Alþýðublaðið - 11.10.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.10.1977, Qupperneq 6
Þriðjudagur 11. október 1977 6 Olíuhagnaður Norðmanna: 240 milljarðar norskra króna árið 1985 Oliuvinnsla Norð- manna Olíuleit á norska landgrunnin- u hófst fyrir alvöru 1966, en þá hafði verið gengið frá nauðsyn- legum undirbúningi og samn- ingum, meðal annars með þvi að skipta landgrunninu milli leitaraðila. Fyrsti votturinn um árangur af leitinni kom i ljós 1968, þegar fannst nokkurt magn af gasi, sem þó þótti ekki nóg til að vinnsluhæft væri. Ari siðar fannst svo olia og gas á svokölluðu Ekofisk svæði, sem reyndist vera olíuauðug- astasvæði i Vestur-Evrópu. Þar með komst Norðursjórinn i fremstu röð hafsvæða i veröld- inni þar sem oliu var að vænta undir sjávarbotni. NU eru þrjú aðal oliusvæði á norska landgrunninu, Ekofisk Frigg og Statfjord. Skipulag um stjóm. Stórþingið og rikisstjórnin fara með yfirstjórn oliumál- anna og ráða þar með þeirri' stefnu, sem eftir er sigit og hef- ur yfirsókn um allar fram- kvæmdir. Að sjálfsögðu ræður Stórþing- ið meginreglunni i meðferð oliu- málanna. Þannig er það ákveð- ið, að slik náttúruauðæfi tilheyri samfélaginu sem heild, en rikis- stjórnin fer með stjórn og eftir- lit. Fyrst i stað voru þessi mál látin heyra undir iðnaðarráðu- neytið, sem þá fór með alla þætti málsins frá stjórnarinnar hálfu. Arið 1972 þótti hinsvegar rétt og nauðsynlegt að setja á stofn oliumálaráðuneyti, sem eingöngu færi með yfirstjórnina á vegum rikissins (Statoil) Þetta var ákveðið með einróma samþykkt Stórþingsins. Undir oliumálaráðuneytið heyrir einn- ig að veita leyfitil frekari leitar, sinna öryggismálum og hafa yfirsýn yfir oliu- og gasmagn á landgrunninu, ai hluti þess sinnir viðskipta- og verzlunar- málum á vegum rikisins. Leyfi, sem oliumálaráðuneyt- ið getur gefið út, eru þrenns konar, i fyrsta lagi leitarleyfi, i öðru lagi framleiðsluleyfi og i þriðja lagi flutningaleyfi á af- rakstrinum. Fyrst i stað, frá 1965, var lftið rættum þátttöku rikisins, vegna hugsanlegs fundar oliu- og gas- linda. Það var ekki fyrr en 1969- 1970, sem ymprað var á rfkis- þátttöku, og frá 1973 hefur verið ákveðið að rikishluti ikostnaði og ágóða verði minnst 50%. Hér er þó undanskilinn kostn- aður við leit,en þegartil vinnslu og annarra siðari þátta kemur, tekur rikið þátt i kostnaðinum i hlutfalli við eignaraðild sina. Annað, sem Stórþingið hefur blandað sér i eru skattamál, öryggismál og vinnuskilyrði. Oliu- og gasleit, Leitin áð oliu og gasi á land- grunninu fer þannig fram, að fyrst er svæðið leitað með hljóð- bylgjutækjum, svipuðum að gerð, eða sem lúta sömu lög- málum og venjulegur berg- málsdýptarmælir. Þessar mæl- ingar eiga að sýna allskonar lagskiptingu og þar á meðal þykkt einstakra jarð- eða olíu- laga. Þannig fæst talsvert greinagott kort yfir sjávarbotn- inn og það, sem undir honum er, jafnvel nokkur þúsund metra niðurfryrir sjávarbotn. En það erekki fyrr en borað hefur verið á liklegum stöðum, sem i ljós kemur, hvort um er að ræða nægilegan forða að það borgi sig að vinna hann. Þetta er dýrt fyrirtæki, sem sést bezt á þvi, að átiuára timabili hafa veriðbor- aðar alls 166 tilraunaholur og hafa kostað um 3,5 milljarða norskra króna. Með hliðsjón af þvi gifurlega stóra svæði, sem rannsaka þarf, til að ganga úr skugga um, hvort olía eða gas