Alþýðublaðið - 09.11.1977, Side 12
alþýöu
blaðiö
(Jtgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, sími 14906 — Askriftarsimi 14900.
MIÐVIKUDAGUR 9.
8. NÓVEMBER 1977
Rammagerðin og Álafoss um hækkun á lopapeysum
J
Markaðurinri þolir ekki
helmings hækkun
— Ef prjónapeysurnar
hækka um helming, þá
er ég sannfærður um að
markaðurinn þolir það
ekki, sagði Haukur
Gunnarsson hjá
Rammagerðinni, þegar
Alþýðublaðið leitaði til
hans i gær vegna þeirrar
fyrirætlunar Hand-
prjónasambandsins að
hækka verð á prjóna-
peysum um helming til
söluaðila.
— Hvaö okkur varðar eru
prjónapeysurnar aðeins hluti
þesssem við seljum af fatnaði og
ég er þvi miður hræddur um að
það myndi koma mjög verulega
niður á sölunni ef þær hækkuðu
svona mikið. Það er ósköp eðli-
legt að konurnar vilji gera eitt-
hvað til aö bæta sinn hag og mér
er engin launung á þvi að um ein-
hverja hækkun gæti vissulega
verið að ræða. Hins vegar má
ekki láta óskhyggjuna ráöa ferð-
inni i svona málum, raunsæið
verður aö vera með lika. Ég er
hins vegarhræddur um að svona
mikil hækkun geti haft mjög
alvarlegar afleiðingar, jafnt fyrir
smásölu sem útflutning. Sé slik
hækkun möguleg hef ég auðvitað
ekkert á móti henni, en ég er bara
hræddur um að eins gæti fariö
fyrir okkur og Norðmönnum forð-
um, þegar þeir hækkuðu peysurn-
arverulega fyrir nokkrum árum.
Þaö varð til þess að þeir stein-
drápu sig á markaönum.
Einhver hækkun hugs-
anleg
— Slikt myndi tvimælalaust
hafa mjög háskalegar afleiðingar
fyrir markaðinn, sagöi Pétur
Eiríksson forstjóri Alafoss, þegar
blaðið sneri sér til hans og spurði
Vestmannaeyjar:
Þridjungur bæjarins
kyntur með hraun-
hita fyrir áramót
— Tiðin hefur verið mjög
góð í haust og það sem af
er vetri. Síðustu daga hef-
ur myndazt ís á pollum yf ir
hánóttina en ekki hefur
sézt hér snjór, sagði
Magnús Magnússon, sím-
stöðvarstjóri i Vestmanna-
eyjum, er Alþýðublaðið
hafði samband við hann
um helgina.
— Atvinnuástand hefur verið
ágætt og oftast mikil vinna. Verk-
fall BSRB gerði ekki mikinn usla,
þvi það samdist svo til strax með
bæjarstarfsmönnum og bæjar-
yfirvöldum, þannig aö vinna hjá
bæjarstarfsmönnum stöövaðist
ekki nema einn dag.
— Sildveiðin hefur verið tals-
verð.afli góður hjá togurunum en
litill hjá bátunum. Nú mun vera
búið að salta milli 11 og 12000
tunnur.
— Helztu framkvæmdir á veg-
um bæjarins eru hitaveitan og
malbikunarframkvæmdir. Fyrir
áramótin verður miklum áfanga
náð i hitaveitumálum en þá verð-
ur vesturbærinn tengdur við
hraunhitaveituna. Munu þá um
400 ibúðir vera hitaðar upp með
hraunhitanum eða þriðjungur
byggöarinnar.
— Aætlað er, að 80% af þvi, sem
það kostar að hita upp með oliu,
en kostnaðurinn i raun er minni
vegna lélegrar nýtingar oliuhit-
unarinnar. Eftir u.þ.b. þrjú ár
lækkar svo kostnaðurinn niður i
60% af oliukostnaðinum.
— Reiknað er meö, að hraun-
hitaveitan borgi sig á 10 árum en’
almennt er taliö, að hægt verði að
nýta hitann i 30 ár og sumir segja
i allt aö 80 ár. Nú er veriö að út-
hugsa aðferðir til að draga úr
kælingu hraunsins og lengja
þennan tima.
