Alþýðublaðið - 26.08.1977, Blaðsíða 1
FOSTUDACUR 26. AGLIST
Ritstjórn er til húsa í
Síðumúla 11 —
Síminn er (91)81866
— Kvöldsfmi frétta-
vaktar (91)81976
Landbúnaðarráðherra hefur tekið ákvörðun:
Fiski og seiðum í
Laxalóni skal eytt!
Stofnræktarfiski af regnbogasilungi þyrmt
— Viö sendum Skúla
bréf i gær þar sem honum
er tilkynnt sú ákvörðun
ráðherra að eytt skuli öll-
um f iski og sei ðum í lax-
eldisstöðinni að Laxalóni
að undanskildum stofn-
ræktarfiski af regnboga-
silungi/ sagði Sveinbjörn
Dagfinnsson í samtali við
Alþýðublaðið síðdegis i
gær.
A6 sögn Sveinbjarnar er ekki
búið að dagsetja hvenær hafizt
skuli handa við slátrun fiskjar-
ins, en þeim Brynjólfi Sandholt
og Arna. tsakssyni verður falið
að sjá um framkvæmdina.
Hvað varðar bætur vegna
þessa tjóns sagði Sveinbjörn að
ekki hefði verið tekin nein
ákvöröun af hálfu landbúnaðar-
ráðuneytisins þar aö lútandi.
Hins vegar hefði þvi marg oft
verið lýst yfir að ráðuneytið
væri tilbúið að athuga mögu-
leika á bótum, án þess að þvi
fylgdu nokkrar fyrirfram skuld-
bindingar.
Er Alþýðublaðið hafði sam-
band við Skúla Pálsson eiganda
fiskeldisstöðvarinnar að Laxa-
lóni þar sem hinn sýkti fiskur er
talinn vera, hafði honum ekki
borizt bréf ráðuneytisins og
vildi þvi ekki tjá sig um málið,
að svo stöddu. Sömu sögu var aö
segja um lögfræðing Skúla,
Svein Snorrason.
-GEK
Kemur varla á óvart
— Segir Jakob Hafstein í Veidi-
og fiskiræktarráði
Ég veit sannarlega ekki hvað
maður á aö segja um þessi
málalok, en varla koma þau á
óvart þegar höfð er hliðsjón af
þvi hve langt er siðan Fisksjúk-
dómanefnd komst aö þeirri
niðurstöðu að um smitandi
nýrnasjúkdóm væri að ræða i
Laxalóni, og þeir eru jú sér-
fræðingar i þessum málum,
ekki satt. Þannig fórust Jakobi
Hafstein i veiði- og fiskiræktar-
ráði Reykjavlkurborgar orð, er
Alþýðublaðið kynnti honum úr-
skurð landbúnaöarráðherra
varðandi fiskeldisstöðina að
Laxalóni, en sem kunnugt er
gekkst ráðið fyrir þvi að hingað
kom kanadiskur sérfræðingur i
fisksjúkdómum til að kynna sér
Skúli Pálsson i laxeldisstöð sinni. — mynd -GEK
ástand i fiskeldisstöðvum hér á
landi.
Var sá maður meðal annars
fenginn hingað til lands i kjölfar
þeirra deilna sem risu upp
vegna Laxalónsstöðvarinnar,
þótt megintilgangur feröarinn-
ar hafi verið að rannsaka fisk-
eldisstöð Reykjavikurborgar.
Um skýrslu Kanadamannsins
er þaö að segja að hennar er von
einhvern næstu daga, en ekki
hefur þótt ástæða til að biöa með
ákvarðanatöku hennar vegna.
Sagði Jakob aö það eina sem
vekti furðu i sambandi við
ákvöröun ráðherra væri hversu
langan tima það hefði tekiö ráð-
herrann að komast að niöur-
stööu. -GEK
Skagamenn uröu tslands-
meistarar i gærkvöldi. Valsmenn
sem þurftu aðsigra Vikinga i sið-
asta leik tslandsmótsins náðu að-
eins öðru stiginu i ótrúlega spenn-
andileik. Orslit leiksins uröu þrjú
mörk gcgn þremur.
Mikil spenna var i leiknum
strax I upphafi og létu hinir
fjöldamörgu áhorfendur duglega
i sér heyra. Víkingar skoruöu
fyrsta mark leiksins strax á 12.
mínútu. Þeirfóru nú aö leika eins
og það væru þeir sem berðust um
meistaratignina, drógu sig aftur
og fóru aö tefja. Undarleg ráð-
stöfun þar sem þeir áttu alls kost-
ar við Valsmenn i sókninni.
Valsmenn jafna snemma i síö-
ari hálfleik en það dugði skammt.
Vfkingar skoruðu aftur. Vals-
menn jafna og enn skora Viking-
ar. Það var siðan fimm minútum
fyrir leikslok, að Valsmenn jafna
Ur viti.
Nú sauð upp úr, allt ætlaði af
göflunum að ganga. Taugaspenna
leikmanna, jafnt sem áhorfenda
var mikil pg er undirritaöur t.d.
enn skjálfandi, er hann skrifar
þessar linur.
' Lciknum lauk sem sagt með
jafntefli og þar með urðu Skaga-
menn islandsmeistarar, hlutu
alls 28 stig, en Valsmenn urðu i
öðru sæti með 27 stig.
Skagamenn eru sannarlega vel
að þessum sigri komnir, hafa átt
mjög góða leiki seinni hluta is-
landsmótsins. Þvi verður þó ekki
á móti mælt að skemmtilegra
hefði verið fyrir knattspyrnuunn-
endur að fá hreinan úrslitaleik.
Til hamingju Skagamenn!
— ATA