Alþýðublaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 29. september 1977
Verdens Gang í Noregi um
Norska blaöið segir Axel Björnsson, jaröeðlisfræöing, litt bjartsýn-
an hvað varðar framtið Kröfiuvirkjunar. Hann er þarna hjá jarð-
skjálftamælunum við Kröflu, sem mæla þúsundir jarðhræringa á
hverjum sólarhring.
reynslu nú i haust, en það
atriðið verði trúlega dapurlegt
sýningaratriði, þar sem aðeins
hafi tekist að virkja fimm
prósent af þeirri gufu sem þarf
til að knýja túrbinurnar. Og að
auki hristist nú virkjunarsvæðið
istöðugum jarðhræringum, sem
bendi ákveðið til þess að eld-
fjallið Leirhnjúkur sé að vakna.
En það er of seint að stoppa nú
við virkjunarframkvæmdirnar
— þrátt fyrir að allir virkjunar-
sérfræðingar heimsins telji að
hér sé verið að leggja siðustu
hönd á vonlaust verk.
Spyrji maður stjórnvöld i
Reykjavik um það, hver beri
ábyrgðina á þessu, yppa allir
öxlum og kenna öllum um það.
Likt og nef Charles de Gaulles
var eitt sinn aðalviðfangsefni
skopteiknara heimsins, eru
virkjunarmistökin á Norður-
landi sameiginlegt áhugamál
teiknara við islensku blöðin,
heldur blaðamaður VG áfram.
— á virku eldf jalli
„Innan fárra
mánaða mun ein
dýrasta iðnaðar-
framkvæmd íslendinga
— gufuorkuver upp á
milljarða — líklega
hverfa i glóandi hraun-
haf. Kröfluvirkjum,
sem átti að sjá stórum
hlutum af norðurhluta
íslands fyrir raforku,
var nefnilega ekki
byggð við rætur eld-
fjalls eins og ætlunin
hafði verið: Kröflu-
virkjun var bókstaf-
lega byggð á eldfjalli.
Eldfjalli sem gosið
hefur 6-8 sinnum á
síðustu árum”.
Þannig hefst grein i
norska dagblaðinu
VERDENS GANG i
siðustu viku, en þar
greinir blaðamaðurinn
Jón Magnús frá för
sinni til íslands og dvöl
við Kröflu. Greinin ber
yfirskriftina „MILLJ-
ARÐA MISTÖK Á
VIRKU ELDFJALLI”
og er þar meðal annars
rætt við Axel
Björnsson, jarðeðlis-
fræðing, um ástandið á
Kröflusvæði.
Blaðamaðurinn segir, aö
Kröfluvirkjun hafi samkvæmt
áætlun átt að fara I gang til
Kröfiuvirkjun, orkuverið sem kostað hefur tiu milljarða, er stórkostieg mistök , segir Verdens Gang.
- ...........................................................
Bormenn íslands við Kröflu:
ÞEIR BORA I
ELDSPRENG J U
— segir Verdens Gang
Blaðamaður Verdens Gang
hitti einnig að máli tvo bormenn
við Kröflu, þá örn Sigurjónsson
og Gisla Tryggvason. Hann seg-
ir þá félaga leita eftir gufu fyrir
hið misheppnaða orkuver i
grenndinni en vita samtimis að
undir fótum sinum hafi þeir
milljónir tonna af glóandi
hraunkviku. Þvi geti borinn
þeirra allt eins brotist niður i
vitið á hverri stundu...
— 1 litlu orkuveri niðri við
kisilgúrverksmiðjuna i ná-
grenninu kom glóandi hraun
upp borholuna, segja tvi-
menningarnir blaðamanni VG.
— Þetta getur einnig gerst hjá
okkur — við borum i eld-
sprengju og getum ekki sagt að
okkur falli það vel i geð.
— Af og til óskum við okkur að
vera komnir á borpall i Norður-
sjónurn, þar sem við höfum þó
alla vega möguleika til að forða
okkur ef eitthvað ber út af. En ef
eitthvað gerðist hérna þá yrði
þetta á augnabliki glóandi hel-
viti.
— Nú höfum við borað tug af
holum hverja um 2 kflómetra á
dýpt, segir örn Sigurjónsson —
en hingað til hefur lánið ekki
leikið við okkur. Eða ef við
segjum það á annan hátt: Við
vinnum I örvæntingu til að
reyna að koma i veg fýrir að þetta
verði stærsti „skandallinn' i
sögu fslands...
Annað hvort finnum við alls
enga gufu i holunum eða þá að
gufan er svo mikil að okkur
tekst ekki að hemja hana. Eða
að við finnum gufu með réttum
þrýstingi, en svo blandaða
eitruðum gastegundum að hún
er óhæf til notkunar á túr-
binurnar sem standa og biða.
En stærsta vandamálið er að við
verðum hvað eftir annað að
hætta borunum, vegna þess að
holurnar fyllast af hraunkennd-
um efnismassa. Við vitum að
við höfum glóandi helviti undir
fótum.
Síðast gaus I 4 ár
Þá segir blaðamaðurinn frá
leirhvernum sem myndaðist i
Framhald á bls. 10
ÞaB vantar ekki orkuna I jörðu viö Kröflu en hún er þó talsvert ann-
ars eðlis en sú orka sem hægter aðvirkja fyrir túrbfnurnar I Kröflu-
virkjun.
fiP|J§j
'.•jj’f.’.rrrrr.
Bormastur ber við himin við Kröflu en örskammt frá má sjá f
gufustróka frá Leirhnjúk.