—ATA
18 verktakar af 20 undir
kostnaðaráæflun
Þann 19. oktober siðast liðinn.
voru opnuð á skrifstofu Inn-
kaupastofnunar Reykjavikur-
borgar tilboð i jarðvinnu og botn-
plötu B-álmu Borgarspitalans i
Reykjavik.
Alls gerðu 20 verktakafyrirtæki
tilboð i verkið og vakti það
athygli að 18 tilboðanna voru
lægri en kostnaðar áætlun verks-
Kostnaðaráætlun verksins var
samin af Almennu verkfræðistof-
unni og hljóðaði hún upp á
57.137.365, krónur, en lægsta til-
boð sem barst var frá Hólaberg
s.f. og hljóðaði upp á 41.560.188,
krónur eða var rúmum 15,5
milljónum undir kostnaðaráætl-
un.
—GEK
um afleiðingar hækkaðs verðs á
prjónapeysum. — Taki konurnar
á sig gæöaeftirlit og merkingar
þá taka þær um leið á sig ákveð-
inn kostnaðarlið sem við höfum
hafttil þessa, ogþvf ættiverðiö að
geta hækkað eitthvað, en almennt
séð myndi helmings hækkun á
peysunum frá konunum koma
mjög niður á þvi magni sem unnt
væri að selja erlendis.
Pétur kvað lopapeysur mjög
dýra vöru erlendis, auk þess sem
þær væru til sölu við hliðina á
peysum frá öðrum löndum, svo
sem S-Ameriku. — Þaö er aug-
ljóst, sagði hann, — aö ef kaup-
andigeturfengið2-3peysurfrá til
dæmis Bóliviu fyrir verö einnar
frá lslandi, þá auðvitað kaupir
hann þær frekar. Ég held þess
vegna aö boginn sé spenntur of
hátt hjá konunum. Þær eru hreint
ekki of sælar af þvisem þær fá, og
einhver hækkun væri möguleg, en
ekki of mikil. Við megum ekki
detta I sömu gryfju og Norömenn-
imir.
—hm
Deilur um viðbyggingu á Neskaupstað:
„Veit ekki hverjir
byggðu við húsið”
segir húseigandinn í samtali vid Alþýðublaðið
A Neskaupstaö eru nú risnar
upp deildur milli bæjaryfir-
valda og Péturs Óskarssonar
byggingarmeistara, vegna við-
byggingar við hús Péturs.
Byggingarnefnd bæjarins neit-
aði Pétri um leyfi til stækkunar
hússins og setti lögbann á fram-
kvæmdir, en þrátt fyrirþað reis
viðbyggingin af grunni nótteina
i verkfalli opinberra starfs-
manna. Bæjarstjóri Neskaup-
staðar, Logi Kristjánsson, hefur
látið hafa það eftir sér, að svo
gæti farið að Pétur yrði sviptur
starfsleyfi I bænum vegna brota
á banni byggingarnefndar og
lögbanni. Þá sagði Logi einnig,
að ef viðbyggingin yrði ekki
fjarlægð fyrir 5. nóvember af
húseiganda, yröi þaö gert með
valdi.
Alþýðublaðið hafði I gær sam-
band við Pétur óskarsson og
sagði hann þá, að viöbyggingin
hefði enn ekki veriö rifin, málið
væri i biðstöðu. Hins vegar
sagði Pétur, að ósatt væri hjá
bæjarstjóra að hann hefði brotið
bæði bann byggingarnefndar og
lögbann. Hann heföi hugsanlega
brotiö gegn banni byggingar-
nefndar við viðbyggingunni en
alls ekki lögbanninu, þvi hann
hefði ekki hugmynd um hver
heföi reist viöbygginguna.
— Það var gert að næturlagi,
meðan ég var ekki einu sinni
heima, heldur var ég að
skemmta mér niður i bæ. Þegar
ég svo kom heim undir morgun
var viðbyggingin risin. Senni-
lega hafa einhverjir verið þar
að verki sem mér eru hliðhollir,
enda lftið verk aö reisa þessa
veggi. Þeir lágu tilbúnir á jörð-
inni. Þannig getur bæjarstjóri
alls ekki sannað að ég hafi brot-
ið lögbannið.
