Alþýðublaðið - 07.10.1977, Page 1

Alþýðublaðið - 07.10.1977, Page 1
FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER 209. TBL. -1977-58. ÁRG. Ef bladið berst ekki kvartið til Alþýðublaðsins í síma (91) 14900 Margar erlendar heimsóknir tii Landhelgis- gæzlunnar; m.a. frá Hollandi og Nýja Sjálandi „Eru undrandi yfir mann- fæð um borð í varðskipum” — segir Þröstur Sigtryggsson, skipherra Á þriðjudaginn var komu yfirmenn flughers og flota Hollands í aðal- stöðvar Landhelgisgæzl- unnar í Reykjavík og kynntu sér þar rekstur Gæzlunnar og tengd atr- iði. Dagana þar á undan dvaldist Denis McLean frá Nýja Sjálandi hjá Gæzlunni í sömu erinda- gjörðum. Kom hann hing- að til lands í þeim tilgangi einum að kynna sér land- helgisgæzlu við island, en hann mun í næsta mánuði taka við ráðherraembætti i rikisstjórn Nýja Sjá- lands og fara meðal ann- ars með landhelgismál. Nýja Sjáland hefur enga sjálfstæða landhelgis- gæzlu og mun i fyrstu treysta á herskipaflota sinn, meðan landhelgis- gæzlan verður byggð upp. Eru Nýsjálendingar ugg- andi yfir aukinni sókn Japana og Kóreumanna í fiskimið sín, sem hafa verið lítt nytjuð til þessa, Þrttstur Slgtryggison skipherra en landhelgina hyggjast þeir færa brátt út í 200 sjómílur. Denis McLean ræddi hér við yfirmenn Landhelgisgæzlunnar, að Ólafi Jóhannessyni dóms- málaráðherra meðtöldum, kom um borð i varðskip og flugvélar Gæzlunnar o.fl. Einnig átti hann viðræður við starfsmenn sjáv- arútvegs- og utanrikisráðuneyt- is. Þröstur Sigtryggson skip- herra, sem gegnir störfum Pét- urs Sigurðssonar hjá Gæzlunni i veikindafjarveru hans, tjáði blaðinu i gær, að talsvert væri um að yfirmenn landvarna er- lendra rikja kæmu hingað til að kynna sér störf Landhelgisgæzl- unnar. Hér var meðal annarra yfirmaður irsku Gæzlunnar og einnig yfirmaður þeirrar fær- eysku. Kynntu þeir sér heildar- rekstur Landhelgisgæzlunnar, skoðuðu skipa- og flugvélakost- inn og ræddu við yfirmenn hennar. Þröstur sagði að flestir er- lendu gestirnir hafi látið i ljós undrun á þvi, að hægt skuli vera að reka skip af þeim stærðum, sem Gæzluskipin eru, með eins fáum mönnum og raun ber vitni. Þá hafa sumir spurt um reynslu Landhelgisgæzlunnar af Fokker Friendship gæzluvélum og ennfremur hafa komið fram óskir aðila um að fá aö byggja skip eftir sömu teikningu og Týr er smiðaður. trarnir töldu sig ekki geta haldið úti skipum i samfellt 15- 18 daga, með þriggja-fimm daga stoppi i landi i hvert sinn. Sögðu það illframkvæmanlegt vegna þess að fólkið kærði sig ekki um það. Margt fleira kom fram i samtölum við útlendingana, en þetta var það helsta, að sögn Þrastar Sigtryggssonar. — ARH SVR FÆRIR ÚT KVÍARNAR f MIÐBÆNUM — Stjórn Strætis- vagna Reykjavikur hef- ur sett fram ákveðnar óskir, eða öllu heldur bent á þarfir um ákveðið húsrými á neðstu hæð þessarar fyrirhuguðu byggingar, og er það atriði nú i athugun hjá húsbyggjendum, sagði Eirikur Ásgeirsson i við- talivið Alþýðublaðið. En SVR hefur að undan- förnu átt i samningavið- ræðum við eigendur Hafnarstrætis 22 um makaskipti á lóðarspild- um úr Hafnarstræti 20 og aðstöðu i væntanlegri nýbyggingu á fyrr- greindu lóðinni. Sagði Eirikur, að málið væri til- tölulega nýkomið tii stjórnar SVR og það væri því litið hægt um það að segja á þessu stigi. Fyrirhugað væri, að þarna yrði komið upp hlýju og notalegu biðskýli fyrir farþega,auk þess sem þar yrði til staðar að hluta stjórnun á leiða- kerfi. Þá yrðu einnig upplýsinga- þjónusta ogfarmiðasala i húsnæð- inu, ef samningar tækjust. — Mér skilst að það sé hug- myndin að hefja framkvæmdir núna einhvern næstu daga. Þær ættu þó ekki að hafa i för með sér neinar breytingar á starfsemi SVR þarna, þvi þetta skýli sem stendur við Hafnarstræti er byggt með það fyrir augum, að hægt sé að flytja það milli staða. Þvi verður einfaldlega kippt inn á Lækjartorg þar til annað kemur i staðinn, sagði Eirikur Asgeirs- son. — JSS LÓÐ SÆNSKA líklegri UNDIR SEÐLABANKAHÚS — nidurstödur ad vænta í máiinu fljótiega „Málið er að vissu leyti í gangi núna, því það er í gagngerri athugun og verið að reyna að komast að niðurstöðu um hvernig það verður afgreitt. Meiningin er að reyna að horfa svolítið á þær at- hugasemdir sem hafa komið fram vegna fyrir- hugaðrar byoigingar við Arnarhólinn, og finna lausn, sem allir geti við unað. Hver niðurstaðan verður, er ekki hægt að segja um i dag, en líklegt þykir mér að byggt verði á þessu svæði, þó f rekar á lóð Sænska frystihússins, heldur en í grunninum umdeilda, sagði Sigurður Örn Einarsson, skrif- stofustjóri hjá Seðla- bankanum, í viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Það er f athugun með breytta tilhögun á byggingunni, sagði Sigurður ennfremur, þvf arkitektarnir hafa verið að vinna I þessu og hafa komiö fram með ákveðnar tillögur, sem við vonumst til að geta sýnt áður en langt um liður. Aðalatr- iðið er að byggingarmál Seðla- bankans veröi leyst, þannig að sem flestir geti vel við unað.” %

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.