Alþýðublaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 17. september 1977
Minning
veriö reiðubúinn tilstarfa á þess
vegum og flest árin gert upp
reikninga þess.
Afskipti Ottós af sveitar-
stjórnarmálum hófust aö marki
um miöjan fimmta áratuginn.
Hann sat i hreppsnefnd um
árabil, einnig i hafneirnefnd og
viö hafnarstjórn.
Þaö kom mjög i hans hlut aö
starfa aö hafnarbótum á þvi
timabili sem höfnin gat farið að
veita aðstööu þilfarsbátum til
viðlegu og löndunar, óháö
sjávarföllum. Ahugi Ottós fyrir
framgangi hafnarmálanna var
alltaf mikill, geröi hann sér
gljótlega grein fyrir gildi
hennar fyrir vöxt þorpsins. Hin
siðariárin hefur Ottó unniö gott
og mikið starf i skólanefnd
Ölafsvikur þartilnú aö hann féll
frá.
Þaö er meö ólikindum hvaö
starfskraftar hans til stuðnings
hugsjóna og framfaramála hafa
enzt. Þaö var honum ávallt jafn
mikil gleði aö sjá framfara-
málin þróast til betri vegar,
viðgang byggöarlagsins aukast
og lifskjör fólksins batna, liktog
þaö er mörgum einstaklingi
gleði, að sjá eigin hag blómstra.
Hvernig sem á stóö i hans eigin
smiis
it
Lænð 'í. ,
S ' aansa
Innritun hefst mánudaginn 19.
september.
Dansskóli
Sigurðar Hákonarsonar
simi 41557 kl. 19-22
Dansskóli Sigvalda
simar 84750 kl. 10-12 og 13-19 52996
og 76228 kl. 13-18
Dansskóli
Heiðars
Ásvaldssonar
simar
20345 76624
38126 74444
24959 21589
KL. 10-12 og 13.-19.
*
*
DANSKENNARASAMBAND ISLANDS
00<>
TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi
WSHS
p*. ** A
i* *** ■*<
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Starf forstöðumanns við heyrnardeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur er
laust til umsóknar.
Áskilin er tal- og heyrnarfræðimenntun.
Upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri.
Umsóknir sendist framkvæmdanefnd
Heilsuverndarstöðvarinnar eigi siðar en 1.
október n.k. HEILSUVERNDARSTÖÐ
REYKJAVÍKUR
t
Innilegar þakkir allra systkina og vandamanna
Þorsteins Valdimarssonar
skálds
Fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát hans og útför.
lifsbaráttu og brauðstriti var
hann ávallt reiðubúinn að ljá
málefnum byggöarlagsins,
málefnum félaga og einstak-
linga liö. Hin erilsömu störf
hans munu ósjaldan hafa bitnaö
á fjölskyldu hans og heimili,
segja má um hann eins og
marga hugsjónamenn, hann
heimti ekki laun sln aö kveldi,
hans lifskjarasókn gekk oft
hægara en annrra.
Starfsdagur Ottós Ámasonar
hófst jafnan snemma dags og
honum lauk ósjaldan fyrr en
siöla kvölds, en þannig vildi
hann gjarnan hafa starfs-
daginn.
Sjálfur hefur hann meö lifi
sinu og starfi i tæp 69 ár skráö
merkan kafla I sögu byggðar-
lagsins.
Ottó Árnason fæddist 4.
nóvember 1908. Hann var sá
yngri af tveimur sonum hjón-
anna Ingibjargar Jónsdóttur og
Arna Sveinbjörnssonar sjó-
manns i manns i Nýjabæ i
Ólafsvik. Eldri bróöirinn Svein-
björn, fluttist ungur til Reykja-
vikur, starfaði hann lengi viö
verzlun Haraldar Arnasonar,
siðar að eigin verzlunarrekstri
þar i borginni. Hálfsystkini áttu
þeir bræður þrjú úr fyrri hjú-
skap móður þeirra, en þau eru
Georg Ásmundsson bóndi, Mið-
húsum i Breiðuvik, Sigurður
netamaður, i Reykjavik og
Guðný húsfreyja, fyrst i Ólafs-
vik og siðar I Silfurtúni, Garða-
hreppi, en hún er látin fyrir
mörgum árum.
Hinn 8. marz 1913 missti Ottó
föður sinn i miklu sjósiysi er hér
varð, er opið áraskip fórst i
fiskiróðri og 9 menn með þvi, af
þremur heimilum sem stóðu
hlið við hlið. Fórust heimilisfeð-
urnir og um leið fyrirvinnurnar,
þar að auki sonur eins þeirra,
Slikir örlagaatburðir voru ekki
óalgengir fyrstu áratugi aldar-
innar hér i ólafsvik. Atburður
þessi markaðist djúpt I vitund
Ottós og sú harða lifsbarátta
sem á eftir fylgdi.
Við þær aðstæður skerptust
TRUL0F-^r UNAR-
HRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu
Guðmundur Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12, Reykjavik.
5K1PAU-TG€RB RIKISINS
M/S Baldur
fer frá Reykjavik þriðjudag-
inn 20. þ.m. til Breiðafjarðar-
hafna. Vörumóttaka: mánu-
dag ogtil hádegis á þriöjudag.
mjög tengslin milli sonar og
móðurhans, en hin dug- og svip-
mikla kona, var manneskja
verulegrar lifsreynslu. ,
Ottó bjó með móður sinni þar
til hann sjálfur festi ráð sitt, en
móðir hans dvaldist þó ávallt
annað slagiö á heimili hans.
