Alþýðublaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 5
5 'alþýðu- . blaoiö Laugardagur 29. október 1977 [SKODUN Sigurdur E. Guðmundsson skrifar: Prófkosningar þær, sem Alþýöuflokkurinn hefur stofnaö til viB val frambjóöenda sinna i alþingis- og sveitarstjórnar- kosningunum á vori komanda, hafa aö vonum vakiö mikla at- hygli. Um þær sýnist sitt hverjum. Að sjálfsögöu eru þær ekki gallalaust fyrirkomulag, frekar en hiö fyrra, þegar fá- mennum uppstillinganefndum var lagt mestallt vald i hendur, en samt höfum við alþýöu- flokksmennenn, a.m.k.ekkiséö ástæöu til að iörast þeirrar ákvöröunar aö setja þær á laggirnar. Auövitaö munum viö meta reynsluna af prófkosning- unum, þegar þær eru aö baki, fella þær niður eöa sniða verstu gallana af, eftir þvi sem þörf veröur talin á. En hvaö sem öðru liður hljóta flestir alþýöu- flokksmenn aö vera sammála um þaö nú, aö sú mikla „floks- opnun” gagnvart flokksbundn- um alþýöuflokksmönnum og óflokksbundnum kjósendum flokksins, sem prófkosningar hafa reynzt vera, geti oröiö Alþýöuflokknum mjög jákvæö. Meö prófkosningunum sýnum viö jafnt flokksbundnu sem óflokksbundnu fólki miklu meira traust en stjórnmála- flokkarnir hafa yfirleitt gert er viö bjóöum þvi til þátttöku 1 svo mikilvægri ákvaröanatöku, sem val manna i efstu sæti framboös- lista er. Þegar þjóðinni er skákað úr leik. Nokkur ár eru nú liöin frá þvi að prófkosningar sáu fyrst dagsins ljós hér á landi er Sjálf- stæöisflokkurinn efndi til þeirra viö val á sumum frambjööend- um sinum. Upphaf þeirra þar og málflutningur talsmanna þeirra ■ æ siöan hefur mér löngum þótt bera keim af persónudýrkun einkahyggjumanna. Hefur mér þótt þaö einkennast af þvi við- horfi, að rétt væri aö almennt val færi fram á frambjóö- endum,sem siöan kepptu um aö fara meö alla stjórn sveitar- félaga eða þjóöarinnar næsta kjörtimabil — þegar þeir heföu þannig veriö valdirog almennar kosningar fariö fram væri allt vald komiö i hendur hinna kjörnu og almenningur úr sög- unni sem æöstistjórnandi næstu fjögur árin. Ég hef ætiö veriö efins um gildi þessa viöhorfs. Þegar á allt er litiö eru hinir kjörnu annars vegar framkvæmdastjórar þeirrar pólitisku stefnu sem flokkar þeirra boða og fylgja, jafnframt þvi sem þeim er meö kjöri sinu fengið vald til stefnu- mótunar og ákvaröanatöku. En þær eiga aö fara meö. En mörgum finnst sem nokkuö megi milli vera. Allar aöstæöur eru gjörbreyttar frá þvi, sem áöur var og nú er þaö mögulegt, bæði af tæknilegum ástæöum og vegna stóraukinnar menntunar, aö gefa þjóöinni kost á þátttöku i úrslitaákvörðunum, enda yröi þaö aö vera til styrktar og fyll- ingar starfi Alþingis og sveitar- stjórna en ekki til aö draga úr valdi þeirra aöila. Vangaveltur vitt og breitt Margar hliöar þessara mála hafa verið til umræöu undan- fariö, m.a. vegna áhrifa frá Prófkosningar, stefnumótun og foríngjakjör hvi skyldi almenningur afsala sér meö öllu, til 4 ára í senn, aö- stöðu til ákvarðanatöku og stefnumótunar I mikilvægustu þjóöfélagsmálunum? Hvi skyldi almenningur ekki hafa mögu- leika á þvi aö hafa úrslitaáhrif á meöferö mikilvægustu við- fangsefna þjóöfélagsins hverju sinni? Vel má vera aö slikt hafi ekki veriö fært, tæknilega séö, áöur fyrr og vitaskuld kemur ekki til greina aö svipta full- trúasamkomur þvi valdi, sem prófkosningum Alþýöuflokks- ins. Þannig skrifaöi t.d. Gylfi Þ. Gislason mjög athyglisveröa forystugrein i Alþýöublaðiö sl. sunnudag um nokkra þætti þessara mála og skammt er siöan Baldur Guölaugsson lög- fræðingur skrifaöi eftirtektar- veröa grein i Visi um atkvæöa- greiöslu um stefnumál samfara prófkosningum. Um siðustu helgi skrifaöi Gisli Sigurösson ágæta grein um