Alþýðublaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 10
10
AAiðvikudagur 19. október 1977 aasr
Eftirmenntunarnámskeið
fyrir málmiðnaðarmenn
og skipasmiði
Námskeið f yrir sveina í málmiðnaði og skipa-
smiði/ verða haldin í Iðnskólanum í Reykjavík
og munu hefjast um n.k. mánaðamót. Nám-
skeiðin fjalla um viðfangsefni eftirtalinna
starfsgreina:
bílasmiða/
blikksmiða/
plötusmiða,
rennismiða,
skipasmiöa og
vélvirkja
Hin ýmsu námskeið eru sett saman úr eftir-
töldum þáttum, sem valdir eru saman eftir
því, sem við á:
efnisfræði málmiðna,
efnisfræði og reglur í tréskipasmíði,
mælitækni,
námstækni,
plastsuðu,
plötuútf latningar,
rennismíði,
sjálfvirkni loftræstikerfa,
vélahlutafræði,
vökvakerfi,
vinna og verðmyndun,
vinnuheilsufræði og
þunnplötusmíði
Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu AAálm- og
skipasmiðasambands íslands fyrir25. þ.m. og
greiða jafnframt þátttökugjald kr. 10.000,-.
Þann 29. og 30. október er ráðgert að halda
kynningarfund er f jallar um kennsluefni, og
kennslugögn þau, sem notuð eru til kennslu á
námskeiðunum. Iðnskólar og aðrar verk-
menntastofnanir, sem hafa hug á að taka upp
í starfsemi sína eftirmenntunarnámskeið
fyrir málmiðnaðarmenn og skipasmiði, geta
fengið nánari upplýsingar um fyrirhugaðan
fund hjá Steinari Steinssyni í Iðnskóla
Hafnarf jarðar, sími 51490.
Ný bók 6
fram ööinn gálgaguð, eineygö-
urog spakur, frjósemdarguöinn
Freyr, Þór hinn sterki sem lem-
ur jötna með hamrinum M jölni,
valkyrjur, dvergar og álfar.
Goö og hetjur hefja sögu sina
kát og glaövær meö brögöum og
ævintýrum, enda endalokin eru
Ragnarök, miskunnarlaus en
óhjákvæmileg. I þessari hinstu
orrustu ganga hinir útvöldu
vigamenn, sem falliö höföu i
loga umhverfis þá. Eins og
Magnús Magnússon segir, þá
var þetta orrusta sem enginn
gæti flúið úr og enginn myndi
lifa af. SU staöreynd, aö þeir
voru reiðubúniraö lifa við þessa
ósveigjanlegu forlagatrú og tjá
hana á svo lifandi og ótvlræðan
hátt sem raun ber vitni, er bezti
hugsanlegi mælikvaröinn á
skaphöfn og persónugerð vík-
inganna.
Magnús Magnússon er
islenzkur að ætt. 1 Bretlandi er
hann þekktastur fyrir fræöslu-
þætti i sjónvarpi, svo sem þætti
um sögu og fornleifafræöi I
flokknum BBC Chronicle
Þar aö auki hefur hann þýtt
nokkrar íslendingasagna, sem
komiö hafa út i bókaflokknum
Penguin Classics, og nokkrar
skáldsögur eftir Halldór Lax-
ness. MagnUs er ritstj. Bodley
Head Arshaeology, sem fékk
Times Educaeologies og sjálfur
höfundur tveggja bóka í þeim
flokki, Introducing Archaeo-
logy, sem fékk Times Edu-
cational Supplement Inform-
ation bókaverðlaunin 1972, og
Viking Expansion Westwards.
Bókin er filmusett og umbrot-
ini prentsmiöjunni Odda hf., en
prentuð á Italiu.
"^^^^^^^^^^mmmm^a^mmmmmmmmmmmmmmmmm^mmm
Ráðist á 1
milli ráöuneytisstjóra og verk-
fallsvarða. Sagöi fráfarandi
ráöuneytisstjóri þá meðal ann-
ars eitthvaö á þá leiö, að eina
ráöiö væri aö henda þessum
mönnum I burtu. I sama mund
réöst hann, ásamt tveimur
starfsmönnum launadeildar til
atlögu viö verkfallsveröi. Annar
var keyrður I gólfiö meö haus-
taki en hinum haldiö föstum út
viö vegg. Siöan hvatti fráfar-
andi ráöuneytisstjóri fólkiö,
sem haföi safnazt saman, til aö
ganga I matsalinn, sem það og
gerði. Þá slepptu starfsmenn
ráöuneytisins verkfallsvöröun-
um tveimur, sem tóku sér aftur
stööu viö dyrnar og beindu þeim
tilmælum til fólks, sem kom á
staöinn að þaö færi ekki inn i
mötuneytiö.
