Alþýðublaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 4
4
alþýöu'
Fimmtudagur 29. september 1977 biaðió
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi
14906. Askriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur I
lausasölu.
Ferd forsætisráðherra
til Sovétríkjanna
Ferð Geirs Hallgríms-
sonar, forsætisráðherra,
til Sovétríkjanna hefur
hrundið af stað einhverj-
um sérkennilegustu leið-
araskrifum, sem lengi
hafa sézt í málgögnum
Sjálfstæðisf lokksins,
AAorgunblaðinu og Vísi.
AAorgunblaðið hefur
reynt að afsaka ferðalag
forsætisráðherra, en Vís-
ir hefur beinlínis lýst
vanþóknun á því. Þessi
skrif minna einna helzt á
köttinn og heita grautinn.
Það var auðvitað bæði
sjálfsagt og eðlilegt að
forsætisráðherra tæki
boði um opinbera heim-
sókn til Sovétríkjanna.
Annað hefði verið fá-
heyrður dónaskapur.
Ekki er vafi á því, að
ferðalagið hefur verið
fróðlegt fyrir ráðherrann
og treyst vinsamlegt
samband Islands og
Sovétríkjanna. Það hefur
borið vott um óraunsætt
mat á þróun heimsmála
hvernig ýmsir íslenzkir
stjórnmálamenn hafa
látið sem Sovétríkin væru
ekki til, nema þá helzt,
þegar undirritaðir hafa
verið viðskiptasamning-
ar.
íslendingar verða að
stuðla að vinsamlegum
og góðum samskiptum
við Sovétríkin, eins og
aðrar þjóðir. Það er unnt
að gera, þótt því fari
f jarri að stjórnarfar þar í
landi sé okkur að skapi.
Þar á milli verður að
draga skarpa markalínu.
Islendingar munu aldrei
geta sætt sig við hið
sovézka þjóðskipulag, og
hafa fulle heimild til að
gagnrýna ýmsar stjórn-
arathafnir rétt eins og
Sovétmenn hafa t.d.
gagnrýnt veru Islands í
Atlantshafsbandalaginu.
Sovétmenn hafa á
margvíslegan hátt sýnt í
verki hlýhug sinn í garð
Islendinga. Þeir hafa lát-
ið afskiptalausa útfærslu
ísl. landhelginnar á sama
tíma og vinaþjóðir í
vestri hafa gert Islend-
ingum líf ið leitt. Viðskipti
íslendinga og Sovét-
manna eru íslendingum
hagkvæm. Þeir kaupa til
dæmis fisktegundir, sem
erfitt er eða ógerlegt að
selja annarsstaðar. Það
er hins vegar umdeilan-
legt hvort Islendingar
eigi að vera Sovétmönn-
um jafn háðir um olíu-
kaup og raun ber vitni.
Og auðvitað má segja,
að áhugi Sovétmanna á
íslendingum og fslandi sé
af pólitískum toga spunn-
inn. En er ekki víðar svo?
íslendingar hafa kosið að
fylgja vestrænum þjóð-
um og það munu þeir
gera framvegis. Það
breytir þó engu um nauð-
syn þess að efla vinsam-
leg samskipti á öllum
sviðum við þjóðir, sem
búa við annað stjórnarfar
en við.
Oll barátta mannkyns á
síðustu áratugum hefur
snúizt um það, að reyna
að sætta sjónarmið ólíkra
stjórnkerfa. Slökun
spennu þjóða í milli hef ur
verið aðalverkefni al-
þjóðastofnana og stór-
veldin hafa gefið eftir á
ýmsum sviðum. Það
verður mönnum æ Ijósara
að ekkert getur bjargað
mannkyni frá glötun,
nema aukin samvinna,
skilningur og traust.
Hvað sem líður deilum
um ágæti hvers þjóðfé-
lagsskipulags, kosti og
galla, verður rauði þráð-
urinn í lífsvon mannsins
trúin á það, að þjóðir geti
lifað saman í friði.
Þótt einhverjir muni
vafalítið nota ferð for-
sætisráðherra til Sovét-
ríkjanna, sem efni í póli-
tíska ádeilu eða skæting,
verður það til lítils sóma.