Pétur taldi llklegt, að ástæðan
til þess að hann má ekki byggja
við hús sitt, sem er að Egils-
braut 9 i Neskaupstað, væri sú
að þaö myndi auka verðgildi
hússins. Bæjaryfirvöld hafi hins
vegar hugsað sér að kaupa hús-
ið vegna skipulagsbreytinga og
vilji fá það fyrir sem minnstan
pening. Sagði hann að sex leyfi
til viðbótabygginga hefðu verið
veitt á Neskaupstað á árinu og
þvi fráleitt af bæjaryfirvöldum
aö neita sér um slikt leyfi, sér-
staklega með tilliti til þess, að
hann hafiábúöarréttá lóðinni til
næstu 25 ára.
1 viðtaliviðAlþýðublaðið fyrir
stuttu sagði Logi Kristjánsson
bæjarstjóri á Neskaupstað, að
húsið Egilsbraut 9 væri á
óskipulögðu svæði, en unnið
væri að skipulagningu þess. Þvi
væri fráleitt að leyfa slika viö-
byggingu sem Pétur óskarsson
hefði farið fram á. Það væri
helmings stækkun á húsinu, sem
væri hiö mesta hrófatildur og
myndiáreiöanlega veröa rifið ef
skipulag mælti svo fyrir.
—hm
Ekkert áramótaskaup
í sjónvarpinu í ár
—- Það hefur verið mikið rætt
um þetta og ég hygg, að almennt
sé ekki sú ánægja með þessa þætti
sem kostnaði nemur. Þvi höfum
við ákveðið, að hafa áramóta-
skemmtiþátt sjónvarpsins með
öðru sniði i ár. Sem sagt, ekkert
áramótaskaup I ár. Þannig fórust
Stefáni Júliussyni, rithöfundi og
útvarpsráðsm anni orð, er
Alþýðublaðið bar undir hann
hvort rétt væri, að ekkert skaup
ætti að vera i sjónvarpinu i ár.
—Við viljum reyna að hafa ann-
að form á skemmtiþættinum
þetta árið, hafa eins konar
„kabarett”. Það hefur enginn
ágreiningur verið um þetta mál
og ég vil taka það fram, að þetta
er aðeins tilraun. Ef illa tekst til
eða ef þetta mælist illa fyrir, þá
gæti allt eins farið svo, að horfið
yrði aftur til fyrra formsins.
— Við vitum ekki með vissu,
hvaðmikiðerhorftá þessi skaup,
en vitað er, að kostnaðurinn við
það er mikill. Til dæmis var
kostnaðurinn á skaupinu i fyrra á
stærðargráðunni tiu milljónir.
Fáa hef ég hitt, sem fannst
skaupið i fyrra gott og má segja,
að strax eftir þaö komu fram
raddir um að ófært væri að nota
fjármuni, sem nægðu til upptöku
á stóru leikriti, I slika þætti.
—Ekki er enn komin kostnaðar-
áætlun á þennan „kabarett”, en
hún kemur fljótlega, liklega á
næsta útvarpsráösfundi. Hitt tel
ég liklegt, að kostnaðurinn verði
öllu minni en á skaupunum.
Óánægja meðal
sjónvarpsmanna
— Mér hefur alltaf fundizt, aö
skaupið ætti að vera eins konar
spéspegill ársins, enda er þetta
eina tækifæri okkar á árinu til að
vinna slika þætti, sagði Tage
Ammendrup, sem stjórna mun
upptöku á áramóta,,kabarett”
sjónvarpsins.
— Ég býst einnig við þvi, að fólk
almennt eigi von á og vilji fá
skaup, likt og hefur verið á
hverju gamlárskvöldi, siðan sjón-
varpið hóf útsendingar sinar. Þó
ekki sé annað, þá finnst mér vera
komin hefð á skaupið, ein af fáum
hefðum, sem islenzka sjónvarpið
hefur skapað sér. Að visu tókst
skaupið illa I fyrra en slfkt getur
alltaf gerzt.
— I fyrra var skaupið einnig
fært fram. Þess vegna var e.t.v.
minna horft á það en venjulega.
Undanfarin áramót hefur allt
miðastvið skaupin. Brerinur hafa
ekki verið tendraðar fyrr en
skaupið var búið o.s.frv. Fólk
horfði á skaupið og mikið var rætt
um það, hvort sem það var lélegt
eða gott.
Framhald á bls. 10