Alþýðublaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201. tbl. — 1977 — 58. árg. Ef blaðið berst ekki kvartið til Alþýðublaðsins í síma (91) 14900 — og brezkir fiskimenn hafa staðizt f,þorskastríðsprófið” Hvað jafnast á við ánægju þess kennara, er tekur í hönd óartakrakka/ glímir við hann# kennir honum# ber hann jafnvel til hlýðni og náms, en að lokum uppsker laun erfiðisins með þvf að barnið snýr til betri veg- ar, lýkur prófum með sóma og finnur veg Ijóss- ins, sannleikans, réttlæt- isins? Ekkert. Við getum nú notið þeirrar gleði, við tslendingar, þvi okkar óartarnemandi hefur nú staðizt vorpróf með sóma, lokið barna- prófi og getur stefnt til ungl- ingaprófs, ef enginn grunnskóli vefst honum um fót. Við tókum þennan óartar- nemanda að okkur i skóla lifsins fyrir allnokkrum árum. Við kenndum honum, glimdum á stundum hart við hann, háðum þolgæðisraunir með honum, beygðum hann ogfengum hann að lokum til að heyra og sjá. Nú hefur hann skilað sjálfstæðu prófverkefni og staðist kröfurn- ar til frekari náms. Þessi nemandi er raunar tutt- ugu þúsund sálna bekkjardeild fiskimanna úr riki hennar há- tignar Bretadrottningar. Þeir neituðu að gangast undir boð sanngirni og réttlætis á hafinu umhverfis fsland, en vegna leið- sagnar okkar og kennslu boða þeir nú sjálfir hið sanna réttlæti, hina sömu sanngirni, á hafinu umhverfis sitt eigið móðurland. Svo sem kunnugt mun af er- lendum fréttum, hafa um hrið staðið nokkrar deilur milli Breta annars vegar og félaga- þjóða þeirra innan Efnahags- bandalags Evrópu hins vegar. Brezkir fiskimenn hafa nú lagt sitt til þeirra deilna, nokkurs konar prófritgerö, sem hér fer á eftir. Viö viljum einkaland- "'helgi. Prófritgerð fiskimannanna hljóðar svo, þýdd á islenzku: ,,A næstu vikum gæti svo farið að Bretland neyddist til þess að láta af hendi eina af dýrmæt- ustu fæðuuppsprettum sinum, hluta af arfleifð þjóðarinnar, til erlendra þjóða. Svo gæti farið að brezkir fiskistofnar, fiskur- inn innan brezkrar landhelgi, yrðu gefnir, án þess nokkuð komi þar i móti, Efnahags- bandalagi Evrópu, og þeim sið- an deilt milli aðildarrikja. Þetta virðist ótrúlegt og margir Bretar gera sér ekki enn fulla grein fyrir þvi hvað af- henda á. Breskir fiskimenn gera sér grein fyrir þvi. Þeir vita að ef þetta verður gætu fiskimiðin við strendur okkar, sem eitt sinn voru svo auðug, orðið auð og fisksnauð á fáum árum. Sumir af mikilvægustu fiski- stofnunum eru þegar i hættu og gætu eyðst á fáum mánuðum. Fiskimenn okkar eru ákveðnir i að slikt verði ekki látið ske. Fiskur er eina auðlindin sem EBE telur sig eiga rétt til að ráða. Fái bandalagið sinu fram- gengt verða fiskveiðar eina sviðið þar sem Evrópa getur sagt við Bretland: Þið eigið þetta, en við ákveðum hver á að fá það. Akvarðanir bandalagsins verða ekki Bretlandi í hag. Ahrifin eru þegar farin að koma i ljós. Fiskistofnar okkar fara minnkandi. Verðlag hækkar. Fiskiskip eru rifin eða þeim lagt. Fjöldi atvinnulausra fiski- manna og hafnarverkamanna eykst daglega. Félagslegt og efnahagslegt hrunbiður margra hafnarbæja og strandsamfé- laga. Samt sem áður höfum við inn- In the next few weeks Britain could be forced to hand over one of her most valuable food supplies. part of the nation's birthright, tp foreign nations. Britain's fish, the fish in her own maritime waters. could be given, free of charge, to the European Economic Community to be shared out among the member states. It sounds scarcely believable and many British people still possibly do not realise exactly what could bp given away. British fishermen do know. They know that, if it happens. the once-rich waters around our shores could be virtually empty of fish in just a few years. Some of the most im- portant species are in danger of being decimated in just a few months. Our fishermen are determined it will not happen. Fish is the only resource the EEC claims to control. The one, single mstance where, if it has its way, Europe will be able to say to Britain: yc’.' own it. but ws decide who shall have it. Those decisions will not be to Ðritain's benefit. The effects are alrcady being felt. Our fish supplies are declining. The price is rising. Fishing vessels are being scrapped or laid up. The number of fishermen and shore workers without a job grows daily. Social and economic disaster faces many ports and coastal communities. Yet, within 100 miles of our own shores. we have enough fish, properly looked after, to koep us going for ever. We have 20,000 of the world's finest fishermen able to go out and catch it at a competitive price. plus another 100.000 people on shore supporting them and helping to bring their