er fyrir hendi, má likja þessu helzt við leit að saumnál i heystakki! Og jafnvel þótt eitthvað finn- ister stöðugtvafiá,hvort þar er um að ræða vinnsluhæft svæði. Benda má á, að t.d. Statfjord svæðið, er 70 ferkilómetrar að flatarmáli og þar létu menn sér nægja að bora aðeins lOholur til reynslu! Það er svona álfka og að stinga niður lOtituprjónum á heilan knattspyrnuvöll. Hljóð- bylgjurannsóknirnar á jarðlög- um landgrunnsins eru þvi þýðingarmesta hjálpartækið til þess að finna hvar bora skal. Eins og stendur lfta menn svo á, að oliuforðinn, sem land- grunn Noregs sunnan 62‘> norð- urdreiddar muni nema um 1,3- 1,7 milljörðum tonna. Freistandi væri að hugleiða, hversu mikið kann að vera af vinnsluhæfri oliu- og gasi sunn- an 62° norðurbreiddar. En til þess að fá raunhæft yfirlit yfir það, þarf að bora i miklu stærri stil en enn hefur verið gert. Menn gæla þó við þá hugmynd, að alls muni oliu- og gasforðinn geta numið 2,5-4 milljörðum tonna. Hvað finnast kynni norðan 62. breiddarbaugs á landgrunninu, er auðvitað óljóst. Hljóðbylgju- rannsóknir á þessu svæði gefa þógóðar vonir, og þess má geta að norðan 62. breiddarbaugs eru um 80% af öllu landgrunninu! Oliuvinnslan i Norður- sjó. Vinnslan á Ekofisk oliunni var meiri örðugleikum bundin en áður höfðu þekkst um viða ver- öld. Svæðið liggur i 290 km fjar- lægð frá landi, þar sem næst er, og dýpið er um 70 metrar. Margt bendir til óvenjumikils þrýstings i jarðlögunum sem gætu haft i för með sér ókunna erfiðleika, enda á engri reynslu annarra að byggja við svipaðar aðstæður. Vandinn var, að ná f senn há- marksafköstum og hafa þó fullt öryggi. Þvi var ákveðið að sam- eina sem mest dælingu á sex nærliggjandi svæðum i framtið- inni, en koma upp einskonar til- raunastöð á svæðinu sjálfu fyrst i stað. Þarna þurfti að byggja marga bor-og dælupalla úr stáli og auk þess steyptan geymi, til þess að safna i frá nærliggjandi lindum. Þannig er olian og gasið að- skilið á einum stað og dælt það- an til viðtakenda. Strax kom í ljós, að hag- kvæmast væri að leiða hvort- tveggja neðansjávar. Hér var langa leið að fara. Olíuleiðslan frá Ekofisk tii Tee á Norðaustur Englandi er 330 km að lengd og gasleiðslan til Emden i Norður- Þýzkalandi er 415 km löng. Hér hefur þurft að nota um helming fáanlegs vinnukrafts og véla, sem til eru i öllum heiminum og fást við neðan- sjávarlagnir af þessu tagi. 1 leiðslunni til Tee er einnig flutt svokallað votgas, sem sið- ar verður flutt á skipum til Nor- egs og úr þvi unnin oliukemisk efnasambönd. Frigg svæðið. Frigg svæðið liggur á skipti- linunni milli Noregs og Bret- lands. Það fannst 1971. Fyrsti oliuborpallurinn var settur þar niður 1975 og siðan hver af öðr- um. Nú i september hófst svo dæling á gasi til beggja land- anna, sem hlut eiga að máli. Leiðslurnar eiga að geta flutt um 10 milljarða rúmmetra af gasi hvor árlega. Statfjord svæðið. Statfjord svæðið er viðáttu- mesta oliusvæði, sem enn hefur fundizt i Norðursjó og hið f jórða i röðinni, sem fundizt hefur i heiminum. Áætlað er að byggja þar upp i tveim áföngum. 