Alþýðublaðið - 24.11.1977, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER
250. TBL. — 1977 — 58. ÁRG.
Ritstjórn blaðsins er
til húsa í Síðumúla 11
- Sfmi (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
HH
Varamenn og auöir stólar gæti þessi mynd heifið/ en hana tók Ijósmyndari blaðs-
ins GEK í Alþingi í gærr en þar sitja um þessar mundir þeir Björn Jónsson for-
seti ASI og Kjartan ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans.
Árið 1977:
14,7% útflutnings-
tekna í afborganir
og vaxtagreiðslur!
Samkvæmt áætlun framleiðslunni. I árslok ið 1973 var það aðeins
Seðlabankans munu fast- 1976 námu skuldir þessar 22%. Þetta kemur fram i
ar erlendar skuldir þjóð- rétt tæpum 96 milljörð- skýrslu Þjóðhagsstofnun-
arbúsins i árslok/ nema um, sem var 37% af þjóð- ar um //Þjóðarbúskap-
129 milljörðum króna. arframleiðslunni. Arið inn".
Nemur SÚ upphæð um 1975 var þetta hlutfall t skýrslunni er þess einnig
36% af heildarþjóðar- hvað hæst eða 39%, en ár- Framhaid á bis. ío
Heildarfiskaflinn
kominn í rúmlega
1.2 milljónir tonna!
Heildarafli lands-
manna fyrstu 10 mánuði
þessa árs nam samtals
1.237.275 lestum af
óslægðum fiski. Á sama
tima i fyrra var aflinn
873.256 lestir. Er það um
40% aukning frá fyrra
ári.
Nær öll aflaaukning-
in er loðna. Fyrstu 10
mánuði þessa árs veidd-
ust rúmlega 764.000 tonn
af loðnu en voru á sama
tíma í fyrra rúm 427. þús-
und tonn. Þetta kemur
fram i skýrslum Fiskifé-
lags islands.
Botnfiskaflinn á þessu tima-
bili var árið 1977 415.000 tonn, en
var á sama tima i fyrra rúm
393.000 tonn.
Mest af botnfiskaflanum
fyrstu 10 mánuði þessa árs kom
á land á svæðinu frá Vest-
mannaeyjum til Stykkishólms,
eða um 215.000 lestir.
Samkvæmt skýrslunni hefur
sildarafli minnkað heldur frá
þvi i fyrra á þessu timabili eða
úr rúmum 20.000 lestum i tæpl.
15.000 lestir.
Rækju-, humar-, og hörpu-
diskveiði hefur staðið i stað
milli áranna, en kolmunnaveiði
hefur aukizt úr rúmum 500 tonn-
um i tæp 12.000.
— ES
Skýrsla Þjóðhagsstofnunarinnar um þjóðarbúskapinn:
Vandi verðþensl-
unnar óleystur!
„Mikil hætta er á að
hraði verðbólgunnar
hérlendis aukist á ný á
næstu mánuðum”, seg-
ir i nýútkominni
skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar um þjóðarbú-
skapinn. í skýrslunni
segir að þróunin i verð-
lagsmálum á þessu ári
hafi verið með þeim
hætti, að bilið milli
verðhækkana hérlendis
og annars staðar fari
nú breikkandi, en i þvi
felist alvarleg hætta
fyrir samkeppnisað-
stöðu atvinnuvega
þjóðarinnar. Siðustu
misserin hafi óvenju ör
hækkun útflutnings-
verðlags dregið veru-
lega úr þessum vanda,
en vitaskuld sé ekki
treystandi á hana til
frambúðar.
Þess er getið að um mitt ár
1977 hafi veröbólguhraðinn ver-
ið kominn niður í 26% á ári, eða
um helming þess, sem hann
varð mestur 1974. 1 kjölfar
launasamninganna f sumar hafi
áttin snúizt og megi nú reikna
meö því að meöalveröhækkun
ársins 1977verði 31%. Þetta eru
þvi sem næst sömu tölur og í
fyrra og miðar þvi ekkert i þá
átt að draga úr veröbólgu á ár-
inu.
Laun hafa hækkað afar mikið
á árinu, segir i skýrslu Þjóö-
hagsstofnunar, og nú þegar
nemur hækkunin um 40% frá
áramótum. Þegar við bætast
samningar opinberra starfs-
manna og launahækkanir 1.
desember stefni hækkunin á ár-
inu i 60%. Mun það vera eitt
mesta stökk á einu ári sem
menn minnast, að minnsta kosti
frá árinu 1942.
Höfundar skýrslunnar geta
þess að launahækkanir þessar
feli i sér miklar kosnaöarhækk-
anir og auki hættu á verðhækk-
unum á næstu mánuöum. Vegna
mikillar hækkunar útflutnings-
verðs sjávarafla hafi þetta ekki
valdið vaxandi viðskiptahalla
eða rekstrartruflunum, en um
— og ýmsar
hættur
framundan
í þeim
efnum!
leið og dregur úr hækkunum
þessum verði vandinn erfiöari
viðureignar. Það hafi þegar
komiðfram i rekstrarstöðu fisk-
vinnslunnar og aðrar greinar
útflutningsframleiðslunnar
kunni jafnvel að vera í enn
erfiðari rekstrarstöðu.
Mjög hæg innistæöuaukning I
bönkum að undanförnu mun
setja skobður við útlánamögu-
leikum bankakerfisins. Hins
vegar verði eflaust þrýst á úr
mörgum áttum um fjármagn.
Lokaorð þess kafla skýrsl-
unnar sem fjallar um verölags-
mál á árinu 1977 eru þau að hag
þróunin á árinu hafi bæði sinar
björtu og dökku hliöar. Annars-
vegar hafi atvinna verið næg,
viðskiptajöfnuður viö útlönd
viðunandi, þjóðarframleiðsla,
kaupmáttur heimilanna og við-
skiptakjör hafa stefnt upp á við
og liggja nærri bezta lagi að
fyrri reynslu, en vandi verð-
þenslunnar sé óbreyttur og
ýmsar hættur framundan i þeim
efnum. ES