Alþýðublaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 12
alþýðu blaðið Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúia 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Askriftarsimi 14900. FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 J Atvinnumálasyrpa Alþýðublaðiö hafði í gærdag samband við nokkra talsmenn verka- lýðsfélaga og alþýðusam- banda víðs vegar um land og spurðist fyrir um at- vinnuástand á hverju svæði. í heildina má segja að útkoman hafi verið sú að mikil atvinna sé nú um land allt/ þó að einstakir staðir skeri sig talsvert úr. Flestir kvörtuðu yfir að atvinna væri of mikil ef nokkuð væri og álag á verkafólk því of mikið. Tekið var þó fram# að ekki væri hægt að draga víðtækar ályktanir af at- vinnuástandi sem stendur# þar sem slátur- tið er í fullum gangi og framkvæmdir í bygg- ingariðnaði og fleiri greinum unnar með hámarksálagi til að Ijúka sem mestu af fyrir vetur- inn. En annars fara svör nokkurra verkalýðsfor- ingja hér á eftir. _arh. Ekkert atvinnuleysi þrátt fyrir Matthíasargudspjall — segir Pétur Sigurösson á ísafirði — Sért þú aö leita eftir at- vinnuleysissögum hér, þá ertu kominn i geitarhús að leita ull- ar, sagöi Pétur Sigurðsson, for- seti Alþýöusambands Vest- fjaröa. — Hér hefur veriö fullt aö gera, þrátt fyrir aö togararnir hafi tekið sér frl vegna Matthi- asarguöspjails. Óhemju vinna hefur veriö I báöum frystihús- unum hérna á Isafiröi, og fram- kvæmdastjóri annars þeirra sagði mér i gær aö frystihús hans væri nú rétt á hælum frystihúss útgeröarfélags Akureyringa hvaö vinnslumagn snertir, og það telst afar gott, miðaö við aö togararnir sem landa hjá húsinu eru helmingi færri en Akureyrartogararnir. Þaö var til dæmis verið að skipa út um 30 þús. kössum af frystum fiski hérna i gær og þaö þykir Pétur Sigurösson fréttnæmt hjá útvarpinu ef skip- aö er út 10-11 þús. kössum á sumum stööum á landinu! Þaö versta viö þetta er svo það, aö þegar svona mikil vinna er áreftir ár, fara menn að taka þetta sem sjálfsagðan hlut aö vinna svona lengi. Bæöi langt fram á kvöld og um helgar. En einn góöur punktur held ég aö sé i þessu hérna og hann er, aö margar húsmæöur vinna hálfan daginn i frystihúsunum og ná fullum daglaunum út úr þvi með bónuskerfinu. Þaö er hægt að vinna af miklum krafti i stuttan tima. Þá hefur verið mannekla i byggingariönaði hérna og opin- berar framkvæmdir hafa lik- lega aldrei veriö meiri en nú. Hér er byggt sjúkrahús og lagt slitlag á götur. Hér hefur veriö vinnuflokkur frá Vita- og hafnarmálastjórn viö hafnar- vinnu o.s.frv. Þetta ætti aö lýsa ástandinu i stórum dráttum. Stopul atvinna í Ólafsvík Gunnar Már Kristó- fersson. forseti hins ný- stofnaða Alþýðusam- bands Vesturlands, sagði atvinnuástand víðast gott þar sem hann vissi til, t.d. væri næg atvinna á Hellissandi, heimaslóð- um hans. Hann kvað þó ekki alveg sömu sögu að segja um ólafsvík, þar hafi verið stopul atvinna sem stafaði að mestu leyti af hráefnisskorti í frystihúsinu. Aöild aö Alþýöusambandi Vesturlands eiga nú 9 verka- lýðsfélög, en sambandiö var stofnaö i marz sl. Enn hafa ekki öll verkalýösfélög sótt um aöild aö sambandinu, en Gunnar sagðist búast viö aö þar myndi fjölga félögum innan tiöar. Dagana 16.-18. september gekkst Alþýöusamband Vestur- lands fyrir námskeiöi um bók- hald og skipulag i rekstri verka- Gunnar Már lýösfélaga i samvinnu viö Menningar- og fræöslusamband alþýöu. Námskeiöiö fór fram i Borgarnesi og tókst aö sögn vel. Þátttakendur voru 18 talsins frá nær öllum aöildarfélögum sam- bandsins og voru leiöbeinendur þeir Þórir Danielsson og Guðni Gústafsson, endurskoöandi. ^ - - . I—'VM ■ .H B Lítid um opinberar framkvæmdir á Austurlandi — Ég held að segja megi að atvinnuástand sé hér almennt séð gott, sagði Árni Þormóðsson, á skrifstofu Alþýðusam- bands Austf jarða. — Hér vantar fólk f rekar en hitt, sérstaklega er mikið um að vera á meðan á slátur- tíðinni stendur. Hér hefur fiskast dálít- ið misjafnt, en vinna þó verið nokkuð samfelld í fiskiðjuverum. En eitt er þó einkennandi fyrir at- vinnuástandið í sumar og það er, að hér er snöggt- um minna um opinberar framkvæmdir en áður, sérstaklega á þetta við vegageröina Þannig birt- ist „byggðastef na" ihaldsstjórnarinnar okk- ur hérna! Ungt fólk sækir í að setjast að á Akureyri — Hér hefur verið geysilega mikil vinna og allt of mikil að mér finnst á sumum sviðum og hingað vantar vinnuafl fremur en hitt, sagði Jón Helgason, for- maður verkalýðsfélagsins Ein- ingar við Eyjafjörö. — Hitaveituframkvæmdirnar hafa auðvitað sett strik i reikn- inginn hjá okkur og þar hefur verið unnið af miklum krafti, ó- eðlilega miklum á stundum. Þá hefur sjávaraflinn verið góður og mikil vinna i frystihús- inu. Það hefur oft ekki náðst að vinna úr öllu þvi sem berst til frystihússins og afli verið send- ur burt til vinnslu. Vinna i frystihúsinu i sumar hefur oft veriðfram á kvöld og um helgar og slikt er auðvitað of mikið álag til lengdar, sérstaklega Jón Helgason þegar þess er gætt að unnið er samkvæmt bónuskerfi. Þá hafa byggingafram- kvæmdir verið miklar og alltaf hefur vantað menn til vinnu þar, siðast var verið að auglýsa eftir byggingamönnum nú á dögun- um. Ég hefi orðið var við að hing- að til Akureyrar hefur sótt ungt fólk utan af landi i nokkrum mæli, sem ekki hefur borið á áð- ur. Þar spilar inn i atvinnu- ástandið sem hér rikir, ef til vill hin góða tiö sem hér hefur verið og fleira. En þegar á heildina er litið, þá er ég dálitið smeykur um að svona mikil sveifla i at- vinnulifi geti haft eftirköst. Það er betra að hafa þetta minna og jafnara. .^•i;________________ ■’ji” - 6* J-'í .':-áiíÍn> i/i • «8 Nóg að gera á Á skrifstofu Alþýðusambands Suöurlands á Selfossi fengust þær upplýsingar, að þar væri yfirleitt nóg að gera og á Sel- fossi stendur nú t.d. yfir slátrun i tveimur sláturhúsum, hjá Sláturfélagi Suöurlands og verzluninni Höfn hf. Viö slátr- unina vinnur margt fólk úr nær- liggjandi sveitum, en einnig Sel- fyssingar, sérstaklega húsmæö- ur. Þá hefur verið mikil atvinna i byggingariönaði á Selfossi i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.