Alþýðublaðið - 11.10.1977, Page 5

Alþýðublaðið - 11.10.1977, Page 5
Þriðjudagur 11. október 1977 5 íheimsókn hjá BSRB: „Hvað er þessi blaða- maður að trufla okkur?” Liklega er um fátt meira talað um þessar mundir en Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og hugsanlegt verkfall þess. Fara þeir i verkfall? Hvenær? Hve lengi? Hver verða áhrifin? Að visu erum við ís- lendingar ekki með öllu ókunnugir þvi fyrir- brigði frjáls þjóðiifs er nefnist verkfall. Laun- Baldur Kristjánsson var staðinn upp, tilbúinn að fara á fund, ein- beittur á svip, enda átti að funda um verkfallsvörzlu og þá dugir ekki að láta deigan sfga. þegar hafa ósjaldan þurft að grípa til þess vopns i glimu sinni við vinnuveitendur, þegar illa hefur gengið að fá saltkornunum í grautn- um fjölgað svo að nokkurt bragð yrði að. t»að sem nú blasir við, hugsanlegt verk- fall opinherra starfs- manna, er þó óþekkt stærð að nokkru, ef ekki miklu leyti. Þessi hópur, félagar í BSRB, hefur ekki gripið til verkfallsvopnsins til þessa, enda ekki haft til þess náðarsamlegasta heimild löggjafans. Heimildin er þó feng- in nú og ákvörðun ligg- ur fyrir um vinnustöðv- un, ef ekki nást endar saman í deilu banda- lagsins við hið opin- bera. En nóg um það sem öllum er kunnugt. Ræð- um heldur það sem lægra fer. Alþýðublaðinu lék nokkur forvitni á að sjá og heyra það fólk sem starfar fyrir þessi sam- tök, án þess að vera i sviðsljósinu. Þvi brá blaðið sér i heimsókn á skrifstofu bandalagsins og megum við kynna: Fyrstan hittum við að máli framkvæmdastióra BSRB. Har- ald Steinþórsson, önnum hlaðinn mann, sem þó gaf sér stund til að fylgja okkur um staðinn. ,,Við erum að fara á fund, eftir nokkrar minutur, sagði Haraldur, og að honum loknum gæti ég ef til vill haft eitthvað fréttnæmt handa þér. Eitthvað sterkara en okkur hérna, i það minnsta. Við erum fimm hér starfandi, raunar fimm og hálft, þvi Jó- hannes Guðfinnsson, sem sér Nýja húsiö við Rauðarárstfg, sem BSRB mun flytja starfsemi sfna f um næstu áramót. %■—........................................1.. Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB hafði f mörgu að snúast, enda ieita margir til hans til úrlausnar vandamála. Hann gaf sér þó tima til að spjalla við blaðamann ofurlitla stund og fylgja honum um húsakynni bandalagsins. sem hefur innan sinna vébanda hátt á f jórða tug launþegafélaga og á annan tug þúsunda laun- þega. Truflanir á vinnudegi ekki vel þegnar. Þegar við kvöddum var kallað á eftir okkur: „Komdu frekar i heimsókn þegar við erum flutt i nýja hiís- ið, uppúr áramótum”. Aldrei að vita nema svo verði. Það er jú hvað skemmtilegast að kynna þá sem ekki sækjast eftir sviðsljósinu. Óneitanlega virðist undirrituðum einnig að fólkið á skrifstofu BSRB geti haft frá mörgu að segja, ef lagi verðurkomið á og timinn valinn þannig að vinnan tefjist ekki. -hv um bókhald, er svo afkastamik- illaðhonum nægir að vinnahálf- an daginn. Verkefnin þessa dagana eru þessi venjulegu, þvi þótt eld- móður sé i mönnum, þá er verk- fallshugurinn ekki orðinn það mikill, verkfall ekki svo nærri, að þess gæti verulega i dag- legum störfum á skrifstofunni. Við erum með fundahöld, sem Guðjón Baldvinsson, gjaldkeri, var önnum kafinn við uppgjör. „Smáræði”, sagði hann, en gaf sér þó varla tima til að kíkja i linsuna. tengjast hugsanlegu verkfalli, en fundurinn sem við erum að fara á núna er úti i bæ, þannig að áhrifanna gætir ekki veru- lega hér. Það breytist þó ef til verkfalls kemur.” Að svo mæltu stóð Haraldur upp og fylgdi á fund samstarfs- fólks sins. Fyrst á fund Guðjóns Baldvinssonar, sem á sinum tima var einn af stofnendum Bandalagsins og sem enn starf- ar við það af fullum krafti. Guðjón var að vinna við upp- gjör, sem hann kvað smávægi- legt, en vildi þó ekki yfirgefa til þess aö spjaiia við blaöamann. Enda vissara að gæta sin þegar sh'kir hlusta. Varkárnin ofar öllu. Næst hittum við konurnar Rannveig Jónsdóttir hafði einhver mál að glfma við. Við fengum ekki að vita hver. tvær, sem fyrir bandalagið starfa, fyrsta Erlu Gunnars- dóttur, sem var að taka til i geymslunni og raða þar kössum af tómum umslögum í hillur. Hún sagði það enda, þegar blaðamaðurinn bar fram þessa heimskulegu spurningu sina: ,,Nú, þú sérð það, ég er að taka til i þessu drasli. Þetta eru tóm umslög”. Og svo hló hún að álkunni þeirri arna. Hin konan heitir Rannveig Jónsdóttir og bar greinilega svipaðan hug til blaðamanna og vinnufélagi hennar Guðjón. Bezt að segja sem minnst. Ekki svo að skilja að nein andúð hafi komiðf ljós. Alls ekki. Það var bara vissara.. Siðastan hittum við svo Bald- ur Kristjánsson sem búinn var að tygja sig á fundinn, staðinn upp Ur stólnum sinum, einbeitt- ur á svip og beið þess eins og þessi blaðamaður hætti að tefja framkvæmdastjórann. Það má svo sem taka myndir, en ekkert bros fær vélin, virtist hann hugsa. Þó er ekki vist nema alvaran i svipnun stafi af fundarefninu er beið. Verkfall og varkfallsvarzla er jú ekkert gamanmál. Að þessari siðustu kynningu lokinni, var samræðum slitið. Þessu var aflokið og hægt að snúa sér að vinnunni að nýju. Enda nóg að gera við daglegan rekstur launþegasambands, Erla Gunnarsdóttir var að laga „drasl” I hillum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.