Alþýðublaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 17. september 1977 alþýðu- blaöiA MINNING Ottó Árnasori, Ólafsvík Fæddur 4. nóvember 1908 Dáinn 6. september 1977 “'Sviplega heyrðist þitt sæti væri tómt, og sofnað væri hjartað, sem var svo milt og frómt. Þannig kvað séra Matthias einu sinni, og likt varð mér inn- anbrjósts,er ég heyrði lát vinar mins Ottós Arnasonar. Það var svo skammt siðan við sátum saman við fundarborð I Borgar- nesi og ræddum um fram- kvæmd hins opna prófkjörs Al- þýðuflokksins. Þá var hann hress og raunsær i ræðum sin- um, fastur i rökum og fljótur að sjá hiö jákvæða, þegar yngri menn drógu fram galla og erfið- leika. Þó var hann, aldraður brautryðjandi, að fást viö spán- nýtt samtfðarfyrirbrigði, nýja, djarfa og vissulega áhættusama leið til að velja frambjóðendur og þarmeð komandi forustu- menn þess flokks sem hann hafði helgað sig i áratugi og var hans hálfa lif. Ottó beið þá eftir sjúkrahús- vist til að fá bót á meinsemd,en ekki varð hún honum að aldur- tila,heldur knúöi maðurinn með ljáinn á aðrar dyi;sem hann fer ærið oft um nú á dögum. Þvi varð andlátsfregnin svo svipleg. Ég sá Ottó fyrst á flokksþing- um fyrir rösklega þrem áratug- um. Þá hafði ég sem blaða- maður við Alþýðublaðið haft nokkur kynni af leiðtogum flokksins,en á landsþingum sá ég aðra menn, sem ekki siður mátti kalla forustumenn. Það voru frumherjar jafnaðarstefnu og verklýðshreyfingar úr byggðum umhverfis landið. Þessir menn háðu daglega lifs- baráttu i rööum fólksins,og þeir höfðu mikil áhrif á stefnu flokk- ins sem og þinglið og forustu- menn i höfuðstaðnum. Ottó var einn þessara manna. Hann var meðal bestu ræðu- manna og stóðst hvaða atvinnu- pólitikus sem var snúning i oröaskiftum. Hann var kurtefs og litillátur i málflutningi, en hafði ávallt undirbúið sig vel, þrauthugsað sitt mál,og hitti oft i mark á eftirminnilegan hátt. Hann þóttist lita á umheiminn gegnum „breiðfirskan skjá” en i raun réttri var viðsýni Ottós jafn mikil og liti hann út um breiðglugga nútimahalla. Hann var glaðlyndur félagi á þessum mannfundumy og ekki lét hann sér stjórnmálin og þingmálin ein duga. Ef hann náði i góðan skákmann eins og til dæmis Jón Þorsteinsson, þá var hann vis til að þreyta við hann blindskák á þingfundum, milli þess sem hann gerði verk- efnum full skil. Ottó var af lifi og sál maður sinnar heimabyggðar. Hann dvaldist sjaldan lengi fjarri ut- anverðu Snæfellsnesi, nema helzt þegar þung örlög leiddu til langrar sjúkrahúsvistar og bjuggu honum byrðar^sem hann bar með hugprýði alla ævi. Ekk- ert fékk þó bugað lifsþrótt hans eða sljóvgað hugsjónir. Ólafsvik og héraðið umhverfis Jökul,ekki sizt Breiöavikin,voru hans veröld. Henni unni hann og um hana var hann manna fróðastur. Hann þekkti mikið til sögu Ólafsvikur, sem er eitt af ævintýrum islenska þjóölifs, og sagði ýmislegt úr henni i sjón- varpsþætti, hafði skrifað nokk- uð, en þó mun margt hverfa meö honum i gröfina. Ottó gekk að sjálfsögðu til liðs við ungmennafélagshreyfing- una,sem átti svo mikinn þátt i vakningu þjóöarinnar fyrr á þessari öld,enda voru þar á ferð hugsjónir og athafnir sem féllu saman við hans eigin hugsun og félagsþrá. Mest varð þó starf hans fyrir verkalýöshreyfing- una og jafnaðarstefnuna sem hann alla tið leit á sem óaðskiljanlegar. Fyrr á árum var fátækt i Ólafsvik sem á öðrum stöðum á utanverðu Snæfellsnesi. Lifsaf- koma fólksins byggðist að lang- mestu leyti á sjónum,en hafnar- skilyrði voru slæm og skiptapar ærnar fórnir fyrir byggðina. En dugnaöur ólafsvikinga við sjó- sókn