Alþýðublaðið - 26.08.1977, Side 2
Föstudagur 26. ágúst 1977 blaAió
2
Alfreð Flóki með myndlistarsýningu í Bogasalnum:
rrMilt og notalegt
verðlag á íslandi!”
Alfreð Fólki opnar mynd-
listarsýningu i Bogasal Þjóð-
minjasafns á morgun, laugar-
dag, og er hún opin daglega kl.
14-22, til 4. september. A sýning-
unni er alls 31 teikning, flestar
unnar á yfirstandandi ári og i
fyrra. Sýning Flóka mun vera
sú 9. í röðinni i Reykjavik, en
auk þess hefur hann sýnt 5 sinn-
um i Kaupmannahöfn og einu
sinni i New York. Sýningin er
sölusýning og verð teikninganna
190-200 þús. fyrir hverja þeirra.
„Þetta er i samræmi við hið
milda og notalega verðlag á ís-
landi”, sagði Flóki, þegar hann
stillti sér upp til myndatöku fyr-
ir ljósmyndarann. „Blessaður
leyfðu mér að sjá eitthvaö af
myndunum, sem þú hefur tekið
hérna. Ég er nefnilega svo udd-
tekin af sjálfum mér, að ég
sko ða helzt ekki færri en 15 ljós-
myndiraf sjálfum mér á hverju
kvöldi áður en ég sofna! Ödrep-
andi sjálfsálit? Já, kannski en
svo getur það lika verið tilraun
til að grafa niður á minnimátt-
arkenndina”.
Listamaðurinn hefur valið
eftirfarandi tilvitnun úr „Aurél-
ia” ef tir Gérard de Nerval til að
vera einskonar einkunnarorð
sýningarinnar og er hana að
finna i sýningarskrá:
„Draumar okkar eru annað
lif. Það vekurmér ætið hrollaö
fara innum þessi filabeins eða
hornlögðu jilið, sem skilja okkur
og hina ósynilegu veröld. Fyrstu
andartök svefnsins eru imynd
dauðans: dámóða iykur um
hugsanir okkar og við getum
alls ekki ákvarðað augnablikið
þegar sjálfið heldur i nýju formi
áfram ætlunarverki tilverunn-
ar. Smámsaman birtir i óskýr-
um neðanjarðarhellum og hinar
bleiku, þungbúnu og hræringar-
lausu verur,sem I undirheimum
búa, greina sig frá skugganum
og nóttinni. Þá fær myndin lög-
un, ný birta lýsirupp þessa svipi
oggæðir þá hreyfingu. Hin and-
lega veröld opnast okkur.”
f ' '
Fyrsta hjónavígsla allsherjargoða ásatrúarmanna:
Las úr Eddukvaedum
yfir brúðhjónunum
Um siðustu helgi fram-
kvæmdi Sveinbjörn Beinteins-
son.allsherjargoðiá Draghálsi i
Borgarfiröi, sina fyrstu hjóna-
vigslu, er hann vigði tvenn
hjónaefni i Reykjavfk. Báðir
brúðgumarnir eru safnaðar-
meölimir Asatrúarsafnaöarins,
enskilyrðifyrirvigslunni er það
að a.m.k. annað hjónaefna til-
heyri honum. Áður hefur alls-
herjargoðinn skirt nokkur börn,
en hjónavigslu hefur hann ekki
annast fyrr en nú.
Við athöfnina á laugardaginn
las allsherjargoðinn úr Eddu-
kvæðum, en annars kvaðst hann
haga „seremonium” i samræmi
við óskir viðkomandiaðila. Asa-
trúarsöfnuðurinn fékk löggild-
ingu sem trúarsöfnuur fyrir
nokkrum árum og þar með fékk
Sveinbjörn fuilgilda heimild yf-
irvalda til slikra embættis-
verka, sem forstöðumaður Asa-
trúarsafnaðarins.
Ekki kvað Sveinbjörn það enn
hafa komið til sinna kasta aö
annast jarðarför, en ekkert
væri þvi til fyrirstöðu að þaö
væri hans verk sem yfirmanns
safnaðar ásatrúarmanna.
Sveinbjörn var að lokum innt-
ureftirþví, hvort fjölgaði i söfn-
uði hans og svaraði hann þvi á
þessa leið:
— Já, það hefur eitthvað
fjölgað hjá okkur, en satt að
segja veit ég ekki hve margir
við erum. Ég gæti þó tnlað aö
meðlimatalan væri nálægt 80.
Hvernig hægt er að ganga i
söfnuðinn?
Það þarf að segja sig Ur þjóð-
kirkjunni og skrá sig I söfnuðinn
hjá Hagstofunni. Þar með er
það komið. Annars höfum viö
látiö litiö yfir okkur upp á sið-
kastiö og við höfum engar sam-
komur haldið nú um nokkurt
skeið.
—ARH
Sveinbjörn Beinteinsson alls-
herjargoöi á Draghálsi.
n ... <
Sökk á skammri
stundu
Orsakir hins mikla
leka sem kom að Stapa
SH 42 frá Ólafsvík, sem
sökk um 10 sjómílur út af
Öndverðarnesi eru enn
ókunnar. Báturinn var á
útleið um klukkan 10,30 í
fyrradag þegar skipverj-
ar urðu varir við að mikill
leki var kominn að skip-
inu. Dælur skipsins höfðu
engan vegin undan og
urðu skipverjar því að
bjarga sér í gúmbjörg-
unarbát. En allt skeði
þetta svo hratt að ekki
mun hafa gefizt tími til
að senda út nema eitt
neyðarkall og ekki tókst
skipverjunum að bjarga
með sér neyðartalstöð.
Þeir voru í gúmbjörg-
unarbátnum í um það bil
klukkutíma, en var þá
bjargað um borð í Gunnar
Bjarnason.
Skipverjará Stapa voru
3, Ólafur Tryggvason
skipstjóri og eigandi
bátsins, Árni Eðvaldsson,
vélstjóri, og Kristinn Pét-
ursson, matsveinn.
Stapi var 76 tonna
eikarbátur, smíðaður í
Svíþjóð.
—ES
Auglýsingósími
blaðsins er 14906