Alþýðublaðið - 07.10.1977, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 07.10.1977, Qupperneq 9
Föstudagur 7. október 1977 9 Framhaldssaga Ást og oflæti eftir: Ernst Klein Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir -. Útvarp Föstudagur 7. október 7.00 Morgunútvarp. VeBur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustu- gr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morg- unbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jönsson les þýöingu sina á „Túlla kóngi” eftir Irmelin Sandman Lilius (7) Tilkynning- ar kl. 9.30 Léttlogmilli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Morgunpopp kl. 10.25 Morgun- tónleikar kl. 11.00: Georges Barboteu og Geneviéve Joy leika Adagio og Allegro fyrir horn og pianó op. 70 eftir Rob- ert Schumann/Elfriede Kunschak, Vinzenz Hladky og Maria Hinterleitner leika Divertimento i D-dúr fyri tvö mandólin og sembal eftir Johan Conrad Schlick/Walter Trampler og Búdapestkvart- ettinn leika Strengjakvintett nr. 1 i F-dúr op. 88 eftir Jóhann- es Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kýnningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór” eftir Ednu Ferber. Sig- urður Guðmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (9) 15.00 Miödegistónleikar. Tékk- neska fílharmoniusveitin leikur „Skógardúfuna”, sinfóniskt ljóð eftir Antónin Dvorák: Zdenek Chalabala stjórnar. Pal Lukács og Ungverska rikis- hljómsveitin leika Konsert fyr- ir lágfiðlu og hljómsveit eftir Béla Bartok: János Ferencsik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popp 17.30 Júliferð til Júgóslavíu Sig- urður Gunnarsson fyrrum skólastjóri flytur fyrri hluta ferðasögu sinnar. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. HORNIÐ Skrifið eða hringið f síma 81866 19.35 Cr atvinnulifinu. Magnús Magnússon viðskiptafræðingur sér um þáttinn. 20.00 Fyrstu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands á nýju starfsári.haldnir i Háskólabiói kvöldið áður — fyrri hluti. Hljómsveitarstjóri: Páli P. Pálsson. Einleikarar: Guðný Guðmundsdóttir, Hafliði Hall- grimsson og Phiiip Jenkins. Tvö tónverk eftir Ludwig van Beethoven. a. „Coriolan”-for- leikurinn op. 62. b. Þrikonsert fyrir fiðlu, selló, pianó og hljómsveit op. 56 — Jón Múli Anrason kynnir tónleikana. 20.50 „Þetta er matarhola” Sig- mar B. Hauksson talar við Gústaf Gislason á Djúpavogi um búskap i Papey. 21.15 Einsöngur: Kari Frisell syngur lög eftir norska tón- skáldið Agathe Backer-Grön- dahl. Liv Glaser leikur á pianó. 21.30 (Jtvarpssagan: „Vikursam- félagið” eftir Guðlaug Arason Sverrir Hólmarson les (15) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal.Flosi Ólafsson les (19) 22.40 Afangar. Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnargson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Föstudagur 7. október 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúðu leikararnir (L) 1 þessum þætti heimsækir leik- konan Twiggy leikbrúðurnar. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Heimsókn til Sovétrikjanna Nýlokið er fyrstu opinberri heimsókn forsætisráðherra ís- lands til Sovétrikjanna. ís- lenska sjónvarpið gerði frétta- þátt i þessari ferð. Eiður Guðnason fréttamaður stýrir þessari dagskrá. Kvikmyndun Sigmundur Arthúrsson. Hljóð- upptaka Sigfús Guðmundsson. 21.55 Stutt kynni (Brief Encounter) Bresk biómynd frá árinu 1945 byggð á einþátt- ungnum „Still Life” eftir Noel Coward. Laura og Alex hittast af tilviljun á járnbrautarstöð. Þau eru bæði i farsælu hjóna- bandi, en laðast hvort að öðru og taka að hittast reglulega. