Alþýðublaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER Kristján Thorlacius, formaður BSRB: „Ríkisstjórn hefur ekki dómsvald,” í deilunni milli kjaradeilunefndar og BSRB „Stjórn BSRB var í dag boðuð á fund ríkis- stjórnarinnar, þar sem jafnframt var staddur formaður kjaradeilu- nefndar. jJar var fjall- að um bréf er stjórn BSRB hefur borizt frá kjaradeilunefnd, en nefndin telur að BSRB hafi í nokkrum tilvik- um brotið úrskurði hennar. Rikisstj ór nin ræddi bréf þetta og lýsti þvi að lögin um valdsvið nefndarinnar yrði að virða og úrskurðum hennar að hlýða. Okkar svar var aö þaö væri ekki hlutverk rikisstjórnar aö kveöa upp dóma i landi hér og bentum í þvi sambandi á aö samkvæmt stjórnarskrá landsins væri valdi þriskipt, i löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald og dómsvald- iö væri I höndum dómstóla, sagöi Kristján Thorlacius, fcrmaður BSRB,á blaðamanna- fundi i gær. „Það er rétt, að ágreiningur hefurkomiö upp um ýmis atriöi aö þvi er varöar úrskuröi kjara- deilunefndar, sagði Kristján ennfremur, I þvi aö við teljum i ýmsum tilvikum aö nefndin hafi farið út fyrir lögin, jafnvel þver- brotið þau, en þeir telja á móti, sem rikisstjómin tekur undir, aö BSRB hafi brotið lögin. Eins og ég sagði lögðum viö aöeins á þaö þunga áherzlu á fundinum, aö þaö væri ddmstól- anna aö skera úr ágreiningi af þessu tagi og aö rikisstjómin væri ekki dómsvald um þaö hver jir heföu brotiö lög fremur en við. Fjármálaráðherra: upp þar sem frá var ' s " HorfÍð’ 9 fljótlega get ég ekki sagt L | l að á þessu stigi, en að þráðurinn verður væntanlega tekinn upp þar sem frá var horfið og ég vona að þessari samningalotu ljúki með samningum. Ég tel eðli- legt að, viðræðurnar beinist nú að atriðum i deilunni, sem ekki hefur verið um fjallað að marki enn, en hvort vænta má hreyfingar Mathiesen, fjármála- ráðherra, við blaða- menn á tröppum Háskólans i gær, þegar hann var að koma á samningafund þar. Fjármálaráöherra var i gær spurður að þvi hvort rikið myndi i viöræðunum taka að einhverju leiti mið af samningum þeim er geröir hafa veriö I Reykjavik. Svar hans var á þennan veg: „Ég getekki sagt til um þaö, en auðvitað eru allar nýjar og góðar hugmyndir velkomnar og sjálf- sagt að athuga þær”. BSRB stofnar verkfallssjóð „Þaö var samþykkt á fundi samninganefndar BSRB i gær aö stofna verkfallssjóð, þaö er styrktarsjóð vegna míverandi verkfalls BSRB, sem jafnframt gæti oröiö visir að reglulegum verkfallssjóöi, sagði Kristín Tryggvadóttir, formaður sjóð- stjórnar hins nýstofnaða sjóös á blaðamannafundi i gær. „Ekki hefur veriö ákveöiö hvernig f jár veröur aflaö til sjóðs- ins i' framtiöinni, sagði Kristín Framhald á bls. 8. Prófkjör Alþýðuflokksins í Rvík: - - X .................: . * - . " '' ' ' ' * '* 1 gærmorgun mættu nemendur viö Menntaskólann I Hamrahliö á venjulegum tlma, en þeir urðu frá aö hverfa þar sem ekkert varð af kennslu þann daginn. (AB mynd —KIE) Engin kennsla í fram- haldsskólunum í gær — Þvi er fljótsvarað, aö hér var engin kennsla i dag, sagöi einn kennaranna i menntaskólan- um við Hamrahliö i viötali viö blaöiö I gær. Verkfallsverðir voru hér á staðnum meö stifa vörzlu, og engum var hleypt inn i skól- ann. Sama máli gegnir um öldungadeildina.