Alþýðublaðið - 27.07.1977, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 27.07.1977, Qupperneq 3
bSalfð1' AAiðvikudagur 27. júlí 1977. 3 Lóð til stórskammar Á horni Barónsstig og Eiriks- götu, svo aö segja I hjarta Reykjavikur, stendur vegleg höll i nýtizkustil Ur gleri og steinsteypu. Ekki er höll þessi nýreist. Hún mun nú hafa staðið þarna fullgerð i allt aö 10 ár. Meðan einkaaðilar reyna yfir- leitt að koma lóðum húsa sinna i snyrtilegt horf, prýða þær gróöri eða gera vönduö bila- stæði þar sem þörf gerist, þá er umhverfi þessarar hallar urð og möl. Engin tilraun til nein konar fegrunar. Og eigandinn sem trassar svo lóð sina, hver skyldi hann vera? Góðtemlarar eiga húsið- Þetta er þeirra höll. Þeim merka fé- lagsskap, sem eitt sinn hugöust stuðia að ræktun lýðs og lands, er illa aftur farið, ef hann getur unað sliku öllu lengur. Þess má geta aö i næsta ná- grenni er einn af fjölsóttari ung- mennaskólum borgarinnar, Vörðuskólinn. Mundi umhverfi, sem misbýður feguröarsmekk vegfarandans, vera liklegt til að laða unglinga til fylgis við mál- stað góðtemplara? Hefur sá góði félagsskapur sofnað á verðinum? Það er engin afsökun, þótt næsta lóö fyrir norðan sé að hluta ófrágengin. Þar er bygg- ingarlóð Hallgrimskirkju og henni verður vafalaust viðeig- andi sómi sýndur, strax þegar kirkjusmiðinni hið ytra er lokiö. Svb. Sigurjónsson Alþjóðamálið Esperanto 90 ára í dag, 26. júli, eru lið- in 90 ár frá þvi að fyrsta bókin um al- þjóðamálið Esperanto var gefin út, en það var i Póllandi 1887. Bókin var eftir ungan augnlækni Zamenhof og var ætluð sem kynn- ing á málinu, byggingu þess og orðasafni. Zamenhof þessi skap- aði nýtt mál úr orðum, flestum teknum úr Evrópumálum, en not- aði málfræðilega upp- byggingu sem á margt sameiginlegt með mál- um annarra heimsálfa. Málið náði nokkrum vinsæld- um og fyrsta bókin var þýdd yfir á fleiri tungumál. Fyrsta Esperantóblaöið kom út 1889 og birtust þá fyrstu frumsömdu bókmenntaverkin á málinu. 1905 var fyrsta mót Esperantó- mælandi fólks haldið i Frakk- landi. Esperantó er nú talað um víða veröld. Um 16000orðstofna er að finna i stærstu Esperantó-orða- bókinni og má mynda af þejm meira en 100.0000 orð. Margar alþjóðlegar stofnanir hafa viðurkennt Esperantó, þar á meðal UNESCÓ sem birti 1954 yfirlýsingu þess efnis aö mark- mið og hugsjónir Esperantos stuðli að skilningi milli þjóða heimsins og séu f samræmi viö hugsjónir stofnunarinnar sjálfr- ar —AB Sífellt fleiri gista á farfuglaheimilum Alls eru nú rekin sex farfuglaheimili á land- inu, sem bjóöa upp á ódýra gistingu, eldhús- og hreinlætisaðstöðu. Gest- um á heimilunum hefur f jölgað talsvert í sumar, eða um 20% í júnímánuði síðastliðnum og allt að 74% aukning varð á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Á farfuglaheimilunum er miðað við að gisting sé sem ódýrust. Þar er sofiö i aðskild- um herbergjum þar sem hver gestur fær rúm með dýnu, teppi og kodda. Gestum er heimilt aö elda sjálfir i eldhúsum farfugla- heimilanna, en notkun áfengis og eiturlyfja er stranglega bönnuð. A hverjum staö er einn- ig að fá upplýsingar um næsta nágrenni. Farfuglaheimili utan Reykja- vikur eru starfrækt i Fljótshlið, á Berunesi i Berufirði, Seyðis- firöi, Akureyri og Vestmanna- eyjum. — AB Kolmunnabollur og kattamatur úr loðnu Siðastliðið sumar var hafizt handa um könnun á möguleikum á vinnslu nokkurra tegunda af lagmeti á vegum Rann- sóknarstof nunar fisk- iðnaðarins í samvinnu við Sölustofnun lagmet- is og Þróunarsjóð lag- metis, sem veitti fé til verksins. Fyrsta verk- efnið varð gerð fiski- súpa fyrir bandariskan markað. Höföu komið fram óskir frá fyrirtæki i Bandarikjunum um sýni af fiskisúpum i þremur verðflokkum. Ein tegundin og sú dýrasta, skyldi vera súpa, sem danskt fyrirtæki hefur gert fyrir Sölustofnun lagmet- is (S.I.). Hinar tvær voru gerð- ar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Reyndar voru nokkrar fisktegundir og bragöefni. Reyndistunnt að ná talsverðri lækkun á hráefnis- veröi með þvi að nota lýsu og islenzkan fiskkraft, sem unnin var úr spærlingi og virðist mjög heppilegur i súpugerð. Segir i ársskýrslu Rannsókn- arstofnunarinnar fyrir árið 1976, að ekkert hafi heyrzt enn um viöbrögð væntanlegra kaupenda vestan hafs. Þá voru og gerðar athuganir á sölu loðnu og spærlings til Afriku. Gengiö var frá 6 sýn- um af hvorri tegund og þær kynntar i Nigeriu sumariö 1976. Að sögn voru viðbrögð jákvæð, en ekki er vitað um sölumöguleika. Ennfremur hefur verið kannað hvort marningur úr kolmunna henti til frekari vinnslu og þá fyrst og fremst til fiskbollugerðar. Segir i árs- skýrslunni, að erfiölega hafi gengiö að nota þau bindiefni sem venjulega eru notuð til fiskbolluframleiðslu, en rétta bindieiginleika tókst þó að fá með efninu alginat. Bragð kol- munnabollanna er sagt gott, en marningurinn er dökkur og bollurnar verða þvi blakkar. Að lokum er getið um nokk- ur sýni af kattamat úr loönu. Umsjónarmaður með könn- unum þessum af hálfu Rann- sóknarstofnunar fiskiönaðar- ins, er Jón ögmundsson, mat- vælafræðingur. __ARH Stórbætt þjónusfa við GOÐA FOSS 4 : Opið kl. 9-21 Helga daga kl. 11-21 yfir sumartímann Útibú Kaupfélags Svalbar&seyrar við GOÐAFOSS veitir ferðamönnum margvíslega þjónustu: Vistleg og rúmgóð kjörbúð Viðlegubúnaður Veiðibúnaður Heitar pylsur — Kaffisala Snyrting BENZÍN OG OLÍUR KAUPFÉLAG dvalba

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.