Alþýðublaðið - 06.08.1977, Síða 3
3.
asr Laugardagur 6. ágúst 1977
Þóra Guðrún og Sigríður Dóra:
Við vildum öll
vera lengur
Þær Þóra Guðrún Eylands og
Sigrlður Dóra Magnúsdóttir
voru meðal sex ungmenna, sem
dvöldust i þrjár vikur f Kanada
i skiptum fyrir sama fjölda
kanadiskra jafnaldra sem
bjuggu á Islandi á sama tfma.
Þær bjuggu báðar á heimili
Donalds og Herdisar Björnsson
i Gimli, utan hvað þær eyddu
fimm dögum i Calgary og tveim
i Winnipeg.
— Donald og Herdis eru bæði
islenzk og tala islenzku, sögðu
þær stöllurnar, — og i staðinn
fyrir okkur fór systkinasonur
þeirra heim til lslands og dvald-
ist á heimili Sigriðar Dóru. Við
vorum eiginlega með hálfgert
samvizkubit yfir að vera tvær á
heimilihans, en Herdissagði að
viö þyrftum ekki að hafa
áhyggjur af þvi, við borðuöum
ekkert meira en hann einn.
Tima sinum vestra eyddu þær
Sigriður og Þóra að mestu i
feröalög. — Við fórum til
Lundar, Calgary i Klettaf jöllun-
um, skoðuðum Heritage-gerð-
inn i Banff, en hann er nokkurs
konar byggöasafn, fórum til
Whitefalls og með River Rouge
bát um Winnipegvatn.
— Hvaö gerðuð þið á lslend-
ingadaginn?
— tslendingadagurinn var
reyndar þrir dagar, laugardag-
urinn 30, jUll, sunnudagurinn og
mánudagurinn. Þá gengum við
um og hittum fólk, fórum á böll
á kvöldin og skemmtum okkur
konunglega.
Annars var ferðin öll ofsalega
skemmtileg, en hins vegar var
veöriö ekki nógu gott, Alltaf
skýjað, enda höföum viö engan
littekiö, eins og þú sérö. Aö visu
hefðum viö varla tekið lit hvort
eð var, þvi við sátum i 40
klukkustundir í bil á 5 dögum,
auk alls þess sem viö fórum um
I einkabilum. En öll vildum við
krakkarnir vera lengur þarna,
þvi allir vildu allt fyrir mann
gera og tóku vel á móti okkur
hvar sem við komum.
Eina sem olli erfiöleikum var
að pakka niður fyrir heimferð-
ina. Við keyptum svo mikið.
—hm.
afgreiðslufólkið heyrði okkur
tala saman, þá skipti þaö yfir i
islenzkuna. Og einu sinni þegar
við komum á benzinstöð og
vorum búin aö biðja um fullan
tank á ensku, þá þurfti
afgreiðslumaðurinn að sinna
einhverju öðru og spurði:
„Geturðu ekki bara fyllt sjálf-
ur?” á hreinni islenzku.”
Þau Ingibjörg og Helgi voru
vestanhafs á eigin vegum, en
ekki i hópferö, og sögðust sann-
færð um að þessar þrjár vikur i
Kanada yrði þeim ógleyman-
legur. „Yndislegur timi.”
~íiin.
Ingibjörg og Helgi:
Vaxandi áhugi á
íslenzkri tungu
IngibjörgStephensen og Helgi
Hjálmarsson létu mjög vel af
dvöl sinnii Kanada. „Viö dvöld-
umst aðallega á Heklu-eyju hjá
séraBraga Friðrikssyni, sem er
þar prestur I sumar. Svo vorum
við if jóradaga ICalgaryog viku
i Vancouver. Veðrið alveg dýr-
legt, nema hvað tvo siöustu
dagana var skýjað og litilshátt-
ar rigning.
Þaö sem vakti einna mesta
athygli hjá okkur var hve mikill
áhugi virðist vera að vakna
aftur á islenzkri tungu þar
vestra. Fyrir nokkrum árum
varð töluverö lægð i þvi máli,
hvað yngstu kynslóöina snerti,
en nú virðist áhuginn vera að
aukast aftur. Þetta er að visu
þeim annmörkum háö hjá unga
fólkinu, að þaö verður aö læra
málið i skólum og þá á það i
talsveröum erfiöleikum meö
málfræðina, hún er svo gjör-
ólik ogviðameiri en i enskunni.
Það kom iðulega fyrir þegar
við fórum i verzlanir, aö þegar
Þorsteinn Matthíasson:
Viðtökurnar
afburðagóðar
Ég þarf sannarlega ekki aö
kvarta undan móttökunum,
sagöi Þorsteinn Matthiasson
kennari. — Viðtökurnar i
Vesturheimi voru afburðagóöar
og hvað mig snertir hafa þau
hjónin Lára og Joe Tergesen
reynzt mér afburðavel og
heimili þeirra verið mitt annað
heimili siðan árið 1972.