— Verkfallsveröir frá BSRB voru einnig viö aöra menntaskóla i borginni, og að sögn Birgis Thorlaciusar ráðuneytisstjóra i Menntamálaráöuneytinu féll kennsla niöur I þeim öllum, svo og Háskóla Islands og Tækniskólan- um, að einni deild undantekinni. -Fram til þessa hefur veriö kennt i Menntaskólanum á Akur- eyri og fjölbrautarskólanum á Akranesi, sagði hann. 1 hinum siöarnefnda er þó hluti kennar- anna innan BSRB, og þeir hafa lagt niöur störf. Þaö er þvi vafamál hversu lengi hægt er aö halda áfram að kenna þar. Sagöi Birgir Thorlacius enn fremur, aö ráöuneytiö hefði ekki tök á aö knýja fram kennslu, ef ekki væri vilji fyrir þvl. I bréfi þvi, sem sent hefði verið til fram- haldsskóianna heföi veriö mælzt til þess, aö unniö yröi aö þvi aö koma skólamálum I samtlag aft- hátt. Skólayfirvöld heföu áreiöan- lega reynt allt sem i þeirra valdi stæöi til aö koma kennslu af staö aftur en þaö heföi ekki tekizt. -JSS Sex f ram- bod bárust Siöastliðinn laugardag rann út frestur til aö tilkynna þátt- töku i prófkjöri Alþýöuflokksins I Reykjavik fyrir næstu Aiþingiskosningar. Sex framboö bárust um þrjú efstu sætin á lista flokksins. t fyrsta sætið bjóöa sig fram þeir Benedikt Gröndal, Eggert G. Þorsteinsson, Sigurður E. Guðmundsson og Vilmundur Gylfason. 1 annað sætið Bragi Jósepsson, Eggert G. Þorsteins- son, Sigurður E. Guömundsson og Vilmundur Gylfason, og i þriðja sætiö bjóöa sigfram þau, Bragi Jósepsson, Jóhanna Siguröardóttir og Siguröur E. Guðmundsson. Prófkjörið i Reykjavik fer fram dagana 12. og 13. nóv- embern.k.ogerþaöbindandi ef þátttaka I þvi er meiri en sem nemur 1/5 hluta af atkvæöa- magni flokksins i Reykjavik viö siöustu Alþingiskosningar, en þáfékk Alþýöuflokkurinn 4Q71 atkvæöi. —GEK Umræður um kjaradeilu BSRB utan dag- skrár: Verkfallsréttur er mannréttindi I löngum umræðum sem fram fóruutandagskrárá Alþingi I gær kom fram mikill ótti meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins, vegna þeirrar staðreyndar aö opinberir starfsmenn hafa nú not- fært sér verkvallsrétt sinn i eina viku. Kvað svo mjög að þessum ótta að Albert Guðmundsson tal- aöi um byrjunarstig kommúniskrar byltingar þar sem verkfallsverðir gegndu hlutverki byltingarráða, og Ragnhildur Helgadóttir krafðist þess ein- dregið aö reynslan af þessu verk- falli yröi notuö til þess að „lagfæra lög um rétt manna til aö efna til verkfalla”, eins og hún orðaði þaö. Umraeðurnar voru til komnar vegna beiöni Alþýðuflokksins og Alþýöubandalagsins um aö rikis- stjórnin geröi grein fyrir viöhorfi sinu gagnvart samningunum og stöðunni i samningamálunum. Rakti Geir Hallgrimsson gang mála og kvaöst meðal annars álita, aö ekki væri unnt að veita opinberum starfsmönnum endur- Framhald á bls. 8 Sáttafundur hafinn á ný „Ég veitekki fremur en aörir hvaö skeöur á þessum fundi i kvöld, en auðvitað vona ég aö viðr . hef jist, enda held ég aö sáttanefnd hljóti aö beita sér fyrir þvi, þar sem hlutverk hennar er málamiölun og þá einkum með þvi aö koma á viö- ræðum milli aöila. öörum kosti veröur þessi fundur tilgangs- laus, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, á blaöa- mannafundi i gær. Samningafundur i deilu BSRB og ríkisins hófst aö nýju i Háskólanum I gær, um klukkan 17.00. Vika er nú liöin siðan upp Ur viðræöum þessara aöila slitnaði og verkfall BSRB hófst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.