Alþýðublaðið - 25.06.1977, Side 12
MÁL OG MENNING 40
Efnir til ritgerðarsamkeppni um
skáldsögur í tilefni afmælisins
Fjörutiu ár eru nil liðin siðan
Bókmenntafélagið Mál og menn-
ing var stofnað, en þaö var 17.
júni 1937. Félagiö var stofnað að
tilhlutan Félags byltingarsinn-
aöra rithöfunda og Bókaútgáf-
unnar Heimskringlu, með þvi
markmiði að gera almenningi
kleift að eignast góðar bækur á
viöráðanlegu verði, stuðla að
nánari tengslum milli rithöfunda
og alþýöu og efla frjálsa þjóö-
menningu og alþýöumenntun.
Mál og menningu var strax i
upphafi vel tekið, og strax fyrsta
árið voru félagsmenn orðnir hátt
á þriðja þúsund. t lok strlösins
var féiagatalan komin i 6000.
Aðaláherzla var lögð á útgáfu
innlendra og erlendra fagurbók-
mennta, en einnig var á fyrstu ár-
unum gefin út rit um islenzka
náttúrufræði, myndlist, raunvis-
indi, húsageröarlist og fleira, svo
eitthvað sé nefnt. Fyrstu tiu árin
gaf Mál og menning út alls 30
bækur, meöal annars eftir Gorki,
Stephan G. Stephansson, Sigurð
Nordal, Steinbeck, Hemingway
og fleiri.
Náin tengsl voru á milli Máls og
menningar og Heimskringlu. og
tók félagiö siöar við útgáfu
Heimskringlubókmennta. 1961
var tekiö I notkun húsnæöi þaö
sem Mál og menning hefur aðset-
ur i nú, að Laugavegi 18, þar sem
einnig er ein stærsta bókaverzlun
landsins.
Margir helztu rithöfundar og
fræðimenn siðustu fjörutiu ára
hafa gefiö út bækur á vegum Máls
og menningar og Heimskringlu.
Má þar nefna Jóhannes úr Kötl-
um, Halldór Laxness, Þórberg
Þórðarson, Snorra Hjartarson,
ólaf Jóhann Sigurösson, Jón
Helgason, Jakobinu Sigurðar-
dóttur og fleiri og fleiri, einnig
hafa verið gefin út erlend úrvals-
skáldverk, svo sem verk Shake-
speares i þýðingu Helga Hálf-
dánarsonar, svo og margar
skáldsögur úrvalshöfunda viða
að.
Siðan 1940 hefur komiö út
Timarit Máls og menningar, fyrst
undir ritstjórn Kristins E.
Andréssonar, en hann lét af störf-
um 1971. Félagsmenn Máls og
menningar, sem nú eru um 2500,
fá timaritið sent, fjögur hefti á
ári, um 550 blaðsiöur og
auk þess 15% afslátt af öllún
útgáfubókum MM og Heims-
kringlu. Engin skyidukaup fylgja
þvi að vera i félaginu, en heldur
meiri afsláttur er veittur af
félagsbókum hvers árs, en öörum
útgáfubókum, félagsbækur
siðastliöins árs voru fimm.
Sfðastliðið ár var einnig gefin út
hljómplata, á vegum dótturfyrir-
tækis MM, Strengleika, Fráfærur
með hljómsveitinni Þokkabót, og
fá félagsmenn 15% afslátt af
hljómplötum Strengleika.
Ein bók hefur komið út á þessu
ári hjá MM.ljóðabókin Min vegna
og þin, eftir Ninu Björk Árnadótt-
ur, en á afmælisárinu er ráðgert
að gefa út meöal annars siöustu
bindin af heildarútgáfu á verkum
Þórbergs Þórðarsonar, lista-
söguna Heimslist-Heimalist, i
þýðingu Björns Th. Björnssonar,
endurútgáfu á Vopnin kvödd eftir
Ernest Hemingway I þýöingu
Halidórs Laxness svo og nýja
skáldsögu eftir William Heinesen
i þýðingu Þorgeirs Þorgeirsson-
ar.
