Alþýðublaðið - 06.08.1977, Page 7
jjjw1" Laugardagur 6. ágúst 1977
7
heldur en einn af nánustu sam-
starfsmönnum yðar I „bombu-
málinu” drekkur „normalt” á
einu kvöldi. Og svo mikiö er
vist, að yfirmaður templara
lýsti þvi yfir nýlega á prenti hér
i bænum að engin landsstjórn
hefði gert eins mikið til aö halda
áfengisbölinu i skefjum eins og
sú stjórn, er nú situr. Og þar
sem áfengismálin heyra aðal-
lega til dómsmálaráðuneytinu,
viröast ummæli Mbl.-manna
um mig i sambandi við áfengi
fremur bera vott um vöntun
röksemda, svo að ekki sé fast-
ara að kveðið.
Þriðja herferðin var gerð i
sambandi við eitur. Ihaldsmenn
höfðu heyrt að til væru eiturteg-
undir, sem gerðu menn mjög
skarpa og afkastamikla um
stund, en eftir nokkur ár væri
heilsan farin. Að þvi er viröist
þótti hinum treggreindu og
verkasmáu Ihaldsleiötogum,
sem ég skildi meira en þeir og
starfaði meira en þeir. Þeim
datt ekki i hug aö áhugi, og
vinnuþekking gerði nokkurn
verulegan mun. Þeir héldu, að
éggeröi mig gáfaðan og dugleg-
an á þessu merkilega eitri og
fengi um stund með þeim hætti
lánaða orku frá ókomnum ár-
um. Ólafur Thors og Valtýr
Stefánsson gengu i flokki sinum
fram fyrir skjöldu með þennan
skemmilega rógburð um eitur-
nautnmina, annará landsmála-
fundi i Vik, hinn i blaði sinu.
Báðir vissu, að þeir fóru með
visvitandi ósannindi. Báðir
skrökvuðu i sama tilgangi og
þér, Helgi Tómasson. Þeir gátu
ekki unnið mál sin með rökum.
Heldur en tapa leik i byrjun,
vildu þeir freista að vinna með
slikum meðulum. Seinna mun
það ef til vill þykja merkilegt,
þegar frá verður sagt, að menn
sem engan dag ársins eru lausir
við eituráhrif vinanda og tóbaks
hafi reynt að rógbera fyrir eit-
urnautn mann, sem ekki notaöi
æsandi meðul fyrr eða siðar á
ævinni. En jafnhliöa þvi og ég
rek þennan þátt i bardagaaðferð
andstæöinga minna vil ég þakka
það hól óvinanna, er þeim finnst
mitt hversdagslega starfsþrek
óskiljanlegt út frá ööru sjónar-
miöi en þvi, að höfuöstól fram-
tíðarinnar sé eytt fyr en vera
ber.
Þá kem ég að fjóöra og sið-
asta kaflanum, þeim kaflanum,
sem verður tengdur við nafn yð-
ar á sama hátt og lygasagan um
„fermingarbarnið” við Valtý,
og sagan um eitrið, sem átti að
gera menn gáfaða og duglega
verður kennd við Ólaf Thors og
Mbl.
Þér, Helgi Tómasson, hafiö
fundið upp og borið út þá sögu,
að ég værigeðveikur, og að þess
vegna yrði að taka af mér með
valdi, þau opinberu störf er ég
gegni nú, ef ég sleppi þeim ekki
án þess fyrir vinsamlegar bend-
ingar yðar. Þetta er „stóra
bomban”, sem þér og nokkrir
félagar yöar hafa veriö aö leika
ykkur að undanfarnar vikur i
þeirri von, að þið ættuð hægari
leik með að kúga sveitir lands-
ins undir óvinsæla, afdankaða
lækna, og bjarga fjárglæfra-
mönnunum I Reykjavik yfir á
bak hinna fátæku vinnandi
stétta I landinu, ef ég væri út
sögunni I þjóðmálum landsins.
