Alþýðublaðið - 27.07.1977, Page 7
Þegar ég heyrði tilkynnt um
lát Pálinu Þorfinnsdóttur, komu
upp minningar frá fyrstu
Alþýöusambandsþingum, er ég
átti sæti á, um og eftir 1950.
Konur á „islenzkum búningi”
voru þar ekki margar, þvi
meira voru þær fáu, er „búning-
inn” báru áberandi og eftir-
tektarverðari fyrir ungan
mann, sem var i fyrsta sinn að
taka þar sæti.
Ég þekkti persónulega allar
þessar konur, en þar gat að lita
á hópi fulltrúa Verkakvenna-
félagsins Framsóknar i Reykja-
vik. Félagið þeirra sem heild,
hafði þá um nokkurt skeiö, orðið
bitbein i þvi ölduróti stjórn-
mála, er þá gekk eins og rauður
logi um verkalýðshreyfinguna.
1 þessum fulltrúahópi, sat
svipmikil kona, sem við athug-
un hafði góðlátt kimnisbros,
sem breiddist fljótt yfir andlitið
allt, ef henni var réttur miði,
með góðri ferskeytlu, eða hvisl-
að i eyra henni einhverju
ámóta. — Þessi kona, svipur
hennar og fas allt, hlaut að
vekja athygli, — þar var Pálina
Þorfinnsdóttir, en hún lézt að
Landakotsspitala 19. júli s.l.
eftir aðeins þriggja daga legu
þar.
Eins og um flest aldamóta-
fólk, þá lifði Pálina það félags-
lega umrót sem átti sér stað á
fyrstu áratugum aldarinnar. 1
þvi efni dugði Pálinu ekki hlut-
verk áhorfandans, hún var þar i
raun og sannleika virkur þátt-
takandi, sem siðar mun að vik-
ið.
Pálina var fædd að Hurðar-
baki i Kjós 18. april 1890 og var
þvi 87 ára er hún lézt. Arið 1917
giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sinum, Magnúsi Péturs-
syni frá Miðdal i Kjós, þau höfðu
kynnst i kaupavinnu að Eyri i
sömu sveit. Magnús starfaði
siðan hér i borg hjá Efnalaug
Reykjavikur frá upphafi hennar
i yfir 60 ár. Tvö börn eignuðust
þau Magnús og Pálina, þ.e.
Sigurodd rafvirkjameistara og
Petrinu, áður hafði Pálina eign-
ast tvær dætur, Ctlfhildi og Sól-
veigu.
Ekki söfnuðu þau Pálina og
Magnús veraldarauöi, en þvi
meiri gæfu i barnaláni sinu og
alls hins stóra hóps barnabarna
og tengdabarna, sem dyggilega
og af trúmennsku hafa fylgt for-
dæmi þeirra i fórnfúsu starfi
fyrir hugðarefni sin og hugsjón-
ir. Þess er nú oft getið með
réttu, að i dag tiökist ekki leng-
ur, að fólk fórni tima frá vinnu
eða tómstundiöju til starfa i
þágu hugsjóna, sem verða eiga
öðrum til góðs, — betra og_
bjartara lifs öðrum til handa. —
011 slik störf skulu i dag — af of
mörgum — greiðast i beinhörð-
um peningum.
Samtiöafólk Pálinu og
Magnúsar leit þessi störf öpnum
augum. — í þeirra augum var
það lifsfylling að beita kröftum
sinum launalaust i þágu ann-
arra.
Félagsleg afskipti Pálinu lágu
viða. Aratugum saman sat hún i
stjórn Kvenfélags Alþýðu-
flokksins i Reykjavik, i vara-
stjórn Verkakvennafélagsins
Framsóknar og fulltrúi þess á
fjölmörgum Alþýðusambands-
þingum.
Þeir sem setjast nú i þægileg
sæti Frikirkjunnar við guðs-
þjónustur i Reykjavik mættu
gjarnan minnast Pálinu og niðja
hennar, þau eru ótalin sætin,
sem þar eru komin fyrir hennar
tilstuðlan — i Kvenfélagi
Frikirkjusafnaöarins vann hún
ósleitilega og þótt mörgum
kunni að finnast einkennilegt,
einnig i Kvenfélagi Hallgrims-
kirkju og átti meö starfi sinu
þar, ómæld spor til fjársöfnunar
fyrir byggingu hinnar veglegu
Hallgrimskrikju. — Með starfi
sinu þar taldi Pálina sig vera að
greiða skuld sina viö minning-
una um séra Hallgrim Péturs-
son, en sálmum hans unni hún
af alhug.
Er þá hennar mikla starf 1
flokksins. Á því timabili og
reyndar siðar kom ég oft á Urð-
arstig 10. Mér þótti gaman að
tala við Pálinu, ekki aöeins um
félags- og flokksstörf heldur
ýmislegt fleira. Hún var oft orð-
heppin og gamansöm. Ljóð og
snjallar visur kunni hún vel að
meta, enda hagmælt sjálf.