— 011 fararstjórn var af-
burðagóð. Þau GIsli og Nanna
skipulögöu alla hluti þannig að
til prýðis var og allt stóðst. Og
við vorum engin snikjudýr. Þaö
var gengið út frá þvi sem vlsu
að við vissum hvar við værum,
hvar við ættum að búa og séð
fyrir öllu fyrirfram. Þaö er
svona fólk sem á að sjá um ferö-
ir. Það er nefnilega ekki ákaf-
lega heppilegt, að hópar séu
sendir vestur um haf án þess að
búið sé aö tryggja þeim aðsetur,
einsog komið hefur fyrir I sum-
ar. tslendingar eiga nefnilega
að hafa fjárráð til að búa á
hótelum. Það er ekki hægt aö
lcggja heilu byggðarlögin undir
ferðamenn frá Islandi.
Ég get nefnilega sagt þér það,
að íslendingar i Kanada móðg-
Framhald á bls. 10
Mynd: —ATA
Verst að þurfa
að koma upp
og velja sér
verðlaunagrip,
segir nýbakaður
Norðurlandameistari í skák
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Guðlaug Þorsteins-
dóttir heitir ung skák-
kona i Kópavogi, sem
nýverið kom heim frá
Flnnlandi, með titilinn
Norðurlandameistari
kvenna i skák 1977. Hún
sigraði, sem kunnugt
er i kvennaflokki á
Norðurlandamótinu i
skák, með 81/2 vinning
af 9 mögulegum.
— Auðvitaö er ég ánægð meö
árangurinn, sagði Guðlaug 1
viötali viö Alþýðublaöið i gær.
Þaö er eiginlega engin sérstök
tilfinningað vera orðin þetta, ég
var nú Norðurlandameistari
fyrst fyrirtveimur árum, þegar
ég var 14 ára.
Ef við snúum okkur fyrst að
mótinu, sem þú varst að koma
heim af. Hvernig var skipulagið
og aðbúnaðurinn?
— Eiginlega ekki nógu góður
finnst mér. Helzt var þaö þegar
við vorum að taka á móti verð-
laununum. Þá vorum við látin
koma upp og velja okkur þá
gripi sem viö vildum, og búiö
var að raöa á borð. Venjulega er
það þannig aö manni eru afhent
verðlaunin, en það var ekki
þarna. Þetta var reyndar bara
svona I kvennaflokknum.
Fyrstu sex i karlaflokkunum
fengu peningaverðlaun og ein-
hvern grip, og hinir völdu sér
hluti. 1 kvennaflokkunum voru
engin peningaverðlaun.
Finnst þér ekkert óeðlilegt að
skipta þessu niður I kvenna og
karlaflokka?
— Ég myndi alveg eins vilja
tefla við karlmennina þaö yrði
góö æfing. Og maöur getur
reyndar alveg fengið • þaö ef
maður vill. Það er hægt að kjósa
I hvaða flokki maöur teflir, en
það er ekki algengt að kvenfólk-
ið tefli I karlaflokkunum.
Hver var erfiðasti and-
stæðingurinn á mótinu?
— Ætli það hafi ekki veriö Pia
Cramling frá Sviþjóð. Hún tap-
aði siöustu skákinni og lenti i
þriöja sætinu.
Hver kostaði ferðina til
Finnlands núna?
— Ég fékk styrk. Kópavogs-
kaupstaöur styrkti mig aö ein-
hverju leyti, og þaö var frekar
litill kostnaður fyrir mig sjálfa i
þessari ferð. Eiginlega ekkert
nema gjaldeyririnn.
Hvernig æfðirðu þig fyrir
mótiö?
— Égæföi mig mjög Utið. Las
einhverjar bækur og blöð. Ég
les yfirleitt ekki mjög mikiö og
erekki dugieg að æfa mig, enda
kann ég ósköp lltið að tefla.
Er mikill skákáhugi i
fjölskyldunni?
— Nei, ekkert sérstaklega.
Pabbi teflir og tvö systkini min,
annars held ég að það sé enginn
sérstakur áhugi.
Hvenær byrjaðir þú fyrst að
tefla?
— Ég hef verið svona fimm
eða sex ára þegar ég fyrst fór að
hafa einhvern áhuga. Þá kenndi
pabbi mér mannganginn.
Hvað er nú framundan hjá
þér?
Það er allt óákveðið, ég sé
bara til. Ég held ekki aö það
fylgi Norðurlandatitlinum aö ég
þurfi að keppa einhversstaöar.
Kannski fer ég I 6 landa keppn-
ina i haust. Annars reyni ég að
halda áfram að tefla og æfa
mig.
Hvað með atvinnuskák-
mennsku?
— Ég stefni ekkert að at-
vinnumennsku. Annars hugsar
maður bara ekkert um
svoleiöis.