Alþýðublaðið - 11.10.1977, Side 1

Alþýðublaðið - 11.10.1977, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 1 1. OKTÓBER 212. TBL. —1977-58. ÁRG. Ef blaðið berst ekki kvartið til Alþýðublaðsins í sfma (91) 14900 Ríkisstarfsmenn í verkfall Sum sveitarfélög sömdu [ — sjá fréttir á baksfðu Glæsileg þátttaka f prófkjöri Alþýðuflokksins f Reykjaneskjördæmi: Dr. Kjartan Jóhannsson fl.sæti — Karl Steinar Gudnason í 2. sæti tfrslit úr prófkjöri Alþýöu- flokksins i Reykjaneskjördæmi liggja nú fyrir. Atkvæöi féllu sem hér segir: Dr. Kjartan Jóhannsson hlaut 1008 atkv. 11. sæti og 400 atkv. i 2. sæti, samtals 1408 atkv. Rétt kjör- inn i 1. sæti. Karl Steinar Guðna- son hlaut 986 atkv. i 1. sæti og 608 atkv. i 2. sæti, samtals 1594. Rétt kjörinn i 2. sæti. Aörir frambjóðendur hlutu sem hér segir: Jón A. Héðinsson 681 atkv. i 1. sæti (Bauð sig aðeins fram i það sæti)-Samtals 681 atkv. Gunnlaugur Stefánsson hlaut 1093 atkv. i 2. sæti (Bauð sig að- eins fram i það sæti).SamtaIs 1093 atkv. Ölafur Björnsson hlaut 434 atkv. 11. sæti og 529 atkv. i 2. sæti. Samtals 963 atkv. Hilmar Jónsson hlaut 147 atkv. i 1. sæti og 218 atkv. i 2. sæti. Samtals 365 atkv. örn Eiðsson hlaut 408 atkv. i 2. sæti (Bauð sig aðeins fram i það sæti).Samtals 408 atkv. Atkvæði greiddu alls 3515 manns. Ógildir seölar voru 259, þar kom það tvennt til greina, að annaðhvort var aðeins 1 maöur kjörinn, en bar að kjósa 2, eöa sami maður fékk atkvæöi i 1. og 2. sæti. Úttekt Þjóðhagsstofnunar: EKKI LOKIÐ ENN Úttekt Þjóðhagsstofnun- ar á ástandi hraðf rystihús- anna í landinu er enn í full- um gangi# að því er Al- þýðublaðinu var sagt í gær. i Vonazt er til að henni Ijúki að ekki of mörgum vikum liðnum, en þó vildi Gamalf- el Sveinsson hjá stofnun- inni ekkert fullyrða um það að svo stöddu, en hann og Skúli Jónsson eru þeir sem mest hafa unnið að þessari úttekt. Gamaliel sagði að i tengslum við þessa úttekt væri verið að vinna að könnun á afkomu hús- anna 1976 og það væri mikiö verk. Ekki vildi hann segja á hverju stæði helzt i sambandi við full- naðarúrvinnslu, en gat þess þó, að þar kæmi hvort tveggja til, einstaka atriði og eins hitt, hve viðamikil þessi úttekt væri i eðli sinu. — Ég vona þó að það verði ekki margar vikur þar til við getum lagt skýrslu okkar fram, sagði hann. — hm Þingsetning í gær Setning Alþingis var í gær og hófst að venju með messu í Dómkirkj- unni. Við setningarathöfnina í gær minntist aldursfor- seti nýbyrjaðs þings, Guðlaugur Gislason, tveggja fyrrverandi al- þingismanna, þeirra Jóns Árnasonar og Lárusar Jóhannessonar. Jón Arnason var kjörinn al- þingismaður Borgarfjarðar- sýslu vorið 1959 og var siðan al- þingismaður Vesturlandskjör- dæmis frá hausti þess árs til æviloka, sat á 20 þingum alls. Hann átti lengi sæti í beitu- nefnd, i stjórn Sölustofnunar lagmetisiðnaðarins frá 1972, i stjórn Rafmagnsveitna rikisins frá 1974. „Timafrekasta og affarasæl- asta starf Jóns Arnasonar á Al- þingi var unnið i fjárveitinga- nefnd. Hann átti sæti i þeirri nefnd frá hausti 1959 og var for- maður hennar 1964—1971 og frá Framhald á bls. 10 Enn eitt stórlánið utanlands 2084 milljónir — vegna verksmiðjunnar við Grundartanga Á föstudaginn undirrit- aði Matthías Á. Mathie- sen f jár má la ráðherra samning um enn eitt stór- lánið erlendis frá. Hér er um að ræða tíu milljón dollara lánssamning við átta erlenda banka, ýmist á Norðurlöndum eða utan þeirra. Forystu fyrir lán- veitendum höfðu Den Norske Creditbank, Scandinavian Bank og Nordic Bank í samvinnu við Landsbanka Islands, en Seðlabankinn hafði með að gera undirbúning lántökunnar fyrir hönd rikissjóðs. Lánið, sem er jafnvirði 2084 milljóna islenzkra króna er tek- ið vegna eignaraðildar rikis- sjóðs að tslenzka járnblendifé- laginu hf. og á grundvelli laga um Grundartangaverksmiðj- una, sem samþykkt voru 11. mai sl. Það er til átta ára, með vil- yrði fyrir framlengingu, en end- urgreiðsla þess hefst fjórum ár- um eftir dagsetningu þess. Af þvi léiðir að vextir þess eru breytilegir og eiga að miðast við millibankavexti i Lundúnum á hverjum tima. Þess má geta hér, að aðal- stofnlán til Grundartangaverk- smiðjunnar var tekið hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum, og til þessa hafa önnur lán til hennar einnig komið frá nor- rænum aðilum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.