Ferðin til Sovétríkjanna
og væntanleg heimsókn
Kosigyns til Islands er
eitt lítið skref á brautinni
í friðarátt. Ferðin er í
marga staði hin mark-
verðasta og nokkur mæli-
kvarði á batnandi sam-
skipti þjóða. Þessi ferð
hef ði verið nær óhugsandi
fyrir nokkrum árum.
— AG
Frá þingi Kennarasambands Austurlands:
Þeir, sem kennt hafa án réttinda, fái
að nema uppeldis- og kennsluf ræði
Dagana 17. og 18. september,
var haldið þing Kennarasam-
bands Austurlands i Valaskjálf
Egilsstööum. Mættir á þingiB
voru kennarar allt frá Bakka-
firöi til Hornafjaröar. 1 upphafi
þings var minnst Kristjáns
Ingólfssonar fræðslustjóra er
lé^t á árinu.
Á þinginu voru rædd launa- og
kjaramál, um kennaraskort og
kennararéttindi, einnig um
skipulagsmál sambandsins og
geröar ályktanir um þessi mál
og fara þær hér á eftir.
Starfshópar sendu frá sér
eftirfarandi ályktanir er voru
samþykktar samhljóöa.
Aöalfundur K.S.A. haldinn á
Egilsstööum 17. 17. og 18. sept.
1977 gerir eftirfarandi
samþykkt um launa- og kjara-
mál:
1. Kennarar i grunnskóla sitji
viö sama borö hvaö snertir laun
og vinnutilhögun, hvaöa aldurs-
flokkum sem þeir kenna.
2. Fundurinn lýsir yfir ein-
dregnum stuöningi viö kröfu-
gerð B.S.R.B. og sérkröfur
S.l.B. og L.S.F.K. og hvetur
samninganefndir þessara aöila
til skeleggrar baráttu fyrir
bættum kjörum kennarastéttar-
innar.
3. Fundurinn leggur áherzlu á
aö kennarapróf veröi metiö
jafnt til launa, hvenær sem þaö
er tekið.
4. Fundurinn hvetur alla kenn-
ara til aö fylgjast vel meö gangi
samningamála og taka afstööu
til væntanlegrar sáttatillögu
sáttanefndar eöa kjarasamn-
ings og greiða atkvæöi þegar að
þvi kemur.
Samþykkt var aö styöja til-
lögur sem S.I.B. sendi mennta-
málaráðherra 14. april 1977 þar
sem gert var ráð fyrir aö þeir
sem kennt hafa viö grunnskóla
undanfarin ár án kennara-
menntunar eigi kost á uppeldis-
og kennslufræöinámi viö
Kennaraháskóla íslands fram
til hausts 1980. Auk bréfaskóla
og sumarnámskeiða sem nefnd
eru i tillögum S.I.B. telur fund-
urinn rétt að boöiö verði upp á
ársnám við K.H.I. fyrir
réttindalausa kennara og veröi
þeim veittir styrkir til námsins
og námslán. Fundurinn
samþykkir einnig þá stefnu-
mörkun aö eftirtaldir aðilar hafi
rétt til náms þessa aö fengnum
meömælum skólastjórnar og
skólanefndar viðkomandi skóla.
a) Fólk meö háskólapróf i
sérgrein.
b) Fólk sem lokiö hefur
stúdentsprófi, fóstrunámi,
verzlunar- eöa samvinnuskóla,
tónlistar- eöa myndlistarnámi,
iön- eöa tækninámi og hefur 5
ára kennsluferil.
c) Fólk meö miðskólapróf eöa
gagnfræöapróf meö 10 ára
kennsluferil aö baki.
Ennfrmur aö nefnd, skipuö
fulltrúum kennarasamtakanna,
menntamálaráöuneytisins og
K.H.I. fjalli um umsóknir til
náms þessa og um undanþágur
frá fyrrgreindum inntökuskil-
yröum. Nefndin meti námskeiö
og annað nám aö nokkru til
móts viö starfsreynslu og taki
afstööu til réttindaveitinga fyrir
þá, sem hafi mun lengri
kennsluferil en tilgreindur er I
c-lið.
Fundurinn samþykkir einnig
aö frá árinu 1980 verði enginn
nýliöi ráöinn i lausa stöðu ái' til-
skilinna réttinda nema meö
samþykki kennarasamtaka.
