Alþýðublaðið - 16.07.1977, Qupperneq 3
biaSíö' Laugardagur 16. júli 1977
Dagvistarkönnunin á Selfossi og Fáskrúðsfirði:
Hugmyndin rædd á
Alþingi fyrir tveimur árum
— Mig minnir að
könnun um dagvistar-
mál hafi fyrst borið á
góma á Alþingi fyrir
tveimur árum, en þá
svaraði núverandi
menntamálaráðherra
fyrirspurn frá Benedikt
Gröndai varðandi dag-
vistun barna og kom
fram i svari ráðherra,
að menntamálaráðu-
neytið myndi beita sér
fyrir að skipuleg könn-
un yrði gerð á ástandi
dagvistarmála yfir-
leitt.
Þetta kom fram 1 samtali viö
Svandisi Skúladóttur, fulltrúa i
menntamálaráöuneytinu, um
dagvistarkönnun þá á Selfossi
og Fáskrúðsfiröi, sem AB sagði
frá i fyrradag. Nær kónnunin
alls til um 500 mæðra barna
yngri en 11 ára á báðum stöðun-
um, en umsjón með henni hafa
lektorarnir Guðný Guðbjörns-
dóttir og Þorbjörn Broddason,
auk Sigurbjargar Aðalsteins-
dóttur, nema i félagsvisindum.
Mæðurnar hafa faigið i hendur
spurningalista, sem þær siðan
svara og senda aftur til mennta-
málaráðuneytisins. Munu þre-
menningarnir siöan vinna úr
svörunum og skila niðurstöðum
i haust.
Svandis Skúladóttir sagði, að
meiningin hafi verið að gera
nokkurs konar forkönnun á
tveimur stööum á landinu og
hafi Selfoss og Fáskrúðsfjörður
orðið fyrir valinu. Aðhenni lok-
inni muni spurningalistarnir
verða lagfærðir, ef tilefni gefst,
ogupp úr þeim unnar spurning-
ar tilað nota viðhliðstæðar dag-
vistarkannanir um land allt.
Menntamálaráðuneytið hefur
skrifað Sambandi isl. sveitafé-
laga um þetta mál, og hefur
sambandiö sýnt þvi mikinn
áhuga.
Er forkönnunin gerð i
samráði við samtök sveitar-
stjórnamanna. —ARH.
Ráðstefha sam
vinnuskólanna
í seinustu viku júni-
mánaðar sótti Haukur
Ingibergsson, skóla-
stjóri samvinnuskólans
að Bifröst, ráðstefnu
samvinnskóla i Vestur-
Evrópu i Vinarborg.
Aðalmálið á þinginu
var skipulagning stuttra
námskeiða fyrir starfs-
fólk samvinnuhreyf-
ingarinnar en aðalverk-
efni allra samvinnu-
skóla i V-Evrópu að frá-
töldum hinum isl. er ein-
mitt framkvæmd slikra
námskeiða.
1 frétt frá Samvinnu-
skólanum segir, að mik-
ilvægt sé fyrir hann að
vera aðili að þessu sam-
starfi og geta á þann
hátt notið reynslu ann-
arra þjóða i þessu efni,
auk þess sem skólinn
eigi kost á þvi að fá
kennsluefni frá hinum
skólunum.
Þá er Samvinnuskól-
inn orðinn aðili að
ŒMAS stofnun, sem
rekin er af alþjóðasam-
vinnusamvinnusam-
bandinu og sér um að
dreifa námsgögnum til
samvinnuskóla um viða
veröld.
„UPPBOÐ ALD-
ARINNAR”
— haldið að Kletti í A-Barðastrandrsýslu
— Ástæðan fyrir
þessu uppboði er auð-
vitað sú að ég er kom-
inn á efri ár, orðinn 76
ára gamall, og ætla að
bregða búi og flytja,
trúlega til Reykja-
vikur.
En aldrei hélt ég
uppboð i hreppstjóratið
minni hér, sem voru
eins fjölmenn og það
sem haldið var hér i
gær, sagði Magnús
Ingimarsson, bóndi og
hreppstjóri að Kletti i
Austur-Barðastranda-
sýslu i samtali við AB i
gær.
