Alþýðublaðið - 01.07.1977, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 01.07.1977, Qupperneq 7
tSSSSá Föstudagur 1. júlí 1977 VETTVANGUR 7 BÆTUR ALMANNATRYGGINGA HÆKKA 1. JÚLÍ: ALLAR Sett hefur veriö reglugerö um hækkun bóta almannatrygginga og tekur hún gildi hinn 1. júli n.k. Allar bætur almannatrygg- inga, svo og hámark tekju- tryggingar (uppbót á lifeyri) hækka þá um 27.5% frá þvi sem þær voru i júní. Upphæðir helztu tegunda bóta verði eftir hækkunina sem hér segir: 1. Grunnlifeyrir (elli- og örorku) einstaklings 30.497.- Tekjutr. einstaklings 26.765.- Hámarksbætur einstakl. 57.262.- 2. Grunnlifeyrir hjóna 54.890,- Tekjutr. hjóna 45.246.- Hámarksbætur hjóna 100.136,- 3. Barnalifeyrir 15.605,- 4. Mæöralaun lbarn 2.675.- 2börn 14.522,- 3börn 29.042.- 5. 8 ára bætur slysatr. 38.211,- Tekjumark einstaklings verði 180 þús. Þá hafa verið sett bráða- birgöalög I framhaldi af hækkun bóta almannatrygginga, þannig að hækkunin valdi yfirleitt ekki BÆTIIR HÆKXA UM 27,5« lækkun tekjutryggingar- greiðslna frá almannatrygg- ingum. Samkvæmt lögunum hækkar fjárhæö annarra árs- tekna lifeyrisþega en llfeyris almannatrygginga (reiknaðar leigu af eigin húsnæði og tekna barna) sem ekki skerðir rétt til uppbótar á llfeyri (tekjutrygg- ingar): Einstaklingar........ 180.000 Hjón................. 252.000 Eftirlaun aldraðra Ennfremur hafa verið sett bráðabirgöalög til breytinga á lögum um eftirlaun aldraðra félaga i stéttarfélögum. Er það i samræmi við ákvöröun rlkis- stjórnarinnar til að greiða fyrir samkomulagi um lifeyrismál, sem heildarlausn I þeim kjara- samningum sem undirritaðir voru 22. júni s.l. Helztu nýmælin sem fólgin eru I bráðabirgðalög- unum eru sem hér segir: 1. Heimilt er að úrskurða sam- búðarfólki makalifeyri eins og um hjúskap hafi verið að ræða, enda hafi sambúðin staðið um árabil. Skilyrði fyrir greiðslu sliks llfeyris er að hlutaðeigandi sjóösstjórn fallist á úrskurð ÉHMÉMMjjj umsjónarnefndar fyrir sitt leyti. 2. Lifeyrisþegum skal árin 1976-1979 greidd sérstök uppbót á lifeyrinn, þannig að lifeyris- réttur miðist við grundvallar- laun samkvæmt kauptaxta 1. janúar og 1. júli 1976, 1. aprll, 1. júli og 1. október ár hvert 1977—1979, I staö 5 ára meðal. Umsjónarnefnd eftir- launa reiknar þessa uppbót. Gjöld til uppbótargreiðslna þessara skulu borin af hlutað- eigandi llfeyrissjóðum með þeim hætti, að hver sjóður, sem aöild á að ofangreindu sam- komulagi og undirritar sam- starfssamning llfeyrissjóða þar aö lútandi, skal leggja fram 4% af iðgjaldatekjum sinum hvert ár um sig. Umsjónarnefnd eftir launa skal áætla iögjaldatekjur sjóðanna og ákveða framlög og gjalddaga þeirra. Umsjónar- nefndin annast jafnframt skipt- ingu fjárins milli sjóðanna i hlutfalli viö áætlaðar viöbótar- greiðslur hvers þeirra vegna greiðslu hinnar sérstöku uppbótar. Það, sem á kann að skorta, að framlög af iðgjalda- tekjum hrökkvi til þess að greiða þessa sérstöku uppbót, leggur hver sjóður til vegna sinna félaga. Umsjónarnefnd eftirlauna skal annast uppgjör milli sjóðanna eftir lok hvers árs. Um nánari framkvæmd þessara ákvæða skal fara eftir reglum, sem umsjónarnefnd eftirlauna setur og ráðherra staðfestir. 