Siðan um nýár hafið þér,
Helgi Tómasson, hvislað i eyru
kunningja yðar, sem oft hafa þá
um leiö verið andstæðingar
minir, þeirri sögu að ég væri
geöveikur. Þér hafiö leitaö fyrir
yður hvernig jarðvegurinn væri
í þinginu. Uppúr dylgjum yöar
og „vina” yðar hafa svo spunn-
ist nýjar útgáfur. Ég átti að
hafa verið undir yðar hendi um
alllanga stund, sökum geöveiki.
Ég átti að hafa verið um tima
sem sjúklingur á Kleppi o.s.frv.
Frá „vinum” yðar barst svo
út orusturáðageröin. Þið Þórður
á Kleppi áttuð að undirskrifa
vottorð um mittandlega heilsu-
far og ef til vill tveir aörir af
„vinunum”. Þetta vottorð átti
að senda forsætisráðherra og
forseta sameinaðs þings. Af
Tryggva Þórhallssyni forsætis-
ráöherra mun hafa verið ætlast
til þess, að hann bæði um lausn
fyrirsinn „sjúka” starfsfélaga,
en af forseta þingsins, að hann
léti konunginn vita um verðug-
an eftirmann.
Um sama leyti og „bomban”
ykkar var að biða eftir að
springa varö ég lasinn af kvefi
og hálsbólgu, fékk snert af hita
og hefiekki getað farið Ut siðust
10 daga. Einn af hálslæknum
bæjarins, Friðrik Björnsson,
hefir komið flesta dagana og
„penslað” hálsinn.
Þettaallteruisjálfu sér ofboð
hversdagslegir hlutir og varla
til að færa i frásögur ef f orgöngu
yðar i þessari einkennilegu
veikindasmiði, hefði ekki komið
til greina.
Þegar ég haföi legið 4 eöa 5
daga, með lágan hita, en þó ekki
fær um að fara út, er hringt um
kl. 8 að kveldi. Kona min varð
fyrir svörum. Aðeins kunningj-
armi'nirkomu til min á daginn
og einstöku aðrir menn, sem
áttu brýnt erindi við fyrstu
skrifstofu. Konan min segir mér
þá, að þér, Helgi Tómasson,
biðjið um leyfi til að koma.
Henni datt I hug, að þér kæmuö
til að karpa um læknamálið, en
ég taldi það óhugsandi. Yöur
sem lækni gæti ekki komið til
hugað að fara tilefnislaust, að
gera manni, sem væri lasinn og
með hita, ónæði rétt fyrir hátta-
tima til þess eins að þrátta um
pólitískt deilumál.
Þér komið litlu siðar og yður
er boðið sæti hjá rúmi minu.
Ekki eruð þér fyr seztur, en þér
segið að þér komið frá forsætis-
ráðherra og hafið verið að reyna
að hindra að framkvæmt yrði
eitthvert regin hneyksli. Þér
bætið við, að ýmsar sögur gangi
um mig i bænum, sem séu
kenndar yður, en þér segizt
treysta mér til að trúa ekki slik-
um áburði. Þér sátuð dálitla
stund, undarlega „nervous” og
flöktandi. Erindi kom aldrei
neitt, en eitt sinn létuð þér i
ljósi, að yður fyndist ýmislegt
„abnormalt” við framkomu
mina. Ég spurði spaugandi,
hvort þér kæmuð til að bjóða
mér á Klepp. Þér svöruðuð þvi
ekki, en af óljósu fálmi yðar
þóttist ég vita um „bombuna”
ogsegiað d þér sendið eitthvert
skjal af þvi tægi þá myndi það
verða „historiskt plagg”. Þér
þögðuð við þvi, en virtust vera
að tæpa á þvi, að ég léti undan
læknunum um veitingar em-
bætta. Ég benti yður á, að ekki
væri læknislegt aðkoma I slika
heimsókn á þeim tima dags. Um
læknana væri ekkert nýtt að
segja.Nokkrir þeirra hefðu gert
uppreisn móti lögum landsins.
