Alþýðublaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.08.1977, Blaðsíða 5
SStS' Laugardagur 6. ágúst 1977 UTLÚND 5 t vikunni var gert uppskátt um ógeöfellda iðju bandarisku leyniþjónustunnar CIA sem álit- ið er að hafi staðiö f allt að tvo áratugi. Hér er um að ræöa tilraunir sem geröar voru af mönnum ley niþjónustunnar með eiturlyf. Tilraunadýrin voru menn, sem ekki höfðu hug- mynd um hvað fram fór. Til til- raunanna voru notuö fjölmörg lyf, þar á meðal ofskynjunarlyf- ið LSD. Tiigangurinn er að sögn sá að fylgjast með breyttri kyn- hegðan fólks og öðrum breyt- ingum mannlegrar hegðunar. Um 80 visindastofnanir f Bandarikjunum voru tengdar rannsóknum þessum og þar á meðal 44 háskóiar. Pnðjudagínn 2. ágúst lézt I Nicosiu á Kýpur Macarios erkibiskup, einn litrikasti og jafnframt umdeild- asti stjórnmálamaður okkar tfma. Macarios var 63ára að aldri er hann lézt, banamein hans var hjarta- slag. Macarios var bæði andlegur og veraldlegur höfðingi landa sinna, og þó sér i lagi griskumælandi meirihlutans, þar eð hann var leiðtogi Grisku rétttrúnaðarkirkjunnar á eyjunni. Ekki er gott að segja fyrir um hver veröur þróun mála eftir lát Macariosar. Astandið á eyjunni er ekki sem tryggast og tyrkneska innrásarliðið ræður enn stórum landssvæöum. Erlend mynd- sjá vikunnar .. ..-...-. Óeiröir I blökkumannahverfum I Suöur-Afrfku magnast jafnt og þétt. Mest kveður þó að þessu f blökku- mannaborginni Soweto. Þar hafa blakkir námsmenn mótmælt þvl aö sú menntun, senf þeim er boðin upp á, er margfalt lakarien stj , sem námsmenn hins hörundsljósa minnihluta njóta. Siðastliðinn þriðjudag var tilkynnt I Pakistan að þingkosningar veröi haldnar þar hinn 18. október næstkomandi. Slðustu kosn- ingar voru haldnar i landinu 7. marz og leiddu þær til blóðugra óeirða þar eðstjórnarandstaðan sakaði stjórnarflokk Ali Bhuttos um að hafa haft I frammi kosningasvik. óeiröir þessar leiddu til þess aö herinn tók völdin I landinu og hefur nú boðað til nýrra kosninga. A myndinni sést Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra landsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.