þjóðaratkvæöa- greiðslur i meiri háttar málum, erbirtist I Lesbók Morgunblaös- ins. Þannig mætti lengi telja. Visir segir frá þvi hinn 7. októ- ber sl., aö 2 dögum fyrr hafi Fulltrúaráö sjálfstæöisfélag- anna i Reykjavfk visaö til at- hugunar stjórnar þess tillögu frá Baldri Guðlaugssyni þess efnis, aö „gera skyldi spurn- ingar um stjómmálaleg efni, sem kostiö væri um leiö og kosiö væriö i prófkjöri”. Vist er þetta eftirtektarvert og spor i rétta átt, ef af verður. Sjálf- stæöismönnum og öörum kann hins vegar aö þykja fróðlegt aö heyra, aö langt er um liöiö frá þvi aö viö alþýðuflokksmenn hófum umræöur um þetta mál i okkar rööum og lögðum síöan grundvöllinn aö framkvæmd- um. Skoðanakannanir Alþýðuflokksins A árunum 1973 og 1974 komu upp hugmyndir um þaö i stjórn Alþýðuflokksfélaga Reykja- vikur aö nauösyn bæri til aö endurskoöa bæöi lög Alþýöu- flokksins og stefnuskrá hans: Flutti stjórn félagsins siöan til- lögur þar aö lútandi á flokks- þingi hans, ásamt mörgum til- lögum um lagabreytingar, þ.á m. um skoöanakannanir meöal flokksfólks um afstööu þess til ákveöinna stefnumála. Tillögur félagsstjórnarinnar voru samþykktar og leiddu m.a. til þess að flokknum voru fengin bæöi ný lög og ný stefnuskrá. 1 lögunum, sem samþykkt voru á flokksþingi árið 1975, segir svo i 11. kafla, 44 grein: „Skoöanakönnun getur fariö fram meöal alþýöuflokksfólks um land allt vegna stefnumót- unar Alþýöuflokksins i tilteknu máli. Skal niöurstaöa slikrar skoöanakönnunar vera ráögef- andi gagnvart flokksþingi og flokksstjórn um stefnu flokksins i málinu. Skoöanakönnun skal fara fram ef tilmæli þar aö lút- andi berast frá 150 flokksbundn- um alþýðuflokksmönnum eða flokksstjórn eöa flokksþing taka ákvörðun þar aö lútandi. Skal hún þá fara fram skv. reglum er flokksstjórn setur aö fengnum tillögum framkvæmdastjórnar. Niöurstaöa slikrar skoöana- könnunar er ráðgefandi varö- andi stefnumótun flokksins i viðkomandi máli”. Framhald á 8 siðu. SKOÐUN Dr. Bragi Jósepsson, námsráögjafi skrifar Frjálshyggju- stefnan hefur leitt til upplausnar Stærsta fyrirtæki sem rekið er á íslandi heitir skólakerfi. Þar starfa þúsundir nemenda og kennara auk fjölda annarra, sem á einn eöa annan hátt vinna itengslum viö skólakerfiö. Eins og kunnugt er er fyrirtæki þetta starfrækt af rikinu og kostnaöur allur greiddur af þeim tekjum sem skattheimta rikis og sveit- arfélaga ákveður aö leggja á herðaralmennings hverju sinni. Yfirleitt er það svo aö fólk amast ekki viö þvi þótt stórar fjárveitingar renni til skóla- mála. Menn ganga yfirleitt Ut frá þvi aö þar sé veriö aö verja fjármunum til gagnlegra fram- kvæmda sem miöi aö þvi aö gera ungt fólk hæfara til starfa og um leið liklegra til að veröa ánægöara meö hlutskipti sitt i lifinu. Fjárveitingamar og framkvæmdin Almenningur gerir sér hins- vegar afar litla grein fyrir þvi hvort einstökum fjárveitingum til skólamála sé variö til skyn- samlegra framkvæmda eöa ekki. Enn siöur velta menn þvi fyrir sér hvort skólastarfið sé viöunandi eöa hvort stefnan i skólamálum sé I samræmi viö kröfurtimansog aöstæöur hér á landi. Þaö veröur aö visu að viöurkenna aö fólk hefur litla möguleika á þvi aö skoöa þessi mál niöur i kjölinn og gera sér grein fyrir ástandinu I heild. Menn ganga alménnt út frá þvi að f skólanum séu árekstrar daglegt brauö og vandamál nemenda megi fyrst og fremst rekja til þeirra eigin vandræða, svo sem leti, heimsku eöa skap- bresta. Þá hafa menn einnig, sérstaklega i seinni tiö, komið auga á nýjan sökunaut. Hér er um aö ræða foreldrana sjálfa sem margir hverjir eiga ekki þvi láni aö fagna aö eiga böm, sem vaxa árekstrarlaust upp i gegnum skólakerfiö. Veik og fálmkennd yfirstjórn