Stjórnin hefði gert sinar ráð-
stafanir. Þar væru engar milli-
leiðir. Sá sterkari myndi sigra
að lokum. Eftir 5 ár skildum við
lita yfir vigvöllinn, ef við lifðum
þá báðir. Þá rétti ég yður hend-
ina og gaf yður til kynna að
samtalinu væri lokið. Kona min
fylgdi yður til dyra. A ganginum
var ljóst, og fólk á ferli. Skrif-
stofa min er næsta herbergi við
stofuþá er ég lá i og þunnt skil-
rúm á milli. Þar var dimmt. Þér
genguð þar inn og kona min á
eftir inn fyrir þrepskjöldinn.
Þér kveiktuð ekki á rafljósinu,
þótt þér hlytuð að vita að
kveikja mátti viö dymar, en
þær voru opnar fram á ganginn.
Þegar konan min er komin inn
fyrir þrepskjöldinn, gripið þér
þétt með báðum höndum um
handlegg hennar og segið i
dauðaþungum, alvarlegum
róm : Viðið þér að maðurinn yð-
ar er geðveikur. Stutt samtal
spannst milli ykkar, þar sem
þér bættuð þvi við, að hún mætti
ekki segja mér, hvað þér hefðuð
um mig sagt. Þér voruð rólegur
ofan á, en undir niðri svo æstur,
að þér virtust eiga bágt meö að
ganga niður stigann.
Framkoma yðar gagnvart
konu minni er þvi undarlegri,
þar sem hún hafði gengfð til yö-
ar til að fá bættan höfuöverk og
of mikinn blóðþrýsting. Þér
höfðuð jafnan komið fram eins
og heiðursmaður gagnvart
henni, þar til i þetta sinn, og
lækningar yðar i þvi efni borið
nokkurn árangur. Þvi óvæntari
kom henni þessi voðaaöferö yð-
ar. Sjálfur höföuð þér jafnan
sagt henni, að heilsunnar vegna
yrði hún að forðast geðshrær-
ingar. Þér breyttuð ekki alveg
eftir þvi, sem læknir i þetta
sinn.
Alveg eins og þér vilduð ekki
að kona min segði mér frá hinni
„fræöilegu” niðurstöðu yðar,
nefnilega að ég væri brjálaður,
höfðuð þér beöiö forsætisráð-
herra að segja ekki að svo
stöddu frá samtali ykkar, sem
mun þó hafa frá yðar hálfu
gengið mjög i sömu átt. En litlu
siðar játuðuð þér annarsstaðar,
að þér hefðuð verið hjá forsætis-
ráðherra hálfan fjórða tima, og
aö þér hefðuð tilkynnt honum,
að annaðhvort yröi ég að fara úr
stjórninni eða þér mynduð fara
frá Kleppi. Sömuleiðis hafið þér
játað, að forsætisráöherra hafi
ekki tekið máli yðar lfklega, og
talið allt framferði yðar þáttúr
baráttu embættaklikunnar. Af
ýmsum heimildum er helzt að
sjá, sem þér hafið hangt á for-
sætisráðherra með álappalegri
frekju, orðið meir og meir undir
ideilunni, og farið þaðan burtu i
einu æstur og lamaöur.
„Stóra bomban” féll ekki
þennan dag. Þér virðist hafa
látið yður nægja hótanir. Eftir
þvisem þér segið frá, hefir yður
komið sú fáránlega meinloka i
hug, að stjórnir á Islandi færu
frá, eða ráðuneytum væri ger-
breytt, ef einn litill læknir kæmi
til forsætisráðherrans og segðist
fára, ef ráðuneytið segði ekki af
sér eða væri ekki ummyndað.
Að hve miklu leyti þér hafið þar
haft i frammi frekari hótanir,
kemur væntanlega I ljós siðar.