catches to you. We have the ships too. Britain's fishermen, from the big freezer owners to the enterprising skipper- owners. have invested well over C100m in modern and efficient fishing vessels in the 1970's alone. an hundrað milna marka frá ströndum okkar nægan fisk til þess að halda okkur gangandi til eilifðar, ef rétt er á haidiö. Við eigum tuttugu þúsundir af beztu fiskimönnum veraldar, sem eru fyllilega færir um að veiða þennan fisk á samkeppnishæfu Now the last chance is upon us. Even the other European nations are slightly uneasy at the injustice of it all. They have reluctantly agreed to a revision of the discriminatory Common Fisheries Policy, in which the basic unfairness has now been multiplied by the world-wide extensions to 200-milelimits. Britain wants an exclusive 50-mile zone in her own 200-milelimit. What it amounts to is that Britain, with the biggest resources in her own waters. the biggest food fish market in Europe and the biggest fishing industry. is seeking about 40 per cent of the catch from EEC waters in return for the 60 per cent contribution she is making to them. Not much to ask when almost every other nation in the world enjoys the full benefit of its 200-mile limit. But. on present indications, still too much for the rest ot Europe. A 50-mile exclusive zone (just a quarter of what is ours anyway) is the minimum. Scarcely enough. but just enough to enablo us to ensure a future for our fishermen and, above all, through proper conservation and rcstoru tion. a future for one of the nation's most valuable sources of protein. Like many of your fellow citizens you possibly did not realise that when we joined the Common Market we were unknowingly joining Jin just one vital food com- modity—fish) a Common Resourt.. In the Common Fisheries Policy revision now coming up your fishermen seek your support in helping to put right a great wrong. Please support them in their battie for a 50-mile exclusive zone. verði, svo og hundrað þúsund manns, sem starfa á landi og aðstoða fiskimennina við að koma veiði sinni til ykkar. Við eigum næg skip lika. Brezkir fiskimenn, frá eigendum stóru frystiskipanna til togaraskip- Framhald á bls. 10 Britain must not give her food away. Britain's fishermen must have a 50-mile exclusive zone in their own national waters Morgunbladiö þyrlar upp moldviðri: Reynir að gera bæjarstjórn Vestmannaeyja tortryggilega I tilefni af frétt Morgun- blaðsins í gær um aö Einar H. Eiríksson, skattstjóri og forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, hafi fengið með samþykkt bæjarstjórnar lausn frá störfum í bæjarstjórn, og þar sem rifjuð er upp af- staða bæjarstjórnar i af- sagnarmáli sama manns og Sigurðar Jónssonar, bæjarfulltrúa, spjallaði Alþýðubiaðið stuttlega við Magnús H. Magnússon, simstjóra. „Morgunblaðið flytur fregn um lausnarbeiðni Einars H. Eiríkssonar frá bæjarst jórnarstörfum í Eyjúm, og dregur þar fram, að bæjarstjórn hafi áður neitað lausnarbeiðni sama manns og þar hafir þú hfaft forgöngu um. Hvað er hér að gerast?" Þetta er nú einfalt mál. Þegar Einar H. Eiriksson og Sigurður Jónsson bæjarfulltrúar lögðu á sinum tima fram lausnarbeiðnir sinar, var vitað — og það kemur fram i ályktunartillögu minni, að klika i Sjálfstæðisflokknum hafði gengið hart að þeim, að segja af sér. Hefúr trúlega þótt þeir vera ekki nógu linufastir! Hér er um það að ræða, að verið var að gera tilraun til að hrekja löglega kosna bæjarfulltrúa úr starfi, að þeim óviljugum, samkvæmt viðtali við þá áður en lausnarbeiðnin var fyrir tekin i bæjarstjórn. Það er vitanlega gagnstætt öllum lýð- ræðisvenjum að einstökum klik- um haldist slikt uppi og fái til þess brautargengi bæjarstjórnar. Þvi var lausnarbeiðninni hafnað á fullum rökum. Bæði Einar og Sig- urður féllust á rök okkar og hafa starfað i bæjarstjórn siðan, eins og ekkert hafi i skorizt. Hefur Einar H. Eiriksson undanfarið verið kosinn forseti bæjarstjórnar meö 9 samhljóða atkvæðum og þar með þá einnig atkvæðum þeirra flokkssystkina sinna, sem ýfðust áður við þeim, honum og Sigurði Jónssyni. Nú er hinsvegar allt öðru máli að gegna. Einar leggur fram lausnarboiðni sina af sjálfsdáðum og án þess að aðrir en hann hafi haft þar hönd i bagga svo vitað sé. Þennan sjálfsagða rétti hans hvorki getur né vill bæjarstjórn neita honum um” lauk Magnús H. Magnússon máli sinu. Farþegaþota af gerðinni Concorde, frá Air France, hafði viðdvöl á Kefla- vikurflugvelli i gærdag og gafst fréttamönnum og fleiri gestum kostur á þvi að skoða gripinn. (Mynd: ATA) Nánar á baksiðu. ^------------------------------- Concordc á íslandi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.