var annálaður og þeir létu ekki sitt eftir liggja, þegar þjóðin tók að rétta úr kútnum og tæknilegar framfarir léttu bár- áttuna. Snemma komu forustuhæfi- ,leikar Ottós i Ijós og honum voru falin margvisleg trúnaðarstörf i byggðinni. Hann var lengi i stjórn verkalýðsfélagsins og um árabil formaður þess. Þau störf voru erilsöm og sjaldan þökkuð sem skyldi,enda vinna nú viða fastlaunaðir starfsmenn á skrif- stofum það,sem frumherjarnir gerðu af áhuga og lögðu heimili sin undir. A hinu pólitiska sviði sveitar- mála var áhugi og starf Ottós engu minna, enda sá hann að á þeim vettvangi varð að heyja margar af veigamestu orrust- unum til að bæta kjör fólksins, fyrir betri höfn, aðstöðu fyrir betri fiskiðjuver, betri skóla og svo framvegis. Ottó sat lengi i hreppsnefnd og vann þar mikið starf, ekki sist i nefndum, til dæmis hafnarnefnd, skólanefnd og fleirum. Fátt var Ottó kærara en starfið að hafnarmálum. Þau eru raunar alger undirstaða at- vinnulifs Ólafsvikur og lengi urðu önnur verkefni að sitja á hakanum svo að hafnarbætur kæmust fram. Mér er minnis- stætt,þegar ég fyrst var i fram- boði i hinu nýstofnaöa Vestur- landskjördæmi/Og kom i fyrstu heimsókn sem slikur vestur á Nesið. Eitt hið fyrsta sem Ottó sýndi mér, voru teikningar, er hann sem formaöur hafnar- nefndar hafði látið gera um framtiðarhöfn. Þá virtist þetta fjarlægur draumur, en Ottó liföi þó aö sjá voldug hafnarmann- virki skapa lokaöa kvi, ekki ósvipað upphaflega draumnum. Bátaflotinn óx hörðum skrefum og með þessari þróun breyttist Ólafsvik i þróttmikinn fram- farabæ, sem hún er i dag. í veikindum sinum aflaöi Ottó sér utan skóla haldgóðrar menntunar i bókhaldsfræðum og annaðist til dauðadags bók- hald fyrir marga vélbáta. Það er þýðingarmikil þjónusta og reisti Ottó aðgengilega skrif- stofu og aflaði vélakosts til að vinna það sem best. Auk þess- ara starfa var hann um langt árabil og til dauðadags fram- kvæmdastjóri félagsheimilisins i Ólafsvik og rak þar kvik- myndahús. Framtiðarbygging yfir félagsstarfið til að leysa af hólmi gömul húsakynni voru einn af draumum Ottós, sem hann vann mikið að. En sá á eftir að rætast af þvi að Ólafs- vikingar hafa látið grundvallar- þarfir atvinnuveganna ganga fyrir öllu öðru.. Fleira mætti telja af félags- legum störfum Ottós en hér verður staðar numið. Kynni okkar byggðust frá upphafi á sameiginlegum áhugamálum og hugsjónum, og hann varö mér ekki aðeins dyggur stuðni ngsmaður, held- ur einnig náinn vinur og lærifaðir. A göngu um bryggjurnar i Ólafsvik, akandi um Snæfellsnesið, á fundum, ráðstefnum og heimilum okkar ræddum við um allt milli himins og Jaröar, en öðru fremur um stjórnmál og þátt Alþýðuflokks- ins i þeim. Hann var marg- fróður og hafði gert sér glögga grein fyrir meginatriðum þjóð- mála, þótt verksvið hans væri aðallega i heimahögum. Hann hafði viðtæka sjálfsmenntun og skarpar gáfur þarmeð, hinn sjaldgæfa hæfileika að skilja hismið frá kjarnanum. Mér hafði lifið gefið margt það,sem hann, fátækur alþýðudrengur undir Jökli hafði farið á mis við. Þó lærði ég alla tið meira af honum en hann af mér. Fyrir hönd Alþýðuflokksins, sem og mina og minna,votta ég ágætri eiginkonu Ottós, Kristlnu Þorgrimsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum, inni- legustu samúö. örlögin haga þvi svo.aö 1 dag, er Ottó verður til grafar borinn i Ólafsvik,er ég utanlands 1 erind- um þeirrar stefnu,sem batt okk- ur svo traustum böndum. Mig brestur kveðjuorð, svo að ég leita aftur til séra Matthiasar, sem orti þetta eftir látinn bróö- ur: Þú varst sterkur, hreinn