Alþýðublaðið - 26.08.1977, Page 9
Föstudagur 26. ágúst 1977
...TILKVðLDS 9
SEK EÐA
SAKLAUS?
eftir: D.Y.Cameron
spuroi corinne. — Er hann ekki
leiðinda naggur?
Katy virtistlétta og hún kinkaði
kolli.
— Þekkirðu hann þá? Vissirðu,
að hann er nýkominn úr fangelsi?
Corinnefann, að Tim hrökk við,
en hún neyddi sjálfa sig til að
svara kæruleysislega, að það
kæmi sér ekki á óvart.
— Hefurðu þekkt hann lengi?
, bætti hún við.
— Nei, en... hann vann i sama
húsi og ég, þar sem ég vann áður,
en fyrir annað fyrirtæki. Við vor-
um góðir vinir og hann bauð mér
oft út...
Þau leyfðu henni að segja sögu
sina,án þess að gripa fram i fyrir
henni. Hún var foreldralaus og
átti enga nána ættingja, svo að
vinátta þeirra Jack hafði verið
ljósdepillinn i lifi hennar.
— Ég var ekkert hrifin af hon-
um, en ég þekkti engan annan og
ég fór ekki út með öðrum. Þetta
var litið fyrirtæki...
Það var auðvelt að lesa á milli
linanna, og Corinne vonaði inni-
lega, að unga stúlkan hefði ekki
blandast i neitt það, sem Jack
Millar hafði sætt fangelsisrefs-
ingu fyrir. Þaðkom i ljós, að hann
hafði brotist inn hjá húsbönda
hennar.
— Og það var mér að kenna!
Katy greip hönd Corinne. — Hann
spurði mig um eitt og annað og ég
svaraði spurningum hans. Ég
sagði honum, hvenær þau færu i
sumarfrli og hann komst undan
með alla skartgripina.
— Og nú?
— Nú ér hann sloppinn úr fang-
elsinu og kominn að sækja skart-
gripina. Hann lét mig fá þá... áð-
ur en hann var tekinn... ég átti að
fela þá. Katy kjökraði hátt.
— Glæponinn! tautaði Tim.
Corinne huggaði Katy og sagði,
að hún ætti að hugsa sem minnst
um Jack Millar, en lagði fáeinar
spurningar fyrir hana. Það kom i
ljós, að Jack Millar hafði haft upp
á heimilisfangi Katy með þvi að
hringja i gamla fyrirtækið, sem
hún hafði unnið hjá. Hann hafði
brotist inn til hennar... hann kom
til að sækja ránsfenginn.
Corinne brosti uppörvandi til
Katy, sem var i þann veginn að
sofna. — Þú mátt ekki tala meira
núna, sagði hún. — Jack Millar
ónáðar þig aldrei aftur.
Tim endurtók fullyrðingar Cor-
inne og ók henni svo heim. Hún
braut heilannn um, hvað hún ætti
að gera. Hún ætlaði að skilja eftir
boð til Margaret frænku og fóður
sins, um, að hún hefði farið út.
Hæðnislegt bros lék um varir
hennar. Þau myndu halda, að hún
hefði farið til Stedhams.
13. kafli.
Corinne gekk eyrðarlaus um
gólfeftir aðTima varfarinn. Hún
hugsaði um Harold. Hvernig leið
Cltvarp
Föstudagur
26. ágúst
7.00 Morgunútvarp Veðurfregn-
ir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir
kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag-
bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn
kl.7.50. Morgunstund barnanna
kl. 8.00: Rögnvaldur Finnboga-
son les „Söguna af ívari aula”
eftir Leo Tolstoj i þýðingu
Kristinar Thorlacius (2). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. Spjallað við bænd-
ur kl. 10.05. Morgunpopp kl.
10.25. Morguntónleikar kl.
11.00: Ungverska filharmoniu-
sveitin leikur Sinfóniu i C-dúr
nr. 56 eftir Joseph Haydn: An-
tal Dorati stj. / Pinchas Zuker-
mann og Enska kammersveitin
leika Fiðlukonsert i A-dúr nr. 5
(K219) eftir Mozart: Daniel
Barenboim stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir. Til-
kynningar. Við vinnuna: Tón-
leikar. ,
14.30 Miðdegissagan: „Föndrar-
arnir” eftir Leif Panduro örn
Ólafsson les þyðingu sina (15).