I tilefni fertugsafmælisins,
efnir Mál og menning til verö-
launasamkeppni um skáldsögur.
Ein verölaun verða veitt fyrir
beztu skáldsöguna að upphæð
500.000 krónur, svo og ritlaun sem
nema 18% af útsöluveröi án sölu-
skatts. Skilafrestur er til 15. mai
1978, og veröa nánari skilmálar
tilgreindir i afmælishefti Máls og
menningar sem væntanlegt er I
júlilok. —AB
Háskólahátíðin er í dag:
1 dag klukkan 13:30 verður há-
skólahátið f Háskólabfói. Þar
veröa kandidötum afhent próf-
skírteini og lýst verður kjöri
heiðursdoktora. Guðlaugur Þor-
valdsson, rektor, flytur ræðu.
Siðan verður lýst kjöri
heiðursdoktora og afhent
doktorsbréf. Forseti guöfræði-
deildar, Jón Sveinbjörnsson,
prófessor, lýsir kjöri Björns
Magnússonar, prófessors, séra
Sigurðar Pálssonar, vigslubisk-
ups og dr. Valdimars J. Eylands.
Forseti heimspekideildar, dr.
Bjarni Guönason, prófessor, lýsir
kjöri dr. Jakobs Benediktssonar,
og forseti verkfræöi- og raun-
vfsindadeildar, dr. Guðmundur
Eggertsson, prófessor, lýsir kjöri
Ingimars Oskarssonar, grasa-
fræðings.
Háskólakórinn syngur nokkur
lög undir stjórn Jónasar Ingi-
mundarsonar.
Myndin er frá siðustu háskóla-
hátíð. Mynd: GTK
4 þús. t. minni
afli í Eyjum
Heildarafli á vetrarvertiðinni
i Vestmannaeyjum varð 18.318
tonn, en það er 4.115 tonnum
minna en i fyrra.
Skipting, aflans varð þannig,
að i net fengust 10.485 tonn og i
botnvörpu 6.024 tonn. A hand-
færum öfluðust 114 tonn, 84 tonn
á linu, togarar lönduðu 1.506
tonnum og i spærlingsvörpu
fengust 105 tonn. Var allur afli
af bátunum óslægður fiskur, en
slægður af togurunum.
Aflahæstu netabátarnir voru
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 með
684 tonn i 36 löndunum og Berg-
ur VE 44 með 518 tonn i 32 lönd-
unum.
Dagsbrún skorar á ríkisstjórnina:
Ströngustu höml-
ur á verðhækkanir
A fundi, sem haldinn var i
Verkamannafélaginu Dagsbrún
sl. fimmtudag voru nýgeröir
kjarasamningar samþykktir með
öllum atkvæöum gegn 14.
A fundinum var einnig borin
,upp eftirfarandi ályktun sem
samþykkt var einróma:
„Fundur i Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, haldinn 23. júni
1977, telur að með nýgerðum
kjarasamningum hafi verkalýðs-
hreyfingunni tekist að snúa vörn i
sókn og bæta verulega fyrir
kjaraskerðingu undanfarinna ára
og fagnar þvi að meginstefna
samninganna felur i sér launa-
jöfnuö. Fundurinn mótmælir hins
vegar harðlega þeim fullyrðing-
um talsmanna atvinnurekenda,
að samningar þessir leiði til stór
aukinnar verðbólgu. t þessu sam-
bandi bendir fundurinn á, að
næstu 6 mánuði verður algeng-
astakaupverkafólks93til97 þús-
und kr. á mánuði (3. taxti) og
verður komiö 1 107 til 111 þúsund
kr. I september á næsta ári þegar
allar áfangahækkanir eru fram
komnar. Geti efnahagskerfi
þjóðarinnar ekki boriö þetta
kaupgjald verkafólks, án veru-
legrar verðbólgu, veröur aö taka
kerfið til uppskurðar, en verka-
fólkiöveröur að halda sinu. Þvi
skorar fundurinn á rikisstjórn að
hafa hinar ströngustu hömlur á
öllum veröhækkunum og telur aö
þviaöeins geti vinnufriður haldist
út samningstimabilið að verð-
bólgunni verði haldið I skefjum og
að ekki veröi hróflaö við visitölu-
ákvæðum samninganna.”_{;j;K
Samið í álverínu
í Straumsvík
A hádegi á fimmtudag tókust samningar á
milli Islenzka álfélagsins h.f. og samninga-
nefndar hlutaðeigandi verkalýðsfélaga og var
samningur þessi undirritaður i gær, með
venjulegum fyrirvara um samþykki félags-
funda.