En svo vikiö sé aö skólanum sjálfum, daglegum rekstri þessa stórfyrirtækis og yfir- stjóm, er óhætt að fullyröa aö mistökin eru himinhrópandi. Og þaö er einmitt vegna þessara mistaka sem skólanum er um megn aö gegna hlutverki sinu á viðunandi hátt. Vandamál nem- enda og erfiöleikar vegna heim- ilisaöstæöna eru aöeins hluti af þeim viöfangsefnum sem skól- anum ber aö horfast I augu viö og vinna aö. Skólinn getur ekki varpað ábyrgöinnifrá sér yfir á nemendur og foreldra. Slikt er algerlega óraunhæft þegar meta á þaö starf sem fer fram i skólunum og þá stefnu sem stjórnendur skólamála bera ábyrgð á. Ef litiö er á þróun skólamála undanfarin ár er augljóst aö mistökin liggja fyrst og fremst i veikri og fálmkenndri yfir- stjórn. A þessu hefur engin breyting oröiö nema siöur sé, og þetta vandræðaástand er fyrir hendi á öllum sviöum skóla- starfsins, hvar sem litið er. Gervilausnir og sýndarmennska Ekki veröa forráöamenn skólamála ásakaöir fyrir aö- gerðarleysi. Frumvörp, reglu- geröir og aörar tilskipanir hafa streymt úr ráöuneytinu og út i alþingishús, þar sem þingmenn hafa beöiö meö eftirvæntingu eftir þvi aö fá aö samþykkja hverja þá dellu, sem ráöuneyt- ismönnum hefurtekizt aö hnoöa saman. Rauöi þráöurinn i öllum aö- geröum hins opinbera á sviöi skólamála er sýndarmennska. Hver lagabálkurinn á fætur öör- um er þýddur af erlendum mál- um og lagöur fyrir alþingi meö þvi yfirskini aö um sé aö ræöa þaulunniö og grandskoöað verk. Þessi innflutningur á erlendum hugsmiöum er siöan sendur frá hinu háa alþingi sem lög og reglugerðir um skólamál á Is- landi. Stórum f járhæöum er varið til þess aö halda uppi fjölmörgun hópum gervismiöa til þess aö gera tillögur um nýjar og nýjar gervilausnir á vandamálum skólanna. Allt skólakerfiö er undirlagt af tilraunastarfsemi, á viöfangsefnum sem aörar þjóöir hafa fyrir löngu kannaö til hlitar. Vangaveltur um eink- unnir og gildi prófa hafa gengiö eins og faraldur innanskóla- kerfisins og þannig mætti lengi telja. Að visu mætti segja ýmislegt gott um alla þessa þætti ef vinnubrögöin bæru með sér, aö stefnt væri aö þvi aö leysa hin raunverulegu vandamál skól- anna. En þvi er ekki til aö dreifa. ABgeröirnar i skólamál- um eru gerviaögeröir. Nemand- inn sjálfur þarf aö biöa. Þaö er formiö sem blifur. Vandamáliö sjálft situr á hakanum. Ég er persónulega þeirrar skoöunaraö núþurfi aö koma til róttæk stefnubreyting i skóla- málum. Taka þarf upp ákveöna og sterka skólamálastefnu þar sem megináherzla veröi lögö á einstaklinginn, þroska hans, menntun og framtiö. Undan- látssemin, stjórnleysiö og aga- leysiö i skólunum er nú komiö á þaö stig aö ekki veröur lengur viö unaö. Frjálshyggjustefnan hefur leitt til upplausnar innan- skólakerfisins, bæöi meöal nemenda og kennara og þó ef til vill mest meðal þeirra sem staöiö hafa fyrir handahófs- kenndum breytingum og bera auk þess ábyrgð á yfirstjórn skólanna. Ljósiö frá mennta- málaráöuneytinu hefur alger- lega myrkvast og var þó æöi dauft fyrir. Þeir sem áttu aö vera leiöandi ljós inn i skóla- starfið voru i raun steingeldir hugmyndasafnarar, sem ekki viröast gera sér grein fyrir þvi hversu alvarlegt ástandið i skólamálum þjóöarinnar er orö- iö. Þær raddir verða nú stööugt háværari sem krefjast þess, aö tekin verði upp ný stefna i skólamálum. Þaö er þvi nauö- synlegt, að ekki veröi fariö úr öskunni 1 eldinn heldur lagöur traustur grundvöllur aö nýrri skýrt afmarkaöri stefnu. 1 framhaldi af þvi þarf svo aö tryggja þaö, aö þessari stefnu veröi framfylgt af festu og áræöni en ekki þeim losarabrag sem einkennt hefur alla stjórn þessara mála siöustu árin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.