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.20 Dagskrárlok — t>að sem ég segi, lávarður minn. Dani skipstjóri er horfinn, — horfinn eins og fis. Helvískur bilstjórahundurinn —. Hann þagnaði allt i einu og beit tönnum saman. — Hann hafði tal- að yfir sig. — Biddu svolitið, drengur minn. NU dugir ekki að missa minnið aftur. Hvaða bilstjóra ert þú að tala um? Var það kannski bilstjórinn hans Las Valdas heitins? Já, svaraðu fljótt. Lúsa-Jimmy engdist sundur og saman eins og ormur. Hann formælti. — Vfst er það hann, ákvað hann loks að svara. Fari hann til fjandans. Dani skipstjóri var eiginlega enginn brjóstmylkingur —hann er að minnsta kostisex fet á hæð i stigvélum. — En þessi Perkins gaf honum svo rösklega á hann, að vesalings Dani datt eins og drumbur. Þegar við tókum hann upp, til þess að bera hann upp ibilinn, sáum við að hann var ekki einungis kjálkabrotinn, heldur varallur hausinn itætlum, að þvi virtist. Það var svei mér gott að Svanahálsinn gat komið góðu höggi á bilstjórann með sandpokanum. Annars hefði hann búið til kássu úr ykkur öllum saman. — Hvers vegna réðust þið á bilstjórann? — Lávarður minn — við áttum að leita að nokkru á honum. — Hvað var nú það? — Einhverju sem var eins og samningur. Burnham lávarður, eða einhver þessara stórherra, hafði undirskrifað það. — Funduð þið nokkuð slíkt? — Nei. — Og heldur ekki i ibúð hans? — Nei. — Og hvers vegna fóruð þið að elta kvenfólkið? — Hvítbrystingurinn, sem kom tilokkar,vildihafa það svo. Hann áleit, að þær hefðu lika hug á þvi að ná í skjalið. Og ef þær fyndu það, áttum við að vera á verði og ná þvi af þeim. — En þá ætluðum við ekki aö nota sandpokann, bætti hann við, með göfugmennskusvip. Sir Walter var nú búinn að heyra það, sem hann vildi. Og umfram allt það sem systurnar vildu heyra. Hann lét fara burt með manninn. — Jæja, hertogafrú, sagði hann og snéri sér að Gloriu. NU, þegar þér með yðar eigin eyrum hafið heyrt, hvers konar óaldarflokk við eigum við að etja — finnst yð- ur þá ekki bezt að trúa mér fyrir öllu saman? Systurnar önduðu léttara, þeg- ar dyrnar lokuðust á eftir fangan- um og lögregluþjónunum. Grace leit biðjandi til systur sinnar. — Ég held að Sir Walter vilji hjálpa okkur, sagði hún. — Ég óska vissulega einskis framar. Eins og þér hafið sjálfar heyrt, er hér um heilt samsæri að raeða, til þess að ná i samning þann, er Burnham lávarður hefir gert, viðvikjandi rússnesku sér- leyfunum. — En hvar er þá skjalið? hróp- aði Glori'a. — Þetta er aðeins af- rit, en ekki sjálfur samningurinn. — Hvar er afrit þetta? Þessir menn og þeir, sem á bak við þá standa hafa það vissulega ekki. Og svo — sögðuð þér —. Systir hennar leit til hennar þýðingarmiklu augnaráði, nógu snemma til þess að hún þagnaði. — Sir Walter tók eftir þessu og undraðist. Hvers vegna var lafði Neville svona hrædd? — Las Valdas. Hann sá, að Gloría kinkaði kolli til systur sinnar. Hann fór að renna grun i, hvers vegna systurnar börðust svona örvænt- ingarfullar fyrir leyndarmálinu. —■ Sir Walter, sagði Gloria loks. Við systurnarerum farnar aö sjá, að bezt muni að biðja yður hjálp- ar. En áður en við segjum yður allt, sem við vitum, vil ég gjarnan fá að tala við Neville lávarð. Væri það ekki hægt? — Undir eins og þér, hertoga- frú, óskið þess. Að visu er Neville lávarður I gæzluvarðhaldi, en mérernærað halda aðég getiséð um, að þér fáið að tala við hann. Væri yður hentugt, að það yröi fyrirhádegið á morgun, hertoga- frú? — Gott og vel, ég ætla þá að leyfa mér að sækja yður til Burn- ham House kl. ellefu i fyrramálið. Sir Walter fylgdi fyrst systrun- um heim. Svo flýtti hann sér til frænda sins. — Nú er ég búinn að ná i þennan horngrýtis þráð, — ég fann hann! En flækjan er langt um stærri en ég hélt i fyrstu. Hann var afar ánægður með dagsverk sitt. Hann simaði til hinnar undurfögru Minnie Knox, og fór svo með hana til Prins hótel, einmitt þangað sem hann hafði orðið að yfirgefa hana svo skyndilega fyrir skömmu siðan. Nú lauk hann miðdegisverðinum i gleði og góðu skapi. 