Margar islenzkar stemmur
voru henni liðtækar og fór hún
laglega meö þær.
Að leiðarlokum færi ég frú
Pálinu þakkir fyrir margar og
góðar samverustundir. Ég
þakka hreinskilni hennar og
tryggð við þann málstað, sem
við áttum báðar sameiginlegan.
Soffia Ingvarsdóttir.
Kveðja
frá Kvenfélagi
Alþýðuflokksins
í Reykjavík
Hinn 19. júli þ.m. lézt eftir
skamma legu á Landakotsspit-
ala frú Pálina Þorfinnsdóttir,
Urðarstig 10 hér i borg.
Pálina fæddist 18. april áriö
1890, að Huröarbaki I Kjós. For-
eldrar hennar voru hjónin Þor-
finnur Jónsson, bóndi þar og
kona hans Sigriður Pálsdóttir.
Hún giftist eftirlifandi eig-
inmanni sinum, Magnúsi Pét-
urssyni, iðnverkamanni áriö
1917 og bjuggu þau fyrstu bú-
skaparár sin að Hverfisgötu 60,
en fluttu árið 1922 aö Urðarstíg
10 og áttu þar heima siðan.
Pálina og Magnús eignuðust
tvö börn, Sigurodd, rafvirkja-
meistara, kvæntan Fanneyju
Long, kjólameistara, Brekku-
geröi 10, Reykjavik og Petrinu
gifta Boga Guðmundssyni,
verkstjóra, Melhaga 15,
Reykjavik. Aður hafði Pálina
eignast tvær dætur, þær Úlfhildi
og Sólveigu, 1 sambýli með Þor-
finni Júliussyni, verkamanni,
en hann er látinn fyrir mörgum
árum.
Pálina var ötul félagsmála-
kona. Hún var ein af stofnend-
um Kvenfélags Hallgrimskirkju
og ein af „postulum kirkjunn-
ar’ ’. Einnig sat hún f fjölda ára 1
Safnaöarstjórn Frikirkjusafn-
aðarins i Reykjavik. 1 Kvæða-
mannafélaginu Iðunn var hún
virkur félagi, enda hagmælt og
söngvin vel og hafði mikið yndi
af kveðskap. Má í þvi sambandi
geta þess, að algengt var að þau
hjón, Pálina og Magnús, kvæðu
rimur sérog sinum til gamans á
hátfðis- og tyllidögum. 1 Verka-
kvennafélaginu Framsókn
starfaðihún einnig ötullega, átti
sæti i varastjórn þess félags i
tugi ára og var fulltrúi þess á
mörgum þingum Alþýðusam-
bands Islands.
Hún fylkti sér einnig snemma
undir merki jafnaðarstefnunnar
og var ein af stofnendum Kven-
félags Alþýðuflokksins i
Reykjavik, þar sem leiðir okkar
lágu saman. Fyrir það félag
starfaði hún vel og dyggilega,
átti sæti i Fulltrúaráði alþýðu-
flokksfélaganna i Reykjavik ár-
um saman, og sat auk þess
mörg flokksþing Alþýðuflokks-
ins.
Pálina var sómakær kona af
gamla skólanum, sem i engu
mátti vamm sitt vita og fylgdi
áhuga sinum eftir af festu og
einurð, án þess þó að beita
nokkru sinni ofriki eða yfir-
gangi. Slikar konur eru lyfti-
stöng hverju þvi félagi, sem þær
leggja liö sitt, og er þvi skarð
fyrir skildi þar sem Pálina heit-
in var.
Fyrir hönd Kvenfélags Al-
þýöuflokksins i Reyk javi, fly t ég
Pálinu hinztu kveðju og þakkir
fyrir góð kynni og örugga liö-
veizlu, og biö henni blessunar i
nýjum heimkynnum. Eftirlif-
andi ættingjum færiég innilegar
samúðarkveðjur.
Kristin Guömundsdóttir
Miðvikudagur 27. júlí 1977.
þágu Kvæðamannafélagsins
Iðunn enn ótaliö, en forysta
hennar þar, ekki sizt i feröalög-
um félagsins, telja þeir er gerst
til þekkja ómetanlega og óborg-
andi.
Þessi minnisatriði um lif og
starf hinnar óbreyttu alþýðu-
konu, sem Pálina var, seg-
ir raunar allt um hennar innri
mann. Réttlætiskennd hennar
fékk útrás i afskiptum hennar af
félagsstörfum verkafólksins og
stjórnmálaafstöðu, sem hún,
þrátt fyrir kröpp kjör, fór
aldrei dult með. — Safnaöar-
störfin fullnægðu kristinni trú-
arþörf hennar og störfin i
Kvæðamannafélaginu Iðunn,
spegluðu ást hennar og virðingu
fyrir islenzku máli og ljóðum.
