Alþýðublaðið - 26.08.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.08.1977, Blaðsíða 5
£Sfö" Föstudagur 26. ágúst 1977 5 SKOPUN Finnur Torf8 Stefánsson skrifaT) Kveinstafir fiskverkunaraöila upp á siðkastiö og hótanir um framleiðslustöövun og þar með atvinnuíeysi gefa tilefni til hug- leiðinga um hvort ekki sé tima- bært að endurskoða skipulag og rekstur fiskvinnslunnar i land- inu i grundvallaratriðum. Fisk- verkunaraðilar hafa nú i raun óskað þess að tap af fyrirtækj- um þeirra verði þjóðnýtt. Sú spurning gerist áleitin hvort ekki sé timi til kominn að fara eins og með gróðann. Taprekstur í fiskvinnslu Það er einkum tvennt sem menn kenna um tapreksturinn i fiskvinnslunni. Allt of háum og óraunhæfum kjarasamningum og of háu fiskverði. Siðarnefnda orsökin virðist þó ekki vega mjög þungt, þar sem það hefur veriðupplýst siðustu daga að al- mennt greiði fiskkaupendur hærra verð fyrir afla en um- samið fiskverð segir til um. Hinir óraunhæfu kjarasamning- ar eru þeir sömu kjarasamning- ar, sem m.a. fulltrúar fisk- vinnslunnar undirrituðu i vor, og bera að sjálfsögðu fulla á- byrgð á að sinum hluta. Séu kjarasamningar óraunhæfir nú hljótaþeir einnig að hafa verið ó- raunhæfir þá. Það er engu likara en þær hót- anir sem nú hafa komið fram um vinnslustöðvanir ef rikis- valdið kemur ekki til hjálpar, hafi verið skipulagðar fyrir- fram og kjarasamningar undir- ritaðir með það i huga. Verka- lýðshreyfingin gerir kröfur. Hér virðist enn einu sinni vera á ferðinnihin „rússneska rúletta” i islenzkum stjórnmálum, á- hættuspilið, sem allir vita þó hvernig endar. Vinnuveitendur samþykkja þær og velta þeim siðan yfir i rikisvaldið, sem tek- ur við þeim og veltir yfir á al- menning i auknum álögum og aukinni verðbólgu, sem aftur kallar ánýjarkjarabætur það er auðvitað fráleitt að kenna fisk- verkunaraðilum um þetta á- stand einum eða vinnuveitend- um, þótt þeirra hlutur sé uppi núna. Það er jafn fráleitt og að skelia skuidnni á verkalýðs- hreyfinguna eina, eins og svo oft heyrist gert meðan á vinnudeil- um stendur. Abyrgðina bera þeir sem lögum samkvæmt hafa hin æðstu völd, Alþingi og rikis- stjórn. Kröfur fiskverkenda nú eru enn ein áminning um það, að íslenzkir stjórnmálamenn al- mennt og rikjandi rikisstjórn sérstaklega er viðs fjarri þvi að hafa þá stjórn á efnahagsmál- um,semþjóðarhagsmunir krefj- ast. Þjóðhagsstofnun athugar nú hversu réttmætir kveinstafir fiskverkenda eru, og fáir efast um að reksturinn eigi i efiðleik- um. Rikisvaldið á i raun engra kosta völ annarra, en að veita nokkra aðstoð eigi að forða at- vinnuleysi og verðmætasóun. Nokkurt val er hins vega um það með hvaða hætti slik aðstoð verður veitt, enda þótt gengis- felling sé nú að likindum örð- ugra úrræði en oftast áður. Hitt er ljóst að i hverju sem þær að- gerðir eru fólgnar, verð þær gagnlitla til lengdar nema jafn- framt verði gerð tilraun til heildarlausnar á þeim vanda- málum sem hæst ber i islenzku einahagslifi um þessar mundir. Enginn trúir lengur á smá- skammtalækningar. Menn biða eftir skipulegum vinnubrögðum og eru fúsir til að sætta sig við skammtima óþægindi ef unnt er að treysta á varanlegan bata siðar. Hvernig ríkis afskipti? Hér áður fyrr deildu jafnaðar- menn og talsmenn frjáls hag- kerfis um ágæti áætlunarbú- skapar. Hinir siðarnefndu héldu þvi fram að áætlunarbúskap hlyti jafnan að fylgja óþolandi skerðing á frelsi einstaklinga, jafnframt þvi sem hann kæmi i veg fyrir hámarksarðsemi i rekstri, þar sem eigendur fyrir- tækja hefðu ekki 'nvata áhættu og gróða. Mótmæli gegn þvi