i hjarta, hirtir ei um skrum og prjál, aldrei náði ilskan svarta ata þina sterku sál. Benedikt Gröndal 1 byrjun þessarar aldar var á þess tima mælikvarða fjöl- menntþorp með miklu athafna- lifi 1 Ólafsvlk úndir Jökli. íbúar voru nær 500 og fór fjölgandi. Þaðan reri fjöldi báta til fiskjar skipaður dugmiklum áhöfnum. Sjórinn var þó misgjöfull og á ýmsu gekk um verzlunarhætti. En mannlifið — hversdagslifið sniglaðist áfram i lágreistum fiskimannaheimilunum. Við bessar aðstæður fæddist i Ólafsvik 4. nóv. 1908 Ottó Al- bert Arnason,sem I dag er jarð- sungin frá ólafsvikurkirkju. Ekkivarhann þó gamall er þeir atburðir gerðust er skiptu sköp- um ílifihans og fæöingarbyggð- arhans. Ariðl913 fórstbátur frá Ólafsvik i fiskiróðri með allri áhöfn, og þar missti Ottó föður sinn. A næstu 4 árum urðu tveir aðrir skipstapar, og misstu Ólafsvikingar nær 30 manns af sinum röskustu sjómönnum I hafið á þessu stutta timabili. — Ekkjur og föðurlaus börn voru i öðru hvoru húsi. Þróun byggðarlagsins snerist við, ibú- um fækkaði, atvinnuleysi, fá- tækt og basl blasti við og þorpið taldist eitt af hinum rýrustu byggðarlögum landsins. Ekki er að efa að slikir örlaga atburðir og umhverfi hafa haft mikil og varanleg áhrif á við- kvæma barnssál, og mótað lifsviðhorf gáfaðs og tilfinninga- riks unglings. — Enda varð svo að úr þessum jarðvegi spratt sérstæður persónuleiki og mest- ur félagslegur hugsjónamaður um sinar slóðir. Á þessu hausti eru 25 ár slðan fundum okkar Ottós bar fyrst saman vestur i Ólafsvik. Hann var þá nær hálf fimmtugur að aldri, en ég rösklega tvitugur. Þrátt fyrir þennan mikla ald- ursmun, kom það ekki I veg fyr- ir að við yrðum nánir vinir. Sameiginleg áhugamái og félagsmálastúss, urðu þess valdandi að við drógumst hvor að öðrum og urðum nánir sam- starfsmenn meðan báðir bjuggu iÓlafsvik,og ræktum vináttu og samstarf eftir að búseta breytt- ist. Efst i huga eru þvi nú að leiðarlokum minningamar um allar þær hugsjónir, sem hann bar i brjósti, gleði hans og von- brigði yfir framgangi mála eftir þvi sem vindur blés. Drauma hans um eflingu verkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðu- flokksins — uppbyggingu hafnarinnar i Ólafsvik, og efl- ingu atvinnulifsins i heima- byggð sinni, — starfsemi Félagsheimilis Ólafsvikur og eflingu leiklistar og menningar- lifshvatningu hans til unga fólksins að starfa undir merkj- um ungmennafélagsins, þar sem hann var i forustu, og svo mætti lengi telja. Hann unni byggðarlagi sfnu af öllu hjarta og vildi hlut þess og fólksins, sem þar býr sem mestan. Þess vegna vildi hann vekja athygli á lifi þessog starfi og skrifaði þvi fjölda afmælis- og minningar- greina um fólkið sem lifði og starfaði i hans heimabyggð. Og hann orti falleg og áhrifa mikil kvæði um heimabyggö sina, fjöllin að baki vikinni og lif fólksins i þorpinu. En hann flik- aði þessu litt, flutti þó við hátið- leg tækifæri, stöku sinnum kvæði sin. Þö að Ottó Arnason væri að eðlisfari tilfinningarikur al- vörumaður,varhanni hópi vina sinna allra manna kátastur og glaðastur og skemmtilegur fél- agi, þegar hann kastaði frá sér áhyggjum hversdagsllfsins og ræddi hin léttari mál lifsins og tilverunnar og gerði atvik hversdagslffins að gamanmál- um. Margar minningarfrá slfk- um samverustundum á heimil- um okkar beggja eru ógleyman- legar. A siðustu árum er Olafsvik að verða eitt* af myndarlegustu byggöarlögum landsins. Ottó Amason gladdist mjög yfir þessari þróun og hann sá I fram- tiðarsýn sem hann kynnti félög- um sinum hvernig byggðin ætti að þróast og