Alþýðublaðið - 27.07.1977, Síða 5
StaXw' AAiðvikudagur 27. júlí 1977.
5
1 fullum Maóskrúða úti fyrir heimili slnu í Hafnarfirði. Mjög þægi-
legurklæðnaður og hentugur, segir hann. (AB-mynd: — hm)
þeirra gestir og kinverjar vilja
gera allt hið bezta fyrir þá.
— Er þá mikið um útlendinga
þarna?
— 1 Pekingháskólanum er
mikið um þá. Nemendur frá
þriðja héiminum eru i öðrum
skólum, þvi þeir læra yfirleitt
aðrar greinar heldur en nem-
endur frá öðrum heiminum
(Vesturlöndum). Þriðja heims
nemendur geta lært allt i Kina,
enfyrir Vesturlandabúa ervalið
á milli málsins, sögu, bók-
mennta og heimspeki.
— Nú skilst manni að Kin-
verjar séu fremur púritönsk
þjóð. Er það rétt?
— Já, það er alveg rétt, þeir
eru frekar púritanskir I eðli
sinu, — að minnsta kosti frá
sjónarhóli íslendingar. Þeir
segja það lika, að frá þeirra
sjónarhóli séu allir Vestur-
landabúar kynóðir og hlæja að
þeimalveg eins og Vesturlanda-
búar hlæja að Kinverjum i
þessu efni.
Þetta byggist á sögulegri for-
sendu. Það hafa alla tið verið
mjög sterkir kynferðislegir for-
dómar og þetta lauslæti sem
fólk hefur kannski heyrt að hafi
þrif izt fyrir byltingu hefur bara
verið innan mjög fámenns hóp.
Það hafa náttúrlega verið gleði-
konur og þess háttar, en allur
almenningur hafði megnustu
fyrirlitningu á slikri spillingu.
Þetta er aldagamall mórall.
— Byggir þá ekki persónu-
dýrkunin, sem stingur Vestur-
landabúa i augu, ekki á sams
konar sögulegum forsendum?
— Það er lagt anzi mikið upp
úr persónudýrkun, ef svo má
kalla það. Þessir menn eru
þeirra einingartákn, eins og
Maó var til dæmis. Siðan færist
það yfir á nýja formanninn þeg-
ar hann tekur við, að visu ekki i
sama mæli enda var Maó alveg
sérstakur meðal þjóðarinnar og
elskaður af öllum þorra þjóðar-
innar.
— Nú hefur þú verið i Peking
þegar öll þessi iæti út af ekkju
Maós og Shanghaiklikunni hafa
staðið yfir. Eru þetta átök innan
flokks eða hers sem eru að
brjótast úr með þessum hætti?
Eða varkerlingin svona hábölv-
uð?
— Hún virðist að minnsta
kosti hafa verið ákaflega illa
•liðin af öllum þorra almennings.
Hún er sennilega sá af þessum
fjórmenningum sem er hvað
mest hataður. Sennilega hefur
hún haft feikilega mikil völd,
sem eiginkona Maós, beint og
óbeint, og raunar óvist að hún
hefði nokkurn tima orðið neitt ef
hún hefði ekki verið eiginkona
formannsins. Hinir þrir hafa
svo bara verið að berjast innan
flokksins, en með stuðningi
hennar. Svo er fíétt ofan af
þeirra glæpum, eins og þeir
segja, og allt kemst upp. Þá er
málið tekið og rætt um allt land-
ið á fundum. Hver verksmiðja
heldur fund og ræðir um hvað
hafi gerzt og hvað gera eigi i
málinu. Auðvitað hefur maður
ekki minnstu hugmynd um
hvernig þetta fer fram, þvi
þetta eru allt lokaðir fundir.
— Nú virðast þetta hafa verið
ákaflega grimmilegar árásir á
klikuna. Eru Kinverjar mjög
heiftúðugt fólk?
—- Nei, þeir eru fremur rólynt
fólk og gæft.Ená það ber að lita
að siðgæðismórallinn er svolitið
annar en á Vesturlöndum. Þeir
lita öðru visi á dauðarefsingu og
þess háttar. Þetta fólk er búið
að kynnast mörgum ljótum
hlutum. Til dæmis það að lifláta
mann fyrir alvarlegt afbrot er
svo sjálfsagtsem eitt getur ver-
ið. Þetta fólk sem nú lifir og
man timana frá þvi fyrir bylt-
ingu er búið að ganga i gegnum
svo margt, að það litur ekki á
hlutina útfrá vestrænum mann-
úðarsjónarmiðum.
— Nú virðast kröfurnar vera
anzi háværar um að fjórmenn-
ingarnir verði beinlinis liflátn-
ir?
— Þessar myndir sem birzt
hafa af f jórmenningum á byssu-
stingjum og jafnvel i snörum,
eru nú kannski að einhverju
leyti táknrænar, þótt ég sé nú
ekki alveg viss um þetta atriði.
Persónurnar túlka liklega ein-
faldlega þær hugmyndir, sem
fólk vill koma fyrir kattarnef.
Hitt er rétt, að þær raddir hafa
komið upp, að þau verði liflátin,
en það hefur ekkert komið fram
ennþá sem bendir til þess að það
verði gert. Mér skilst að það sé
stefnan að forðast allar aftökur.