15.00 Miðdegistónleikar Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leikur
„Scheherazada”, sinfómska
svitu op. 35 eftir Rimský-
Korsakoff: Erich Gruenberg
leikur einleik á fiðlu. Leopold
Stokowski stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 „Fjórtán ár i Kína” Helgi
Eliasson les úr bók Olafs Ólafs-
sonar kristniboða (5).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Úr atvinnulifinu Magnús
Magnússon og Vilhjálmur
Egilsson viöskiptafræðingar
sjá um þáttinn.
honum núna? Gat hann hugsað
sérlifið án hennar? Hún reyndi að
hugsa sér lifið án hans, en hristi-
höfuðið vonleysislega. Hún gat
það ekki. Skömmu seinna tók hún
hringinn af fingri sér og setti
hann i skúffu. Fyrr eða siðar yrði
hún að skila honum aftur, en
höndinvareitthvaðsvo tómleg án
hans... nakin og ólik sjálfri sér.
Allt var gjörbreytt. Nú gátu allir
séð, að hún var ekki lengur trúlof-
uð stúlka, sem ætlaði að fara að
gifta sig.
Föstudaginn 26. ágúst n.k. efna þær Anna Rögnvaldsdóttir
fiðluleikari og Agnes Love pianóleikari til tónleika i Norræna
húsinu. Þetta eru fyrstu tónleikar önnu Rögnvaldsdóttur sem er
nýkoinin heim frá námi i London.
Hún hóf nám sitt i Tónskóla Sigiufjarðar, og siðan i Tónlistar-
skólanum i Reykjavik og lauk þaðan fiðlukennaraprófi vorið
1971. Siðast liðin fjögur ár hefur hún verið við framhaldsnám i
London.
A efnisskránni verða verk eftir Corelli, Johann Sebastian
Bach, Mozart og Cesar Frank.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. —K.Th.
20.00 Pianósónata nr. 1 i D-dúr
op. 28 eftir Rakhmaninoff John
Ogdon leikur.
20.30 Spjall frá Noregi Ingólfur
Margeirsson talar um þing-
kosningarnar, sem standa fyrir
dyrum þar I landi.
21.00 Kórsöngur Þýzkir karla-
kórar syngja alþýðulög.
21.30 Útvarpssagan: „Ditta
mannsbarn” eftir Martin And-
ersen-Nexö Þýðandinn, Einar
Bragi, les (25).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan:
„Sagan af San Michele” eftir
Axel Munthe Þórarinn Guðna-
son les (36).
22.40 Áfangar Tónlistarþáttur
sém Asmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
Föstudagur
26. ágúst
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Prúðu leikararnir (L) Leik-
brúðurnar skemmta ásamt
gamanleikkonunni Phyllis
Diller. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
20.55 Val frambjóðenda.
Umræður i beinni útsendingu
með þátttöku fulltrúa allra
stjómmálaflokkanna. Stjórn-
andi Eiður Guðnason.
21.55 Fram i rauðan dauðann (Till
Death Us Do Part) Bresk
gamanmynd frá árinu 1969.
Aðalhlutverk Warren Mitchell,
Dandy Nicholls, Anthony Booth
og Una Stubbs. Aðalpersóna
myndarinnar, Alf er sérkenni-
legur náungi, sem þykist hafa
vitá öllum málum. Myndin lýs-
ir lifi f jölskyldu hans frá striðs-
árunum, þangað til dóttir hans
er giftkona og býr með manni
sinum hjá foreldrum sinum.
Myndin var sýnd i Austurbæj-
arbiói árið 1974, og er hún sýnd
i sjónvarpi með textum kvik-
myndahússins.
23.30 Dagskrárlok.
MINNING
Sigurður Eiríksson
1 dag fer fram útför Sigurðar
Eirikssonar, vélstjóra Brunn-
stig 4, Hafnarfirði. Hann andað-
isthinn 14. ágúst s.l. eftir langan
og oft strangan, en ávallt
happasælan vinnudag. Með Sig-
urði hverfur af sjónarsviði einn
hinna gömlu góðu sjómanna,
sem oft þurftu hart að sér aö
leggja, hlifðu sér hvergi og
fylgdust með þróuninni allt frá
fyrstu sjómennskuárum sinum
á opnum bátum og fram til ný-
tizku fiskiskipa seinustu ára-
tuga. Þessir menn fengu margt
að sjá og reyna. Þeir skildu lifs-
baráttuna dýpri skilningi en við
hin sem yngri erum, þvi að þeir
höfðu reynt hana á sjálfum sér
með allt öðrum hætti. Og þeir
þurftu oft að vinna við hinar erf-
iðustu aðstæður. Sigurður var
góður fulltrúi þessara stéttar,
enda heiðraður af sjómanna-
stéttinni á sjómannadaginn
1973. Sigurður hóf sjómennsku
skömmu eftir fermingu og
stundaði sjóinn i rúma fjóra
áratugi. Hann tileinkaði sér
snemma tæknina, þegar hún hóf
innreið sina, tók vélskólapróf og
starfaöi siðan lengstum sem
vélstjóri á togurum en varð sið-
ar vélgæzlumaður I landi.