1 fyrsta lagi bor- og geymsluaðstöðu og i öðrulagi möguleika til að lesta þar oliuskip. Einnig er gert ráð fyrir, að möguleikar verði á breytingum á lestun slikra skipa, eftir þvi, sem reynslan leiðir i ljós um hagkvæmni. Þetta er stórbrotið fyrirtæki og má til dæmis nefna að stein- steypuhlutanum er ætlað að bera stálþiljur að þyngd 50 þús- und tonn á þrem hæðum. Hver hæð verður 14 metrar og bústað- ir starfsmanna sex hæða bygg- ing á stálpallinum. Lendingar- staður fyrir þyrlur verður á þaki ibúðarhússins. Einn af oliupöllum Norðmanna I byggingu Ellefu sterka dráttarbáta þurfti til að draga steypugeym- ana frá Stavanger til Stord og samsetning þessarar risaundir- stöðu og stálpallanna tók rösk- lega hálft ár og i siðastliðnum mai' mánuði var loks unnt að koma undirstöðum og pöllum fyrir á tilætluðum stað. Aætlað er, að hér verði hægt að dæla upp um 300 þúsund tonn- um af oliu árlega og hreinsa og er hvergi i viðri veröld til stærri né umfangsmeiri oliustöð. Ailar þekktar öryggiskröfur eru hér stórlega hertar og allt að 120 þús. tonna oliuskip eiga að geta athafnað sig hér. Fjór- um oliuskipum er ætlað að fly tja oliuna til hreinsistöðva. Þegar þess er gætt, að heildardæling upp úr þessu svæði er áætluð ár- lega 40 milljónir tonna, mun ekki af veita, að flutningar til hreinsistöðva viða um lönd, gangi greiðlega. Nokkuð hefur verið gælt við hugmyndina um að leggja oliu- leiðslur til lands, en þar sem þær þurfa að liggja sumsstaðar á 330 m dýpi, strandar það enn á tæknimöguleikum. Kostnaðarhliðin. Ohætt er að segja, að kostnað- urvið allar þessar framkvæmd- ir hafi farið langt fram úr upp- haflegum áætlunum og er raun- ar ekki um enda gert þar. Þvi veldur einkum tvennt, vax- andi verðbólga og þó öllu frem- ur að kostnaður við ýmisskonar tilraunir, þar sem beinlinis þurfti að þreifa sig áfram, var stórlega vanmetinn. 1 árslok 1976 var kostnaður orðinn, talinn í milljónum norskra króna 58 milljarðar. Þar af til Ekofisk 22,9, til Frigg 8,5 og til Statfjord 26,7. Þetta hefur orðið hörð hnot að brjóta, en nú er svo komið, að afraksturinn fer að flæða inn i striðum straumum. Tekjuhliðin. Eins og stendur munu öll 3 svæðin samanlagt gefa af sér um 22 milljónir tonna af gasi og oliu á þessu ári. En áætlað er að 1980 verði framleiðslan komin i 60-70 milljónir tonna á ári. Siðan verði hægfara aukning á næsta áratug og á siðari hluta hans verði framleiðslan búin að ná hámarkinu (75 millj. tonna). Þaðan af muni vinnslan minnka i60 millj. tonna 1990 og falla nið- ur i 10-20 milljónir árið 2000. Hér er aðeins slegið mati á þau oliusvæði sem enn eru þekkt og hafin vinnsla á. Það tekur 6-8 ár, að undirbúa og hefja vinnslu á nýjum svæð- um, þó þau fyndust nú og það er þvi engin von um aukningu fyrr en að þeim tima liðnum. Frekari leit. Deilur hafa staðið um, hvort taka eigi að rannsaka svæðið norðan 62 breiddarbaugs eða ekki. Stórþingið felldi tillögu um það i marz siðastliðnum. En miklar likur þykja til, að málið verði aftur upp tekið siðar á þessu ári eð a hinu næsta. Kann þá svo að fara að viðhorfsbreyt- ing verði i Stórþinginu, en ibúar strandhéraðanna norðan við 62* eru þvi mjög mótfallnir að þar verði hafnar leitarboranir. Hér blandast margskonar sjónar- mið inn í — einkum náttúru- verndarsjónarmið og byggða- stefna i ýmsum myndum — jafnvel það sem við myndum kalla hreinræktuð hreppapóli- tik! En af þessu lauslega yfirliti má sjá, að Norðmenn eru hér i gli'mu við risavaxnari viðfangs- efnien nokkru sinni fyrr og mik- ið veltur á, að skynsamlega sé i allar sakir farið. Lausl. þýtt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.