23. kafli. Þegar systurnar komu heim, sagði Anna gamla að einhver ókunn kona hefði hringt hvað eftir annað og spurt eftir hertoga- frúnni. — Sagði hún til nafns sins? — Nei. Ég þekkti heldur ekki rödd hennar i simanum. Hún sagðist ætla að hringja aftur, þvi að hér væri að ræða um mjög áriðandi mál. — Hvergetur þetta hafa verið? sagði Grace sem jafnan var til þess búin að verða óróleg. — Það er ekki þess vert að brjóta heilann um það. Fyrst vil ég fá eitthvað til að nærast á, og það þótt það verði minn sfðasti málsverður i húsi föður mins, bætti hún viö og hló beizklega. — Gloria. HORNIÐ: Tryggingastofnun ríkisins Hefnir sín á gamla fólkinu Kona# sem mikiö hefur þurft að skipta við Trygg- ingarstofnun ríkisins, hringdi til okkar í gær og gagnrýndi stofnunina harðlega: „Ég sé ekki betur en að Tryggingastofnun rikisins sé að hefna sin á þeim ellilifeyrisþeg- um sem ekki vilja sækja lifeyr- inn sinn i banka. Það er ekki nóg með það, að þeir sem vilja sækja lifeyrinn sinn i stofnunina fái hann ekki fyrr en fimm dög- um eftir að þeir fá hann sem sækja hann i bankann, heldur skulu þeir nú, i verkfalli BSRB, ekkert fá. — Ef þið hlýðið okk- ur ekki, þá fáið þið ekki neitt! Og það sem verst er, — þetta er ekkert einsdæmi i viðskiptum Trygggingastofnunarinnar við þá sem til hennar þurfa að leita. Þessi stofnun er alveg rosaleg, hreint út sagt viðbjóðsleg. Það er eins og þeir sem þangað þurfa að Ieita séu einhver snikjudýr sem séu að reyna að plokka siðustu krónuna af starfsfólkinu. Ég veit þetta, þvi ég hef þurft að leita þangað margsinnis á undanförnum ár- um, bæði fyrir mig og aðra. Ég get nefnt sem dæmi, aö ég sæki ellilifeyri fyrir gömul hjón, sem ekki geta náð i hann sjálf. Einu sinni þegar ég var aö sækja hann, sá ég að maður við hliðina á mér, sem ég vissi að var ná- kvæmlega eins ástatt fyrir og maðurinn sem ég var að ná i fyrir, fékk miklu hærri upphæð en sá sem ég var að sækja fyrir. Ég kannaði málið, — og mikið rétt. Sá sem ég sótti fyrir átti að fá miklu hærri lifeyri. Hins veg- ar hafði engum komið til hugar að láta hann vita af þvi, heldur varð hann að sækja sérstaklega um að fá það sem honum bar. Þetta hefði ég ekki séð, ef lifeyr- inn hefði verið sendur i banka. 1 öðru lagi get ég sagt frá minni eigin reynslu i samskipt- um við Tryggingastofnun rikis- ins. Þannig er mál meö vexti, að brjóstin voru tekin af mér fyrir tiu árum vegna krabbameins. Það þýðir að ég þarf að nota gervibrjóst. Reynsla min af Tryggingastofnuninni er slik, að ég fer fremur til Sviþjóðar til að fá mér slik brjóst, heldur en að ganga i gegnum þá niðurlæg- ingu sem þvi fylgir að fá gervi- brjóst hjá Tryggingastofnun- inni. Ef maður þarf að fá ný brjóst hér á landi, þá þarf maður fyrst að fara til læknis og fá hjá hon- um vottorð um það að brjóstin hafi ekki vaxið á mann aftur! Og þetta þarf aö gera í hvert einasta skipti sem maður þarf að skipta! Siðan fer maður til Tryggingastofnunarinnar með þetta makalausa vottorð og þaðan siðan til Lyfjaverzlunar rikisins. Þess ber raunar að Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.