að rikisvaldið hafi afskipti af efna- hagslifinu heyrast sem betur fer ekki lengur. Eigendur helztu at- vinnufyrirtækja telja ekki leng- ur áhættu nauösynlegan hvata til hagkvæmni i rekstri. Þeir hafa þvert á móti velt henni yfir á rikisvaldið með drengilegum stuðningi borgaralegra stjórn- málamanna. Þetta er i raun fullkomlega eðlilegt i nútima- þjóðfélagi. Atvinnuöryggi og af- koma fólks getur auðvitað ekki ráðist af þvi hvort einstakir at- vinnurekendur spjara sig vel eða illa. Um þetta er ekki lengur deilt. Um hitt virðist enn vera á- greiningur með hvaða hætti rik- isafskiptin eiga að vera. Það er auðvitað enginn áætlunarbú- skapur þótt rikisvaldið bjargi atvinnufyrirtækjum á siðustu stundu þegar allt er að fara i strand. Það er heldur ekki áætl- unarbúskapur þótt rikið sjái um að fjármagna atvinnulif og framkvæmdir, ef það er gert með þeim hætti að dreifa fyrir- greiðslu sem pólitiskum greið- um eftir atkvæðasjónarmiði. Aætlunarbúskapur byggir þvert á móti á skipulögðum vinnu- brögðum við mótun almennra reglna, sem allir þegnar þjóðfé- lagsins standa jafnir frammi fyrir. Slik stefna brýtur auðvit- að þvert i bág við smá- skammtalækningar og fyr- irgreiðslupólitik. Hér eiga jafn- aðarmenn mikilvægt verk að vinna. Erlendis frá T ékkóslóvakfa t ár eru liðin 9 ár fra innrás Varsjárbandalagsherja inn i Tékkóslóvakiu og 21. ágúst s.l. — sjálfur afmælisdagur innrás- arinnar — var alþjóðlegur mót- mæladagur gegn sovézkri her- setu i landinu. Vitað er að þrátt fyrir 9 ára hersetu, hefur sovézku herjunum og leppum þeirra ekki tekizt að koma á „eðlilegu ástandi” i landinu. Nægir að nefna lýðrétttindabar- áttuna sem kennd er við „Charta ’77” og þær ofsdknir sem kerfisandstæðingar i Tékkóslóvakiu þurfa að þola. „Charta ’77”er opið bréf, undir- ritað af 257 Tékkóslóvökum 1. janúar 1977. 1 þvi er mótmælt starfsbanni fyrir andstæðinga stjórnvalda. Þar er þvi slegið föstu að i Tékkóslóvakiu við- gangist simahleranir, eftirlit með pósti, njósnir, húsrann- sóknir og margs konar opinbert eftirlit með alþýðu landsins. „Charta ’77” og þær undir- tektir sem það plagg hefur feng- ið, hefur svo orðið hvati að auknum fangelsum og kúgun andstæðinga stjórnvalda. Einn af undirskriftarmönnum bréfsins, Jan Patocka, hefur til dæmislátið lif sitt vegna aðildar sinnar að tilurð þess. Hann lét lifið eftir 11 klukkustunda yfir- heyrslur hjá lögreglunni, eða „yfirheyrslur” voru pynd- ingarnar a.m.k. kallaðar. „Charta ’77” er vel þekkt plagg um allan heim og er birt- ing þess mikill sigur fyrir and- stöðuöflin i Tékkóslóvakiu. Það er þvi til litils fyrir tékknesk yfirvöld að einangra þá sem fremst hafa staðið i réttinda- baráttunni. Nú fyrir nokkrum dögum var svo sent út 11. ávarpið i nafni „Charta ’77”. Það er m.a. undirritað af Jiri Hajek, fyrrum utanrikisráðherra Tékkó- slóvakiu, og hlýtur það að vera talsvert svekkelsi fyrir yfirvöld. Þau hafa reynt að einangra Hajek siðustu mánuði og hann hefur t.d. átt i miklum erfiðleik- um með að halda uppi lág- markssambandi við sina nán- ustu. Hajek hefur i framhaldi af undirskrift sinni þurft að þola langar og strangar lögregluyfir- heyrslur og sýnir það að baráttu yfirvalda gegn „Charta ’77” er siður en svo lokið. Fyrrum ráðherra týnd- ur Vestrænir fréttamenn hafa beðið eftir pólitiskum rétt- arhöldum sem halda á yfir blaðamanninum Jiri Lederer og fyrrum leikhússtjóra, Ota Ornest.Sagt varað réttarhöldin yrðu í júli, en sfðan var þeim frestað fram i ágúst og nú virð- ist svo sem þeim hafi enn verið frestað. Stjórnvöld vonast til þess að við