Sigurður fæddist að Ytrigörð-
um i Staðarsveit á Snæfellsnesi
hinn 23. nóv. 1903. Foreldrar
hans voru Eirikur Sigurðsson og
Steinvör ’Armannsdóttir, sem
bjuggu þar fram til 1925, er þau
fluttust að Gröf i Breiðuvík. Var
Sigurður næstelztur af fimm
systkinum, en tvö lifa nú bróður
sinn, Anna, sem býr að Lang-
eyri við Hafnarfjörð og Karl
bóndi i Oxl i Breiðuvik.
Sigurður kynntist fyrst sjó-
mennsku með föður sinum, sem
sótti stundum sjó frá Ytrigörð-
um. Um sextán ára aldur tók
Sigurður að fara á vertiðir að
þeirra tima hætti, fyrst á opnum
bátum frá ölafsvik en siðar til
Vestmannaeyja. 1 Vestmanna-
eyjum fór hann á vélskóla vet-
urinn 1925-26 og eftir það var
starfsbrautin mörkuð.
Árið 1928 gekk Sigurður að
eiga eftirlifandi konu sina Jenný
Agústsdóttur frá Lýsuhóli i
Staðarsveit. Settu þau saman bú
i föður'garði Sigurðar og bjuggu
þar i tvibýli fyrstu tvö árin, en
fluttust þá til Hafnafjarðar o^
keyptu sér húsið að Brunnstig
4. Þar hafa þau búið ávallt sið-
an.
Fyrst eftir komuna til Hafn-
arf jarðar stundaði Sigurður sjó
á ýmsum bátum, en árið 1934
gerðist hann meðeigandi að
linuveiðaranum Erninum og
var á honum i tvö ár. Sumarið
1936 má segja að orðið hafi
þáttaskil i lifi Sigurðar, þvi að
þá ræðst hann til Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar á b/v Júnf. Linu-
veiðarinn örninn fórst sama
sumar með allri áhöfn, þar á
meðal Reinari bróöur Sigurðar,
en Sigurður starfaði óslitiö^hjá
Bæjarútgerðinni frá þessum
vordegi árið 1936 og fram undir
það siðasta. Hann var á skipum
Bæjarútgerðarinnar i 25 ár og
önnur 16 ár eða frá 1961 var
hann vélgæzlumaður við fisk-
iðjuver Bæjarútgerðarinnar. öll
striðsárin, sigldi Sigurður án
þessaðsleppa túr, og þegar ný-
sköpunartogarar komu flutti
hann sig á þá. A þessum árum
fékk Siguröur margt að reyna,
en æðruleysi hans og úrræða-
semi var ávallt við brugðið.
Hann var t.d. fyrsti vélstjóri á
b/v Júni þegar hann strandaði
og fórst i önundarfirði I aftaka-
veðri hinn 1. des 1948. Nætur-
langt biðu þá skipverjar björg-
unar þar sem skipið sat skorðað
á kletti og barðist i öldurótinu,
en um morguninn var allri á-
höfninni bjargað. Það hafa sagt
mér félagar Sigurðar, að þá hafi
hann bæði sýnt mikið æðruleysi
og'einstakt þrek.
Sigurður var sérstaklega hæf-
ur og samvizkusamur starfs-
maður. Hann var öruggur mál-
svari Bæjarútgerðarinnar hvar
sem var og hvenær sem var.
Hvert það starf sem honum var
falið rækti hann af stakri
skyldurækni, ekki skyldunnar
vegna, heldur af þvi að honum
fannst það sjálfsagt.Hann bari
vallt hag fyrirtækisins fyrir
brjósti, en spurði aldrei um ó-
þægindi sin. Þegar spil bilaöi i
Nýfundnalandsferð gat hann
staðið i sólarhring i nistandi
frostiviðaðlagfæra bilunina og
smiða ný stykki i stað brotinna
úr hverju einu sem tiltækt var,
svoaðtúrinn heppnaðist ogekki
þyrfti að halda heim með hálf-
tómt skip. Við vélgæzluna i
landi fór hann gjarnan aukaferð
jafnvel um nætur til þess að
gæta að hvort allt væri með
réttu lagi frekar en eiga óhöpp á
hættu. Hann var vakinn og sof-
inn i starfi sinu.