Samningur þessi er i öllum meginatriðum
gerður á sama grundvelli og hinn almenni
kjarasamningur og var meðal annars samið
um sömu krónutöluhækkun og áfangahækkanir
á lægstu laun og einnig er verðbótakerfið það
sama.
Samingaumleitanir hófust hinn 20. april og
hafa samningafundir verið haldnir reglulega
siðan, en fyrri samningur aðila gekk úr gildi
þann 1. júni siðastliðinn. EK
LAUGADAGUR
25. JÚNÍ 1977
u
alþýðu
blaðió
Tekiö eftir: Að sótt er um
einkaleyfi á öllum fjáran-
um. Fyrirtæki i Frakklandi
hefur sótt um einkaleyfi
hér á landi á „aðferð og
tæki til að jafna upp hin
segulmögnuöu svið á sam-
liggjandi röðum af þvers-
um liggjandi glæði raf-
greiningarkerum”. Fyrir-
tæki I Bandarikjunum hef-
ur sótt um einkaleyfi á
„varatengingu þrýsti-
stjórnstangar við vogaröx-
ul”. Fyrirtæki i Englandi
hefur sótt um einkaleyfi á
„ætum varningi”, eins og
það er orðaö. Þá hefur
fyrirtæki i Bandarikjunum
sótt um einkaleyfi hér á
landi á regnhlifum fyrir
glugga.
Séö: 1 fundargerö borgar-
ráðs Reykjavikur, aö eftir-
taldir borgarfulltrúar skipi
sendinefnd Reykjavikur til
Þórshafnar i Færeyjum
dagana 26.-30. júni n.k.:
Birgir ísleifur Gunnarsson,
Magnús L. Sveinsson, Elln
Pálmadóttir, Kristján
Benediktssonn og Sigurjón
Pétursson. Ekki kemur
fram af hvaða tilefni ferðin
er farin.
Tekiö eftir: Að fyrir
skömmu kom upp mál
vegna læknis, sem talið er,
að hafi látið greiða sér
hærri fjárhæðir en honum
bar fyrir aðgerðir. Hafi
hann framvlsað reikning-
um fyrir aögeröir, sem
aldrei fóru fram. Ekkert
hefur heyrzt meira um
þetta mál. Þótt læknastétt-
in meti heiöur sinn mikils,
sem fram kemur I þögn
þeirra um hvers konar
hluti, væri rétt að fá þetta
mál á hreint. Það er
ástæöulaust að margir
læknar liggi undir þessu.
Sama er um rannsókn á
máli tannlæknis, sem nú er
i rannsókn, þar eð taliö er
að hann hafi skammtaö sér
riflega, einum of, fyrir
tannviögeröir á börnum.
*
Lesiö: I leiðara Hlyns,
blaðs samvinnumanna:
„Jafnframt ætti ekkert
samvinnufélag að skipa sér
i raöir samtaka atvinnu-
rekenda, eins og dæmi eru
um. Úrsagnir þessara
félaga úr Vinnuveitenda-
sambandi Islands gætu
leitt til þess, að betri tengsl
skapist milli samvinnu-
félaganna og verkalýðs-
félaganna en verið hafa um
skeiö”.