Koma yðar til min er ekkert
nema mjög ókurteis hótunar-
ferð. Þér vitið að ég er rúmfast-
ur og með hita. Þér máttuð vita,
að ég tæki ekki á móti yður á
þfeim tima dags, nema af þvi ég
hélt, að þér hefðuð nauðsynlegt
mál með höndum fyrir spital-
ann. Aðfara að tala um magnaö
deilumál var i einu ósamboðið
lækni og manni, sem nokkrar
kröfur voru gerðar til. Þér kom-
iðtil að hræða. Þér laumist inn i
heimilið undir yfirskyni trúnað-
ar. Þegar til kom eruð þér of
þreklaus til að segja erindið
nema undir rós. Og þegar ég
bendi yður á að deilurnar milli
uppreistarmannanna og rikis-
valdsins verði að útkljá, sterk-
ari málstaðurinn að sigra, þá er
yður öllum lokið og þér hörfið
undan. *>
En það má ekki gleyma að þér
byrjið á öðru. Þér biðjið mig að
trúa ekki sögum um mig, sem
þérséuðborinn fyrir. Þér, sem i
nokkra mánuði höfðuð verið
pottur og panna i að búa til sög-
urnar um geðveiki mina, dreifa
þeim út, og reyna að fá fólk til
að trúa að þér segðuð satt. Þér
voruð rétt skilinn við forsætis-
ráðherra, þar sem þér virtust
ekki hafa haft annað erindi en
að freista að sannfæra hann um
„fræði” yðar mér viðvikjandi.
Og fáum mánuðum eftir að þér
fram berið þessa mjög ósönnu
afsökun við mig, komið þér að
sömu drengskapariðkuninni við
konu mina. Kjarkur yðar sýnist
þennan dag hafa verið á borð
við drengskapinn og sannleiks-
ástina, hvernig sem yöur kann
að vera farið endranær.
Framkoma yðar gagnvart
konu minni, sem ætlar af kurt-
eisi að fylgja yður til dyra, er þó
hámark „bombustarfsins”
þennan dag. Það er ómögulegt
að skilja framkomu yðar öðru-
visi en svo, að þér hafið ætlað að
lama konu mina. Þér vitið að
hún á heilsu sinnar vegna að
forðast geðshræringar. En þér
komið þannig fram, aö þaö var
ekki yðar dyggð að þakka, held-
ur þreki hennar og hinna öruggu
vissu um að þér væruð aö segja
ósatt, sem bjargaði henni úr
þessari heifta’rlegu árás.
Sé ferill yðar rakinn þennan
dag, þá er helst að sjá, að um
morguninn hafið þér sótt I yður
kjark hjá „collegunum”. Þér
vitið að ég er lasinn, aldrei
þessu vant. Yöur og „vinunum”
finnst tækifærið gott. Þér gerið
stórt áhlaup á formann stjórn-
arinnar, en hann virðist taka
visindaskýringum yðar með
kulda og fyrirlitningu. Þér finn-
ið, að þar hefir ekkert unnist á.
Þér hyggist að reyna þá að lina
sjálft fórnarlambið, dómsmála-
ráðherrann, sem ekki vill veita
embætti,eftir vild yðar, og, ekki
ganga i miljónaábyrgð fyrir
bandamenn yðar, braskarana i
Reykjavik. En þér biðið þar enn
ósigur. Þá er siðasta úrræðiö að
búa svo að konu minni, að hún
verði fýsandi að ég kaupi mér
frið hjá hinum volduga „geð-
veikisfabrikant” á Kleppi. En
þar varð ósigur yðar mestur, ef
til vill svo mikill, að þér náið
ekki með yðar vanköntuðu
greind út yfir afleiðingarnar
einsog þær hljóta að verða fyrir
yður, að reka þvfllka lækninga-
starfsemi.
Vinnubrögð yðar i þessu máli
eru býsna undarleg. Ef landið
þarf að vita um ástand manna,
sem lögreglan hefir grunaðan
um geðveiki, þá takið þér þá
menn á sjúkrahús yðar, og getið
venjulega ekkert sagt um
ástand þeirra fyr en eftir langan
tima, oft marga mánuði. Um
leið þarf landsjóður að greiða
yður fyrir hinar „visindalegu
athuganir” yðar frá 250 upp i 500
kr. fyrir hvert höfuð. En þegar
uppreisnarlæknunum finst sér
liggja á að losna við mig úr póli-
tikinni dálitla stund, þá þarf
enga rannsókn. Enginn þarf að
kveðja yður til. Þér farið að eins
og lögreglustjóri, sem tekur
menn fasta, dæmir þá og hegnir
rannsóknarlaust, aðeins af þvi,
að einhverjir „vinir” telji sér
koma vel að vera lausir við ein-
hvern samborgara.
