Alþýðublaðið - 26.08.1977, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 26.08.1977, Qupperneq 3
 asr Föstudagur 26. ágúst 1977 3 Hvað kosta varaþingmenn skattborgarana? 26 ÞINGMENN 1976 KOSTUÐU 6.2 MILUÓNIR — heildar þingfararkaupskostnaður 1976 164.4 milljónir Áríð 1976 var heildar- upphæð þingfararkaups á islandi kr. 164.4 milljónir/ en inn i tölunni er allur kostnaður vegna þing- manna: laun, ferða- og dvalarkostnaður o. fl. — þó að undanskildum kostnaði vegna síma. Á sama ári námu greiðslur Alþingis vegna varaþing- manna 6.2 milijónum króna, en alls tóku 26 varaþingmenn sæti á Al- þingi árið 1976. Voru setu- dagar þeirra á þingi alls 737. Þegar varaþingmenn taka sæti á þingi, þá tapar aðalmað- ur þvi aðeins launum á meðan, að hann taki sér fri vegna einka- erinda. Sé hann veikur eða fjar- verandi vegna opinbers erind- reksturs, þá heldur hann laun- unum óskertum. Samkvæmt þvi sem Alþýðublaðið fékk uppgefið á skrifstofu Alþingis, eru lang- flestar fjarvistir þingmanna vegna opinberra erinda eða alls 19 skipti af 26. Vegna veikinda aðalmanns tóku 5 varaþing- menn sæti 1976 og 2 af öðrum or- sökum (einka-). Varaþingmenn 1976 voru: Fyrir Alþýðubandalag: Vilborg Harðardóttir, Soffia Guðmunds- dóttir, Karl G. Sigurbergsson, Sigurður Blöndal og Skúli Alex- andersson. Fyrir Alþýðuflokk: Bragi Sigurjónsson, Eyjólfur Sigurðsson og Pétur Pétursson. Fyrir Framsóknarflokk: Þor- leifur K. Kristmundsson, Kristján Armannsson, Sverrir Bergmann, Gunnar Sveinsson, Guðrún Benediktsdóttir, Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir, og Ólafur Þórðarson. Fyrir Sjálf- stæðisflokk: Ingiberg J. Hann- esson, Geirþrúður G. Bernhöft, Vigfús Jónsson, ólafur Óskars- son, Ingvar Jóhannsson, Hall- dór Blöndal. Það skal tekið fram að sumir fyrrnefndra manna sátu oftar en einu sinni á þingi i forföilum 1976. Varaþingmenn Framsókn- arflokks voru flestir eða 9, Al- þýðubandalagið var með 7, Sjálfstæðisflokkurinn með 6 og Alþýðuflokkurinn með 4. — ARH Reknetabátar veiða vel — síldin stór eins og í gamla daga segir Ólafur Kristjáns- son verkstjóri í Ólafsvík „Reknetabátarnir sem eru á sildveiðum hér frá Ólafsvik hafa aflað mjög vel að undan- förnu, þetta allt upp i 150-200 tunnur á dag”, sagði Ólafur Kristjánsson verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvikur, er Alþýðublaðið ræddi við hann i gærdag. „Slldin er mjög stór, alveg upp I það stærsta sem maður sá hér á árum áður og veiðist á stóru svæði”, sagði Ólafur. Veiðisvæðið er i um það bil 1 og 1/4 tima siglingu suðvestur af Snæfellsnesi. Fitumagn sildarinnar er á bilinu 12-16%, en það er of litið til þess að hún sé nýtanleg i salt,þvi lágmarkið fyrir saltsfld er um 16%. „Þetta er þvi allt fryst”, sagði Ólafur. „Hraðfrystihúsið hérna hefur reynt að taka eins mikið og unnt hefur verið með öðrum fiski, en samt sem áður hafa yfirleitt einn eða tveir bátar þurft að sigla suður i Hafnarf jörð eða Keflavik með afla sinn”. Fjórir bátar frá Ólafsvik voru á sildveiðum siðasta sólarhring og var afli þeirra á bilinu 100-200 tunnur. Ólafur sagði að aðstaða til söltunar væri fyrir hendi á Ólafsvik, en nokkurt fjármagn þyrfti til að koma henni i stand þar eð ekki hefði verið söltuð sild þar i nokkuð langan tima. En eins og fyrr segir er fitu- magn sildarinnar enn það litið að hún er ekki söltunarhæf. Hraðfrystihús ólafsvikur hef- ur nú fryst um 140 tonn af sild. t gær var unnið að útskipun á nokkru magni i skip, og á sá farmur að fara til Belgiu. „Það er að visu ekki mikið”, sagði Ólafur, ,,en þó alltaf byrjunin.” —ES Verkfrædingar og borgin: Málinu vísað til Kjaradeilu verkfræðinga og Reykjavikurborgar var i fyrra- dag visað til sáttasemjara, að frumkvæði hinna fyrrnefndu. Að sögn Gunnars H. Gunnars- sonar verkfræöings liggja nú öll gögn varðandi deiluna hjá Sáttasemjara, enda skulu hon- um send öll boð varðandi vinnu- stöðvanir, svo og afrit af launa- kröfum. Ekki kvaðst hann vita ná- kvæmlega hvenær boðað yrði til Framhald á bls. 10 Slldin enn mögur Lokið er fitumælingum á sild sem veidd var við Reyðarfjörð 22. ágúst og landaö á Eskifirði. Fitumagnið reyndist litið, eða rúmlega 10% og er sildin þvi ekki söltunarhæf. Þetta kom fram i viðtali sem Alþýðublaðið átti við Gunnar Flóventsson hjá Sildarútvegs- nefnd. Þá er einnig lokið mælingum á sild, sem veiddist út af Horna- firði 23. ágúst og niðurstöður þær að stórsíld (yfir 33 cm) og millisild (30-33cm) 10-15% búk- fita, en smásild (undir 30cm) var ivið feitar eða 15,4% og allt upp i 17%. —ES sem hægt er að stóla á opnarkl.6ídag 130 sýnendur a 6000 fermelra sýningarsvæði'úti og inní Glæsilegasla geslahappdrættl sem um getur. Tvofaldur happdrættismiði fylgir hverjum aögöngumiða. Sharp litsjónvarpstæki frá Karnabæ dregið út daglega og . 10 daga ævintýraferð fyrir fjölskyldu til Flórida á vegum Otsýnar. dregin út i sýningarlok. 34 tískusýningar, meðan sýningin stendur yfir Tvær tisku- sýningar a dag aö jafnaði (sjá nanar daglegar auglýsingar í dagblóðum og útvarpi). Sýningarfólk úr Modelsamtökunum og Karon sýna. SÝNING i KVÖLD Kl. 8.45. Landssamband hjálparsvelta skáta kynnir starfsemi sína a útisvæði þar verða tækí oá búnaöur sveitanna. björgunar- aðgerðir sýndar. fræðslunámskeið - kvikmyndasýningar og leiktæki. Skemmfiatriðl veröa á tískusýningarpalli, þar mun skemmta meðal annars Rio Tríó - og leikið verður á hljómborðstæki (skemmtara). OPIÐ 3 - 10 virka daga og 1 - 10 um helgar. svæðinu lokað kl. 11. Verð aögöngumiöa 650 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Bórnum innan 12áraaldurseróheimillaðgangurnema i lylgd með fullorðnum Heimsókn í höllina svikur engann. Heimiliö ’77 Sýningarviðburöur ársins. HII11D77S

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.