atvinnulif og þjón- ustugreinar að byggjst upp, og hann gaf mjög gaum að sögu Ólafsvikur og sagði hana allra manna bezt á mannamótum. En hin lifandi og sérstæði per- sónuleiki hans verður mér lengst minnisstæður, og brenn- andi áhugi hans fyrir uppbygg- ingu byggðarlags sins. Ég sé hann þvi fyrir mér standa á stignum milli Nýjarbæjar og Péturshúss, bjartan yfirlitum og broshýran horfa ibyggnum augum út yfir Vikina og norður yfir Breiðafjörð. Hann hreyfir brúnirnar upp og niður og munnviprurnar fara á hreyf- ingu eins og þegar honum var mikið niðri fyrir á baráttufund- um og hann mælir fram eina visu úr kvæði sinu um ólafsvik: Framtiðin þér gjafir gefi giftu þina auki við þinar beisku sorgir sefi sendi hverjum þinna lið. Byggist þessi byggð að nýju borgin verði glæst og rik. Sólin skini hjúpi hlýju hina nýju ólafsvik. Þannig vil ég muna vin minn Ottó Amason. Blessuð sé minning hans. Eiginkonu hans Kristinu Þor- gnmsdóttir, börnum hans og öðrum ættingjum sendum við Sæunn og börnin samúðarkveðj- ur. Ásgeir Jóhannesson. Þriðjudagsmorguninn 6. september s.l. voru fánar dregnir i hálfa stöng hér I Ólafs- vik, einn virtasti ibúi hér, Ottó Ámason bókari, hafði látizt þá um morguninn i Landspital- anum 68 ára að aldri. Byggðina setti hljóða við þessi óvæntu tiðindi, svo fljótlega bar andlát hans að. Vikuna á undan gekk hann að störfum sam- kvæmt venju og fór um þorpið kvikur og hress að vanda, hafði m.a. uppi áform um fjallaferð á helginni með Rótarýfélögum, til könnunar á hugsanlegri fjall- vegaslóð fram til Jökuls og aðeins viku áður hafði hann stjórnað Skákmóti Vesturlands af skörungskap, en það var haldið að Búðum á Snæfellsnesi. Ottó Árnason var um margt óvenjulegur maður, svo sem lifshlaup hans sýnir svo ræki- lega og erfitt verður i fáum og fátæklegum orðum að gera þvi þvi veruleg skil. Sem ungur maður hneigðist hann mjög til iþróttaiðkana og likamsræktar, átti hann þess kost að vísu stuttan tima, að fylgjast með i frjálsíþróttaiðkun á vegum iþróttafélags i Reykjavik. Þá hafði hann einnig lært sund, gekk hann um þetta leyti undir merki ungmenna- félaganna, tók þar ótrauður til starfa að markmiðum mann- ræktar og menningar, var hann alla ævi trúr þeim hugsjónum, lifði sjálfurávalltisamræmi við þær sem algjör bindindismaður á tóbak og áfengi. Fór hann giarnan i fylkingarbrjósti i framkvæmd iþróttamála, kenndi um tima sund hér og annarsstaðar á Snæfellsnesi, m.a. kom hann hér ásamt öðr- um ungmennafélagsmeðlimum upp aðstöðu til sundkennslu með stiflugerð i Hvalsá og var þá gjarnan kennt bæði i sjónum við ströndina og i köldu árvatninu. Sjálfur náðihann mjög langt i sundiþróttinni og er löngum til hans vitnað, þá er hann gekk daglega til sundiðkana i sjónum i vikinni, jafnt vetur sem sumar, án tillits til veðurfars. Skákiþróttináttihug hans mjög, sjálfur var hann talinn góður skákmaður og i Taflfélaginu leiðbeindi hann fjölda ung- menna, marga þeirra leiddi hann siðar til keppni með all- góðum árangri. En félagsmálaáhugi Ottós varð ekki bara einskorðaður við hugsjónir Ungmennafélaganna, hann beindist fljótlega að þjóðmálasviðinu, hann sá hina brýnu þörf umbóta I lifskjörum og mannréttindum alþýöunnar i landinu, þannig gekk hann snemma til liðs við flokk lýðræðisjafnaðarstefnu Alþýöu- flokksins, honum vann hann allt það er hann orkaði og málgagni hans til æviloka. I marz 1937 var hann meðal stofnenda Verkalýösfélagsins Jökuls og varð fyrsti formaður þess. 1 þau 40 ár sem félagið hefur starfað hefur hann ávallt Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.