Eftir aö tilhandalögmála kom
tilkynntu vitni að atburöinum
um hann til skrifstofu B.S.R.B.
en verkfallsveröir héldu áfram
verkfallsvörzlu til klukkan um
13:30.
Eftir átökin talaði annar
verkfallsvaröa um eymsli I
handlegg og baki.
Bankamenn fresta
verkfalli vegna
verkfalls BSRB
Verkfall þaö, sem bankamenn
höföu boðaö I slöari hluta þessa
mánaðar, mun ekki koma til
framkvæmda þá, heldur hefur þvi
veriö frestaö til 8. nóvember n.k.,
aö þvi er segir i frétt frá SÍB.
Verkfallinu, sem boðað haföi
veriö 26. nóvember, er frestaö á
þeirri forsendu, aö nauösynlegur
undirbúningur geti ekki farið
fram, vegna verkfalls BSRB.
Þannig verði sáttasemjari, að
leggja fram sáttatillögu ekki síð-
ar en 20. október, og um hana
þurfi siðan að fara fram alls-
her jaratkvæðagreiðsla.
Vegna verkfalls BSRB sé aftur
á móti útilokaö, aö nauðsynleg
kynning á sáttatillögunni geti far-
ið fram, þar sem hana þurfi m.a.
aö senda til allra félagsmanna, og
halda kynningarfundi á vinnu-
stööum bankamanna.
Enn fremur segir, aö samn-
ingsaðilar séu á einu máli um
það, aö enn sé ekki fullreynt hvort
samningar takist, án þess að
beita þurfi verkfallsvopninu. ,
Jafnframt sé ljóst að eftir aö
sáttatillaga komi fram, veröi ekki
frekari viöræöur fyrr en aö at-
kvæöagreiðslu lokinni, rétt áöur
en boöaö verkfall kæmi til fram-
kvæmda.
—JSS
SKJÁLFTUM FJÖLGAR
Á NÝJAN LEIK
Svo sem fram hefur komið i
fréttum að undanförnu hefur
skjálftum á umbrotasvæöinu
noröur I Mývatnssveit stööugt
veriö að fækka samfara þvl sem
land þar hefur verið að risa. Nú
virðist hins vegar sem þessi þró-
un sé eitthvað að breytast, þvi að-
faranótt þriðjudags fór skjálftum
aftur að fjölga og á siðustu mæli-
önn, sem lauk klukkan 15 I gær-
dag, mældust alls 76 skjálftar á
mælum skjálftavaktarinnar i
Reykjahlið. Hafði skjálftum þá
fjölgað um nokkra tugi frá slðustu
mæliönn á undan.
Er Alþýðublaðið ræddi viö Pál
Einarsson jarðeölisfræðing I gær,
sagöi hann aö þróun á umbrota-
svæöinu þar nyröra heföi veriö
mjög svipuö allt frá siöustu um-
brotum þ.e.a.s. að skjálftum þar
heföi stööugt veriö aö fækka.
— Þaö er erfitt aö segja til um
þaö að svo stöddu, hvaö veröur úr
þessari auknu skjálftavirkni á
svæöinu, — sagði Páll — en senni-
legt er að þaö sé aö byrja ný hrina
uppi iKröfluöskjunni, en þar hafa
nýverið mælzt skjálfta upptök.
Þaö hefur yfirleitt oröið vart auk-
innar skjálftatiöni i Kröfluöskj-
unni á undan kvikuhlaupi og tel
ég að þessi hrina samsvari þeim
umbrotum sem áttu sér staö þar I
marz og april áöur en aöalhrinan
kom.
Aöspuröur sagöi Páll að eftir
sem áður væri ógerlegt að spá
fyrir um meö nokkurri vissu hve-
nær næstu umbrot þar nyrðra
hæfust.
—GEK
Ert þú fólagi í Rauða krossinumV
Deildir fólagsins eru um land allt.
RAUÐI KROSSÍSLANDS
EFLIÐ ALÞYÐUFLOKKINN -
ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
- V
Vinnum að eflingu Alþýðuflokksins með þvi að gera Alþýðublaðið að sterku
og áhrifamiklu baráttutæki fyrir jafnaðarstefnuna á íslandi.
Gerizt áskrifendur i dag. Fyllið út eftirfarandi eyðublað og sendið það til
Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavík eða hringið i sima 14-900 eða 8-18-
66.
■ ®
OSTSENDUM
OFUNARHRINGA
k JoIi.iiiiics Irusson
' l.uiB.iUt8i 30
spinii 10 200
/u\ Loftpressur og
Dúnn Síðumúla 23 /ími «4900 Steypustððin hí Skrifstofan 33600 traktorsgröfur til leigu. Véltœkni h/f Simi ó daginn 84911 á kvöldin 27-9-24
Afgreiðslan 36470