Á miðvikudaginn fór fram
heljar mikiö uppboð að Kletti á
„alls konar búsmunum, utan
húss og innan, vélumog
áhöldum”, og annaðist það Jó-
hannes Arnason sýslumaður á
Patreksfirði, „einhver ákveðn-
asti og röskasti uppboðshaldari
sem ég hefi séö”, sagði Magnús
bóndi við AB.
Mikill mannfjöldi sótti upp-
boðið enda ekki á hverjum degi
sem menn fá tækifæri til að
fylgjast með gamalgrónum sið
á borö við uppboð Voru 2-300
manns að Kletti á miðviku-
daginn og að sögn voru gestir
þolinmóðir, þrátt fyrir að upp-
boðið stæði langt fram á kvöld,
og fylgdust lang flestir með frá
upphafitil enda. Uppboðsnúmer
voru 348 og hófst uppboð kl. 14
og lauk ekki fyrr en kl. 24 á mið-
nætti. Seldist hver einasti hlutur
og var verð þeirra á bilinu 100
kr. til 920 þús. krónur (dráttar-
véi). Uppboðsgestir, sem voru
komnir vlða að: úr Isafjarðar-
sýslum, Barðastrandarsýslum,
Dalasýslu, Strandasýslu og
Reykjavik, nutu rausnarlegra
veitinga að Kletti og þótti
mönnum dagurinn i alla staði
sérstök upplifun. Gaf hrepp-
stjórieinn á staðnum uppboðinu
nafniö „uppboð aldarinnar”.
— Það er búið að selja þrjár
jarðir hér i sveitinni i vor, sagði
Magnús Ingimarsson að lokum,
en enn sem komið er, er jörðin
að Kletti enn óseld. Þú getur
komið þvi áleiðis að okkur vant-
ar virkilegt áhuga fólk til að
kaupa þessa jörð! —ARH
9 ár frá innrás herja
Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu
Hafinn undirbúningur
að aðgerðum 21. ágúst
1 dag, laugardag, kl.
14 verður haldinn
stofnfundur „21. ágúst-
nefndar” I félagssal
prentara að Hverfis-
götu 21 i Reykjavik.
Verksvið nefndarinnar
verður að skipuleggja
aðgerðir 21. ágúst n.k.,
en þá eru liðin 9 ár frá
innrás herjar Varsjár-
bandalagsins i Tékkó-
slóvakiu. Undanfarnar
vikur hefur hópur fólks
úr mörgum stjórn-
málahreyfingum og ut-
an þeirra starfað að
undirbúningi fundarins
og er stofnfundur
nefndarinnar boðaður
undir kjörorðunum:
Herir Sovétrikjanna burt úr
Tekkóslóvakiu!
— Samstaða með baráttu al-
þýðunnar i Tekkóslóvakiu!
— Barátta gegn allri heims-
valdastcfnu— gegn báðum risa-
veldunum, Sovétrikjunum og
Bandarikjunum!
1 frétt um stofnfundinn i dag
segir, að barátta Tékka og Sló-
vaka gegn innrásarliði Sovét-
rikjanna og kúguninni hafi veriö
hörð. „Samstaða okkar með
baráttu þeirra er afar mikilvæg
og ennfremur virk barátta okk-
ar gegn allri heimsvaldastefnu.
Barátta alþýðunnar i Tekkósló-
vakiu beinist gegn báöum risum
heimsvaldastefnunnar, hún
berst gegn sovézku heimsvalda-
stefnunni um leið og hún visar
allri svo kallaöri „aöstoð” aö
vestan á bug. Aðeins barátta
hennar sjálfrar getur frelsaö
landið. Barátta tékkneskrar al-
þýðu er dæmi um það hvemig allri heimsvaldastefnu og báð
baráttan gegn hernámi risa- um risaveldunum — Bandarikj
veldis er i raun barátta gegn unum og Sovétrikjunum" ARl