Ég kynntist Sigurði ekki fyrr
en á efri árum hans, en hugur
hans til Bæjarútgerðarinnar
kom vel fram i öllum viðræðum
okkar, og samvizkusemina fann
ég glöggt. En þrátt fyrir langan
starfsdag og stundum erfiðan og
áður fyrri kröpp kjörk, var Sig-
urður ætið glaður og léttur i
laund. Það var þvi ávalit á-
nægjuefni að hitta'Sigurö, spj alla
við hann og hlusta á hin jákvæðu
viðiiorf hans.
Sigurður var félagslyndur
maður og starfaöi að félagsmál-
um eftir þvi sem aðstæður
leyfðu. Hann var virkur félagi i
Ungmannafélagi Staðarsveitar
á æskuárum, starfaði i Góð-
templarareglunni i Hafnarfirði
ogvirkur þátttakandi f Náttúru-
lækningafélagi Hafnarfjarðar
eftir að hann kom i land. Var
Sigurður formaður þess félags i
4 ár.
Sigurður hafði einarðar skoð-
anir á stjórnmálum og var ör-
uggur málsvari Alþýðuflokks-
ins. Hann hafði glöggan skilning ■
á gildi samtaka og samstöðu og
fannað jafnaðarstefnan og störf
Alþýðufokksins og verkalyðs-
hreyfingarinnar fyrir alla al-
þýðu voru að hans skapi.
Sigurður var farsæll maður
bæði i starfi og einkalifi. Jenny
og hann eignuðust ellefu mann-
kostabörn, sem öll eru á lifi.Þau
eru: Þorsteinn vélstjóri kvænt-
ur Iris Kristjánsdóttur, Steinvör
gift Einari Þórðarsyni stál-
skipasmið. Agúst tæknifræðing-
ur kvæntur Guðrúnu Helgu Lár-
usdóttur. Eirikur Garðar vél-
smiður kvæntur Erlu Jónatans-
dóttur. Sigrún gift Kristjáni
Þórðarsyni loftskeytamanni.
Reimarhúsam. kvæntur Gislinu
Jónsdóttur. Hafsteinn húsa-
smiður kvæntur Agústu Hjálm-
týrsdóttur. Bergur vélg.m.
kvæntur Sylviu Eliasdóttur.
Gestur stýrimaður kvæntur
Elsu Hauksdóttur. Sigurður
Jens netagerðamaður kvæntur
Jóhönnu Sigfúsdóttur. Kolbrún
gift Benedikt Steingrimssyni
húsasmið.
Niu barnanna búa i Hafnar-
firöi, eitt i Reykjavik og eitt i
Ólafsvik. Barnabörnin urðu 43
og barnabarnabörnir eru 8 tals-
ins. Sjá nú 60 niðjar á bak föður,
afa og langafa.
Ég er þakklátur fyrir að ör-
lögin höguðu þvi svo. að leiðir
okkar Sigurðar skyldu liggja
saman um hrið. Það var á-
nægjulegt að kynnast svo ágæt-
um manni sem Sigurði.
Langur starfsdagur er á enda.
Mikilhæfur sjómaður og fær
verkamaður er kvaddur. Bæj-
arútgerðin sérá bak dyggum
starfsmanni. Farsælu-lifi er lok-
ið. Minningin um Sigurð er björt
og góð.
Forlög mannanna eru óút-
reiknanleg. Degi siðar en Sig-
urður lézt andaðist sonarsonur
hansog nafni, Sigurður sonur Ei
riks Garðars og Erlu Jónatans-
dóttur 9 ára gamall. Foreldrar
hans, systkini, ættmenni og vin-
ir sjá nú á bak efnispilti, en
jarðarför Sigurðar Garðarsson-
ar fer fram jafnframt útför afa
og nafna á Brunnstignum.
Um leið og ég flyt fjölskyldu
Garðars og Erlu sérstaka sam-
úö mina, votta ég Jenny, börn-
um og barnabörnum og fjöl-
skyldum þeirra ásamt öldruð-
um systkinum Sigurðar Eirfks-
sonar mina innilegustu hlut-
tekningu á þessum degi.
Kjartan J óhannsson.