Hinn 30. júli 1932 urðu þátta-
askil i lffi hans, en þá giftist
hann eftirlifandi konu sinni,
Kristinu Þorgrimsdóttur, héðan
úr ólafsvik.
Þau eignuðust 6 mannvænleg
börn, 2 dætur og f jóra syni, en
einn soninn, Vigni, misstu þau
af slysförum aðeins 6 ára
gamlan. Hin börnin eru örn,
giftur Magneu Magnúsdóttur
hér i Ólafsvik, Hallgrimur en
hann og örn eru tviburabræður,
Nanna, gift Bjarnari Ingi-
marssyni, búsett i Hafnarfirði,
Þuriður, gift Magnúsi Þor-
steinssyni búsetthér og Gunnar,
en hann hefur nýlega stofnsett
heimili með unnustu sinni hér i
Ólafsvik.
Fyrstu búskaparár þeirra
hjóna stundaöi Ottóalla algenga
vinnu til sjós og lands, auk
timabilsbundinna starfa við i-
þróttakennslu, sem fyrr segir.
Eftir 7 ára búskap, en þá höfðu
þau eignazt 4 börn, urðu þau
fyrir þviáfalliaðOttóveiktist af
berklum i fæti, varð hann þá að
leggjast inn á sjúkrahús. Sú
sjúkrahúslega stóð samfellt á
fjórða ár, en þaöan kom Ottó
aftur með varanlega fötlun sem
gerði honum, að mestu, ókleift
að stunda erfiðisvinnu. A
sjúkrahúsinu gerði hann sér það
fljótlega ljóst að hverju fór i
þessu efni. Með hjálp góðra vina
sinna tókst honum að afla sér
þeirrar menntunar sem dugði
honum ávallt veltil starfa á nýj-
um vettvangi þegar hann kom
heim eftir hina löngu og ströngu
sjúkrahúsvist sina.
Ávallt siðan vann hann að
skrifstofu- og bókhaldsstörfum
fyrir hin ýmsu atvinnufyrirtæki
hér, þess utan veitti hann for-
stöðu Sjúkrasamlagi ólafsvikur
og Félagsheimili Ólafsvikur um
áratuga skeið, hinu siðarnefnda
þar til hann lézt.
Ekki má gleyma hlut eigin-
konunnar i sjúkdómsmótlæti
fjölskyldunnar, þvi með ein-
stökum dugnaði og kjarki tókst
henni að vinna fyrir börnum og
heimili meðan veikindi eigin-
mannsins stóðu yfir og auðveld-
aði honum þannig að hefja lifs-
baráttuna á ný við mjög breytt-
ar aðstæður. Þá má og geta
þess, að það kom i hennar hlut
að sinna um tengdamóður sina
siðustu árin, en hún lézt á
heimili Kristinar og óttós 93 ára
gömul.
Ottó Árnason var eins og áð-
ur er sagt hér, allsérstæður
maður, málafylgja hans var á-
vallt vel Igrunduð, skýrt mörk-
uð og henni fylgt eftir af sann-
indum og drengskap hugsjóna-
mannsins. Hann gat verið sindr-
andi snjall i ræðustól, gjarnan
var til hans leitað um menning-
arlegt efni við hátiðleg tæki-
færi.
Hann var mjög vel ritfær
maður og þótt penni hans væri
vel yddur, var hann alltaf
hreinn. Hann var vandur að
meðferð máls og stils eins og
fjölmörg kvæði hans bera vott
um. Hin siðari árin hneigðist
hugur hans mjög að sögu Ólafs-
vikurkauptúns, en timi til rit-
starfa mun hafa verið af skorn-
um skammti, þó mun eitthvað
liggja eftir hann i þeim efnum.
Nú að leiðarlokum viljum við
félagar hans gegnum árin
þakka samfylgd og leiðsögn
hans, sérstaklega skal hér
þökkuð traust og samfelld
heimilisvinátta sem geymir
margar skemmtilegar heim-
sóknir til okkar hjóna.
1 mynd hins daglega lifs hér i
Ólafsvik, mun framvegis vanta
það sem Ottó Amason var i
þeirri mynd, þess munu margir
sakna.
Elinbergur Sveinsson.
Lögtök í Mosfellshreppi
Samkvæmt beiðni sveitarsjóðs Mosfells-
hrepps úrskurðast hér með aðlögtak geti
farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreidd-
um útsvörum, aðstöðugjöldum og kirkju-
garðsgjöldum, álögðum i Mosfellshreppi
árið 1977, auk dráttarvaxta og kostnaðar.
Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum
frá birtingu úrskurðar þessa.
Hafnarfirði 12. sept. 1977.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Teppi
Ullarteppi, nýlonteppi, mikið úrvat á
stofur, herbergi, stiga, ganga og stofnan-
ir. Gerum föst verðtilboð.
Það borgar sig að lita við hjá okkur.
ffl
Reykjavikurvegi 60
Hafnarfirði. sími 53636
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í
Síðumúla 11 - Sími 81866
<D
P0STSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
jfolMiinrs Intsson
H,iUQ.Uirgi 30
áemu 10 200
I KULl
*
Dunn
Síðumúla 23
/ími 84400
Steypustðdin hí
Skrifstofan 33600
Afgreiðsian 36470
Loftpressur og
trakforsgröfur
til leigu.
Véltœkni h/f
Simi ó daginn 84911
ó kvöldin 27-9-24