Þér hafið efnt til þessarar
sóknar út af tilbúinni geöveiki
minni, eingöngu eins og hér sé
að ræða um pólitiskt mál. Þér
hafið verið, eins og allir aðrir,
svo fullviss um, að þér segðuð
allt i þessum efnum ósatt, að yð-
ur hefir ekki dottið i hug nein
lækningastarfsemi, heidur ein-
göngu stjórnarskipti, og ,-,syst-
em”-skipti I landsmálunum.
En úr þvi, að þér hafið kosið
að hefja hér pólitiskt mál, i þvi
skyni aö valda straumhvörfum i
hugum manna i landinu, þá
verðið þér að enda leikinn fyrir
opnum tjöldum. Þér hafið tvo
vegi um að velja: Að taka aftpr
allar dylgjur yðar og rógmæli
um mig, játa opinberlega, að
þér hafið verið ginningarfifl
annara, að sumu leyti lélegra
manna, og sjálfur æstur og van-
kunnandi i yðar grein, svo sem
mest mátti veröa. Slik ofaniát
eru algeng i þeim pólitisku her-
búðum, þar sem vinir yðar
„bombume'nnirnir” hafast viö.
Það eru ekki nema nokkrar vik-
ur siðan að allir þrir höfuðrit-
stjórar Mbl. og Isafoldar fram-
kvæmdu slikt ofaniát uppi i
hegningarhúsi og siðan frammi
fyrir allri þjóðinni.
Hin leiðin er sú, að leggja
fram fyrir þjóðina glögg rök
fyrir þvi, sem þér kallið geð-
veiki mina. An þess að ég áliti
mérskyltað kenna yður eitt eða
neitt, gæti komið til mála, að
þér reynduð að sanna á mig
andlega vanheilsu út frá afskift-
um minum af heilbrigðismálum
landsins. Þetta ætti að vera
helzt hugsanlegt, með þvi, að
það mun vera eina hliðin á
stjórnmálastarfsemi minni,
sem þér kunnið að bera eitt-
hvert skynbragð á. Þér gætuð
tekið þátttöku mina i þvi að
koma upp Kristneshæli, hversu
mér tókst að bjarga landsspit-
alamálinu úr strandi þvi, er
G.H. hafði valdið. Þér gætuð
máske talið veiklunarmerki að
hafa gert menntaskólann að
hreinlegri stofnun i stað þess, að
það var áður ein hin hættuleg-
asta berklastia I landinu. Að
sömu niðurstöðu kynnuð þér að
komast i sambandi við þá breyt-
ingu, sem hefir orðið á liðan
sjúklinga á Vifilstöðum. Þeir
una nú vel hag sinum, en fóru
oft áður með hatursorð og böl-
bænir á vörunum I gröfina eöa
heim i átthagana um vissar
starfsmanneskjur á hælinu, sem
embættaklikan hélt verndar-
hendi yfir. 1 augum yðar er það
sennilega sjúkleikamerki i heil-
brigðismálum, að hafa komið
sundhallarmáli Reykjavikur
með 8 ára erfiði i þaö horf, sem
nú er. En sú barátta hefir aftur
yttundir hinfe>öru fjölgun sund-
lauga út um land, sem aldrei
hefir verið unnið jafnmikiðc^ið
og i tið núverandi stjórnar. Tvö
mál vil ég að siðustu nefna, sem
eru meðal hinna þýðingarmestu
átaka i heilbrigðisstarfsemi
þjóðarinnar. Fyrst kaupin á
hverajörðunum i Olfusinu, þar
sem unnt er að koma upp hinum
heppilegustu sjúkra- og vinnu-
heimilum fyrir berklaveika
menn, létta miklum kostnaði af
landsjóði og- hjálpa mörgum
hinna Sjúku til sjálfsbjargar. 1
öðru lagi byggingar og land-
námssjóðurinn, sem er ab skapa
alveg nyjan grundvöll fyrir
heilsusamlegu lifi sveitafólksins
á tslandi.