Pálina tók sér gjarnan góðan
tima til að vega og meta allar
aöstæður, áður en hún tók
ákvörðun. Eftir ákvarðanatöku
hennar og þegar til sjálfra
framkvæmdanna kom, skyldi
enginn reyna að stöðva hana,
eða draga úr ferðini. Skýrt var
skilið milli dægurmála og þess,
sem lengi átti að standa.
Nú við þessi kaflaskipti i
starfi Pálinu færi ég efitriifandi
eiginmanni hennar, sem nú,
slitinn af kröftum, horfir ekki
einungis á eftir eiginkonu, held-
ur sönnum samherja yfir landa-
mærin, innilegustu samúðar-
kveðjur.
Börnum Pálinu og öllum niðj-
um hennar á ég þessum tima-
mótum þá ósk bezta, aö þau
megi sem dyggilegast feta i fót-
spor hennar og leggjast þar á
árina, sem þörfin er mest, svo
nálægt réttlæti og raunverulegri
þjóöerniskennd, sem i mann-
legu valdi stendur.
Persónulega þakka ég fyrir
ómetanlega samfylgd við
Pálinu og allt það sem hún
kenndi mér.
Eggert G. Þorsteinsson.
Pálina Þorfinnsdóttir var
glæsileg kona og svipmikil.
Þegar hún kom á mannamót
eða gekk i fundarsal, hlaut
mönnum að verða starsýnt á
hana. Umhverfið stækkaði. En
þannig var hún ekki aðeins aö
ytri sýn. Innri maður hennar
var stór. Það sópaöi ekki aðeins
að henni á velli. Léti hún mál-
efni til sin taka, varð hið sama
uppi á teningnum. Sterkur vilji
stóð þá að baki þvi, sem var
sagt og gert. Það var hlustaö á
orð hennar. Og gjarnan vildu
menn gera eins og hún vildi.
Ég minnist Pálinu Þorfinns-
dóttur frá þvi að ég hóf störf i
Alþýðuflokknum. Mér fór eins
og mörgum fleirum, að fyrst
veitti ég henni athygli sökum
svipmikils yfirbragðs. Hver
komst hjá þvi að veita henni at-
hygli i fallegum islenzkum bún-
ingnum? En nánari kynni sýndu
mér óvenju heilsteypta konu
sem hafði skoðanir á öllu, sem
máli skipti, ekki aðeins á mál-
efnum, heldur einnig á mönn-
um. Jafnaðarstefnan og Al-
þýðuflokkurinn var henni ekki
umhugsunarefniað þvi leyti, að
hún velti þvi fyrir sér, hvort
málstaðurinn væri réttur eða
rangur. Hún var jafnaðarmaöur
i eðli sinu. Henni voru markmið
jafnaöarstefnunnar i blóð borin.
1 þvi sambandi komst ekkert
annað aö en það, meö hvaða
hætti mætti stuðla aö fram-
kvæmd þeirra.
Margir eiga Pálinu Þorfinns-
dóttur þakkiraö gjalda, ekki að-
eins samstarfsmenn hennar i
Alþýðuflokknum um áratugi,
heldur fjölmargir aðrir, sem
hún hefur átt samskipti við og
öll góð. Allir, sem kynntust
henni, munu minnast hennar
sem mikilhæfrar konu, hrein-
lyndrar, fastrar fyrir, en jafn-
framt trygglyndrar og góðvilj-
aðar. Hún var og veröur góð
fyrirmynd góöra jafnaöar-
manna og góðs fólks.
GylfiÞ.Gíslason.
Frú Pálina Þorfinnsdóttir
andaðist 19. þessa mánaðar.
Eftiráratuga langa samvinnu
okkar i Alþýðuflokknum vil ég
ekki láta hjá liða að rita fáein
þakkar- og kveðjuorð.
FrúPálina vargreind kona og
storbrotin og gleymis þvi ekki
samferðamönnum sinum. Hún
var alls ófeimin að láta skoðanir
sinar i ljós, er henni bauð svo
við að horfa. En tryggð hennar
við þann málstaö sem hún hafði
gert aö sinum brást aldrei. Þeg-
ar á reyridi var hú eins og klett-
ur er stendur af sér bárur og
boðaföll.
Pálina Þorfinnsdóttir var
aldamótabarn og þekkti i
bernsku sinni lifskjör hinna fá-
tækari. Henni brást hvergi dóm-
greind tilaðbera samankjöral-
þýðunnar þá og aftur siðar, er
áhrifa Aiþýðuflokksins fór að
gæta I félags- og verkalýðsmál-
um.
1 mörg ár sátum viö saman I
stjórn Kvenfélags Alþýðu-
MINNING
PÁLÍNA
F. 18. APRÍL 1890
ÞORFINNSDÓTTIR
D. 19. JÚLÍ1977
_______________________y