— En hvað um þessar föstu
áætlunarferðir félaga Tengs
upp og niður valdastigann?
—-Eg var reyndar farinn frá
Kina þegar hann var endur-
reistur iannaðsinn. En hann er
náttúrlega einn af þessum
gömlu góðu sem eru búnir að
ganga i gegnum alla eldlinuna
frá upphafi. Hann var með i
göngunni miklu og hefur sem
slikur ákveðna virðingu, þvi
þeir eru orðnir fáir eftir af þess-
um gömlu hörkutólum sem tóku
þátt i byltingunni frá upphafi. 1
menningarbyltingunni er hann
settur af, þótt ég viti ekki ná-
kvæmlega fyrir hvað, og svo
aftur fyrir um það bil ári, og þá
held ég að það hafi verið efna-
hagspólitikin sem þeir voru
ekkert alltof hrifnir af hjá hon-
um og eins skólamálin. En þá
var hann svipur öllum embætt-
um, en honum var ekki vikið úr
flokknum og hann var ekki yfir-
lýstur glæpamaður, heldur bara
pólitiskur ævintýramaður sem
hefði farið út af linu flokksins.
Það er nefnilega annað að
frem ja glæp gagnvart fólkinu en
að misstiga sig i pólitikinni,eins
og þeir segja. Hua Kuo Feng
hefur verið með tilvitnanir i
Maó og sagt, að þeim sem leið-
ast afvega i pólitikinni eigi ekki
að sparka i burtu, heldur eigi
baraað tala við þá og leiða þeim
fyrir sjónir hver afglöp þeir
hafa framið. Endurhæfa þá.
— Verðið þið eitthvað varir
við þessi pólitisku átök i skólan-
um?
— Kinverjarnir eru með lok-
aða fundi um þessi mál, kallað
það innanikólafundi og þar
mæta nemendur og kennarar.
Otlendingar fá hins vegar ekki
að mæta á slikum fundum, enda
segja Kinverjarnir að þetta sé
innanrikismál þeirra og komi
okkur ekki við. Hins vegar get-
um við spurt þá eftir á og þá
segja þeir manni svona upp og
ofan af þvi sem gerzt hefur.
— Henær byrjar skólinn á
morgnana?
— Fyrstu timar eru klukkan
hálf átta. En yfirleitt vakna
Kinverjarnir klukkan sex og
fara Ut að skokka eða gera aðr-
ar likamsæfingar. Svo er borð-
að, tekið til i skólanum og
svona. Otlendingarnir hafa
reyndar verið dálitið latir við að
vakna klukkan sex á morgnana
til að iðka likamsrækt, enda er
þetta ekki skylda, en þátttakan
er mjög almenn i þessu.
— Stundið þið islendingarnir
einhverjar aðrar iþróttir?
— Já, en ekki á morgnana.
Hjörleifur var til dæmis fyrstur
i 3000 metra hlaupi i skólanum
sinum og þriðji i háskólum
Pekingborgar i skólakeppni og
sjálfur vann ég spjótkast einu
sinni.
Annars iðka Kinverjar
iþróttir mikið, en með öðru
hugarfari heldur en til dæmis
Vesturlandabúar. Þeir leggja
aðaláherzluna á að allir-séu
með. Að sigra er ekki aðalatrið-
ið. Þannig tók ég þátt í sund-
keppniifyrraþarsem ekkivoru
veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú
sætin eins og venja er, heldur
fengu allir sem tóku þátt i
keppninni viðurkenningarskjal
fyrirað hafa verið með. Þannig
er keppnissjónarmiðið ekki eins
rikjandi og viða annars staðar.
— Var ekki erfittað læra mál-
ið?
— Þetta er erfitt mál og mikið
öðru visi en vesturlandamál,
allt annar strúktúr og uppbygg-
ing. Sérstaklega er erfitt að
læra að skrifa það alveg rétt,
þvi það eru hundruð ef ekki þús-
undir tákna sem maður kannast
alveg við þegar maður les þau,
en man svo ekki nákvæmlega
hvaða strik eiga að vera hvar,
þegar maður ætlar að fara að
skrifa þau.
1 rikismálinu eru fjórir mis-
munandi tónar á sama hljóði
þannig að segja má að maður
þurfi að læra raddbeitingu jafn-
framt málanáminu. Fyrsti tónn
erhreinn tónn, annar tónn geng-
ur upp, svo er tónn sem gengur
niður og upp og siðan tónn sem
gengur beint niður. Þetta er
Framhald á bls. 10
Hér skorar Tryggvi körfu í keppni bekkjar sins við þorpsféiag I
Kina.
Við heimili fjölskyidunnar sem Tryggvi var hjá i akurvinnunni.
Hver fjölskylda hefur nokkrar skepnur til eigin nota, utan sam-
yrkjukerfisins.
íier ma sja synishorn af þvi, hvernig Kinverjar afgreiða ekkjufrú
Maós. Hæðnin er allsráðandi.
Þessi mynd er tekin við Sumarhöllina.
Herbergisfélagi Tryggva, Li Tsin Lung, við kinverska múrinn.