200 norrænir sveitarstjórnarmenn á Laugarvatni: Vilja íslenzk sveitarfélög virkari í norrænum vinabæjartengslum Um það bil 200 nor- rænir sveitarstjórnar- menn þinga um þessar mundir að Laugar- vatni. Sveitarstjóma- þing þetta er haldið á vegum norrænna sveit- arstjóma og var slikt fyrst haldið hér á landi 1972. Mörg erindi hafa verið flutt á þinginu, og hefur meðal annars mikið verið rætt um aðild sveit- astjórna að menningarmálum. Akveöið hefur verið að haldin skuli sérstök menningarvika á Norðurlandi, I águst á þessu ári, og munu nokkur bæjarfélög noröanlands eiga samstarf um að halda þá viku. Slik menning- arvika var haldin i Kópavogi á siöastliönu hausti, með styrk frá norrænu menningarmálastjórn- inni. Þá kom fram I erindum sveit- arstjórnarmanna i fyrradag, eindregin ósk um að islenzk sveitarfélög gerðust virkari þátttakendur I norrænum vina- bæjatengslum. —AB Flogið reglulega milli ís- lands og Frakklands í sumar I sumar mun veröa í fyrsta sinn flogið reglu- lega milli (slands og Frakklands. Flogið verð- ur einu sinni í viku með Boeing 727 þotu Flug- leiða# og verður lent á Orly-flugvelli í Frakk- landi. Lagt verður upp frá Keflavlk kl. 15.00 hvern laugardag og er komutlmi aftur til landsins 22.45. Fyrsta flug verður næst- komandi laugardag 2. júli, og verður þvl haldið uppi regluíega I tvo mánuöi, á þessu sumri. Næsta sumar er svo ætlunin að halda þvi áfram. Um langt árabil hafa bæöi Loftleiðir og Flugfélag íslands unnið aö sölustarfsemi I Frakk- landi og má segja að góður grundvöllur sé nú lagöur, er á- ætlunarflugiö er tekið upp. — AB IÞROTTAVORUVERZLU N í KÓPAVOGI Fyrsta iþróttavöru- verzlunin i Kópavogi, Sportborg, hóf fyrir skömmu starfsemi sina að Hamraborg 10, á hinu nýja verzlunar- svæði sem þar byggist upp um þessar mundir. Þar með hafa Kópavogsbúar loksins fengið myndarlega i- þróttavöruverzlun inn 'i 'bæjar- félagið. Eigendur verzlunarinn- ar eru tveir meistaraflokks- menn i 1. deildarliði Breiða- bliks, þeir GIsli Sigurösson og Heiðar Breiöfjörð, og Agnes Agnarsdóttir, sem jafnfram er verzlunarstjóri. Sportborg hefur á boðstólum mikið úrval af iþróttavörum m.a. allar vörur frá islenzka i- þróttaframleiöandanum Hen- son, og heildverzlunum fyrir vörur frá Adidas og Hummel. En á hinum 112 fermetrum Sportborgar eru ekki einungis seldar Iþróttavörur, heldur eru einnig á boðstólum margs konar feröavörur og viðleguútbúnað- ur. Tvö ný skip til Eimskipafélagsins Tvö skip hafa nú bætzt i flota Eim- skipafélagsins og hafa þau hlotið nöfnin Hái- foss og Laxfoss. Skipin voru bæði afhent félag- inu i Svendborg, Lax- foss þann 9. júni og Háifoss 15. júni. Hái- foss kom siðan til landsins frá Kaup- mannahöfn 27. júni s.l. og Laxfoss er væntan- legur frá Ventspils nú um helgina. Skipin eru bæði smiðuð hjá Fredrikshvan Værft og Tördok i Fredrikshvan á árunum 1974 og 1975. Þau eru eins að allri gerð, smlðuð úr stáli samkvæmt ströngustu kröfum skipasmiða- stöðvarinnar, og styrkt til sigl- inga i is. Þau eru svokölluð hlifðarþilfarsskip með tveim vörulestum,, sem samtals eru 119.300 teningsfet að stærð. Þrlr 5 tonna lyftikranar eru á skipunum, og eru þau sérstak- lega gerð með hliðsjónaf gáma- flutningum. Þau eru um 80 metrar á lengd og 12 metrar a breidd. Aðalvélar skipanna eru af Alpha-Dieselgerð, 200 hestöfl, oger skiptiskrúfum stjórnað frá brúnni. Hjálparvélar eru þrjár i hvoru skipi, allar af Mercedes Benz gerð. Ganghraði skipanna er 13 sjómilur og er fimmtán manna áhöfn á hvoru. Skipstjóri á Háafossi er Björn. Kjaran, fyrsti stýrimað- ur er Steinar Magnússon og yf- irvélstjórier Hreinn Eyjólfsson. Skipstjóriá Laxfossi er Stefán Guðmundsson, fyrsti stýrimaö- ur Gylfi Guðnason og yfir- vélstjóri Pétur Mogen- sen. —JSS t fyrradag var unnið af kappi við að iesta hið »ýja skip Eimskipafélagsins, Háafoss t.v.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.