum mönnum sem lætur litið yfir sér. Hann talar litiö , vandar tilsvör sin, sem eru alltaf stutt og ákveð- in. Hann hefur lifandi kimnigáfu en hefur þó gát á þvi að brosa ekki of breitt. Andreas Paul Weber hefur næmt auga fyrir persónulegum einkennum manna, hvort heldur eru likamleg einkenni eða ein- kennandi hreyfingar eða fas. Eitt af sérkennum i listastll hann setur dýrshaus á persónur sinar og nær meö þvi sérstæöum sálrænum áhrifum, sem hitta svo gersamlega I mark, að menn standa uppi orðvana. A striðsárunum starfaði Weber i heimalandi sinu Þýzkalandi, og sat hann meðal annars i fangelsi um tima, enda beitti hann list sinni óspart til þess aö fletta ofan af yfirborðsmennskunni og hé- gómanum sem einkenndi hegðun og Hf þýzku nasistanna. Þetta er stórkostleg sýning sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Myndirnar eru gerðar á 45 ára timabili, en þýzka bóka- safniö I Reykjavik og Félagiö Islenzk grafik höfðu frumkvæði um að sýningunni var komið upp. Hún verður opin I nokkra daga. —BJ Eða þessa? Eða þessa? Eða þessa? Eða þessa?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.