réttarhöldin komi fram eitthvað sem þau geti sið- an notað gegn leikritahöfundin- um Vaclav Havel og leikhús- fræðingnum Frantisek Pavel- icek, þannig að siðar verði hægt að efna til réttarhalda yfir þeim tveim. Allir fjórir voru hand- tekniri janúar s.l„ en þeir tveir siðast töldu voru látnir lausir i vor. Nú á afmæli innrásarinnar er einnig ástæða til að vekja athygli á örlögum fyrrum ráð- herra i Tékkósslóvakiu, Josefs Grohman að nafni. Hann var handtekinn þegar hann kom heim frá Paris fyrir 9 mánuð- um. Grohman var þekktur leið- togi stúdenta fyrir um 20 árum og var i ágætum samböndum við Moskvu-vinsamlega flokka austan tjalds og vestan. Hann starfaði hjá UNESCO iParisog hafði, að þvi er bezt er vit- að, engin afskipti af lýð- réttindabaráttu i Tékkó- slóvakiu. 1 janúar kom hins veg- ar stutt tilkynning i blaðinu „Rude Pravo” þar sem sagði, að Grohman væri hættulegur njósnari sem bæri að sækja til saka. En engin réttarhöld hafa verið haldin enn sem komið er, og lengi vel heyrðist ekkert til fangans. En nú hefur það heyrst i Prag, að kona Grohmans hafi fegnið bréf frá honum og hafi það borizt frá Ljubljanka-fang- elsinu i Moskvu. Enginn veit neitt um forsögu þessa, en margir eru þeirra skoðunar að Grohman sé ekki lengur f tölu lifenda, hvar sem svo hann nú sé niður kominn. Á flótta undan lögregl- unni Minna þekktir eru aðrir þeir tiltölulega fáu sem fangelsaðir eru og þeir tiltölulega mörgu sem verða fyrir óþægindum vegna afskipta af „Charta ’77”. Þetta fólk er á allan hátt i verri aðstöðu, mann- og efnalega, heldur en hinir þekktari and- stæðingar stjómvalda I Prag. Stjórninni hefur tekizt að einangra gersamlega marga úr þessum hópi Allur almenningur hefur litil eða engin tengsl við þá fáu sem eru virkir baráttumenn gegn yfirvöldum. En þar með er ekki sagt að hversdagslif hans sé eintómur dans á rósum. Fæstir trúa þvi sem heyrist frá stjórn- völdum, en menn verða að leika á vissan hátt tveim skjöldum allt frá þvi i æsku. Kennarar, sem verða oft að láta sem þeir trúi, eru þvingaðir til að veita nemendum vissa pólitiska upp- fræðslu. Þetta skapar andstæð- ur innra með nemendunum sjálfum og á heimilum þeirra, en þær andstæður má auðvitað ekki draga fram i dagsljósið. 1 mjög mörgum tilfellum flýr fólk stjórnmálaumræðuna. Stjórnvöld reyna að láta fólk sem mest afskiptalaust. Fólk getur þvi einbeitt sér að hinum efnahagslegu hlutum, að vinna fyrir bíl, húsnæði o.fl. Lifsstöð- ullinn er almennt heldur hærri nú þrátt fyrir að i heild sinni séu efnahagsörðugleikar i Tékkó- slóvakiu sizt minni en fyrir 1968. Kreppueinkennin Efnahagslegum kreppuein- kennum hefur fjölgað talsvert upp á siðkastið. Miklar verð- hækkanir urðu t.d i júli þrátt fyrir að stjórnin hafi reynt allt frá 1969 að halda verðlagi stöð- ugu. Enn er samt ekki hægt að talaum að verðlagsþróuninógni að marki hinum hækkandi iifs- stuðli siðustu ár. A 9 ára afmælisdegi innrásar- innar er stjórnin i Prag á góðri leið með að einangrast i alþjóðastjórnmálum. Lætin i kring um „Charta ”77” eru ekki gleymd, og það er ástæða til að ætla að leiðtogar Tékkóslóvakiu muni halda áfram að leggja andstæðingum sinum til efni i hrisvendi.sem siðan eru notaðir til að lemja þeirra eigin bök. (—ARHbyggðiá Arbeiderblað- inu) 21. ágúst 1968: Sovézkur skriðdreki I björtu báli fyrir utan útvarpshúsið I Prag, en þeir sem lögðu i hann eld, voru bitrir Tékkar, sem tóku á móti þessari sérstæðu sendingu „alþjóðlegri bróðurhjálp” frá Sovét- rikjunum. Vaxandi kreppa í Tékkóslóvakíu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.