Alþýðublaðið - 18.10.1977, Page 6

Alþýðublaðið - 18.10.1977, Page 6
6 Þriðjudagur 18. október 1977 f 20 ár frá geimför Spútniks hins sovézka: Áætlunarferdir út í geiminn Fyrir 20 árum/ nánar tiltekið 4. október 1957, stóp heimurinn bókstaf- lega á öndinni. Sovét- menn skutu þá á loft 83.6 kg þungu gerf itungli, sem síðan þaut um hinn ókannaða geim góða stund. Þannig hófst kapphlaupið um geiminn — og síðar samvinna. Einum mánuði síðar voru Sovétríkin enn í heims- fréttunum, í það skiptið vegna þess að þeir sendu fyrstu lífveruna út í geiminn. Var það eski- móatikin Laika, sem hef- ur trúlega orðið frægast- ur allra hunda (að frá- skyldum nokkrum mann- hundum sem mannkyns- sagan greinir frá). Laika lifði í 7 daga i geimnum. Dýrapiningar!, var hrópaö úr öllum heimshornum. En þrátt fyrir allt gegndi Laika mikil- vægu hlutverki. Hún fékk aö visu ekki aö hvila i Kremlar- múrnum, viö hlið annarra þjóö- hetja Sovétrikjanna, en fullyrða má að ferð hennar hafi orðið til að ryðja brautina fyrir sendingu mannaðra geimfara út i geim- inn. Ari eftir ferð Laiku komust Kanarnir á blað. Frá Cape Canaveral kvað við hvellur og Explorer þaut á loft. Þessi at- burður varð til þess að lækna að nokkru minnimáttarkompiex- ana sem hrjáði Ameríkana á þeim tima, vegna forskots Sovét i geimkapphlaupinu. Bergmálið mikla En friðurinn i Ameriku var skyndilega rofinn á ný: 12. april 1961 sendu Sovétmenn hetju sina Jurij Gagarin út i geiminn, fyrstan manna. Hann sveif i lofttóminu i 89 minútur og 34 sekúndur og sveif siðan til jarð- ar i Siberiu. Siberiuvist hans varð þó skemmri en margra landa hans, hann var færður til Moskvu og þar var hann hylltur af lýðnum. Auk þess tók hann við öllum þeim heiðurspening- um og titlum sem Æðstaráðinu tókst að finna i rikinu. En Sovétmenn létu ekki við þetta sitja. Þeir áttu lika fyrstu geimkvinnuna: Vladimirovu Teresjkovu. Hún brá sér i geim- inn 16. júni 1963 og hafði þar skamma viðdvöl. En nú var röðin komin að úrvalsliði Werner von Brauns. Lengstu geimferð sögunnar lauk 8. febrúar 1974. Þá hafnaði farkostur þeirra Geralds Carr, Williams Pouge og Edvards Gibson, Skylab 3, i Kyrrahafi eftir 85 daga hringsól um jörð-' Og hápunktur háloftaleikfimi Amerikumanna var 21. júni 1969, þegar ameriskfr fætur Neils Armstrong og Edwins Aldrin snertu yfirborð tunglsins. Þessi atburður varð nærri þvi til að varpa skugga á ferð Sputnik- krilisins sovéska, sem skotið var á loft 1957. Siðan Spútnik fór i loftið hefur ótal gerfitunglum verið skotið á loft i margvislegum tilgangi. Menn skjóta á loft visindatungi- um til að taka loftmyndir, eða kanna eitthvað i loftinu. Risa- veldin eiga fjölda snuðurtungla yfir jörðinni, sem hafa það hlut- verk að njósna um náungann o.s.frv. Nú munu alls vera um 2.000 gerfitungl hringsólandi um jörðina og fer fjölgandi. En hvað skyldi framtiðin bera i skauti sér á sviði geimrannsóknartækninnar? Geimsérfræðingurinn Chr. R. Rovsing svarar þeirri spurn- ingu þannig: Flutningakerfi — Það sem næst gerist, verður væntanlega stofnun flutningakerfis út i geiminn, ásamt byggingu hinnar banda- risku geimferju 1980. Fram til þess tima mun kostnaður við þessa áætlun lækka talsvert. 1995 giska ég á að farið verði að fljúga reglubundið út i geiminn. Framhald á bls. 10 Rolling Stones í bitveizlu Breska blaðið Daily Mirror hefur lýst þvi yfir að enn séu Rolling Stönes hinir einu og sönnu rokkkóngar. í meira en tiu ár hafa Stones sérhæft sig i að fá fólk til að hneykslast yfir ósiðsamlegri framkomu sinni og á því virðist ekki ætla að verða lát, þrátt fyrir . Charlie Watts bltur Jagger I nefið. tilkomu spýjukrakka með nælur i nösum, svo sem hljómsveitarinnar Sex Pistols og Johnny Rotten. Ævintýralegar sögusagnir um kyn- svall, fikniefnanotkun og alls kyns hneyksli meðlima Stones eru hluti af þeirri mynd sem snýr að almenn- ingi. Og Stones svikja ekki sitt fólk. Nú bjóða þeir upp á nýja hljóm- plötu og á umslagi hennar er mynd eftir bandariska lista- manninn Andy Warhol, þar sem hann sýnir Mick Jagger bita hraustlega i hönd einhvers. Teikningin mun vera gerð eftir lifandi uppstillingu. I einkar út- flippuðum selskap í New York tók Andy Warhol fjölda mynda af meðlimum Rolling Stones i þvi skyni að láta fylgja með plötunni. Charlie Watts beit i nef Jaggers, Ronnie Wood smakk- aði á stóru tá eins gests i sam- kvæminu og Keith Richard beit einn gestinn í magann. Siðu bitu allir alla. — Þetta eru aldeilis ótrúlegar myndir, sagði talsmaður Roll- ing Stones við Daily Mirror. — Þetta var hugmynd Warhols, en hún þróaðist I allsherjar bit- veislu. Endursagt úr Aktúelt. A forsfðu nýrrar hljómplötu Stones, „Love your live”, er mynd eftir Andy Warhol. Hér er það Mick Jagger sem bltur. Keith Richard gæðir sér á Ronnie Wood smakkar á tá. magavöðva.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.