Eftirtaldar ályktanir komu frá
einstaklingum og allsherjar-
nefnd og voru samþykktar:
1. Alyktun um Hússtjórnarskól-
ann á Hallormsstaö: Aöalfund-
ur Kennarasambands
Austuriands haldinn á Egils-
stöðum 17. og 18. sept. 1977 vill
leggja áherzlu á mikilvægi Hús-
stjórnarskólans á Hallorms-
staö. Samkvæmt grunnskóla-
lögunum og aöalnámsskrá
grunnskóla skal kennsla i
heimilisfræöum og heimilisrækt
vera fastur liöur i starfi grunn-
skólans. Hússtjórnarfræösia er
einnig sjálfsagöur hluti
framhaldsnáms. Skólar á
Austurlandi eru flestir fámennir
og mikill kostnaður fylgir þvi aö
koma upp hússtjórnaraðstööu i
skólum. Þvi telur fundurinn
hagkvæmt aö nýta þá góðu aö-
stööu, sem fyrir er I hús-
stjórnarskólanum á Hallorms-
stað fyrir þá skóla, sem hann
getur annað og ekki liggja of
fjarri. Undanfarin þrjú ár hafa
nemendur úr efstu bekkjum
grunnskóla á Austurlandi sótt
viku hússtjórnarnámsskeiö
þangaö og hafa þau heppnast
mjög vel. Þaö er mat okkar aö
þarna séu næg verkefni, en
marka þurfi skólanum ákveöna
stefnu um hússtjórnarfræðslu á
grunnskóla- og framhaldsskóla-
stigi, svo og til fullorðins-
fræöslu. Auk kennslu i hús-
stjórnarfræðum er Hallorms-
staöur kjörinn staöur til aö veita
fræðslu i vissum þáttum um-
hverfisfræða. Þvi teljum viö
ekki koma til greina og leggja
skólann niöur og þaö væri glap-
ræöi aö taka þessa kennslu-
stofnun til annarra nota en
kennslu.
2. Aöalfundur K.S.A. 1977 harm-
ar hve langan tima hefur tekiö
að koma upp viöunandi aöstööu
fyrir f ræösluskrifstofu
fjórðungsins. En þar sem nú
virðist vera aö rofa til i þeim
efnum skorar fundurinn á
menntamálaráöuneytiö og
fræösluráö Austurlands að
vinna aö þvi að fræösluskrifstof-
unni veröi sem allra fyrst tryggt
nægilegt starfsliö til þess að
geta veitt alla þá þjónustu sem
henni ber samkvæmt lögum.
3. Aðalfundur K.S.A. 1977
samþykkir að gefa Vonarlandi,
dvalarheimili þroskaheftra á
Austurlandi kr. 100.000.- til
minningar um Kristján Ingólfs-
son fræðslustjóra.
A laugardagskvöld var hald-
inn fundur með fræöslustjóra og
formanni fræðsluráðs. A þeim
fundi voru rædd ýmis mál,
þ.á.m. um uppbyggingu
fræðsluskrifstofu, skiptingu i
skólahverfi, hússtjórnarfræðslu
og kennslu afbrigöilegra barna.
Um þaö mál kom fram að brýn
þörf væri að stórauka
sérkennslu.
Gestir þingsins voru þeir
Kristján Thorlacius formaöur
B.S.R.B., Valgeir Gestsson for-
maöur S.l.B. og Ölafur S. Ólafs-
son formaöur L.S.F.K. og ræddu
þeir allir um launa- og kjara-
mál, einnig um sérkjarasamn-
ingana. Lögöu þeir allir þunga
éherzlu á aö allir, kennarar sem
aörir, fylgdust vel meö og
kynntu sér vel sáttatillögu þá er
atkvæöi skal greiöa um 2. og 3.
október og lýstu mikilvægi þess
að almenn þátttaka yröi i at-
kvæöagreiöslunni. I lok þingsins
var kosin stjórn. I henni eru:
Kristinn Kristjánsson, Alþýöu-
skólanum Eiöum. Svavar
Björnsson, Jökulsárhliö. Helgi
Halldórsson, Egilsstööum. Til
vara: Trausti Björnsson, Eski-
firöi og ólafur Stephensen,
Eiðum. Strax eftir þingslit kom
hin nýkjörna stjórn saman og
skipti meö sér verkum, á þann
hátt aö Kristinn Kristjánsson er
formaður, gjaldkeri er Helgi
Halldórsson og ritari er Svavar
Björnsson.