Ef til vill skilst yður, að það
verði nokkrum erfiðleikum
bundið að sanna fyrir almenn-
ingi, að þessi og önnur vinnu-
brögð i þágu betra og heilbrigð-
ara lifs i landinu, séu vottur um
sjúkleika. En i hverju er þá heil-
brigði stjórnmálamanna fólgið?
Er heilsa og hreysti slikra
manna að yðar áliti bezt sönnuð
með augljósum dæmum um
heimsku, þekkingarleysí, vönt-
un á skapandi krafti, og kjarki
til framkvæmda? Sennilega
finnst yður svo vera.
Ég tek að siðust eitt dæmi til
skýringar á þessu fyrirbrigði,
sjúkleiki og heilsuhreysti
stjórnmálamanna. Þér vitið, að
i 70 ár hefir staðið steinhús á lóð
menntaskólans. Þetta hus var
fullt af bókum. En fyrir þvf var
þung járnhurð og hún var nærri
alltaf lokuð. Sárfáir af hinum
mikla fjölda nemenda kom
nokkurntima inn i þetta hús.
Hvorki húsið eða bækurnar
höfðu nokkra lifræna þýðingu
fyrir skólann.
Skólann vantaði tilfinnanlega
meira húsrúm, og nemendur
vantaði bókasafn. Hvortveggja
vartil. En hvorki bókasafnshús-
ið né bækurnar voru notaðar.
Við skólann starfaði áratug eftir
áratug mikill fjöldi lærðra
manna, sem ekkert gerði alla
æfina nema sýsla við bækur. Og
i skólanum voru tugir og hundr-
uð af ungu fólki, sem var verið
að ala upp til að lega bækur. En
hvorki þeir ungu eða gömlu
fundu þetta hús. Það var sama
sem týnt inni I miðjum Reykja-
vikurbæ I 70 ár.
Þetta hús fannst, og sá sem
fann þennan dýrmæta hlut, var
einmitt ég, þessi hættulegi
„sjúklingur”, sem þér berið
mjög fyrir brjósti. Ég hefi látið
opna húsið, setja i það ofna og
ljós, mála veggina, prýða sal-
inn, koma bókunum svo fyrir,
að þær verði nothæfar daglega
fyrir nemendur menntaskólans,
eftir þvi, sem þeir vilja og hafa
tima til að vinna. Viðgerð húss-
ins er að verða lokið. Skóiafólkið
hlakkar til að koma i nýjg bóka-
safnið, sem lá falið fyrir augum
þeirra heilbrigðu I 70 ár, en
fannst og var opnað aftur af
manni, sem þér álitið og segið
að sé hættulega andlega sjúkur.
Auðvitað dettur mér ekki i
hug að það sé neitt kraftaverk
að finna íþökuhúsið og láta gera
það nothæft. Mér finnst það of-
boðsjálfsagt, einmitt þannig, að
hver heilbrigður maður hefði átt
að sjá, að það sem ég hefi látið
gera þar hefði átt að vera búið
að framkvæma fyrir tveimur
mannsöldrum.
Það er engin ástæða að þakka
mér fyrir bókasafnið. Mitt hrós,
ef eitthvert er, byggist á saman-
burði við marga farisea og
skriftlærða, sem gengu blind-
andi framhjá, en sáu hvorki
húsið né bækurnar, áratug eftir
áratug. Auðvitað eruð þér einn
af þessum blindingjum. Aldrei
hefði yður dottið i hug að eyða
einum þúsundasta parti af
þeirri orku, sem þér hafið notað
i geðveikisbombuna fyrir ihald-
ið, til að leysa úr jafnaugljósu
máli og bókasafnstýnslunni við
menntaskólann.
Nú liggur einmitt þetta dæmi
fyrir til skýringar. A sömu mán-
uðunum, sem þér og „vinir” yð-
ar eruð að búa ykkur undir að
heimta mig úr landstjórninni
sökum andlegra? vanheilsu, þá
leysi ég þetta litla mál, þannig
að hver maður segir nú: Auðvit-
að vaí'sjálfsagt að gera við hús-
ið og hleypa æskunni úr skólan-
um inn i það. Nú spyr ég yður
Framhald á bls. 10
^^.^^mmmmmmm^mmmmm*